Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 Tilvera 1>V Star Wars ★★★★ Upphaf ævintýrisins Stöð 2 ætlar í nóvember að sýna allar Star Wars-myndimar fjórar og að sjálfsögðu er byrjaði á þeirri sem setti þetta allt saman af stað. Star Wars er löngu orðin klassisk kvik- mynd og má segja að þegar hún kom fram hafi hún breytt kvikmyndasögunni. Hvort hún sé best í seríunni er matsatriði en hún markaði upphaflð að miklu ævintýri og er enn þann dag í dag einhver skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Hún er þess virði að sitja heima og endumýja kynni sín við Loga geimgengil, Leu prinsessu, Han Solo, Ben Obi-Wan Kenobi og ýmsar furðuverur. Sýnd á Stöö 2 í kvöld, kl. 21.00 Star Wars Vélmenni sem allir muna eftir. Fucking Ámá) ★★★ Óvægin Sænsk kvikmynd sem vakti mikla athygli og umtal fyrir hluti sem viðkvæmir eru í sam- félaginu. Hugtök eins og hrá, óvægin samfé- lagsrýni, andfélagsleg hegðun, samkynhneigð og þess háttar era vel til þess fallin að vekja deilur en að granni til er þessi myndin lítil og sæt ástarsaga sem gerist í sænskum smábæ sem yfirleitt er á eftir öllu með allt. Myndin fylgir hefðbundinni uppbyggingu. Elskend- umir kynnast og ástin byijar að blómstra en eitthvað verður til að stía þeim í sundur þar til þau átta sig á því að ástin er mikilvægari en allir erfiðleikar og allt endar í hamingju. Sýnd l Sjónvarpi á sunnud., kl. 22.30 Butch Cassidy and the Sundance Kid. Paul Newman og Robert Redford í hlutverkum sínum. . Butch Cassidy and the Sundance Kid ★★★★ Vinir í blíðu og stríðu Eins og Stars Wars er Butch Cassidy and the Sundance Kid löngu orðin klassísk kvik- mynd. Hún fékk á sínum tima fem ósk- arsverðlaun og gerði Robert Redford að kvik- myndastjömu. Paul Newman var þekktari fyrir. Myndin er mjög skemmtileg, leikandi létt og er einn skemmtilegasti vestri sem gerð- ur hefur verið. Segja má að hún nái að sam- eina vestrið nútímanum í gegnum tónlistina og handritið sem er nútímalegt þó myndin eigi að gerast um aldamótin 1900. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Butch Cassidy og Sundance Kid vora til en er krydduð með skáldskap. Sýnd á Sýn í kvöld, kl. 00.35. Snow Failing on Cedars ★★★ Réttardrama Dramatísk mynd sem gerist á ímyndaðri eyju sem ber hið hljómfagra nafn San Piedro. Bandarikjamaður af japönskum upprana er kærður fyrir morð og íbúar smábæjarins á eyjunni fylgjast með málinu af miklum ákafa. Þetta væri varla í frásögur færandi nema vegna þess að tímasvið sögunnar er 1951, að- eins örfáum áram eftir að stríði Bandaríkja- manna og Japana lauk. Miklir fordómar ríktu í garð allra japanskættaðra Bandaríkjamanna á þessum tima og því er útlitið svart fyrir hinn ákærða. Efnismikil og vel leikin kvik- mynd sem gleymist ekki svo fljótt. Sýnd á Stöó 2 á sunnudag, kl. 20.25. Emmy-verðlaunin voru veitt á dögunum. Sjón- varpsmynd um ævi Judy Garland hreppti þar verðlaun fyrir leik tveggja leikkvenna sem léku Garland á ólíkum œviskeiðum. Judy Gar- land varð heimsfrœg kvikmyndastjarna sextán ára gömul eftir leik sinn í Galdrakarlinum í Oz. Þá þegar var hún orðin háð fíkniefnum. Barátt- an harðnaði eftir því sem árin liðu og þegarjudy lést 46 ára var hún fyrir löngu útbrunnin. Judy Garland fæddist árið 1922 og var skírð Francis Ethel en hún var þriðja dóttir foreldra sinna. Faðir- inn, Frank Gumm, var blíðlyndur maður sem allir kunnu vel við. Hann dáði yngstu dóttur sína og hún var afar hænd að honum. Ethel var algjör andstaða eiginmanns síns, kaldlynd og ráðrík kona sem sást aldrei faðma eða kyssa dætur sínar. Frank rak kvikmyndahús þar sem eldri systurnar tvær skemmtu stundum milli sýninga með söng. Francis var rúmlega tveggja ára þegar hún stóð þar fyrst á sviði og sló svo rækilega í gegn að hún varð fastur þáttur i skemmtidagskránni. Með árunum var ljóst að Francis litla hafði til að bera afburðahæfi- leika. Umboðsmenn og skemmtana- stjórar fóru að panta hana eina í stað þess að panta systratríóið og hún varð eftirsótt barnastjarna. Ef Ethel fannst Francis vera illa fyrir- kölluð gaf hún.henni amfetamín til að halda henni vel upplagðri og þeg- ar þær töflur héldu Francis vakandi gaf hún henni svefntöflur. Fyrir tíu ára aldur hafði Francis hafið töfluát sem átti eftir að fylgja henni alla ævi. Francis komst á kvikmynda- samning hjá MGM-kvikmyndaver- inu tólf ára gömul og nafni hennar var breytt í Judy Garland. Faðir hennar var þá látinn úr heila- himnubólgu. Hún sagði seinna að dauði hans hefði verið skelfilegasti atburður lífs síns. Dóplstl á táningsárum Yfirmönnum Judyar þótti hún of feit. Henni voru gefnar megrunar- töflur til viðbótar við aðrar töflur sem móðir hennar haföi gefið henni frá barnsaldri. Megrunartöflurnar voru örvandi töflur sem slógu ræki- lega á matarlystina en gerðu að verkum að hún var glaðvakandi þegar hún átti að fara að sofa. Þá voru henni gefnar töflur til að hjálpa henni aö sofna og þegar hún vaknaði var hún svo sljó að gefa varð henni töflur til að halda henni vakandi. Hún var komin inn í víta- hring sem hún losnaði aldrei úr. Sextán ára gömul varð hún heimsfræg fyrir túlkun sína á Dorothy í Galdrakarlinum í Oz. Eft- ir það lék hún í hverri söngvamynd- inni á fætur annarri og þótt þær væru misjafnar að gæðum fór ekki fram hjá neinum að þarna var á ferð gífurlega hæfileikaríkur lista- maður. Hún giftist nítján ára gömul laga- höfundinum David Rose sem var tólf árum eldri en hún. Eftir nokkra mánuði var ljóst að hjónin áttu ekki skap saman og þau skildu. Næsti eigin- maður Judy var leikstjórinn Vincent Minnelli sem hún kynntist þegar hann leikstýrði henni í einni vinsælustu mynd hennar, Meet Me in St. Louis. Þegar Judy var bent á að Vincent væri hommi svaraði hún ákveðin: „Alls ekki. Hann er bara svona listrænn." Það kom öllum á óvart þegar þau Vincent giftu sig skyndilega. Þau áttu fátt sameigin- legt. Hann var heimakær bókaormur en hún hafði unun af boðum og heimsókn- um í næturklúbba. Vincent virtist þó í byrjun hafa góð áhrif á Judy sem um tíma hætti pilluáti. Þau eignuðust dótt- urina Lizu og allt sýndist leika í lyndi. Fíknin tók þó brátt völd á nýjan leik ásamt þunglyndi og sjálfsmorðstilraun- um. Tvisvar á sama árinu sá kvik- myndafélag Judyar ekki annað ráð en að taka hana af launaskrá þar sem hún mætti ekki í vinnu. MGM sagði henni að lokum upp störfúm. Hún var 28 ára og kvikmyndaferill hennar virtist á enda. Hjónabandi hennar var sömuleið- is lokið. var sjö árum yngri en hún. Hann var hommi en sú staðreynd kom ekki í veg fyrir hjónaband þeirra sem stóð reynd- ar einungis í fimm mánuði. Þá flutti Mark aftur til fyrrum elskhuga síns og bjó með honum í tæp þrjátíu ár. Mark hélt því alltaf fram að hann hefði elskað Judy og það er erfitt að ímynda sér að hann hefði þolað sambúð með jafn erf- iðri konu án þess að elska hana. Stund- um lá hún í rúminu dögum saman og neitaði að taka á móti fólki. Öðrum stundum ráfaði hún um húsið um miðj- ar nætur og ónáðaði fólk með stöðugum símhringingum. Hún tók um fjörutíu Móðir og dóttir Judy Garland og dóttir hennar Liza Minelli áriö 1955. Bæði Joé og Lorna þoldu sambúðina við móður síná svo illa að þau báðu fóður sinn að taka þau að sér. Elsta dóttirin Liza dvaldi sömuleiðis langtímum sam- an hjá fóður sínum. Um þetta leyti missti Judy hús sitt vegna skulda og var svo illa stödd fjárhagslega að hún varð að betla fyrir mat og hótelherbergi. Síðasti eiginmaður hennar var Mickey Dean, sem var tólf árum yngri Komin á toppinn Judy Garland ásamt Gene Kelly og George Murphy í Me and My Gal (1942) Stjarna á sviði Næsti eiginmaður var Sid Luft, skapofsamaður sem bjó um leið yfir um- talsverðum persónutöfrum. Hann gerð- ist umboðsmaður hennar og fyrsta verk- efnið voru tónleikar í London. Sýningar urðu alls 184 og undirtektir voru hreint stórkostlegar. Eftir það hélt hún tón- leika í Los Angeles, sömuleiðis við mikla hrifhingu. Hún lék í myndinni A Star Is Bom og var tilnefnd til ósk- arsverðlauna fyrir stjömuleik. Hún tap- aði fyrir Grace Kelly og jafnaði sig aldrei fyllilega á þeim vonbrigðum, enda höfðu allir talið hana eiga óskar- inn vísan. Hjónaband hennar var erfitt, Sid sólundaði fé þeirra og þau voru í stöðugum skuldum. í aprílmánuði 1961 hélt hún tónleika í Camegie Hall og um þá hefur verið tal- að sem stærstu nótt í sögu skemmtana- iðnaðarins. Áhorfendur og gagnrýnend- ur áttu ekki orð til að lýsa frammistöðu hennar. Nokkmm mánuðum síðar skildi hún við eiginmann sinn eftir ell- efu ára hjónaband. Böm þeirra tvö, Stjarna er fædd Judy Garland í A Star Is Born (1954), einu frægasta hlutverki sínu. amfetamíntöflur á dag, drakk ótæpilega og notaði auk þess heróín og morfin. Á yngri ámm hafði hún verið lagleg kona en fertug leit hún út eins og gömul kona. Geðsveiflur hennar urðu nú svo ofsa- fengnar að böm hennar hræddust hana. en hún. Eftir þriggja mánaða hjónaband kom Dean að konu sinni látinni á kló- settinu. Hún hafði fyrir slysni tekið of mikið af róandi töflum ofán i áfengi, Hún varð 46 ára gömul og skildi eftir sig fjögurra milljóna dollara skuld. — . ■ — Ung og efnileg Myndin er tekin af Judy Garland áriö 1937 þegarglæst framtíö blasti viö henni. Loma og Joe, fylgdu móður sinni. Dapurleg endalok Fertug kynntist hún Mark Herron sem Harmsaga leikkonu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.