Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 DV 11 Fréttir Húsvitjanir sérfræðings í heimilislækningum án niðurgreiðslu frá Tryggingastofnun: Heilbrigðisþjónustu skipt eftir efnahag - Landlæknisembættið telur að framtakið muni hrista upp í heilbrigðiskerfinu Landlæknisembættinu var ekki kunnugt um að íslenskur sérfræð- ingur í heimilislækningum hygðist bjóða einkaheim- sóknir á heimili án íhlutunar Tryggingastofn- xmar. Embættið segir blað brotið með þessu en tel- ur engar reglur standa í veginum fyrir framtakinu. Engu að siður ótt- ast embættið að þetta kunni að boða breytta tíma þar sem landsmenn sitji ekki aliir við sama borð í aðgengi að læknis- þjónustu. I umræðum um einkavæðingu á sjúkrahúsum hefur heilbrigðisráðu- neytið boðað með eindregnum hætti að allir landsmenn skuli sitja við sama borð, burtséð frá efnahag. Haukur Valdimarsson aðstoðar- landlæknir segir: „Fram til þessa hefur það byggst á samningum við Tryggingastofnun hvort læknar hafa fengið leyfi til að opna stofur en í sjálfu sér geta allir læknar með sérfræðileyfi opnað stofur, hvort um sem um er að ræða geðlækna, bæklunarskurðlækna, kvensjúk- dómalækna eða aðra. Ég sé ekkert sem getur stoppað þetta. Þarna er sérfræðingur í heimilislækningum að verki og það er ekki hægt að stöðva hann en ekki einhverja aðra.“ Haukur segir aði;vo geti farið að þessi dýra þjónusta muni breiðast út en bendir á að Landlæknisemb- ættið hafi verið á svipaðri línu og ráðuneytið varðandi það að ekki sé heppilegt að hafa tvenns konar form á aðgengi sjúklinga að þjónustu. „Við höfum alltaf talið að tryggja beri að allir landsmenn hafi sama aðgang að heilbrigðisþjónustunni en sjálfsagt verður erfitt að fylgja því eftir ef menn geta keypt sig fram í biðröðum og svo framvegis." - En er þetta ekki sambærilegur hlutur? Þarna geta vel stœóir tslend- ingar keypt sér heimilisþjónustu um- fram þá sem eru illa staddir? „Jú, við erum svolítið hræddir um að þetta geti orði vísbending um það. Það er a.m.k. klárt að þetta mun hrista upp í öllu kerfmu og mér fmnst líklegt að þetta sé bein- línis gert til þess aö hluta.“ Haukur bendir á að mikil óá- nægja hafi rikt hjá heimilislæknum um skeið. Þeim hafi fundist sem þeim hafi verið haldið í fjötrum á meðan aðrir sérfræðingar hafi feng- ið að stunda sitt starf með frjálsari hætti. Þannig tekur hann sem dæmi að tveir læknar fari til út- landa í nám. Annar læri heimilis- lækningar en hinn taugaskurð- lækningar. Báðir snúi heim en að- eins annar þeirra verði að starfa á ríkisrekinni stofnun, þ.e.a.s. heim- ilislæknirinn. Hinn hafi val um einkaframtakið einnig. Haukur segir að landlæknisemb- ættinu sé ekki kunnugt um að fleiri heimilislæknar hyggist taka upp þessa einkaþjónustu og hann er óviss um hvaða markaður sé fyrir þetta. í því sambandi segir hann að trúnaðarsambönd hafi ávallt verið talin mikilvægur liður í heimilis- lækningum. „Það er svolítið sér- stakt að fara i vitjanir til einhverra sem maður þekkir ekki neitt,“ segir Haukur. „Ég hugsa líka að margir heimilislæknar telji ekki beinlínis að þetta flokkist undir heimilis- lækningar." -BÞ Ljósleiðari Fjarska kominn tii Akureyrar „Lagningu leiðarans frá Vatnsfells- virkjun til Akureyrar er nú lokið og unnið að tengingu. Við erum í sam- starfi við Norðurorku á Akureyri og strengurinn kemur þar inn. Við höf- um svo samstarf við Norðurorku um framhaldið, s.s. tengingar við stofnan- ir og fyrirtæki í bænum,“ segir Krist- ján Gunnarsson, stjórnarformaður Fjarska ehf., sem er dótturfyrirtæki Landsvirkjunar og sér m.a. um öll fjarskiptamál Landsvirkjunar. Fjarski lét leggja ljósleiðara frá Reykjavík að Vatnsfellsvirkjun og í sumar var svo ljósleiðarastrengurinn lagður yfir hálendið og um Eyjafjörð til Akureyrar, alls um 200 km leið. Gert er ráð fyrir að önnur fjarskipta- fyrirtæki á Akureyri sjái sér hag i því að auka flutningsgetu sína suður fyr- ir heiðar og einnig á hinn veginn, að fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík noti sér þennan nýja flutningsmögu- leika. Kristján Gunnarsson segir verkið hafa gengið vel og á næstu dögum verði fyrstu aðilarnir á Akureyri tengdir við ljósleiðarakerfið, s.s. Há- skólinn á Akureyri, og fleiri fylgi í kjölfarið. -gk Karlinn á klettinum Úthafsaldan buldi á Mýrdalssandi þegar hann Gunnar Halldórsson (sonur heimspekingsins Gunnars Dal), vinsæll kennari í Vík, stökk upp á klett og ögraöi náttúruöflunum, kannski hélt hann smátölu út í hvítfyssandi sævarlöörið, hver veit. Fréttaritari DV var skammt undan og náöi þessari mynd af Gunnari sunnan undir Reynisfjalli. Gunnar náöi síöan landi á einu útsoginu - ekki alveg þurr en sæll og glaöur eins og vera ber. Útvarpsráð í ferðalag Gissur Pétursson, meðlimur í Út- varpsráði, lagði til á fundi ráðsins á þriðjudag að næsti eða þarnæsti fundur ráðsins færi fram á Akur- eyri. Tillagan hlaut góðar við- tökur og eru allar líkur á að ráðið muna bregða undir sig faralds- fætinum. í samtali við DV sagði Gissur að tilgangurinn með þessari hugmynd væri m.a. að treysta böndin við svæðisstöð RÚV á Akureyri. Ráðið hefði áður heim- sótt Austlendinga ekki alls fyrir löngu og sú heimsókn hefði gefist vel. Rætt hefur verið um að flytja Rás 2 til Akureyrar eða koma þar upp miðstöð svæðisútvarpa. Líkur eru á að þau mál beri á góma í heimsókn- inni til Akureyrar. -BÞ Jólabærinn Akureyri „Jólabærinn Akureyri verður væntanlega stærri og skemmtilegri en hingaö til og nú ætlum við að huga sérstaklega að hinum sanna jólaanda," segir Ingþór Ásgeirsson hjá Miðbæjarsamtökunum á Akur- eyri en bærinn verður sérstaklega „dubbaður upp“ sem jólabær i ár eins og undanfarin ár. Ingþór segist vonast til að allir bæjarbúar taki þátt í að gera Akur- eyri að jólabænum með miklum skreytingum utandyra við híbýli sín. „Þá útvíkkum við þessa hátíð meðal kaupmanna frá því sem verið hefur. Jólabærinn hefur til þessa fyrst og fremst tengst miðbænum en nú vonum við til að fleiri komi að þessu, s.s. verslunarmiðstöðvarnar i Sunnuhlíð og á Gleráreyrum." Ingþór segir að hátíð Jólabæjar- ins heflist formiega þegar kveikt er á ljósum jólatrésins við kirkjutröpp- umar og annar fastur liður er heim- sókn jólasveina á svalir Bókvals í miðbænum þegar kveikt er á jóla- trénu á Ráðhústorgi. „Annars verða ýmsar uppákomur á hverjum degi um allan bæ en mest þó um helgarn- ar á föstudögum og laugardögum," segir Ingþór. -gk Miðstjórn ASÍ: Styður stóriðju- framkvæmdir á Austurlandi Miðstjórn Alþýðusambands Is- lands styður áform um byggingu álvers við Reyöarfjörð og virkjan- framkvæmdir á Austurlandi. Þetta kemur fram í ályktun frá sam- bandinu sem samþykkt var á fundi þess á miðvikudag. Mið- stjórn telur að forsenda aukins hagvaxtar- og bættra lífskjara á næstu árum séu stöðug ig viðvar- andi aukning útflutningstekna. Vegna þess er mikilvægt að nýta allar auðlindir til lands og sjávar með skynsamlegum hætti. I samræmi við þessa grundvall- arskoðun sé einnig mikilvægt að nýta þá orku sem landsmenn búa að til uppbyggingar á samkeppnis- hæfu atvinnulífi. Þá telur miðstjórnin að fyrir- hugaðar stóriöjuframkvæmdir á Austurlandi séu afar mikilvægar fyrir uppbyggingu atvinnu- og lífs- kjara launarfólks bæði á Austur- landi og um land allt. Við mat á umhverfisáhrifum þeirra verði að fara að lögum og leikreglum sem gilda um slíkt mat. -MA ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- C® HljóðfseraC® 20-50 % afsláttur Ýmis hljóðfæri og fylgihlutir ÍUÍWBUÐIN Rauðarárstíg 552 4515 - '■■■■■ -■:■ '::'v ' '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.