Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 DV 9 Fréttir Málefni flugvélar Flugmálastjórnar rædd á Alþingi: Segja óþarfa leynd vekja tortryggni - veriö aö gera eðlilegan hlut tortryggilegan, segir ráðherra Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði á Alþingi í gær að enn á ný væri Gísli S. Einarsson að reyna að gera eðlilega starfsemi tortryggilega með því að biðja um utandagskrárumræðu um málefni flugvélar Flugmálastjórnar. Gísli kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í gær og viidi fá að vita hvað sam- gönguráðherra hygðist gera í því aö Flugmálastjóm hafi ekki farið að lögum varðandi geymslu á far- þegalistum. Gísli spurði einnig um hvort ekki bæri að leita tilboða hjá þeim flugfélögum sem eru starf- andi i þá flutninga sem Flugmála- stjómarvélin hefur sinnt. Sturla Böðvarsson, eins og raun- ar ýmsir fleiri stjórnarliðar sem komu upp, töldu einsýnt að regl- umar um Flugmálastjómarvélina væru skýrar og þar væri beinlínis skilgreint sem eitt af verkefnum hennar að flytja æðstu stjórn ríkis- ins. Sturla upplýsti að 12% af notkun vélarinnar færu í það að flytja ráðherra og þeir flutningar færu fram þegar vélin væri ekki í annarri notkun. Hann sagði það gamaldags þráhyggju að telja að það að ferðast með flugi væri mun- aður. Bryndis Hlöðversdóttir, Gísli S., Jóhanna Sigm-ðardóttir og Ög- mundur Jónasson undirstrikuðu að málið snerist fyrst og síðast um upplýsingagjöf stjómvalda og að þegar hún væri slök skapaðist óhjákvæmilega tortryggni. Það væri það sem hafi gerst í þessu máli, þar sem einungis eitt emb- ætti, forsetaembættið, hafi svarað þeim spumingum sem fyrir það var lagt. Sverrir Hermannsson gerði þessa tregðu framkvæmda- valdsins til að svara eðlilegum spurningum einnig að umtalsefni og orðaði það svo að stundum virt- ist sem hér rikti stjórnbundið þing en ekki þingbundin stjórn. Páll Pétursson félagsmálaráðherra taldi hins vegar sjálfsagt að flug- vélin væri notuð af æðstu stjórn ríkisins þótt hann notaði hana ekki sjálfur og hefði ekki gert sl. 3 ár. Hins vegar sagði hann það taka út yfir allan þjófabálk að ætla aö krefjast þess að farþegalistar úr ferðum vélarinnar yrðu geymdir á Þjóðskjalasafninu, bókhaldið í ráðuneytunum væri í það góðu lagi að Ríkisendurskoðun gæti hæglega séð hvort þarna væri ekki um eðlilega notkun að ræða. -BG Karl Ólafur Ragnar Sigurbjörnsson. Grímsson. Flugmálast j órnarvél: Forseti greiðir fullt gjaid Frá árinu 1997 hafa þær reglur gilt um Flugmálastjórnarvélina, TF-FMS, að biskupinn yfir íslandi og forseti íslands greiði fullt verð eins og ákveðið er í verðskrá Flug- málastjómar. Stefán Lárus Stef- ánsson forsetaritari segir að emb- ættið greiði sama gjald og aðrir. Áður fengu þessir aðilar frítt með vél Flugmálastjórnar. Ekki eru til- tæk dæmi um að biskupinn hafi leigt vélina en forseti íslands hefur notað hana í nokkrum tilfellum. Embætti forsetans svaraði af ná- kvæmni spurningum DV um það hvert hafi verið farið og hverjir hafi ferðast með vélinni. Eins og fram hefur komiö í DV höfðu sum ráðuneytanna ekki upplýsingar um farþegalistana og Flugmála- stjóm hafði fleygt þeim. En bók- haldið á forsetaskrifstofunni reyndist í fullkomnu lagi. -rt Gæsluvarðhald vegna innbrots Ólafsfirðingur er í gæsluvarð- haldi á Akureyri vegna rannsóknar á innbroti í Ólafsfirði í haust. Hann tengist öðru af tveimur innbrotum í tvö fyrirtæki í bænum í haust, en i þeim var m.a. stoliö tölvubúnaði, tó- baki og peningum. Enn er unnið að rannsókn málsins og maðurinn tengist einnig innbroti eða innbrot- um á Akureyri. Þá er annar Ólafsfirðingur í gæsluvarðhaldi á Akureyri. Sá er sí- brotamaður sem bíður afplánunar dóms en hann tengist m.a. innbroti á Dalvík í haust. -gk HVER E R ARTEMIS FOWL? TEfflÍS FOWL BræÖraborgarstíg 7 101 Reykjavík Sími 575 5600 jpvOjpv.is www.jpv.is ^ Fiskeldi Eyjafjarðar hf.: Olafur hættir sem framkvæmdastjóri Ólafur Halldórsson, framkvæmda- stjóri Fiskeldis Eyjafjarðar hf., hefur óskað eftir því við stjóm félagsins að láta af störfúm. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær starfslok Ólafs verða en unnið er að því að finna eftirmann hans. Fiskeldi Eyja- fjaröar var stofhað á Hjalteyri við Eyjafjörð í maí 1987. Að loknum undirbúnings- rannsóknum ákvað stjórn fé- lagsins að byggja upp aðstöðu og hefja fjöldafram- leiðslu á lúðuseiðum og hófst þegar handa við að þróa aðferðir til þess. Fyrstu seiðin vom framleidd árið 1990 og var félagið með þeim allra fyrstu í heiminum til að ná tökum á slíkri starfsemi. Á undanfomum árum hefur Fiskeldi Eyjaijarðar verið stærsti framleiðandi lúðuseiða í heiminum. Félagið hefúr þannig verið frumkvöð- ull á sinu sviði, þ.e. í rannsóknum og eldi á lúðu, og uppbygging félagsins hefur verið hröð. Ólafur Halldórsson var einn af hvatamönnum að stofnun Fiskeldis Eyjafjarðar og hefur verið fram- kvæmdastjóri félagsins frá upphafi. „Þetta hafa verið afar lærdómsrík og Olafur Halldórsson: „Þetta hafa veriö afar lærdómsrík og skemmtileg ár.“ skemmtileg ár. Ég lít svo á að nú sé rannsóknarstarfi og uppbyggingu að mestu lokið og starfsemin að komast í fastari skorður. Ég tel því tímabært að snúa mér að öðrum verkefnum," segir Ólafur. Þótt Ólafúr hafi ekki látið af störfum framkvæmdastjóra Fiskeldis Eyja- fjarðar viil stjóm félagsins nota þetta tækifæri til að þakka honum mjög gott og farsælt starf í þágu félagsins og óska honum velfamaðar á nýjum vett- vangi. -gk Fiskeldi Eyjafjarðar Stærsti framleiöandi lúöuseiöa í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.