Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Side 4
4 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 DV Fréttir Vinsœlustu frambjóöendurnir - aörir en borgarstjóraefnin 20% Stefán Jón Gísli Martelnn Dagur B. Inga Jóna Helgi Guðlaugur Vilhjálmur Þ. Hanna Birna Júlíus Vffill Alfreö Hafstein Baldursson Eggertsson Þórðardóttir Hjörvar Þ. Þórðarson Vilhjálmsson Kristjánsdóttir Ingvarsson* Þorsteinsson • er ekkl á framboösllsta DV kannar hvaða frambjóðandi í Reykjavík utan borgarstjóraefna nýtur mests álits: Stefán Jón og Gísli Marteinn efstir - 7 af 27 tilnefndum einstaklingum ekki á framboðslista í borginni Stefán Jón Hafstein og Gísli Mar- teinn Baldursson eru í mestu áliti meöal kjósenda þegar borgarstjóra- efni listanna eru frátalin. Dagur B. Eggertsson og Inga Jóna Þórðardótt- ir eru einnig í miklum metum með- al kjósenda. Þessir fjórir einstak- lingar eru í sérflokki og eru nefndir mun oftar en aðrir frambjóðendur. Þetta má lesa úr skoðanakönnun DV sem gerð var á sunnudagskvöld. Spurt var: Á hvaða frambjóðanda til borgarstjórnar fyrir utan borgar- stjóraefnin hefur þú mest álit á? Úr- takið var 600 kjósendur i Reykjavík, jafnt skipt milli kynja. Hlutfall óá- kveðinna og þeirra sem neituðu að svara var nokkuð hátt eða 49,7 pró- sent. Fjölmiölamennimir toppa þenn- an lista „fótgönguliðanna" í borg- arpólitíkinni. 55 kjósendur, eða 18,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku, nefndu Stefán Jón sem skipar 3. sæti R-listans og 51, eða 16,9 pró- sent, Gísla Martein sem skipar 7. sæti D-listans. Munurinn er ekki marktækur. Nokkuð á eftir koma þau Dagur, sem 38 eða 12,6 prósent aðspurðra nefndu, og Inga Jóna sem 37 eða 12,3 prósent nefndu. Munur- inn milli þeirra er heldur ekki marktækur. Dagur skipar 7. sæti R- listans en Inga Jóna 8. sæti D-list- ans. Nokkuð langt er í næsta mann í 5. sæti, Helga Hjörvar (R-9), en 6,6 pró- sent nefndu hann. 5,6 prósent nefndu Guðlaug Þór Þórðarson (D- 5), 5 prósent Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son (D-2) og 3,6 prósent Hönnu Birau Kristjánsdóttur (D-4). Loks nefndu 2,6 prósent Júlíus Vífil Ingv- arsson, sem er reyndar hættur af- skiptum af borgarpólitíkinni, og Al- freð Þorsteinsson (R-2). Alls voru 27 einstaklingar nefndir í könnun DV. Af þeim eiga aðeins 20 manns sæti á framboðslista sem segir kannski eitthvað um hversu vel kjósendur þekkja til framboðs- listanna í Reykjavík. Lítill kynjamunur Þegar niðurstöðumar eru greind- ar eftir afstöðu kynjanna eru sömu fjórir frambjóðendur í efstu sætun- um. Reyndar skýst Inga Jóna upp fyrir Dag meðal kvenkyns kjósenda en einungis eitt atkvæði skilur þau að. Stefán Jón hefur þriggja at- kvæða forskot á Gísla Martein með- al karla en eitt atkvæði skilur þá að meðal kvenna. 46 prósent karla voru óákveðin eða svöruðu ekki en 53,3 prósent kvenna. 22 einstaklingar voru á lista karla en 21 á lista kvenna. Átta á topp 10 lista karla eru einnig á topp 10 lista kvenna. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson fellur úr 5. sæti hjá körlunum í það 13. á kon- unum. Júlíus Vífúl, sem ekki verð- ur áfram i borgarpólitíkinni, dettur úr 8. sæti hjá körlum í það 14. hjá konum. Ólafur F. Magnússon er í 8. sæti hjá konum en dettur í það 12. hjá körlum. Steinunn Valdís Óskars- dóttir dettur úr 9. sæti hjá konum í það 13. hjá körlum. Einungis tvær konur komast á topp 10 lista karla. Konur eru ekk- ert að hampa kynsystrum sínum sérstaklega en þrjár konur eru í 10 efstu sætum kvenna. D-listi sterkari Þegar styrkleiki listanna á topp 10 lista alls úrtaksins er skoðaður og sætunum gefin einkunn þannig að 1. sæti gefur 10 stig, 2. sæti 9 sig o.s.frv. þá reynist D-listinn fá 30 stig en R-listinn 25. Þegar litð er á svör karla fær D- listinn 32 stig en R-listinn 23. Hjá konunum fær D-listinn 25 stig en R- listinn 27. Þegar flokkslitur þeirra sem nefndir eru á lista alls úrtaksins er skoðaður er þar að finna 14 sem til- heyra Sjálfstæðisflokki, 12 sem til- heyra Reykjavíkurlistanum og einn sem kemur frá Frjálslynda flokkn- um. Aðrir vinsælir Á meðfylgjandi grafi má sjá topp 10 listann í Reykjavík. Hér á eftir fylgir upptcdning á þeim sem ekki fengu nægilega mörg atkvæði til að komast á topp 10 listann. Listabók- stafur viðkomandi og sæti á fram- boðslista er í sviga fyrir aftan nöfn- in þar sem við á. 7 atkvæði Ólafur F. Magnússon (F-l) og Steinunn Valdís Óskarsdóttir (R-4). 5 atkvæði Margrét Einarsdóttir (D-9). 3 atkvæði Ámi Þór Sigurðsson (R-l), Davíð Oddsson (D-30) og Eyþór Amalds. 2 atkvæði Anna Kristinsdóttir (R-5), Kjartan Magnússon (D-6) og Jóhanna Sig- urðardóttir. 1 atkvæði Björk Vilhelmsdóttir (R-6), Geir H. Haarde, Guðrún Ebba Ólafsdótt- ir (D-3), Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, Hrannar B. Amarsson, Jóna Hrönn Bolladóttir (R-12), Katrín Fjeldsted og Össur Skarp- héðinsson. -hlh Óánægja nemenda við Fjölbraut í Ármúla: Disklingadrifum lokað á tölvum viku fyrir próf - geta hvorki prentað út né vistað vinnu sína, segir nemandi Eldur kom upp í barnaherbergi Slökkviliðið í Reykjavik var kall- að að íbúðarhúsi við Blönduhlíð um miðjan dag í gær, en þar hafði eldur komið upp í bamaherbergi. Fólk sem var í íbúðinni náði að forða sér út og kalla eftir aðstoð. Slökkviliðið var komið nær sam- stundis á vettvang enda slökkvistöð- in í næsta nágrenni og gekk vel að slökkva eldinn. Ekki er vitað um upptök hans, en skemmdir urðu talsverðar í barnaherberginu og af reyk í íbúðinni allri. -gk „Það er alveg ótrúlegt aö skóla- yfirvöld skuli ákveða að taka upp á þessu núna, viku fyrir prófin," segir nemandi á upplýsinga- og tæknibraut Fjölbrautaskólans í Ármúla sem er mjög ósáttur við nýtt fyrirkomulag við tölvukerfi skólans. „Nú hafa skólayfirvöld ákveðið að láta nemendur greiða fyrir all- ar útprentanir af tölvum skólans, sem er svo sem vel skiljanlegt, en aö auki hafa þeir lokað fyrir öll floppy-drif á tölvunum sem þýðir að við getum ekki vistað neitt af þvf sem við erum að vinna á disk- linga. Þetta nýja kerfi með út- prentanirnar tekur svo um viku að komast í gagnið en þá erum við byrjuð í prófunum. Af þessum sök- um geta nemendur hvorki prentað út né vistað þá vinnu sem þeir hafa gert í skólanum sem er sér- staklega slæmt viku fyrir próf.“ Nemendur spyrja sig þess vegna hvort ekki hefði verið betra að bíða þangað til eftir próf með þessa breytingu. „Nemendur hafa margir verið að prenta allt of mikið út og jafn- vel skilið það eftir í stofunum. Þess vegna tókum við þetta kerfi upp og það var ákveðið strax í jan- úar en svo dróst það á langinn þangað til núna eftir páska. Ég geri mér grein fyrir óþægindunum sem kunna að orsakast af þessu en nemendum var þó gert viðvart löngu áður, auk þess sem hægt er að vista skjöl á disklinga í annarri af tveimur tölvustofum skólans. Það er bara eins og sumir nemend- anna hafi ekki áttað sig á því,“ segir Helmut Hinrichsen, netstjóri Fjölbrautaskólans. -ÁB 700 milljóna króna framkvæmd Ný heimavist rís innan skamms viö Menntaskólann á Akureyri. Svona mun mannvirkiö líta út. Ný heimavist MA: Skólinn leitar nýrra markaða Verksamningur um smíði nýrra nemendagarða fyrir Menntaskólann á Akureyri var undirritaður síðasta vetrardag. Árfell og Byggingafélagið Viðar fengu verkið en tilboð þeirra nam um 87% af kostnaðaráætlun. Kostnaður við húsið er áætlaður rúm- ar 700 milljónir króna. Að sögn Tryggva Gíslason- ar, skólameistara MA, er áætlað að smíði hússins hefj- ist nú í maí og að húsinu verði skil- að nánast fullbúnu fyrir 15. júni næsta ár. Um 120 smáíbúðir er að ræða og segir Tryggvi bygginguna afar þýðingar- mikla. „Ekki síst þar sem skólinn ætl- ar að markaðssetja sig á höfuðborgar- svæðinu og bjóða íslendingum erlend- is að senda nemendur hingað." Sífellt fleiri nemendur koma frá út- löndum tO náms við MA en skóla- meistari á þó ekki von á heildarfjölg- un nemenda. Markmiðið sé að halda sjó. Fólki á upptökusvæði skólans hef- ur fækkað um 18.000 manns frá árinu 1980. -BÞ Kynferðisbrota- maður tekinn Lögreglan í Reykjavik handtók þekktan kynferðisbrotamann á laug- ardagskvöld, en hann hafði þá verið ákærður fyrir að hafa misnotað karlmann kynferðislega í húsi við Vatnsstíg. Sá sem kærði manninn er einnig „góðkunningi" lögreglunnar vegna sams konar mála og hann kærði fyrir. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu í gærdag var kynferðis- afbrotamaðurinn enn í haldi og unn- ið að rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum DV sofnaði maðurinn sem kærði ölvunarsvefni en vaknaði upp við það að verið var að hafa við hann mök. -gk Hópslagsmál í Grindavík Til alvarlegra átaka kom við skemmtistaðinn Sjávarperluna í Grindavík á laugardagskvöld. Lög- reglumenn sem fóru á staðinn á einum bíl óskuðu eftir aðstoð. Ekki er vitað hvað olli átökunum en i þeim tóku þátt margir menn að sögn lögreglu. Fór svo að flytja þurfti einn á sjúkrahús til aðhlynn- ingar og einn var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina. Eitthvað virðast menn hafa verið pirraðir í Grindavík því fyrr um kvöldið hafði lögreglan einnig verið kölluð að Sjávarperlunni vegna slagsmála. Sama kvöld var svo lögregla kölluð í heimahús í Keflavík en þar voru slagsmál i gangi. -gk Húsavík: „Stútur" á stolnum bíl Lögreglan á Húsavík stöðvaði ökuferð drukkins manns þar í bæn- um á laugardagsmorgun. Maðurinn hafði tekið bifreiðina sem er í eigu Húsavíkurkaupstaðar traustakaki. Fleiri en einn aöili nota þessa bif- reið og þvi er bíllykillinn jafnan geymdur í bifreiðinni. Ökuferð mannsins varð ekki löng, aksturs- lagið vakti athygli lögreglumanna sem skámst í leikinn. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.