Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Síða 24
36 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 EIR á mánudegi Eiríkur á Stöð 2 Eiríkur Hjálm- arsson, vel þekkt- ur útvarps- og sjónvarpsmaður, snýr aftur á skjá- inn og verður á Stöð 2 í sumar. Ei- ríkur mun leysa af í fréttaþættinum íslandi í dag í júní og ágúst og í Sumriö kallar. morgunþættinum .................... ísland í bítið i júlí. Eirikur stjómaði vefmiðlinum vísi.is um nokkurra missera skeið þar til hann lét af störf- um íyrir skemmstu. Ný störf leggjast vel í Eirík eða svo var á honum að heyra þar sem hann var staddur í Dublin á írlandi fyrir helgi. Heimili Jarman Skipulögö óreiöa - hrá fegurö. Eins og hjá Hrafni í hinu þekkta ljósmyndablaði Amateur Photographer, birtist mynd af húsum og garði sem eru sláandi lík þvi sem gerist hjá kvikmyndaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni í Laugarnesinu í Reykjavík. Umrædd mynd er hins vegar tekin í Villta vestrinu og sýnir heimili breska kvikmynda- leikstjórans Dereks Jarmans; skipulögð óreiða, hrá fegurð. Líkt og Hrafn var Derek Jarman hæfi- leikaríkur en umdeildur leikstjóri. Meðal mynda sem hann gerði má nefna The Tempest, Edward II og Glitterbug sem fjallar um barátt- una við alnæmi. Derek Jarman var samkynhneigður og lést úr al- næmi 1994. Krlstinn Karl Sagt upp. Sagöi upp. Ólga vegna uppsagnar Ólga er á fréttastofu Stöðvar 2 vegna uppsagnar Kristins Hrafnssonar frétta- manns. Kristinn hafði starfað með ágætum á fréttastofúnni um skeið er hann fór í bameignarleyfi. Er því lauk varð eiginkona hans ólétt á ný og tók þá annað bamsburðarleyfi við. Því var ekki lokið þegar Karl Garðarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, sagði Kristni upp störfum. Bámst forstjóra fyrirtækisins mótmæli samstarfsmanna Kristins í tölvupósti vegna þessa. En uppsagnar- bréfið gildir. Leiðrétting Ekki er rétt sem haldiö hefur ver- j- ið fram aö fullt nafn Bjöms Bjama- sonar sé Sigurbjörn Bjamason. Bjöm heitir bara Björn. Bæklingur Bimu Ævintýraferö um miöbæinn - /' fiskbúö og hverfiskrá. 101 með augum kattarins ______ —li Hjörleifur Sveinbjömsson Maöur ingibjargar Sólrúnar. Friðrik Friðriksson Maður Elínar Hirst. Stefán Baldursson Maöur Þórunnar Sigurðardóttur. Haraldur Sturlaugsson Maður ingibjargar Pálmadóttur. Stefán Ólafsson Maöur Eddu Andrésdóttur. Valgarður Egilsson Maöur Katrínar Fjeldsted. Toppsex-Jisti Kollu byggir á grelnd, útgeislun og andiegu menntunarstlgl þeirra sem á honum eru. Nýr listl næsta fóstudag. - Birna Þórðardóttir snýr við blaðinu Erlendum ferðamönnum (og landsbyggðarfólki) gefst nú kostur á að skyggnast bak við tjöldin og upplifa leyndardóma 101-svæðis- ins i Reykjavík undir leiðsögn Birnu Þórðardóttur. Birna lét fyr- ir skemmstu af störfum sem rit- stjóri Læknablaðsins eftir farsæl- an feril og stofnaði leiðsögufyrir- tækið Menningarfylgd í Reykjavík (Cultural Experience in Reykja- vík). Birna einbeitir sér að miðbæ Reykjavíkur sem hún þekkir eins og lófann á sér enda búsett þar í miðju. Og skoðar og sýnir væntan- legum viðskiptavinum sínum með augum kattarins. í menningarferðum Bimu verða aldrei fleiri en fnnm. Rölt verður í fiskbúð, staldrað viö hjá handverks- mönnum, kíkt á hverfiskrána og endað í dýrlegum kvöldverði hjá lit- ríkum nágrönnum sem opna heim- ili sín fyrir gestum Birnu. Svo fátt eitt sé nefnt. „Ég ætla að einbeita mér að því að kynna þjónustuna fyrir fyrir- tækjum. Þetta gæti hentað vel fyrir erlenda gesti þeirra sem margir hverjir vilja sjá hið raunverulega miðbæjarlíf eins og við sjálf þegar við komum í erlendar stórborgir," segir Birna sem hefur látið útbúa glæsilegan kynningarbækling þar sem dregin er upp mynd af ævin- týraferð um 101 Reykjavík - með augum kattarins. momsirar i svemnm Edda lenti óvart á Sólheimum í Grímsnesi - og þakkar sínum sæla. Edda á Sólheimum - nýtt líf - gott líf „Þegar leikhúsið mitt fór á dúndr- andi hausinn varð allt í einu til tími sem ég vissi ekki að væri til. Þá datt ég niður á Sólheima," segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem er komin í sex mánaða ...... innhverfa íhugun," eins og hún orðar það sjálf á Sólheimum í Grímsnesi. í raun af- leiðing þess að Leikfélag íslands hætti starfsemi en við það hafði Edda bundið framtíðarvonir sínar. Þvi komu Sólheimar í Grimsnesi henni þægilega á óvart; „Hér er ótrúlega merkilegt samfélag, fallegt og gott fólk. Það vita bara allt of fáir af þessu og mér sýnist sem útlend- ingar viti betur af þessum stað en ís- lendingar," segir Edda sem hefur unn- ið að því að setja upp söngleikinn Hár- ið með íbúum á Sólheimum. Frumsýn- ingin var á sumardaginn fyrsta í íþróttaskemmunni á staðnum og það tvær frekar en ein. Á eftir skemmtu gestir sér svo á veitingastaðnum Grænu könnunni sem er þar til hliðar. Sýningar halda svo áfram á meðan gestir leyfa: „Það er styttra hingað en margur hyggur. Aðeins sjö minútna akstur frá afleggjaranum á Borg í Grimsnesi og þær eru hverrar sekúndu virði,“ segir Edda sem ætlar að vera sem lengst á Sólheimum. Róbert Óli- ver, átta ára sonur hennar, er kominn í Ljósafossskóla og unir hag sinum þar vel. Finnst frábært í sveitinni enda eiga strákar helst ekki að vera annars staðar. Og Edda ekki heldur. Eða það fmnst henni sjálfri. Bannað að fikta við bremsur - hjá Skeljungi Starfsmönnum bensínstöðva Skeljungs hefur verið bannað að setja bremsuvökva á bifreiðir við- skiptavina, þó svo þess sé óskað. Raunar mega starfsmennimir ekki koma nálægt neinu sem snýr að bremsukerfl bifreiða. „Við höfum beint þeim tilmælum til starfsmanna okkar að þeir fikti ekkert við bremsur bifreiða en vísi bílstjórum þess í staö á fagmenn," segir Gunnar Kvaran, upplýsinga- sfjóri Skeljungs, og áréttar að þegar bremsuljós kvikni í mælaborði bif- reiðar verði það ekki lagfært til langframa með því að bæta á bremsuvökva. Yfirleitt sé það merki þess að bremsuklossar séu famir að gefa sig og svo endar það jám í jám eins og flestir bílstjórar þekkja. Bremsuþjónusta á bensínstöð skapi því falskt öryggi. Alla aðra vökva í vélina má þó fá eftir sem áður á bensínstöðvum Skeljungs. Rétta myndin DV-MYND HARI Verkamaöurinn Hann horfir yfir brúnina, verkamaöurinn í miöbænum. í gegnum vinnupalla glittir í Ingólf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.