Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Síða 11
11 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 DV Utlönd Sögukennari í Erfurt þjóðhetja í Þýskalandi: Kom í veg fyrir frekari manndráp I skólanum Rainer Heise, sextugur sögukenn- ari, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi fyrir að hafa komið í veg fyrir að fyrrum nemandi við Gutenberg framhaldsskólann í Erfurt gæti haldið áfram að drepa kennara og aðra við skólann á fóstudag. Nemandinn, Robert Steináuser, hafði þegar drepið sextán manns, þar af þrettán kennara, í hefndar- skyni fyrir að hafa verið rekinn úr skólanum, þegar Rainer Heise stóð augliti til auglitis við hann á göng- um skólans. „Ég opnaði dymar fram á gang og sá grímuklæddan mann í svörtum ninja-búningi. Hann beindi byssu að brjósti mér. Skyndilega tók hann af sér grímuna. Ég bar kennsl á hann. Ég sagði: Robert, varst þú að skjóta? Hann kinkaði kolli. Ég tók þá í peysuna mína og sagði: Svona, skjóttu mig, en horfðu í augun á mér. Hann sagði þá: Herra Heise, það er nóg komið í dag. Og hann lét REUTERSMYND Þjóðhetja seglr frá Sögukennarinn Rainer Heise í Gutenberg framhaldsskólanum í Erfurt segir frá viöskiptum sínum viö fyrrum nemanda sem drap sextán manns. byssuna síga,“ sagði Heise kennari þegar hann ræddi við fréttamenn. Heise sagði að Steinhauser hefði sofnað á verðinum eitt andartak. Hann hefði þá bent honum að fara inn í kennslustofuna. Heise hrinti síðan á eftir piltinum, lokaði dyrunum og læsti. Steinhauser skaut sig til bana skömmu síðar. Þótt orð Heises hafi veitt Þjóðverj- um smá huggun í þessum mikla harmleik, versta fjöldamorði í Þýska- landi á friðartímum, héldu menn áfram að velta fyrir sér hvemig það mætti vera að unglingur gæti komist yfir vopn og skotfæri af því tagi sem hann beitti í árásinni. Steinháuser hafði nýlega fengið byssuleyfi og var í skotfélagi. Bemhard Vogel, forsætisráðherra Thúringen þar sem Erfurt er höfuð- borgin, hvatti í gær til þess að rann- sókn færi fram á því hvemig ungling- ar geti nálgast skotfæri með því að gerast félagsmenn í skotfélögum. Barnaníðingar ekki liðnir í prestastétt Rómversk-kaþólska kirkjan ætti ekki að líða það að prestar hennar beiti böm kynferðislegu ofbeldi en meiri umræðu er þörf um hvort eitt brot eigi að nægja til að viðkomandi verði sviptur kjóli og kalli. Þetta kom fram í máli kardínálans Francis Georges frá Chicago í banda- rísku sjónvarpi í gær. Kardínálinn sagði að gera yrði greinarmun á mis- notkun bama, sem væri ólíðandi, og gerandanum sem ætti að njóta þess að yflr mál hans yrði farið með það í huga að kanna hvort honum væri við bjargandi. Kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum hefur beðið mikinn álitshnekki eftir að upplýstist að bamaníðingar úr röð- um presta vom fluttir milli sókna í stað þess að hljóta refsingu. Páfi ræddi þessi mál við bandaríska kard- ínála i Páfagarði í síðustu viku. REUTERSMYND Kardínáli vlll skoða málln Bandaríski kardínálinn Francis Geor- ge frá Chicago vill aö mál barnaníö- inga í prestastétt veröi skoöuö hvert um sig til aö meta endurhæfingu. REUTERSMYND Fagnaðarfundlr á Kóreuskaga Hwang Son-og frá Suöur-Kóreu brast í grát þegar hún hitti frænku sína frá Noröur-Kóreu í gær. Níutíu og níu Suður-Kóreubúar fóru noröuryfir landamær- in í gær til aö hitta ættingla sem þeir höföu ekki séö í 50 ár. Sex dagar í frönsku forsetakosningarnar: Le Pen viss um að geta sigrað Chirac Franski hægriofstækismaðurinn Jean-Marie Le Pen er farinn að trúa því að hann geti sigrað Jacques Chirac, fráfarandi forseta, í síðari umferð forsetakosninganna næst- komandi smmudag, að því er kosn- ingastjóri hans sagði í gær. Skoðanakannanir um helgina benda þó til annars því þar er Chirac spáð 81 prósenti atkvæða. „Við finnum fyrir vaxandi stuðn- ingi,“ sagði kosningastjórinn Brimo Gollnisch við fréttamann Reuters. Le Pen gerir sér vonir um að fá atkvæði þeirra sem kusu til dæmis Arlette Laguiller, frambjóðanda trotskista, og aðra frambjóðendur í fyrri umferðinni fyrir viku. í viðtali við franska blaðið Le Monde sagði Le Pen að hann ætlaði sér að fá milli 40 og 51 prósent at- kvæða, annað væri ósigur. REUTERSMYND Dansað fyrir forsetann írakar dansa til aö fagna 65 ára af- mæli Saddams Husseins í gær. Bandaríkjamenn íhuga árás á írak Bandarísk stjómvöld eru að skipuleggja meiriháttar loftárásir og landhemað gegn írak snemma á næsta ári til að steypa stjórn Sadd- ams Husseins forseta af stóli. Þetta kom fram í bandaríska blaðinu New York Times í gær. Að sögn blaðsins stendur til að nota 70 til 250 þúsund hermenn. Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseti hef- ur ekki gefið nein fyrirmæli um hervæðingu vegna þessa og ekki er til opinber áætlun um innrásina. írakar létu allar vangaveltur um innrás slá sig út af laginu og efndu til mikillar hópgöngu í höfuðborg- inni Bagdad í gær til að hylla for- seta sinn á 65 ára afmælisdegi hans. Þar með lauk fimm daga hátíðahöld- um vegna afmælisins sem var ætlað að sýna fram á stuðning þjóðarinn- ar við Saddam. Heimavinnandi karlar í hættu Heimavinnandi karlar eru í 82 prósent meiri hættu á að deyja af hjartasjúkdómum en kynbræður þeirra sem vinna utan heimilis. Þá eru konur í ábyrgðarstöðum þrisvar sinnum líklegri til að fá hjartasjúkdóma en lægra settar. Þetta kemur fram í niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar sem gerð var á tíu ára tímabili í Banda- rikjunum og náði til á sjötta þúsund manna. Þar er tekið tillit til þátta sem geta haft áhrif á hjartasjúk- dóma, svo sem aldur, blóðþrýsting- ur, kólesteról í blóði og reykingar. Það kom vísindamönnum á óvart hvað heimavinnandi húsfeður voru i mikilli áhættu. REUTERSMYND Ekkl af bakl dottinn Franski þjóöernisofstækismaöurinn Jean-Marie Le Pen lætur ekki á sig fá þótt efnt sé til daglegra mót- mælaaögerða gegn honum. Hjá Vélaleigu Sindra lækkar leiguverðið í ákveðnum þrepum því lengur sem tækið er haft í leigu. Þannig færð þú hlutfallslega lægra verð á dag því lengur sem tækið er í leigu. Vélaleiga Sindra • Klettagörðum 12 • sími 575 0000 Opnunartímar: 8-18 mán. - fös. og 9-14 lau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.