Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Side 16
28 MANUDAGUR 29. APRIL 2002 Skoðun DV purning dagsins Notarðu strætó? Asta Hreinsdóttir, aöstoöarmaöur á rannsóknarstofu: Nei, aldrei, það er leiöinlegur feröa- máti, þaö tekur of langan tíma. Snorri Jónsson sölumaöur/nemi: Nei, ég þarf þess ekki, annars er þaö leiðinlegt og tímafrekt. Arndís Hrund Bjarnadóttir nemi: Já, mikiö, ekki skemmtilegur feröamáti. Andrea Júlía Gunnarsdóttir nemi: Já, á hverjum degi, ógeöslega dýrt. Svava Gerður Ingimundardóttir nemi: Já, á hverjum degi, geöveikt leiöinlegt og dýrt. Elva Dögg Brynjarsdóttir nemi: Já, ég þarf aö taka strastó 1-2 i viku og finnst þaö leiöinlegt og dýrt. Ibúöaverð á frjálsum markaöi - hefur hækkaö gríðarlega á undanförnum árum á höfuðborgarsvæðinu. Baráttumál í höfn Vilhjáimur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi skrifar: Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti þann 21. febrúar sl. tillögu sjálfstæöismanna þar sem Alþingi er hvatt til að breyta kaup- skylduákvæðum í lögunum um hús- næðismál frá 1998 á þann veg að eig- endum félagslegra eignaríbúða með kaupskylduákvæð- um verði heimilað að selja íbúðir sínar á frjálsum markaði. Einnig var áréttað í tillögunni að réttar- stöðu þeirra, sem vilja að sveitarfé- lögin leysi til sín ibúð með kaup- skylduákvæðum, verði ekki raskað. Þann 19. janúar sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið þar sem hvatt var til breytinga á húsnæðislöggjöfinni í ofangreinda veru. Gríðarleg hækkun íbúöaverðs Samkvæmt gildandi lögum er „Nú hefur félagsmálaráð- herra fallist á þessi sjónar- mið og flutt frumvarp til breytinga á húsnceðislöggjöf- inni sem gerir ráð fyrir að hœgt verði að selja þessar íbúðir á frjálsum markaði í framhaldi af ósk einstakra sveitarstjóma þar um. “ staðan sú að sveitarfélögum er skylt að innleysa íbúðir sem kaupskylda hvílir á og geta eigendur þeirra íbúða ekki selt þær á frjálsum markaði. Á undanfömum tveimur árum hefur íbúðaverð á frjálsmn markaði, aðallega á höfuðborgar- svæðinu, hækkað gríðarlega. Þessi staðreynd gerir eigendum félags- legra íbúða með kaupskylduákvæð- um á höfuðborgarsvæðinu, sem af ýmsum ástæðum kjósa að skipta um búsetu, nánast ókleift að láta sveit- arfélagið innleysa íbúð sína. Ástæð- an er sú að innlausnarverð getur verið 3-4 milljónum króna lægra en verð á sambærilegri íbúð á frjálsum markaði. Staðan er á hinn bóginn allt önnur víða á landsbyggðinni þar sem markaðsverð íbúða er miklu lægra en innlausnarverð. Ánægjuleg niöurstaöa Nú hefur félagsmálaráðherra fall- ist á þessi sjónarmið og flutt frum- varp til breytinga á húsnæðislög- gjöfmni sem gerir ráð fyrir að hægt verði að selja þessar íbúðir á frjáls- um markaði í framhaldi af ósk ein- stakra sveitarstjóma þar um. í framhaldi af samþykkt borgar- stjórnar Reykjavíkur er ljóst að eig- endur slíkra íbúða í Reykjavik verða leystir undan þessari kvöð sem haldið hefur mörgum fjölskyld- um í Reykjavík í eins konar átt- hagafjötrum. Það er ánægjulegt að nú hillir undir að þetta baráttumál, sem um leið er mikið réttlætismál, komist í höfn. Óskráðar vinnuvélar Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nýlega sá ég frétt í sjónvarpi um óskráðar vinnuvélar í umferð á göt- um Reykjavíkur og á landinu yfir- leitt. Þessar vélar eru meira og minna ótryggðar og ef þær valda tjóni þá verður viðkomandi verk- takafélag eða einstaklingar að greiða tjónið sjálfir. Sú upphæð gæti reynst ærið há. Rekstur þessara tækja gengur ekki alltof vel hjá sumum, einkum þeim með minni verkefnin. og svo gæti far- ið að bætur fengjust hreinlega ekki greiddar út. Vélar þær sem um ræð- ir eru t.d. hjólaskóflur, gröfur á gúmmihjólum, traktorsgröfur, veg- heflar o.fl. tæki svipaðra tegunda. „Vinnuvélar eru skoðaðar af Vinnueftirliti ríkisins. En það er ekki nóg. Þessar vélar eiga að vera skráðar hjá Skrán- ingarstofu, líkt og bílar, og bera númer og vera topp- tryggðar að sjálfsögðu. “ Fram kom hjá þeim aðilum sem rætt var við, frá hinu opinbera, að svo gæti farið að þessum vélum yrði hreinlega bannað að aka um götur og flytja þyrfti þær þá á vögnum, líkt og gert er við jarðýtur. Sú aðferð er dýr og óraunhæf. En hví er þetta svona komið? Jú, vinnuvélaeigendur eru að spara sér tryggingar, sem eru jú dýr- ar. Sumir geta að vísu keypt sér tryggingar varðandi tjón á símaköpl- um, rafstrengjum og vatnslögnum sem skemmast. Vinnuvélar eru skoðaðar af Vinnu- eftirliti rikisins. En það er ekki nóg. Þessar vélar eiga að vera skráðar hjá Skráningarstofu, likt og bílar, og bera númer og vera topptryggðar að sjálfsögðu. Svo er um landbúnaðar- dráttarvélar (traktora), en viða er þó pottur brotinn í þeim málum; trygg- ingar ekki greiddar og vélarnar ekki skoðunarskyldar. Þarna ætti lögregl- an í hinum ýmsu sýslum landsins að fylgjast betur með. - Dómsmálaráðu- neytið ætti að setja lög um skráningu vinnuvéla er aka um götur og vegi landsins. Varaborgarst j órinn Garri hefur ekki haft nægilega pólitíska sann- færingu til að geta arkað rakleitt inn í kjörklef- ann og krossað við listabókstaf án þess að hafa ígrundað vel og vendilega áður hvað hann er i raun og veru að gera þar inni. Garri reynir hvað hann getur til að átta sig á stefnumálum fram- boðslistanna í Reykjavik, hvað komi sér best að kjósa þegar stóra stundin rennur upp. Og af nógu er að taka en stefnumálin og málflutning- urinn er langt í frá nægilega skýr og skorinorð- ur til að hægt sé að átta sig í einni svipan. For- sendumar eru af öllu tagi og allt í hálfgerðri móðu. Em skuldimar að aukast eða minnka, kostar stefnuskrá annars meira en hins, er al- ^ þjóðlegum brag borgarinnar betur borgið undir stjórn eins lista frekar en annars? Fá bömin pláss á leikskólunum eftir viku, mánuði eða ár og verður Garri í stöðugu kvíðakasti yfir að eld- ast illa því ekki hefur verið hugsað nægilega fyr- ir þörfum hans þegar þar að kemur? Ijós í myrkrinu En í liðinni viku var fyrst að sjá einhver ■*merki þess að kosningaumræðan væri að færast á það stig að Garri hefði af henni nokkurt gagn. Þá upplýsti vaskur frambjóðandi reykvíska kjós- endur um það að ef þeir kysu D-listann, og þar með Bjöm Bjarnason sem borgarstjóra, væru þeir í raun ekki að kjósa Bjöm heldur varaborg- arstjórann, Hannes Hólmstein Gissurarson. Garri hélt reyndar í fyrstu að þama væri á ferð- inni súrt grín í ætt við Fóstbræður en eftir nokkra íhugun sá hann að frambjóðandinn hafði lög að mæla. Því auðvitað er það svo að í kosn- ingum ertu ekki að kjósa það sem þú heldur heldur hitt sem þú hélst að þú værir ekki að kjósa. Ef þú kýst Bjöm ertu að kjósa Hannes Hólmstein. Flóknara er það ekki. Kosningar snúast um fólk Af þessu má ráða að þegar þú kýst Davíð ertu að kjósa Kára og þegar þú kýst Htdldór ertu jafn- vel að kjósa Ómar þýsk-islenska og ef þú kýst Össur ertu örugglega að kjósa Jakob Stuðmann. Garri hefur því komið sér upp lista yfir það hvað hann er að kjósa þegar hann setur kross- inn við listabókstafi í framtíðinni. Hann mun auðvitað hafa af þessum lista meira gagn en vita gangslausu þvaðri fram og aftur um stefnuskrár, loforð og framkvæmdaáætlanir sem munu hvort eð er ekki standast. Kosningar snúast um fólk. Og þess vegna má ekki gleyma Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur. Eins og allir almennilegir borgarstjórar og borgarstjórakandídatar lumar hún lika á varaborgarstjóra. Ef Garri er að kjósa Ingibjögu Sólrúnu þá er hann í raun ekki að kjósa Ingibjörgu heldur Stefán Jón Hafstein. Cgxrrl Halldór Björnsson „Skuldarar í átt- hagafjötrum. “ Verðtrygging lána óréttlát Kristján Magnússon skrifar: WT------—] Menn hljóta að taka undir með for- manni Starfs- greinasambands ís- lands, Halldóri Bjömssyni, sem segir að bankar og sparisjóðir hafi not- að sér ákvæðin um verðtryggingu lána með breytilegri og allt of hárri vaxta- töku. - Það er krafa meginþorra landsmanna að nú sé tímabært að fella niður verðtryggingu á útlánum, og það sé óeðlilegt og órétt- látt að verðtryggja lán með þeim hætti sem lánastofnanir gera nú. Nægilegt er að bankamir rukki þjónustugjöld sem að sjálfsögðu eru líka allt of há. Einstaklingar á Islandi sem skulda eru i átthagafjötrum, gagnstætt t.d. fyrirtækjum sem gjarnan leita til út- landa eftir lánum, segir Halldór Björnsson. Þetta er sannmæli. Verður að vera Carl J. Eiríksson skrifar: Furðulegt hve sumir fjandskapast út í verðtryggingar á bankalánum. Allir vita þó, að greiðslubyrðin af verðtryggðum lánum (vextir plús verðb. um 14%) er mun minni en af óverðtryggðum lánum (vextir um 18%). Sumir halda því fram að afnema beri verðtryggingar vegna þess að verðbólgan sé stundum of mikil, t.d. 8,7% sl. vetur. Formaður verkalýðsfél. Hlífar er t.d. i þeim hópi. Aðrir halda þvi fram að afnema beri verðtrygging- ar vegna þess að verðbólgan sé nú nánast engin (aðeins 0,5%). Sam- kvæmt framansögðu á að afnema verðtryggingar, bæði af því að verð- bólgan sé of mikil og af því að hún sé svo lítil! Verði verðtryggingar afnumdar fari verðbólgan á fulla ferð (mörgum til mikillar ánægju). íslensk stjómvöld hafa þráfaldlega sýnt að þau beita ekki þeim aðferðum sem þau ráða yfir og sem þarf til að halda verðbólgunni í skefjum. - Það er svo efni í aðra umræðu. Utvarpshúsiö viö Efstaleiti Hamslaus framleiösla Laxnessþátta. Laxnesslöðrið Svavar Guðmundsson hringdi: Ég las pistil Kolbrúnar Bergþórs- dóttur í DV sl. þriðjudag þar sem hún segist þurfa á hvíld að halda eftir allt Laxnesslöðrið (min nafngift). Þetta nær náttúrlega ekki nokkurri átt, þetta umstang, t.d. í Sjónvarpinu og uppákomum menningarvita á vegum borgarinnar. Og menn verða bókstaf- lega hamslausir í viðtölum við fólk. Þannig var á Rás 2 sl. þriðjudags- morgun, að fólk hringdi inn og lýsti bókum Laxness. Einn þeirra sagðist ekki finna neinn húmor í bókum hans. Þá svaraði annar þáttastjórn- andinn: „Ég vorkenni þér“, og þar með var lokað á viðmælandann. - Er þessi þjóð rugluð, eða hvað? Ógeðfelldar uppsagnir Kristinn Sigurðsson skrifar: Nýlega vora konur sem unnu hjá Símanum á Akureyri neyddar til, með stuttum fyrirvara, að skrifa undir starfslokasamning, því verktaki átti aö taka við störfum þeirra. En verk- taki tekur ekki við störfum ókeypis, það vita allir. - Og eitt eiga stéttarfé- lög Simans og íslandspósts sameigin- legt; þau láta sem ekkert sé! Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24, 105 ReyKjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.