Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 29. APRlL 2002 x>v Fréttir Tylö Fjarðabyggð: Norsk Hydro býður ungu fólki vinnu - í álverinu Sunndal í Noregi Norsk Hydro og Reyðarál bjóða, í samvinnu við bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð, ungu fólki í Fjarða- byggð tvö sumarstörf í álverinu í Sunndal í Noregi. í fyrra bauð fyrir- tækið tvö störf í álverinu í Karmoy og þá bárust 13 umsóknir. Álverið er skammt frá bæjunum Kristi- ansund og Molde á Mæri. Nú stend- ur yfir mikil endurnýjun á hluta ál- versins og er þar verið að koma upp búnaði til áiframleiðslu af nýjustu gerð. Umsækjendur um störfm þurfa m.a. að vera á aldrinum 18 til 25 ára; að vera við góða heilsu og í góðu líkamlegu formi; að hafa áhuga á að kynnast störfum í áliön- aði, með hliðsjón af áformum um að álver verði reist á Reyðarfirði; að skilja norsku og geta tjáð sig á mál- inu eða öðru Norðurlandamáli; að skilja ensku og geta tjáð sig á mál- inu og hafa bílpróf. Lofað er góðum Nýtt sveitarfélag SÞ: Atta nöfn til skoðunar Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga i S-Þingeyjarsýslu hefur sent Ömefhanefnd erindi þar sem far- ið er fram á að skoðuð verði 8 nöfn sem talin em koma til greina sem nafn á nýtt sveitarfélag við samein- ingu Húsavíkur og Reykjahrepps. Alls sendu fimm aðilar inn tillögur að 37 nöfnum á nýja sveitarfélagið og nefndin valdi 7 þeirra til að senda til umsagnar. Þessi nöfn em: Skjálfanda- byggð, Garðarshólmi, Reykjabyggð, Húsavíkurbyggð, Húsavikurþing, Reykjaþing og Skjálfandaþing. Nefnd- in óskaði einnig eftir umsögn um nafnið Húsavíkurbær þótt tillaga hefði ekki borist um það. Að fenginni umsögn Ömefhanefndar munu verða greidd atkvæði samfara kosningu fyrstu stjómar sveitarfélagsins sem fram fer 26. maí. -gk Borgin og RV: Semja um pappír og plastpoka Innkaupastofhun Reykjavíkurborg- ar hefur gengið til samninga við Rekstrarvörur um kaup á ljósritunar- pappír, plastpokum og hreinlætis- pappír til stofiiana og fyrirtækja á vegum borgarinnar. Samningamir eru gerðir að undangengnum útboð- um í febrúar sl. og gilda til eins árs, með framlengingarheimild til jafn- lengdar. Allar stofnanir og fyrirtæki í eigu borgarinnar hafa rétt til að kaupa eftir samningnum. Rekstrarvörur taka að sér sam- kvæmt samningnum við Innkaupa- stofnun að dreifa á um það bil 230 af- hendingarstaði í borginni, m.a. í 130 grunnskóla og leikskóla, Lotus-hand- þurrkupappír, WC-pappír og eldhús- rúllum, MultiCopy Ijósritunarpappír og plastpokum sem Plastprent fram- leiðir fyrir Rekstrarvörur. Rekstrarvörur em sérhæft dreifing- arfyrirtæki sem vinnur með fyrir- tækjum og stofiiunum að því að sinna þörfum þeirra fyrir almennar rekstr- ar- og hreinlætisvörur, ásamt þjón- ustu og ráðgjöf á því sviði. -hlh Veiðar hafnar Kolmunnaveiðar íslensku skipanna em hafnar og búið að landa fyrstu förmunum á þessu ári. Nú hafa veiðamar verið kvótasett- ar og er íslensku skipunum heimilað að veiða 212.757 tonn sem upphafs- kvóta en skipin veiddu um 360 þúsund tonn á síðasta ári. Nú er búið að landa rúmlega 8 þúsund tonnum og þar af hefur Huginn VE landað tvivegis á Seyðisfirði, samtals 3.727 tonnum. -gk launum en Reyðarál mun greiða kostnað við flugferðir frá Egilsstöð- um til Kristiansund eða Molde og til baka, auk ferða innanlands. Um- sóknarfrestur er til 3. maí. Smári Geirsson, forseti bæjar- stjómar, segir að þetta hafi verið ákveðið allnokkru fyrir síðustu at- burði í álmálinu og hugsanlega þátt- töku Norsk Hydro í byggingu álvers á Reyðarfirði. Atvinnuástand er al- mennt lakara á Austfjörðum nú en í fyrra og þvi má búast við töluverðri ásókn í þessi störf. -GG Tylö-sánaklefar. Sérpöntum sánaklefa eftir þínum óskum, allar stærðir og gerðir. Eigum á lager fylgihluti fyrir sánaböð. Lítið inn í Ármúlanum. VATNS VIRKINN ehf DV-MYND: GVA Stubbar í stuði Þessi litríki hópur var á feröinni í miöbænum í gær þegar útskriftarnemar Kvennaskólans héldu dimission. Um 120 nemendur Ijúka námi frá skólanum í vor og skrýddust þeir skemmtilegum búningum í tilefni dagsins. I hópnum mátti sjá stubba, fiugþjóna, sjómenn og beljur. VIDEOHÖL LIN Á. Mnu baiuji- Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Höldur • Akureyri BFCoodrícH Nesdekk • Seltjarnarnesi Bílaþjónustan • Húsavík Umboösaöilan Dekk og smur • Stykkishólmi Smur og Dekk • Höfn Hornafirði Léttitækni • Blönduósi IB Innflutningsmiðlun • Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.