Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Page 12
12 Menning Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands síðastliðiö fóstudagskvöld sungu hvorki meira né minna en þrir íslenskir söngvarar með hljómsveitinni: Ólafur Kjartan Sigurðarson barítonsöngvari og tenóramir Jón Rúnar Ara- son og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Hljómsveitin lék eins og tíðkast á svona óp- eruaríutónleikum bæði forleiki og millispU. Tónleikarnir hófust á alltof hröðum forleiknum að Carmen eftir Bizet. Paul McGrath hljóm- sveitarstjóra tókst ekki að fá hljómsveitina td að setja nóga sveiflu í tónlistina og úr varð eins konar flýtimeðferð. Forleikur Wagners að Tannháuser er hreint yndisleg tónlist og um æðar streymdi tilhlökkun vegna þess tækifæris á Listahátíð að sjá HoUendinginn fljúgandi. Stjómunin var þó aftur fullferköntuð ef svo má segja. MiUispUið úr CavaUeria Rusticana kom ágætlega út og ekki grunlaust um að hljóm- sveitarmeðlimir hafi þar sjálfir átt frumkvæðið að góðri túlkun, nánast þrátt fyrir stjórnunina. Samvinna var meiri og árangur góður í flutn- ingi á mUlispUi úr Manon Lescaut og gaman að vera minntur á hvað óperutónlistin getur verið rík af tilfinningum þó að hún sé tekin úr sam- hengi verkanna og flutt við konsertaðstæður. Annað gUdir auðvitað um ariumar því text- inn setur hlustendur í önnur spor en gagnvart hljóöfæratónlistinni. Samanlagt sungu söngv- aramir þrir ellefu aríur og dúetta og eru þá aukalög ekki meðtalin. í efnisskránni var að fmna góða skýringartexta með hverju atriði og er slíkt alger nauðsyn. Söngurinn þetta kvöld var mikU veisla fyrir eymn. Raddir þeirra þriggja eru aUar hljóm- miklar og áferðarfaUegar. Birtu- og litamunur á röddum tenóranna er þó skemmtUega mikiU. Ólafur Kjartan bæði kemur fram og syngur af miklu öryggi og yflrvegun. Alþýðleg kvöld- lokka kvennaflagarans mikla, Deh vieni aUa flnestra, úr Don Giovanni eftir Mozart er flutt með mandólínleik sem Ólafur leysti líka prýði- lega af hendi og var vel fagnað í lokin. Arían sem hann flutti úr Onegin eftir Tsjajkovskí er kannski ekki sérstakt glansnúmer og ekki bætti flatur flutningur hljómsveitarinnar úr. Það er lítið hægt að gera í slíkri stöðu annað en að ljúka þessu af og það gerði Ólafur. Ótrúlega leiðinlegur dúett eftir meistara Verdi úr Don Carlos var síðasta verkefni fyrir hlé og söngur Glæstir vormenn íslands Söngur þeirra var veisla fyrir eyrun Ólafur Kjartan Siguröarson, Jóhann Friögeir Valdimarsson og Jón Rúnar Arason. þeirra Ólafs og Jóhanns ekki nógu vel sam- stiUtur í tóni. Eftir hlé söng svo Ólafur aríuna 0 du, mein holder Abendstem úr Tannhauser og skUaði mjög góðri túikun. Röddin var aðeins klemmd á efstu tónum en þeim mun faUegri aðeins neð- ar á tónsviðinu. Dúett Ólafs og Jóns Rúnars gekk vel, raddir þeirra blandast af einhverjum ástæðum betur saman. Jóhann Friðgeir hefur ekki bara einstaka rödd heldur lika ríka hæfUeika í túlkun. Auk þess er flutningur hans sjálfstætt unninn og var tU dæmis arían E lucevan le steUe úr Toscu eftir Puccini hrynrænt skýrari en oft má heyra og gæddi það hana nýju lífi. Undurhrífandi túlkun hans á harmi Canios í aríunni Vesti la giubba úr Pagliacci eftir LeoncavaUo var ein- stök. Þeir voru örugglega margir votir augna- hvarmamir þegar hann hafði lokiö söng sín- um. Jón Rúnar Arason hefur mjög sérstaka rödd sem virðist enn vera að þroskast og breytast. Bjartir og nánast drengjalegir yfirtónar lita röddina sérlega faUega. Röddin hljómar því oft léttari en þéttleiki hennar og styrkur gefa tU kynna. Jón Rúnar söng meðai annars hina frægu aríu Nessun Dorma úr Turandot eftir Puccini. Þar mátti heyra að röddin situr ekki alveg aUtaf á besta stað og pínulitiö brot í henni ógnaði flutningi aríunnar. En Jón Rúnar tók í taumana eins og tamningamaður með baldinn stóðhest í höndum og stýrði með slík- um glæsibrag síðustu tónum aríunnar að hann stóðst ekki mátið þegar slegið var af og deUdi gleði sinni með áheyrendum. Gleðistökk hans var bæði einlægt og kraftmikið og áheyrendur fögnuðu gifurlega enda rik ástæða tU. Svona lokatónar heyrast ekki oft! Sigfriður Bjömsdóttir Tónlist Yfirvegun og litrík túlkun Sesselja Kristjánsdóttir messósópransöngkona sem nýverið hlaut fastráðingu hjá íslensku óperunni hélt sina fyrstu einsöngstón- leika í Salnum sl. miðviku- dagskvöld. Margt var um manninn þrátt fyrir stór- tónleika Cesariu Evora sama kvöld og ljóst að Sess- elja á sér marga aðdáendur. Efnisskráin var áhugaverð og vel samansett, en í ný- legu blaðaviðtali sagöist Sesselja leggja áherslu á að _ „ flytja lög sem hún hefur „ SesseIJa Krlstjánsdóttlr yndi af að syngja. Skemmti- Debuttonleikarnir lofuöu góöu. legt var og að heyra á debúttónleikum efnis- skrá sem fer út fyrir hið hefðbundna einsöngv- araprógramm „íslensk-þýsk sönglög fyrir hlé; ítalskar-þýskar óperuaríur eftir hlé“ því Sess- elja söng italskar antíkaríur, tvær klassískar óperuaríur og frönsk sönglög eftir rómantísk tónskáld. Undirleikari var Jónas Ingimundar- son. Það er vandi að feta einstigið mUli þess að fara of mikinn eða of lítinn í túlkun á tónlist frá barokktímanum en Sesselja rataði vel þenn- an mUliveg og fór sérlega vel með hin faUegu sönglög eftir Pergolesi, Caldara, Scarlatti og Cesti, söng þau af yfirvegun og glæsUeik og næmri tUfinningu fyrir tærleikanum sem í þessari tónlist býr. Lögin eftir Donizetti voru sömuleiðis vel flutt, á stöku stað í síðasta lag- inu Me vogUo fá’na casa örlaði á því að tón- myndunin yrði dálítið loðin en eftir að söng- konan hafði brugöið sér frá og fengið sér vatns- sopa sneri hún aftur tvíefld. Hún söng Voi, che sapete úr Brúðkaupi Figarós og Cruda sorte! úr ítölsku stúlkunni frá Alsír eftir Rossini með glæsibrag, rödd hennar þar var áreynslulaus og túlkunin litrik. Eftir hlé söng Sesselja fjögur mjög faUeg lög eftir frönsku tónskáldkonuna Pauline Viardot sem er lítt þekkt og gaman var að kynnast. Textamir voru ýmist á frönsku eða spænsku og verður að hrósa Sesselju fyrir skýran og góðan textaframburð (það hefur reyndar þegar verið gert í umfjöllun um hádegistón- leika íslensku óperunnar fyrir skemmstu). Hún söng reiprenn- andi á fimm tungumálum á þessum tónleikum og bætti nú hebresku við þáverandi femu. Hin ólíku lög Viardots sem og lögin eftir Ravel sem á eftir komu voru ýmist leikandi létt eða með dramatískri þyngd í meðförum Sesselju og hefur hún hvort tveggja á valdi sínu. Þá sýndi hún dramatísk tilþrif í síðustu tveimur verkunum eftir Massenet og Saint-Saens og voru þau skemmtilegar and- hverfur hinna léttu og skemmtilegu óperuaría sem lokuðu fyrri hluta tónleikanna. Á stöku stað var eins og Sesselja væri að vanda sig um of - t.d. urðu hendingar og frasar í Saint- Saéns næstum of skýrt mótað- ir, en lokaverkin tvö voru engu að síður mjög vel flutt. Jónas Ingimundarson fylgdi söngkonunni yf- irleitt vel en lék þó nokkuð þunglamalega í óp- eruaríunum, einkum í Fígaró, og fullsterkt í sumum dramatísku lögunum, t.d. Canción de la Infanta og laginu eftir Saint-Saens. Sesselja Kristjánsdóttir sýnir með þessum einsöngstón- leikum að hún er veigamikil söngkona með fal- lega rödd og breitt hæfileikasvið í túlkun. Það er tilhlökkunarefni að sjá hana á sviði i kom- andi verkefnum íslensku óperunnar. Hrafnhildur Hagalín mannsgaman / Ræstivagn sem konsept Sendi einu sinni kvikmyndatökumann niður í Kjarvalsstaði til að taka ljúfar myndir af sögu nýlistarinnar á íslandi. Þetta átti að verða eitt þessara myndskeiða í sjónvarpi sem líður yfir skjáinn með angurværum panflautuleik. Sum- sé listræn uppfylling. I lok frétta. Þetta var á þeim árum í íslensku sjónvarpi þegar leita þurfti uppi myndefni að magni, ekki síður en gæðum. Og því kom myndatökumaö- urinn með býsnin öll af betaspólum í hús; full- ar af list, nýrri list, nýlist eins og hún gerðist ágengust á íslandi. í eina tið. Allt saman var þetta klippt saman í ljómandi fallega listfléttu. Og undir þíðum og hvíslandi panflautuleiknum runnu hjá myndir af möl í haug og stöfluðum eldavélum og innantómum sjónvörpum og allri þessari list sem er svo ný og öðruvísi að áhorfandinn fer að efast um hver hann sé og hvar hann sé. Og jafnvel hvort hann sé. Og af því konseptið er alltaf í höföi hvers manns er það alltaf afstætt hvenær hugvit byrj- ar og heimsku sleppir. Þaö er nú svo. Man að það var hringt neðan af Kjarvalsstöð- um daginn eftir að listfléttan var sýnd og sjón- varpsfólki vinsamlegast bent á að ræstigrindin sem sást á miðju gólfinu, innan um dýrgripi sýningarinnar, væri ekki partur af íslenskri nýlist. Ræstingakonunni hefði láðst að ganga frá eftir sig. Ekki bárust fleiri athugasemdir um að ræsti- grindin hefði stungið í stúf. Og líkast til gerði hún það ekki með sinni undnu moppu og máða klút. Innan um upprúllaðar vatnsslöngur og langa röð af ryðguðum ristum. Já, þessari líka list. Brosi enn þá þegar ég hitti ræstifólk á leið út ganginn. Og blikka konseptið. -SER MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 __________________________30 V Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Guð og gamlar konur Anna Pálína Ámadótt- ir söngkona var að gefa út geisladiskinn Guð og gamlar konur með tólf lögum sem hafa verið á 1. j efnisskrá hennar árum saman án þess að hafa ratað á disk fyrr en nú. Lögin eru úr ýms- um áttum en flestir textamir eru eftir Að- alstein Ásberg Sigurðsson. Með henni leika Gunnar Gunnarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa, Pétur Grétarsson á slag- verk og Kristinn Ámason á gítar. Dimma gefur út. í tilefni af útgáfunni efnir Anna Pálína til tónleika ásamt félögum sínum í Hafnar- borg í Hafnarfirði annað kvöld kl. 20. Þar verða flutt lög af nýju plötunni en líka eldri smellir, auk þess sem Aðalsteinn Ásberg les úr bókinni Sagði mamma sem hann þýddi og gaf út sl. haust. Leikstarfsemi Umsóknarfrestur um aðstöðu fyrir leik- flokka í Borgarleikhúsinu hefur verið framlengdur til 15. maí. Með umsókn skal senda greinargerð þar sem greint er skil- merkilega frá verkefninu, aðstandendum þess, framkvæmdaaðilum, listrænum stjómendum og þátttakendum öllum. Einnig skal vönduð fjárhagsáætlun fylgja umsókninni sem berist leikhússtjóra Leik- félags Reykjavíkur, Listabraut 3, 103 Reykjavík, eigi síðar en miðvikudaginn 15. maí 2002. Nánari upplýsingar um allt fyrir- komulag fást hjá Guðrúnu Vilmundardótt- ur, sími 568 55 00. Halldór um unglinga í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans í kvöld verður dagskrá með upplestri úr verkum Halldórs Laxness þar sem börn og ungling- ar koma við sögu - þar sem æska og unglingsár mætast og ástin kviknar. FLytjendur eru allir úr hópi verðlaunahafa í Stóm upplestrarkeppninni í -7. bekk árið 2002: Ásdis Ama Bjömsdóttir, Friðrik Már Jónsson, Grímur Þór Vilhjálmsson, Guð- mundur Bragi Ámason, Ingibjörg Friðriks- dóttir, Jórunn Steinsson, Kristjana Fenger, Óli Ágústsson, Sandra Dögg Friðriksdóttir. Einnig leika Jón Ágúst Eyjólfsson og Eirík- ur Már Reynisson á gítar og Kór Öldutúns- skóla syngur undir stjóm Egils R. Friðleifs- sonar. Dagskráin hefst kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Einleikara- prófstónleikar Ámi Björn Ámason píanóleikari tekur einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í kvöld, kl. 20, í Salnum í Kópa- vogi. Á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Rachmaninoff og Prokofieff. Ámi Björn var einleikari í Píanókonsert nr. 3 eftir Prokofieff á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands 6. febrúar sl., undir stjóm Bemharðs Wilkinsonar, og vakti mikla athygli fyrir frábæran leik. um naívisma Annað kvöld, kl. 20, verður haldið málþing um naívisma í listum í Reykjavíkurakademí- unni við Hringbraut í til- efni sýningar á verkum Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi. Aðal- steinn Ingólfsson ræðir um einfara í íslenskri myndlist og list Hjálmars Stefánssonar, Davíð Ólafsson leitar naívista í íslenskri dægurtónlist, Geir Svansson fjallar um naívisma í bókmenntum, Haraldur Ingólfs- son kynnir naívíska heimspeki Brynjúlfs Jónssonar frá Minnanúpi og Halldór Gisla- son og Guðmundur Oddur Magnússon Qalla um navíisma í íslenskri byggingalist. Allir velkomnir. Tungumál og atvinnulífið Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungumálum og Þýðingasetur Há- skólans standa fyrir stuttum málþingum um tungumál og atvinnulífið og verður hið fyrsta á morgun, kl. 10-13, í stofu 101 í Ódda. Erindi halda Gauti Kristmannsson: Að þýða eöa þýða ekki. Hvar er eftnn? - Hrafnhildur Stefánsdóttir: Þýðingar og væntingar verkkaupa, Keneva Kunz: Borg- ar sig að borga fyrir gæði? og Vilhelm Steinsen: Tíminn. Malþing

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.