Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmda&tjóri: Hjalti Jónsson AöalrttstJóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, aími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grmn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prontun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Endurtekin loforð Gríðarleg gerjun á sér stað í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar eftir tæpan mánuð. Reykjavíkur- listinn, kosningabandalag Samfylkingarinnar, Framsókn- arflokksins og Vinstri grænna, hefur sent frá sér stefnu- skrá líkt og Sjálfstæðisflokkurinn. Borgarbúar munu á næstu vikum vega og meta þau loforð sem þar eru gefm en þó fyrst og fremst gera það upp við sig hverjum best sé treystandi til að efna það sem lofað er. Vandi R-listans og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra er sú staðreynd að margt af því sem lofað er í stefnuskrá fyrir komandi kosningar hefur kosningabanda- lagið haft átta ár til að framkvæma eftir ítrekuð loforð. Og því miður hefur meirihluti borgarstjórnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, Helga Hjörvars og Alfreðs Þorsteins- sonar, gert sig sekan um það sem þau gáfu sjálfstæðis- mönnum að sök fyrir átta árum; óráðsíu og skuldasöfnun. Auðvitað er það kattarþvottur þegar því er haldið fram að skuldir Reykjavíkurborgar hafi ekki margfaldast á síð- ustu átta árum. Alveg með sama hætti og gengisþróun er kennt um 500 milljóna króna hallarekstur á Orkuveitu Reykjavíkur á liðnu ári, í stað þess að viðurkenna að gríð- arleg skuldaaukning fyrirtækisins á undanförnum árum hefur gert það berskjaldað fyrir ytri aðstæðum - aðstæðum sem það áður hafði alla burði til að bregðast við og standa undir. Æ fleiri borgarbúar eru að gera sér grein fyrir þess- um staðreyndum alveg eins og æ fleiri borgarbúar spyrja sjálfa sig hvernig hægt sé að réttlæta fjáraustur í ævintýra- fyrirtæki Alfreðs Þorsteinssonar. Lína.Net verður aldrei rós í hnappagat Alfreðs Þorsteinssonar eða Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. R-listinn fagnaði sumri með því að birta stefnuskrá sína. Á yfirborðinu hljómar stefna og loforðalisti kosninga- bandalags vinstri flokkanna og Framsóknar vel - er í nokkru framsækin og sýnir umhyggju fyrir velferð borgar- anna. Vandi þeirra sem standa að R-listanum er hins veg- ar sá að erfitt verður fyrir frambjóðendur að telja borgar- búum trú um það í þriðja skiptið í röð að alvara sé á bak- við margt af því sem lofað er. Þannig velta barnafjölskyld- ur fyrir sér hvort nokkurra úrbóta sé í raun að vænta í dag- vistunarmálum þegar R-listinn lofar að „öll börn eldri en átján mánaða eigi kost á leikskólaþjónustu“. Fyrir fjórum árum var loforðið enn stærra og viðameira. í viðtali við Morgunblaðið í apríl 1998 gaf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarbúum loforð: „í dagvistarmálum tölum við um dag- vistartryggingu og ætlum að tryggja að öll börn eldri en eins árs eigi kost á góðri og niðurgreiddri dagvistun á kjör- tímabilinu.“ Af stefnuskrá R-listans nú sést berlega að ekki hefur verið staðið við gefm fyrirheit. Fyrir fjórum árum lýsti borgarstjóri því yfir að fyrirhug- að væri að „skipta borginni í 9 hverfi og í hverju þeirra verði hverfaráð með þátttöku hópa og félagasamtaka“. Fjór- um árum síðar er svipað loforð endurtekið í stefnuskrá R- listans; hverfamiðstöðvar skulu í öll hverfi og hverfaráð eiga að annast gerð þróunaráætlunar fyrir einstök hverfi. Sérstöku lýðræðisverkefni - Greiðar götur - á að hrinda í framkvæmd og þannig er „réttur einstaklinga til að taka þátt í að móta nánasta umhverfi sitt“ viðurkenndur. End- urtekin loforð af þessu tagi ættu án efa að gleðja íbúa við Suðurhlíðar í Reykjavík. Skoðanakannanir benda til þess að forskot R-listans á Sjálfstæðisflokkinn hafi minnkað eða jafnvel horfið. Ástæð- an er fyrst og fremst sú að stöðugt fleiri borgarbúar draga trúverðugleika kosningabandalags Samfylkingar, Fram- sóknar og Vinstri grænna í efa. Ekki síst eftir að stefnuskrá fyrir komandi kosningar hefur verið kynnt og gömul kosn- ingaloforð rifjuð upp. Óli Björn Kárason DV Skoðun Styðjum Palestínu gegn Sharon Daglega verður heim- urinn vitni að grimmd- arverkum ísraela gagn- vart Palestínumönnum. Her þeirra sprengir sjúkrabíla í loft upp. Læknar og hjúkrunarlið er hindrað í að líkna slösuðum. Fórnarlömbin liggja í blóði sínu á strætum úti. Fyrir okk- ur, sem löngum höfðum samúð með ísraelsmönn- um, ekki síst vegna mis- kunnarleysis heimsins gegn þeim fyrr á tímum, er þetta þyngra en tárum taki. Eng- inn með snefd réttlætis í hjarta sínu getur lengur varið stefnu þeirra. Ömurlegt hlutskipti Palestínustjóm ræður aðeins tæp- um 18% af Vesturbakkanum og Gaza. Þetta svæði hafa ísraelar hlut- að niður í 220 smáeiningar. Þeir tak- marka samgöngur á milli þeirra svo þorp og byggðir eru meira og minna einangruð. Stjórn Palestínumanna fær ekki einu sinni að láta lögreglu- menn sína ferðast hindrunarlaust milli svæða. Hún ræður hvorki sam- göngum í lofti né landi, og ekki heldur fjarskiptum. Við þessar aðstæður er mjög erfitt að halda uppi stjórn. Fátækt, skortur á skólum og vanbúin heilbrigðisþjón- usta er áralangt hlutskipti Palestínmnanna. Heilar kyn- slóöir þeirra alast upp í flóttamannabúðum. Þær sjá ekki annan tilgang en ganga hryðjuverkum á hönd. Þannig framleiða ísraelar kynslóðir vonlausra Palest- ínumanna sem í beiskju sinni sjá enga útgönguleið aðra en grípa til vopna og skæruhemaðar. Þannig verður til vítahringur sem erfitt er aö brjóta upp. Markvisst niðurbrot Ariel Sharon bar ábyrgð á fjöldamorðum í flóttamannabúðum Palestínumanna fyrir hálfum öðr- um áratug. Margir álíta hann því stríðsglæpamann. Sannarlega kem- ur ekkert á óvart frá hans hendi lengur. Taktík hans nú er að beita handahófskenndu ofbeldi sem bein- ist fyrst og fremst gegn almennum borgurum. Össur Skarphéðinsson formaöur Samfylkingarinnar „Ariel Sharon har ábyrgð á fjöldamorðum í flóttamanna- búðum Palestínumanna fyrir hálfum öðrum áratug. Margir álíta hann því stríðsglœpamann. Sannarlega kemur ekkert á óvart frá hans hendi lengur. Taktík hans nú er að beita handahófskenndu ofbeldi sem beinist fyrst og fremst gegn almennum borgurum. “ í skjóli þungvopnaðra bryndreka sem em varðir af herþyrlum fara hermenn hús úr húsi, mölva sum niður með stórvirkum vinnutækj- um og stökkva fjölskyldum á flótta. Þannig freista ísraelar að brjóta á bak aftur sjálfsvirðingu Palestinu- manna. Markmiðiö er að gera þá að hræddum og auðsveipum gíslum í eigin landi. Frjáls þjóð í eigin landi Við í Samfylkingunni höfum lagt fram tillögu á Alþingi þar sem lýst er stuðningi við að alþjóðlegt gæslu- og eftirlitslið verði sent á vettvang. í tillögu okkar er líka skorað á ríkisstjóm íslands að beita sér fyrir því á vettvangi alþjóða- samfélagsins að ísraelsmenn dragi heri sína frá hemumdu svæðunum í Palestínu í samræmi við friðar- samkomulagið sem gert var í Ósló 1993. Þannig, og einungis þannig, er hægt að tryggja að Palestínumenn fái að lifa sem frjáls þjóð í eigin landi. - Islendingar verða að láta rödd sína heyrast. Stuðningur þeirra við málstað Palestínu skiptir máli. • Össur Skarphéðinsson Ríður fasisminn í garð? Fimmtudagurinn 18. aprU síðast- liðinn var svartur dagur fyrir íslend- inga. Þá bárust okkur fréttir um að virtur sendimaður Sameinuðu þjóð- anna í Palestinu lýsti ástandinu i Jenin eftir árásir ísraelsmanna sem ólýsanlegum hryllingi. Sama dag lýsti Bush Bandaríkjaforseti Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sem manni friðarins. Sama dag var sagt frá því í fréttum að Bandarikja- stjóm ætlaði sér að flytja yfirstjóm herstöðvar sinnar á Keflavikurflug- velli frá Bandaríkjunum tU Þýska- lands. Um leið flutti Morgunblaðið okkur fréttir af óánægju utanríkisráðherra okkar með þau áform, og daginn eft- ir sameinuðust hann, forsætisráð- herra og Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, í rama- kveini yfir þessari fyriræfiun og öðr- um hótunum Bandaríkjamanna að minnka umsvif sín á veUinum. Því auðvitað kom i ljós, það sem hafði mátt lesa á mUli línanna í frétt- um, að áformin mn að breyta yfir- stjóm hersins tengjast áformum um að draga úr herbúnaði á Keflavíkur- flugveUi. Eins og haft var eftir Val „Alkunna er að Bandaríkjamenn hafa byggt hið grimmilega herveldi ísraels upp með fjárframlögum sínum og tœkniað- stoð. Þannig bera þeir verulega ábyrgð á hryðjuverkum ísra- elsstjórnar, og þeir gcetu stöðvað þau á skömmum tíma með því að stöðva fjárstrauminn. “ Ingimundarsyni i Morgunblað- inu 21. aprú merkja þau að Bandaríkjamenn líta ekki leng- ur á vamir Islands sem hluta af vörnum Bandaríkjanna. Þetta er það sem leiðtogar þriggja stjórnmálaflokka okkar kvarta svo sárt undan. Illmennskan í heiminum Maðurinn hefur þá einkenni- legu náttúru að i honum búa eiginleikar sem gera Utt eða ekki vart við sig öldum saman ... en ná svo skyndUega yfirhöndinni og taka aUa stjóm. Einn þessara eiginleika er vísindaleg og tæknUeg hugkvæmni sem lá í dvala í manninum fram á 19. öld. Annar eiginleiki er Ul- mennskan sem ber oftast litið á hjá flestu fólki en hlýtur að búa í okkur öUum, því að hún getur tekið upp á að vaxa eins og krabbamein og leggja undir sig heUu samfé- lögin á örfáum ámm, ef ekki er brugðist af festu við vexti hennar. Þetta gerðist i Þýska- landi nasismans, og nú virð- ist óhugnanlega skammt i að iUmennskan verði taumlaus í forystu Ísraelsríkis. Þetta snýst ekki bara um Sharon; Verkamannaflokkurinn tek- ur þátt í þessu með stjómar- þátttöku sinni, og jafnvel Simon Peres, boðheri friðar- samninga tU skamms tíma, virðist ekkert gera nú annað en druslast með. í ísrael er ekki í augsýn neitt stjóm- málaafl sem sé líklegt tU að snúa ferlinu við. Gunnar Karisson prófessor Alkunna er að Bandarikjamenn hafa byggt hið grimmUega herveldi ísraels upp með fjárframlögum sín- um og tækniaðstoð. Þannig bera þeir veru- lega ábyrgð á hryðju- verkum ísraelsstjómar, og þeir gætu stöðvað þau á skömmum tíma með þvi að stöðva fjár- strauminn. Svo á Bandaríkjastjóm líka hinn kostinn, að ganga í lið með Ul- mennskunni. Sú hætta kann að virðast fjarlæg af þvi að við erum vön að lita á vest- rænt lýðræði sem eitthvað óhaggan- legt og mannréttindasinnað í grund- vaUaratriðum. En nú er nánast vitað að Bush komst tU valda með kosn- ingasvikum, þannig að hann er í raun óbundinn af leikreglum lýðræð- isins. Ríkisstjóm hans er valin af honum sjálfum en ekki þinginu, svo að þetta á við hana líka. Hlutverk okkar Það tekur á að skrifa þetta, því ég veit um margt gott og vandað fólk sem þykir vænt um Bandaríkin. En það er líka erfitt að þegja um það, sér- staklega þegar forystumenn okkar, jafnvel menn sem maður hefur sjálfur stutt tU pólitískrar forystu, sameinast um að grátbiðja Uðsmenn Sharons í Bandaríkjunum um að láta ekki af herbúnaði á íslandi. Ég trúi því að okkur beri að gera það sem við getum tU að verja okkar litla land fyrir yfir- gangi illmennskunnar, hversu skop- lítiU sem skerfur okkar kann að vera. Gunnar Karlsson Spurt og svarað Eröfgahyggja að fœrast í vöxt? Ummæli Sagan skrifuð af sigurvegurum „Það er auðvelt fyrir okkur sem nú lifum að segja að Sovétríkin hafi verið af hinu Ula en ég er ekki viss um að það hefði verið svarið sem fólkið þar í landi hefði gefið um 1930. Þannig getum við tek- ið flestaUt í veraldarsögunni sem ekki hefur staðist tímans tönn eða gengið upp og sagt að aUt frá upphafi hafi það verið dauðadæmt og hvín- andi vitleysa og þess vegna séu þeir sem aðhyUtust eða tóku þátt í vitleys- unni ómerkingar og hálfmenni. Sag- an er ætíð skrifúð af sigurvegurun- um og þeir sem verða undir eru þar af leiðandi „þeir sem höfðu á röngu að standa.““ Skúli Björn Gunnarsson á Pressan.is Hugtökin eru „Skynsamlegur rammi fyrir framtíð heimsins er að sjá fyrir sér þríhyming með menntun, menningu og alþjóðavæðingu í horn- unum og þessi þríhym- ingur er umleikinn lýðræði. í réttu samhengi fela þessi fjögur hugtök í sér lykUinn að góðri sambúð ólíkra kynþátta. íslendingar verða einnig að vara sig. Það er stutt í útlendingahat- ur hér og öfgahyggja má ekki festa hér rætur. AUir eru útlendingar nær alls staðar í heiminum. Það em tU 200 lönd og við íslendingar eram út- lendingar í 199 þeirra. Umburöar- lyndi, víðsýni og þekking á öðmm menningarheimum er forsenda fyrir friði í heiminum. Aðeins þannig tekst okkur að vinna gegn ógnum öfgahyggjunnar." Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni. fjögur Hjalti Jóti Sveinsson, skólameistari Verkmenntask. á Ak.: Menntun skapar víðsýni „Sem betur fer tel ég að öfga- hyggja, að minnsta kosti hér á landi, sé ekki að færast í vöxt. Þvert á móti finnst mér umburðarlyndi fólks gagnvart skoðunum hvað annars vera að aukast. Þar held ég að komi tU að íslendingar séu orðnir almennt víðsýnni með árunum og kemur þar tU aukin menntun og upplýsing á öUum sviðum. Ég held að sigur Le Pen í fyrri umferð forsetakosn- inganna í Frakklandi, því mikla menningarlandi, hljóti að vera slys sem byggt er á misskilningi, ég trúi ekki öðra en því að Frakkar eigi eftir að breyta þessari niðurstöðu í seinni umferð kosn- inganna, þann 5. maí næstkomandi." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra: Öfgaöflin vinna skaða „Öfgamar fylgja manninum og hafa aUa tíð gért. Og nú hafa öfgamenn sig mikið í frammi og virðast vera að ná nokkrum árangri, rétt eins og gerðist í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi í síðustu viku. Það - og aðrir ógnvænlegir atburðir síðustu mánaða almennt - sýnir okkur að aUtaf er mik- Uvægt að uppfræða börnin um mannúð, félags- hyggju og kærleika. Slikt er í raun skylda okk- ar. Ég ætla að vona að Frökkum takist að hrinda Le Pen af höndum sér því við eigum að vita að öfgaöflin, hvar sem þau eru, vinna skaða.“ Þorfinnur Ómarsson, menntaður í Frakklandi: Þreyta gagnvart gömlu öflunum „Ekki er hægt að taka úrslitum fyrri umferðar kosninganna í Frakklandi á þann veg að segja að öfgahyggja sé ekki aö færast í vöxt. Það er mikU þreyta í landinu gagnvart gömlu stjðrnöflunum sem hafa ver- ið tiltölulega óbreytt í marga áratugi og oft sömu fram- bjóðendur kosningar eftir kosningar. En þetta er líka ákveðin viövörun um að gömlu stjómmálaöflunum hafi mistekist, sérstaklega er varðar að tryggja atvinnu í hinum dreifðu byggðum landsins. Þaö sem mér fmnst hins vegar athyglisverðast er að kosningaúrslitin eru reiðarslag fyrir ákveðna stjómmálaelítu í Frakklandi þvi Frakkar hafa ávallt talið sig vera í fararbroddi í heiminum hvað varðar lýðræði og mannréttindi." Þórunn Sveinbjamardóttir, þingkona Samfylkingar: Endurspeglar ójöfnuð „Því miður virðist hún sums staðar eiga vaxandi fylgi að fagna. Ástæður þessa eru ekki einfaldar, það er að segja að öfgahyggjan endur- spegli einvörðungu kynþáttafordóma. Að mínu viti ber hún líka vitni um ójöfnuð og misskipt- ingu tekna og tækifæra. Ég held til dæmis að þær fimm milljónir Frakka sem kusu fulltrúa öfgasinnaðrar hægri stefnu í forsetakosningim- um þar séu hópur fólks sem hræðist alþjóðavæð- inguna og finnist hefðbundnir stjómmálamenn ekki tala fyrir sinn munn. Sú staðreynd er nokkuð sem stjómmálamenn alls staðar í Evr- ópu þurfa að huga að.“ Hægri öfgamaðurinn Le Pen varð óvænt annar tveggja sem keppa um forsetatign í Frakklandi 5. maí. Þá verður kosið milii hans og Chirac. En er öfgamönnum almennt að vaxa ásmegin? L 6v=7NKF7F?NJl\^ V— Verðbólgumark- miðsafsláttur íslenskan á orð yfir allt og er þeirrar náttúru að geta stöðugt getið af sér ný- yrði eins og fyrirsögn þess- arar greinar ber með sér. Höfundi er ekki kunnugt um hvort nafnið sé komið á spjöld sögunnar og hafi hlotið náð fyrir augum orðabókar Háskólans en þegar fram líða stundir er sennilegt að orðið eigi eftir að öðlast sess i hagsögunni vegna skyldleika síns við hið rauða strik vormánaða yfir- standandi árs. Enn er ekki ljóst hvemig hagsagnfræðingar ofan- verðrar aldarinnar muni meta síð- ustu þrjú ár tuttugustu aldar og upp- haf hinnar tuttugustu og fyrstu Sjálfskaparvíti Einhvers staöar í grúski sínu kynnu þeir að rekast á skrif og um- ræður um sprengjur, tifandi tíma- sprengjur. Vakna þá spumingar um hvenær og til hversu langs tíma sprengjurofi hafi verið stilltur. Við nánari athuganir metnar af við- skiptahalla, verðbólgu, gengisvísi- tölu, atviimustigi, útlánaþenslu auk annarra þátta er líklegt að niðurstað- an veröi sú að sprengja hafi verið stillt snemma árs 1998 og sprungið um þremur árum síðar. Niðurstaðan gæti allt eins orðið sú að um blöðra hafi verið að ræða er blásið var i snemma árs 1998 og um mitt ár 2001 hafi farið að leka úr henni hægt og rólega. Hér hafi verið ferill er stóð í nokkum tíma frekar en hvellur með þeim hörmungum er af honum hefðu getað hlotist. Erfitt er að ráða í hvern dóm framvinda næstu ára á eftir að fá. Lík- ur benda þó til, í ljósi reynslu fyrri of- þenslustiga, að í kjölfarið hennar fylgi nokkur slaki hagkerfis. Mat sögunnar verður hugsanlega að um sjálfskapar- víti hafi verið að ræða og við lands- menn eina að sakast hvernig framvindan hafi orðið, í ljósi þess að ekki hafi verið utanaðkomandi skellur á ferðinni eins og óhagstæð þróun viðskipta- kjara. í ljós mun koma að verðbólgumarkmiðsafslátt- urinn hafi verið tæki til að halda vísitölu neysluverð innan ákveðinna marka og koma þannig í veg fyrir víxlhækkanir launa og verðlags. Vænsti kosturinn Spurningar munu vakna hvers vegna til þess þurfti að koma að fyr- irtæki tækju að veita viðskiptavin- um sínum sérstakan afslátt, í og með vegna áeggjanar forystumanna laun- þegahreyfinga til að halda verðlagi vöru og þjónustu í skefjum. Óhjá- kvæmilega hlyti augum aö verða beint að gríðarlegri útlánaaukningu lánakerfis og aukinni skuldasöfnun geira þjóðfélagsins einkum fyrir- tækja og einstaklinga. Jafnvel þótt úr aukningu skulda dragi verður talið líklegt að hún hafi átt þátt í slökum vexti eða jafnvel samdrætti fyrstu ára aldarinnar. Hversu lengi það samdráttarskeið getur varað skal ósagt látiö en vegna mikillar skuldsetningar, langs láns- tíma og hlutfallslega hárra vaxta hlýtur ótvirætt að draga úr athöfn- um einstaklinga og fyrirtækja á '*• sama tima og auknar skuldir sem aflavaki hagvaxtar liðinna ára, missa mátt sinn og þrótt þar sem geta til aukinnar lántöku dvínar. Sá fjárfestingarkostur verður talinn vænstur að greiða niður skuldir. Þar með hlýtur að draga úr spum eftir vöru og þjónustu þeirra greina sem helst hafa þrifist af auknum lántök- um einstaklinga og fyrirtækja. ísland og Japan Sé grannt skoðað eru það ekki frumframleiðslugreinar sem lagt hafa að mörkum tU hagvaxtar und- anfarinna ára heldur í ríkum mæli þjónusta og byggingariðnaður, hvers eftirspum hefur verið fjármögnuð að miklu leyti meö lánsfé. SennUega * munu hinar miklu skuldir, greiðslu- byrði þeirra og langi lánstími leiða til varanlegrar kjaraskeröingar skuldunauta umfram þá sem orðið hefpi undir léttari böggum. Áhrifa útlánaaukningar áranna 1988 tU 2002 gæti gætt lengi og sett mark sitt á spum eftir ýmissi vöru og þjónustu jafnt innlendri sem er- lendri. Þeirri spumingu hlýtur að verða varpað fram hvort íslenska hagkerfið lendi í svipuðu fari og hið japanska sem var lengi það hagkerfi sem óx hvað örast en hefir lítt dafn- að undanfarinn áratug. Kristjón Kolbeins „í Ijós mun koma að verðbólgumarkmiðsafslátturinn hafi verið tœki til að halda vísitölu neysluverð innan ákveðinna marka og koma þannig í veg fyrir víxlhœkkanir launa og verðlags.“ - Frá einum sam- ráðsfunda aðila vinnumarkaðarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.