Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 DV_____________________________________________________________________________________________Menning Hann heitir Björn Hlynur Haraldsson og þaö hlýtur stundum aö hafa veriö erfitt eftir aö Hlynur Björn varö and- þjóöhetja í 101 Reykjavík. En Björn Hlynur er enginn „linur björn". Hann útskrifaöist úr leiklistardeild Listaháskóla ís- lands fyrir rétt tœpu ári eftir fjörugan ogfrjóan vetur í Nem- endaleikhúsinu þar sem hann vakti fyrst athygli sem Prospero í Ofviörinu eftir Shakespeare undir stjórn Rún- ars Guóbrandssonar. í vetur hefur hann leikiö Jóa í Engla- börnum Hávars Sigurjónsson- ar, gestinn í Gestinum á móti Ingvari E. Sigurössyni í Borg- arleikhúsinu ogAra í Lykli um hálsinn eftir Agnar Jón í Vest- urporti. Síðastnefnda leikhúsið á og rekur Björn Hlynur sjálfur ásarnt fjórtán félögum sínum sem öll tengjast leikhúsi, litið leikhús við Vesturgötuna þar sem áður var rafmagnsverk- stæði. Hins vegar segist hann vera lítið í hefðbundinni auka- vinnu leikara eins og að lesa inn á teiknimyndir eða auglýs- ingar. „Þessi aukastörf taka orðið alltof langan tíma hjá leikurum; leikstjórar ná ekki hópnum í hús af því fólk er úti um allan bæ að snapa. Þetta slítur sundur dagana og þreyt- ir fólk, en auðvitað gerir fólk þetta af því það þarf á því að halda,“ segir hann. Enginn þrýstingur I Vesturporti hafa verið þrjár sýningar á vegum hóps- ins síðan í fyrrahaust, Diskópakkið, Púðurtunnan og Lykill um hálsinn. Þurfa sýn- ingar ekki að verða fleiri til að húsið beri sig? „Nei nei,“ segir Bjöm Hlyn- ur, „við erum ekkert að æsa hann vanti núna. Ég átta mig ekki á því hvað ungir leikarar vilja gera - af hverju þeir vilja verða leik- arar. Hvað keyrir þá áfram? Virðingin fyrir starfinu er orðin alltof sjoppuleg. Leik- arar eru orðnir eins og fyrir- sætur og sveitaballapopp- stjömur og mér finnst það ömurlegt. Þeir virðast hafa voðalega litlar skoðanir á hlutunum, sem er eitt af því sem stuðar mig mest við margt ungt fólk núna, hvort sem em stjómmál, fagið eða hvað sem er. Fólk kemur út úr skólanum og hoppar í hvelli upp á færibandið í Þjóðleikhúsinu eða einhvers staðar og lendir í hálfgerðu þrælahaldi. Það er ekki að leika neitt, það er alltaf að bíða. Mér finnst okkar hlut- verk vera að koma út og gagnrýna því leikhúsið er staðnað í einhverjum stílum. Vesturport er okkar fyrsta skref að því að gera eitthvað í þessu. Þvi það er ekki nóg að rífa kjaft og gagnrýna, maður verður að skila ein- hverju á móti.“ Alltaf sama sýningin - Hvað viltu þá? „Ég vil að leikstjórar og annað leikhúsfólk kasti því sem þeir kunna. í stað þess að fmna sér stíl og halda sig við hann eiga þeir að halda áfram að leita. Fólki finnst kannski að þaö sé búið að gera allt í listum og bók- menntum en ef við höldum ekki áfram að leita og gera tilraunir þá endum við með þvi að endurtaka sama hlut- dv-mynd þök inn aftur og aftur. Og þetta Bjöm Hlynur Haraldsson leikari er það sem ég sé í leikhúsun- „Oft er leikurum alveg sama um söguna sem þeir eru að segja og þá er hjartaö ekki meö í sýning- um - sömu sýninguna. Ein- unni.“ tóma gjörninga: leikara að færa til stóla og busla í íslenskt leikhús er fyrirsjáanlegt og staðnað í ákveðnum stílum, segir Björn Hlynur Haraldsson leikari: Vaknið til lífsins okkur. En við erum að gera tilraunir sem gætu orðið lærdómsríkar, til dæmis var Diskópakk sýnt fimmtán sinnum á fnnmtán dögum. Stundum voru að vísu bara sjö áhorfendur en það þarf að koma íslenskum leikhúsgestum upp á að fara í leikhús á virkum dögum og drífa sig ef þeir ætla að sjá ein- hverja sýningu af því annars verður hún farin. Við gætum til dæmis ekki rekið Vesturport þannig að vera með sýningu einu sinni í viku í tvö ár eins og stóru leikhúsin gera. Við viljum taka skorpur og klára dæmiö. Enda er dapurlegt að sjá þessar sýn- ingar sem kannski eru sýndar á tíu daga fresti, þær ná aldrei sama þéttleika og þróun og sýningar sem eru kvöld eftir kvöld." - Ég minnist þess að frumsýningin á Lykli um háls- inn var margboðuð áður en hún varð loksins ... „Já, við ákváðum bara að fresta henni þangað til við værum alveg tilbúin. Það var enginn þrýsting- ur - við réðum þessu alveg sjálf - og það hafði úr- slitaáhrif á sýninguna að geta unnið hana þangað til við vorum ánægð.“ - Finnst þér það kostur? „Já, af því þau eru enn þá svo fersk, þau eru enn að þróa starfið áfram og endurtaka sig ekki. Þau halda sig á þeirri línu að taka bara íslensk verk og mér fmnst frábært að hafa stefnu af því tagi. Þá á að taka á málum sem snerta okkur hér en ekki reyna að hleypa lífi í úrelt verk eins og Horfðu reiöur um öxl með sínum útlenda stéttamun sem við skiijum ekkert í og viljum ekki skilja! Það er líka ómetanlegt að fá að vinna ný íslensk verk með leikhóp og höfundi eins og í Englabörnum og Lykli um hálsinn. Ég fann um daginn fyrstu hugmynd- ina að Englabömum ofan í skúfiú hjá mér, og reyndist vera búinn að gleyma hve langt við fórum og hve langt ég fór með þeim til að búa þetta verk til. Það sama gerðist í Lyklinum, en þegar ég fór að vinna Gestinn fékk ég bara tilbúið handrit! Línur til að læra. Að vísu margar blaðsíður af texta en samt ansi mikið annað en að skapa persónur frá grunni. Maður lærir svo ótrúlega mikið um per- sónusköpun á því.“ vatni. Þetta er bara myndlist fyrir mér. Það er eng- inn á lífi á sviðinu. En það er stíll! Hér komast all- ir upp með að gera lélega hluti - sjáum bara sýn- ingu eins og Vatn lifsins sem slapp framhjá gæða- eftirliti sjálfs Þjóðleikhússins! Ef þetta hefði verið venjulegt fyrirtæki hefðu hausar fengið að fjúka. Það er símasað um grósku í íslensku leikhúsi, en mér er spum: hvar hefur hún verið undanfarið? Vissulega eru margar sýningar í gangi miðað við höfðatölu, en er ekki gróska sama og fjölbreyti- leiki? Það er tilgangslaust og gagnslaust að stofna nýtt leikhús ef það er bara notað til að lifga upp gömul stykki eins og Rommí eða Á sama tíma að ári.“ - Geturðu nefnt mér eina sýningu undanfarið sem þér flnnst vera lífsmark með? „Já,“ andvarpar Björn Hlynur feginn, „mér finnst hópurinn hans Benedikts Erlingssonar I Borgarleikhúsinu skref fram á við. Þar er eitthvað að gerast, einhver hugsun og hugsjón sem maður skynjar.“ ps Uppsala-Edda A ferðalagi í Svíþjóð fyrir skemmstu komst ég í fyrsta skipti til Uppsala. Til hvers þangað? spyr kannski einhver. Jú, Uppsalir eru fallegur bær, þar eru veður lygn og góð og þar er að finna alla þá menn- ingu sem fylgir stórum háskóla. Þar er líka geymd Uppsala- Edda, elsta handritið að Eddu Snorra Sturlusonar sem er ein- hver merkilegasta bók í íslensk- um heimi. Hiklaust merkilegri en Njála til dæmis, þvi Njála er þrátt fyrir allt bara ein saga - að vísu af mörgu fólki og mikl- um örlögum - en Edda Snorra opnar manni ein bóka gervallan heim norrænnar goðafræði. Ef hún hefði glatast skildum við ósköp lítið til dæmis í fornum kveðskap, einkum dulmáli dróttkvæða. Og hún var um ald- ir brunnurinn sem rímnaskáld- in jusu úr. Það er einmitt í Uppsala- Eddu sem elstu heimild er að finna um það að Snorri Sturlu- son hafi skrifað þessi einstöku skáldskaparfræði. Handritið er skrifað um 1300, sex áratugum eftir morðið á Snorra, og þar segir beinlínis: „Bók þessi heit- ir Edda. Hana hefir saman setta Snorri Sturlu sonr ...“ Silfurbiblían Vio gengum tvö inn á hand- ritasýninguna í háskólabóka- safni Uppsala, Carolina Redi- viva, til að leita uppi þennan ís- lenska dýrgrip, ég og núverandi íslenskur sendikennari staðar- ins, Veturliði Óskarsson. t gler- skápum meðfram veggjum blöstu við gömul handrit, glæsi- lega lýst; handskrifaðar biblíur með litfögrum myndum. Há- marki nær sýningin með sjálfri Silfurbiblíunni, eða Codex Argentus, dýrasta handriti Sví- þjóðar og einu frægasta hand- riti í heimi, skrifuðu i Ravenna á 5. öld með gull- og silfurbleki á purpuralitt pergament. Þar var einu sinni þýðing Wulfila biskups á guðspjöllunum úr grísku á gotnesku, líklega á ein- um 336 blöðum, nú eru eftir 187 skinnblöð, en á þeim er næstum því eini textinn sem til er á got- neskri tungu. Frelsi og öryggi geta farið saman - En svona hefurðu ekki unnið í Hafnarfirði og Borgarleikhúsinu? „Nei, það er bæði mikill munur á þessum þrem- ur hlutverkum mínum í vetur og á vinnuaðferðum í húsunum þremur. Hafnarfjarðarleikhúsið fannst okkur Nínu Dögg sem útskrifaðist með mér og lék á móti mér í Englabömum alveg skólabókardæmi um hvemig á að vinna 1 leikhúsi, hvemig maður getur verið atvinnumaður í sínu fagi og haldið neistanum í sér lifandi. Á vissum tímabilum viil orkan fjara út hjá fólki en í Hafnarfjarðarleikhús- inu tekst þeim að halda uppi einhverri ástríðu sem skilar sér í sýningum.“ - Hvemig fara þau að því? Er eitthvað dularfullt við það? „Nei. Það mætast einfaldlega allir á sama level og vinna verkið saman. Málin eru rædd og allir vita vel hvert verið er að fara, hvað verið er að gera og til hvers og hvað við viljum gera. Enginn setur sig á háan hest. Hilmar Jónsson leikstjóri leyfir manni að vera frjáls - þó innan vissra marka því hann hefur úrslitavaldið. Hann veitir manni frelsi en lika þetta öryggi. Hópurinn vinnur líka afar vel saman enda vélin vel smurð eftir þessi ár, það þarf ekki að byrja á að hrista fólk saman." Ungt fólk á að vera gagnrýnið - Hvemig er íslenskt leikhús annars í augum þess sem hendir sér inn í það glænýr? „Of fyrirsjáanlegt," segir Bjöm Hlynur hiklaust. „Þeir sem sækja leikhús reglulega geta vel ímynd- að sér hvemig sýning verður ef þeir þekkja leik- stjórann og vita hvar sýningin verður. Maður sér of sjaldan nýjar hliðar á leikurum, og þó gætu þeir áreiðanlega fundið þær ef þeir fengju tækifæri tfi. Eða ef þá langaði til. En kannski langar leikara ekki nógu oft til að segja söguna sem þeir em að segja. Mig langaði til dæmis verulega tfi að segja söguna í Englabömum, mér fannst skipta máli að segja þá sögu. í Lykli um hálsinn er sögð saga sem Agnar Jón vOdi segja en sem mig langaöi ekki eins mikið tO að segja - þó ég finni tO með fólki sem verður fyrir aðkasti vegna þess hvemig það er. Þessa löngun þurfti ég að búa mér tO með því að kynna mér efnið. Oft er leikurum alveg sama um söguna sem þeir em að segja og þá er hjartað ekki með í sýningunni." - Fyrirsjáanlegt, segirðu, er þaö ekki heldur harkalegt? „Mér finnst ungu fólki bera skylda tO að vera gagnrýnið," segir Bjöm Hlynur. „Það á að vera kraftur í ungu fólki en mér finnst satt aö segja að 90% drasl „Þegar fólk heyrir mig tala svona harkalega seg- ir það stundum að mig vanti aOa auðmýkt gagn- vart leikhúsinu," bætir Bjöm við. „En það er alger misskilningur. Mín auðmýkt kemur fram í því að ég ber virðingu fyrir leikhúsinu og finnst skelfilegt þegar það er svívirt með endalausu drasli. Því níu- tíu prósent af leiksýningum er drasl. En kannski er það bara eðlOegt hlutfaO í ödum listum." - Hvað er þá tO ráða? „Rótin í listnámi er að gerbreytast með Listahá- skólanum, og ég vona að nemendur skólans fylgi stefnu hans sem er að útskrifa sjálfstætt skapandi og hugsandi fólk. Ég hef mikla trú á krökkunum sem eru í skólanum núna og vona að Vesturport hafi sýnt þeim að þau verða að ákveða sjálf hvað þau vOja gera í þessari listgrein og láta svo bara vaða. Þessar fastráðningar í leikhúsunum eru dauðadómur á listamenn. Fólk sofnar við að bíða eftir tækifærunum sem sjaldnast koma. Neistinn slokknar og fólk hættir aö hugsa um sig sem lista- menn.“ - Og við þetta fólk segirðu? „Vaknið tO lifsins!" -SA Lítil og Ijót Svo komum við fyrir hom og Veturliði bendir á Uppsala-Eddu. Hvílík vonbrigði. LítO og sótsvört klessa var hún, eins og hún hefði verið geymd á bitanum fyrir ofan eldstæðið öldum saman. Lítið fyr- ir handrit að sjá miðað við ger- semarnar adt í kring. En þessar endalausu biblíur geyma texta sem er tO í miOjón- um handrita og bóka. Litla kless- an geymir einstakan texta og upp- lýsingar sem eru hvergi annars staðar. Silfurbiblían er að vísu dýr- mæt málvísindamönnum sem hafa þar dæmi um tungumál sem löngu er horfið úr héiminum. Það minnir á að við getum aldrei ver- iö viss um að tunga lifi. TO þess að svo verði þarf maður að vera stoltur af því sem er sérstakt og merkdegt í menningunni sem hún túlkar, jafnvel þótt það sé lít- ið og ljótt á að líta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.