Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 ny Útlönd REUTERSMYND Alexander Lebed Hershöfðinginn og forsetaframbjóö- andinn fórst í þyrluslysi í Síberíu. Fýrrum forseta- frambjóðandi lést í þyrsluslysi Rússneski hershöfðinginn Alex- ander Lebed, sem gegndi lykilhlut- verki þegar komið var í veg fyrir að Míkhaíl Gorbatsjov yrði steypt af forsetastóli í Sovétríkjunum 1991, lést í þyrluslysi í gærmorgun, 52 ára að aldri. Lebed, sem bauð sig fram gegn Borís Jeltsín í forsetakosningunum 1996, hafði gegnt starfi ríkisstjóra í Krasnojarsk í Síberíu um nokkurra ára skeið. Getsakir voru um að dauði Lebeds hefði hugsanlega ekki verið slys þar sem hann komst upp á kant við marga á ríkisstjóraferli sínum. „Það var dálítil þoka. Þyrlan rakst á háspennulínu og hrapaði," sagði yfirmaður öryggisráðs héraðs- ins í sjónvarpsviðtali í gær. Sjö menn af nítján sem voru í þyrlunni týndu lífi í slysinu. Dagur vonar fyrir botni Miðjarðarhafs: Yasser Arafat er friáls ferða sinna George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gærkvöld að samkomu- lag um aö ísraelar bindu enda á um- sátur sitt um höfuðstöðvar Yassers Arafats, forseta Pcdestínumanna, væri til merkis um von fyrir þennan heimshluta og hann hvatti Arafat til að „ganga rösklega til verks“ við að stöðva hryðjuverk. „Þetta hefur verið dagur vonar fyrir þennan heimshluta. Arafat er nú frjáls ferða sinna og frjáls til að veita forystu og við ætlumst til þess af honum,“ sagði Bush á fundi meö fréttamönnum á búgarði sínum í Crawford i Texas. „Arafat veröur að láta verkin tala. Hann verður að verðskulda virðingu mína með því að veita for- ystu,“ sagði Bush enn fremur. ísraelsk stjómvöld féllust í gær á tillögur Bush um að binda enda á umsátrið um Arafat í Ramailah og Arafat samþykkti þær einnig eftir fund með bandarískum og breskum stjórnarerindrekum. Samkvæmt tillögum Bush yfír- gefa ísraelar höfuðstöðvar Arafats og hann má fara hvert sem hann vill þegar sex eftirlýstir menn, sem voru í höfuðstöðvunum, hafa verið fluttir í palestínskt fangelsi þar sem þeirra verður gætt af bandarískum og breskum fangavörðum. ísraelsk stjómvöld héldu áfram að bjóða Sameinuðu þjóðunum birg- inn með því að segja að enn væru REUTERSMYND Koizumi í hofi bókmenntanna Junichiro Koizumi, forsætisráöherra Japans, mátar á sig heföbundinn víet- namskan hatt í hinu 932 ára gamla Hofi bókmenntanna 1 Hanoi, höfuöborg Víetnams, viö lok heimsóknar sinnar þangaö í gær. REUTERSMYND Yasser Arafat Forseti Palestínumanna má nú fara úr höföuöstöövum sínum. ekki skilyrði til þess að nefnd frá samtökunum færi til flóttamanna- búðanna í Jenín á Vesturbakkanum til að afla upplýsinga um meint fjöldamorð ísraelskra hermanna á Palestínumönnum þar. Öryggisráö SÞ kom saman í gær- kvöld til að ræða kröfu ísraelsku stjórnarinnar um að fresta för sendinefndarinnar en fundinum var ekki lokið þegar DV fór í prentun. Breskur hemaðarráðgjafi mann- réttindasamtakanna Amnesty Inter- national sagði í gær að það sem hann hefði séð í Jenín benti til að það hefði ekki verið hemaðarlega réttlætanlegt af ísraelska hemum að leggja hluta flóttamannabúðanna i rúst. Hann vísaði þó ásökunum Palestínumanna um fjöldamorð í búðunum á bug. Stangaveiði Veiðifélag Eiliðavatns Stangaveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (innan 16 ára aldurs) og ellilífeyrisþegar i Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns Skýstrokkar urðu tveimur að bana og tugir særðust Að minnsta kosti flmmtán ský- strokkar riðu yfir Bandaríkin f gær og urðu tveimur mönnum að bana. Tugir manna slösuðust einnig í veð- urofsanum. Einn maður lét lífið í vestanverðu Kentucky þegar skýstrokkar fóru þar yflr i dagrenningu. Á annað hundrað heimili eyðilögðust eða urðu fyrir skemmdum. Tólf ára drengur lét lífið í suð- austurhluta Missouri þegar ský- strokkur fór þar yfir. Veðurfræðingur sagði að fimmt- án skýstrokkar aö minnsta kosti hefðu stungið sér niður. Sprengt til að bjarga flóttafólki Milan Martic, fyrrum leiðtogi serbneskra uppreisnarmanna í Króatíu, segist hafa fyrirskipað sprengjuárás á Zagreb, höfuðborg Króatíu, í maímánuði 1995 til að bjarga Serbum á flótta undan króat- íska hemum. Martic, sem hyggst gefa sig fram við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna innan tíðar, segir í tíma- ritsviðtali að með þessu móti hafi honum tekist að bjarga tiu þúsund manns. Hann er sakaður um dráp á óbreyttum borgurum i árásinni. Eining á afmæli í Kabúl Hamid Karzai, forsætisráðherra bráðabirgðastjóm- arinnar í Afganist- an, og landvarna- ráðherrann Mo- hammad Fahim sýndu mikla sam- stöðu í gær þegar þeir stóðu hlið við hliö og virtu fyr- ir sér göngu hermanna á tíu ára af- mæli endaloka kommúnistastjómar landsins. Endurbætur í Barsebáck Stjómendur hins umdeilda Bar- seback-kjarnorkuvers á Eyrar- sundsströnd Svíþjóðar hafa ákveðið að endurbætur á því hefjist eftir tvo mánuði. Skipt veröur um mikið af þýðingarmesta búnaði versins. Reiði í Rómaborg Mikil reiði braust út meðal íbúa Rómar í gærmorgun þegar þeir sáu að búið var að líma veggspjöld með mynd af fasistaforingjanum sáluga, Mussolini, upp um alla veggi, á dán- ardægri hans. Borgarstjórinn hét því aö láta fjarlægja myndirnar. Vilja sniðganga Frakkland Um þrjú hundruð gyðingar efndu til mótmæla i New York í gær og hvöttu til að menn hættu að kaupa franskar vörur vegna tíðra árása á eignir gyðinga í Frakklandi og vegna velgengni hægriöfgamanns í fyrri umferð forsetakosninganna. Látið draumana rætast Suður-afríski geimferðalangurinn Mark Shuttleworth sagði í gær að hann vonaðist til að ferð hans út í geiminn yrði til þess að íbú- ar Suður-Afríku reyndu að láta drauma sína rætast. Shuttleworth greiddi um tvo milljarða króna fyr- ir að fara með rússneskri geimflaug upp í alþjóðlegu geimstöðina. Lofar Rumsfeld aðstoð Núrsúltan Nasarbajev, forseti Kasakstans, hitti Donald Rumsfeld, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær og hét því að auka aðstoð sína við stríðsreksturinn í Afganistan. Mamma Barbie látin Ruth Handler, konan sem bjó til Barbie-dúkkuna, lést á laugardag, 85 ára að aldri, í kjöl- far aðgerðar sem gerð var á henni vegna krabbameins í ristli. Handler bjó til fyrstu Barbie-dúkkuna, sem skirð var í höfuðið á dóttur hennar, Barböru, árið 1959 þar sem hún taldi að stúlkur vildu leika sér að dúkkum sem þær vildu likjast. Til í að kaupa nýtt hús Konstantín, fyrrum Grikklands- kóngur, er reiðubúinn að kaupa nýtt hús í heimalandinu fái hann ekki gamlar eignir konungsfjöl- skyldunnar. Villandi auglýsingar Færeyskur auglýsingafrömuður segir að auglýsingar stjórnmála- manna fyrir lögþingskosningarnar á morgun hafi margar hverjar verið bæði villandi og misvísandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.