Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 DV Fréttir Ökukennarar gagnrýna réttindaleysi prófdómara: Hrein móðgun við ökukennarastéttina • • A segir formaður Okukennarafélags Islands íslenskir ökukennarar hafa áhyggjur af umsýslu ökuprófa eftir að framkvæmdin fluttist frá Um- ferðarráði til hlutafélagsins Frum- herja 1. apríl. Bent hefur verið á að í einhverjum tilvikum að minnsta kosti hafl þeir sem annast prófun ökunema ekki verið með tilskilin réttindi sem ökukennarar. Umferðarráð hefur síðan 1992 annast öll ökupróf í landinu. Meg- inþungi starfseminnar eru ökupróf en deildinni hefur einnig verið ætl- að að hafa eftirlit og umsjón með ökukennslu í landinu. Á þessu hef- ur nú orðið breyting því 1. april sl. tók Frumherji hf. við allri umsjón með framkvæmd ökuprófa í land- inu. Var það samkvæmt óformlegu útboði þar sem fjórir aðilar skiluðu inn erindi um að annast verkið, m.a. Ökukennarafélag íslands. Þá hefur einnig verið gert ráð fyrir að Umferðarráð sem slíkt verði lagt niður í haust, þegar það sameinast Skráningastofunni. Þar með verði búin til ný stofnun undir heitinu Umferðarstofa. Guðbrandur Bogason, formaöur Ökukennarafélags íslands, segir að ökukennarar þurfi að ljúka ákveð- inni menntun til að geta öðlast rétt- indi til ökukennslu, m.a. ákveðnu námi í Kennaraháskóla íslands. Það sé því í hæsta máta óeðlilegt að sá aðili sem annast prófin hafi ekki sömu réttindi og ökukennarar. „Slíkt er hrein móðgun við stétt- ina og ég held að leitun sé að slíku í öðrum greinum í þjóöfélaginu," segir Guðbrandur. Hann tekur þó fram að Frumherji sé rétt að kom- ast af stað við framkvæmd þessara mála og því sé kannski eðlilegt að fyrirtækinu verði gefinn tími til að koma þessum málum á hreint. Guðmundur G. Pétursson, fyrr- verandi formaður Ökukennarafé- lagsins, tekur í sama streng. „Það er tímaskekkja að gera það ekki að skilyrði að prófdómarar hafi öku- kennararéttindi," segir Guðmund- ur. Björgvin Guðnason, umsjónar- maður ökuprófa hjá Frumherja, segir vissulega æskilegt að þeir sem framkvæmi prófin séu aúir með full réttindi ökukennara. „Það er þó ekki skilyrt i flutningi framkvæmd- arinnar til okkar. Þar er einungis tekið fram að viðkomandi þurfi að hafa tveggja ára framhaldsskóla- menntun að baki en æskilegt að viðkomandi hafi réttindi sem öku- kennarar.“ Björgvin viðurkenndi að slíkt væri t.d. ekki í samræmi við skoðunarmenn ökutækja, þar dygði ekkert annað en löggilt próf bifvélavirkja. Hann sagði því eðli- legt að stefna að því að prófdómar- ar hefðu full réttindi sem ökukenn- arar. -HKr. V-Rangárvallasýsla: Valtýr Valtýsson efstur í prófkjöri Valtýr Valtýsson hlaut flest at- kvæði í prófkjöri sjálfstæðisfélag- anna Fróða og Fjölnis í nýju samein- uðu sveitarfélagi í vesturhluta Rang- árvallasýslu á laugardag. í öðru sæti var Guðmundur I. Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu. Sigurbjartur Pálsson í þriðja og Engilbert Olgeirs- son í þvi fjórða. Sameinaða sveitarfé- lagið nær yfir núverandi sveitarfé- lagamörk Rangárvallahrepps, Djúp- árhrepps og Holta- og Landsveitar. 330 manns tóku þátt í prófkjörinu, sjö atkvæði voru auð og ógild. -NH Úrslitin: 1. Valtýr Valtýsson 2. Guðmundur I. Gunnlaugsson 3. Sigurbjartur Pálsson 4. Engilbert Olgeirsson 5. Ingvar P. Guðbjömsson 6. Signin Ólafsdóttir 7. Fjóla Runólfsdóttir 8. -9. Sighvatur B. Hafsteinsson 8.-9. Þórhailur Jón Svavarsson Eldur í bíl Eldur kom upp í bíl sem var í geymslu í Slippfélagshúsinu við Mýr- argötu i gærdag. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu er bíllinn ónýtur eftir brunann. Þá fór mikill reykur um allt húsið sem er stórt og tók tals- verðan tíma að reykræsta húsið þeg- ar eldurinn hafði verið slökktur. -gk Liggur lífgjöf í skúffum? Flugleiöir-Frakt, íslandspóstur og Sparisjóöurinn standa nú fyrir söfnun ásamt Rauöa krossinum þar sem iandsmenn eru hvattir til þess aö gefa erlendar myntir sem kunna aö leynast í skúffum og víöar á heimilum fólks. Á myndinni eru þeir Pétur J. Eiríksson frá Flugleiöum, Einar Þorsteinsson frá íslandspósti og Guömundur Hauksson frá Sparisjóönum aö afhenda Sigrúnu Árnadóttur erlendar myntir sem starfsmenn fyrirtækjanna þríggja söfnuöu sín á milli upp á tæpa milljón íslenskra króna. STATUS Við leggjum okkar af mörkum til að halda verðbólgunni niðri og veitum 4% afslátt af völdum bílum. Renault Laguna II fólksbill Renault Scénic fólksbill 22.242 Renault Mégane Berline fólksbDI 18.352 Bílalán.afboogunámán. Rekstrarteiga: 39.351 Verááður 2.090.000 Verö nú 2.00&400 Bilalán, afborgun á mán. Rekstrarieiga:31.758 Vetðáðtr 1.630.000 Uerðnú 1.564ÆOO Bilalán, afborgun á mán. Rekstrarieiga: 38.665 Veröáður 2.050.000 Verðnú 1.968.000 V RENAULT Grjóthóls 1 • Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 • www.bl.is Rekstrarleigan er til 36 mán., m.v. við 20.000 km á ári og erienda myntkörfu. Rekstrarleiga er aðeins i boði til rekstraraðila (fyrirtækja). Bílalán miðast við 30% útborgun og 84 mán. samning. Allar tölur eru með vsk. Heilsumiðstöð í Laugardal: Framkvæmdir að hefjast Það er mikill spenningur í fólki,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class, en síðasta vetrardag var tek- in fyrsta skóflustungan að yfir- byggðri keppnislaug og líkamsrækt- arstöð í Laugardal, eða heilsumiö- stöð eins og mannvirkið hefur verið kallað. „Framkvæmdir eru að hefj- ast á heilsumiðstöðinni en hún á að anna allt að 15.000 manns. Áætlað er að borgin taki innilaugina í notkun um mitt ár 2004 en við ætlum aö opna 2. janúar 2004,“ sagði Björn. Grunnhugmyndin að heilsumið- stöðinni varð til fyrir 10 árum og hefur hún verið í þróun síðan. Vilja- yfirlýsing á milli Björns, Ingiþjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur og íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur var undirrituð 1999 og skrifað var undir endanlegan samning í kjölfar skóflustungunnar. Heilsumiðstöðin verður í 7.150 m2 húsnæði á þremur hæðum og er ætlunin að tengja hana rekstri inni- og útisundlaug- anna í Laugardalnum. Þar mun verða veitt fjölbreytt þjónusta fyrir þorgarþúa og ferðamenn, innlenda sem erlenda. -ÓSB Ájíl JsíFlbW REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 21.45 21.31 Sólarupprás á morgun 05.04 04.49 Síðdegisflóð 20.09 00.42 Árdegisflóö á morgun 08.31 13.02 'Jablíu j '/.JLJJ Norðan 13-20 m/s í dag og í kvöld, en lægir og dregur úr úrkomu á austanveröu landinu. Frost 0 til 5 stig með kvöldinu og í nótt, en hlánar austanlands og við suðurströndina. Hlýnar Á morgun er gert ráð fyrir norðlægri átt, éljum norðan- og austantil, en annars skýjað með köflum. Kalt í veðri en hlýnar þó, sérstaklega sunnantil. Hiti á bilinu 0-8 stig. Veöriö n Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 0oo°a0 Hiti 0° O £3 Hiti O" Hitl 0° tii 8° til 8“ t*l 6® Vindur 10-lSniA Vindun 10-15'"/• Vtndur: 8-13 Norölæg átt og él noröarv og austanlands, en skýjaö meö köflum sunnan- og vestantil. Áfram norölæg átt og él noröarv og austantil en skjýjaö annars staöar. Kólnar Rtillega. Hæg norölæg eöa breytileg átt, skýjaö meö köflum og dálrtil él austantil. Kólnar. Í i I * /}\.r i r Q.i/vl m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárvlðri >= 32,7 mmm. ÍPiÍry * * AKUREYRI él -1 BERGSSTAÐIR snjókoma -2 BOLUNGARVÍK éliagangur -2 EGILSSTAÐIR snjókoma O KIRKJUBÆJARKL. él -2 KEFLAVÍK hálfskýjaö 1 RAUFARHÖFN éliagangur -1 REYKJAVÍK hálfskýjað 0 STÓRHÖFÐI skýjaö 0 BERGEN rigning 7 HELSINKI skýjað 11 KAUPMANNAHÖFN hálfskýjaö 7 ÓSLÓ skýjað 6 ST0KKHÓLMUR hálfskýjað 8 ÞÓRSHÖFN snjókoma 0 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjað 11 ALGARVE léttskýjaö 16 AMSTERDAM rigning 9 BARCELONA hálfskýjaö 14 BERLÍN hálfskýjaö 13 CHICAGO skýjaö 6 DUBLIN skúr 12 HALIFAX él 1 FRANKFURT rigning 12 HAMB0RG skýjað 10 JAN MAYEN snjóél -2 LONDON rigning 9 LÚXEMBORG ringing 8 MALLORCA hálfskýjaö 21 MONTREAL hálfskýjaö 4 NARSSARSSUAQ NEW YORK heiðskírt 7 0RLAND0 léttskýjað 20 PARÍS rigning 9 VÍN hálfskýjaö 14 WASHINGTON hálfskýjaö 7 WINNIPEG heiöskírt -6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.