Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Helgarblað DV Stór skörð höggvin í forystusveit aðskilnaðarsinna Baska á Spáni: Erlendar fréttir vikunn Er baráttuþrek ETA- samtakanna á þrotum? Lögreglan í Bordeaux í Frakklandi handtók nýlega baskneskt par sem að sögn spænskra stjórnvalda er talið með háttsettari félögum að- skilnaðarsamtaka ETA á Spáni. Hin handteknu eru þau Juan Ant- onio Olarra Guribi og Ainhoa Mug- ica, sem handtekin voru fyrir utan stórmarkað í Bordeaux þar sem þau voru á ferð ásamt ónafngreindri franskri konu, en þau eru talin bera ábyrgð á skipulagningu fjölda hryðjuverka ETA-samtakanna á Spáni á undanfórnum árum og því feitur biti í baráttu spænskra stjórn- valda gegn starfsemi samtakanna. Spænsk stjórnvöld segja að parið hafi flúið yfir til Frakklands árið 1996 og síðan stjórnað aðgerðum það- an en bæði voru þau vopnuð þegar franska lögreglan lét til skarar skríða. Ekki kom þó til skotbardaga þar sem lögreglunni tókst að koma parinu að óvörum eftir að hafa áður fylgst með þeim í heila þrjá mánuði. Höfuðpaurinn handtekinn Olarra, sem er 35 ára gamall, er grunaður um að vera höfuðpaurinn í allri hryðjuverkastarfsemi ETA og talinn hafa tekið við því hlutverki þegar Francisco Javier Garcia Gazt- elu, forveri hans, var handtekinn í febrúar á síðasta ári. Bæði eru þau Olarra og Mugica talin hafa tekið þátt í fjölda tilræða og eftirlýst af spænskum dómstólum fyrir beinan þátt í að minnsta kosti tólf morðum á fyrri hluta tíunda ára- tugarins. Mugica er til dæmis grunuð um að hafa verið þátttakandi í morðtilræð- inu gegn Jose Maria Aznar, núver- andi forsætisráðherra Spánar, árið 1995 en þá leiddi hann stjómarand- stöðuna sem leiðtogi hins hægri sinnaða Þjóðarflokks. Aznar slapp með skrekkinn lítið meiddur en sprengingin tætti bifreið hans í sundur og var hún svo öflug að kona í nálægri byggingu lét lífið. Parið er einnig talið vera með þeim háttsettustu í yfirstjórn ETA- samtakanna, næst á eftir æðsta manni þeirra sem talinn er vera Mikel Albizu. Sá fjórði í virðingarröðinni er svo talinn vera Javier Abaunza en hann var handtekinn í franska bænum Niort í maí sl. Hann er einnig grun- aður um að vera helsti vopnasér- fræðingur samtakanna og hafa séð um útvegun vopna og sprengiefna. Baráttuþrek á þrotum Það er von stjórnvalda að hand- tökur þessara lykilmanna eigi eftir að veikja mjög alla starfsemi ETA, ekki sist þar sem um 140 aðrir grun- aðir félagar og samstarfsmenn sam- takanna hafa verið handteknir í Frakklandi og á Spáni það sem af er árinu. Þar að auki dæmdi spænskur rétt- ur gamlan ETA-foringa, Julian Atx- urra Egurola, sem einnig er þekktur undir nafninu „Kartaflan", nýlega til 28 ára fangelsisvistar vegna morðs á spænskum lögreglumanni í borginni Bilbao. Hann flúði eftir það til Frakklands en var handtekinn þar árið 1996 og dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir aöild að hryðju- verkum þarlendis en framseldur til Spánar í mars sl. Að sögn Jaimes Mayors Orejas, fyrrum innanríkisráðherra og leið- toga Þjóðarflokks Aznars i Baskahér- uðunum, er vonast til að handtök- urnar muni draga verulega úr of- beldinu og jafnvel binda enda á það og sagðist hann viss um að baráttu- þrek samtakanna hefði veikst til muna, sérstaklega sálrænn styrkur. Hann sagði einnig að þau Olarra og Mugica heföu verið helstu talsmenn ofbeldis og beitt sér harðast fyrir því að vopnahlé sem samið var um í september árið 1998 var rofið eftir Fórnarlambs ETA minnst Baskneska ríkisstjórnin heiörar hér minningu síöasta fórnarlambs ETA- hreyfingarinnar sem var lögreglumaöurinn Juan Carlos Beiro. Hann lét lífiö í sprengingu fyrr í vikunni viö skyldustörf í borginni Bilbao. fjórtán mánuði i nóvember árið 1999. Fjórir hafa látið lífið á árinu Tiltölulega fáar grimmdarlegar árásir að undanförnu gefa spænsk- um yflrvöldum einnig von um að starfsemi ETA-samtakanna sé að veikjast en síðan í janúar hafa að- eins fjórir látið lífið í tilræðum þeirra og þar á meðal sex ára stúlka sem lét lífið þegar bílsprengja sprakk utan við lögreglustöð í bæn- um Santa Pola á Suður-Spáni í ná- grenni Alicante í síðasta mánuði. Litla stúlkan var dóttir lögreglu- Erlingur Kristensson blaðamaöur manns á vakt en einnig fórst rúm- lega flmmtiu ára gamail maður sem leið átti um nágrennið, auk þess sem tuttugu aðrir sem biðu á nálægri strætisvagnabiðstöð urðu fyrir meiðslum. í tilkynningu frá ETA-samtökun- um, sem barst nokkru eftir tilræðið, sagði að lögreglan gæti sjálfri sér um kennt þar sem henni hefði áður ver- ið tilkynnt um að lögreglustöðvar á svæðinu væru helstu skotmörk sam- takanna og því ættu börn ekki að dvelja í nágrenninu, eins og í þessu tilfelli. Áður höfðu útsendarar ETA-sam- takanna skotið baskneskan stjórn- málamann, Juan Priede Perez, til bana í heimabæ sínum Orea í Baska- héruðum Spánar í marsmánuði en fórnarlambið sat í bæjarráði fyrir sósíalistaflokkinn. Eftir morðið á Perez hótuðu sam- tökin auknum aðgerðum á helstu ferðamannastöðum á Suður-Spáni og í kjölfarið fylgdu fimm sprengjutil- ræði á svæðinu en þó án blóðsúthell- inga þar sem lögregla var í öllum til- fellum látin vita um sprengjurnar símleiðis í tíma, nema þegar sprengj- an sprakk í Santa Pola. 837 fórnarlömb frá upphafi AIls hefur hryðjuverkastarfsemi ETA-samtakanna kostað 837 manns lífið frá því þau stóðu fyrir sínu fyrsta morði árið 1968, þegar spænski leynilögregluforinginn, Meliton Manzanas var skotinn til bana í San Sebastian og á sama tíma hafa um 2.300 manns slasast í að- gerðum þeirra. Árið 1980 var það blóðugasta í sögu ETA til þessa en þá féllu alls 118 manns í aðgerðum þeirra viðs vegar um Spán. Samtökin voru stofnuð árið 1959 sem andstöðuhópur stúdenta gegn einræðisstjóm Francos en með tím- anum þróuðust þau í að vera þjóð- ernissinnuð aðskilnaðarsamtök með stofnun lýðræðisríkis Baska að tak- marki. Það kynnti líka undir þjóðernis- hyggju samtakanna og hatur í garð Spánveija að Franco skyldi banna tungumál þeirra og bæla niður ein- staka menningararfleifð en auk þess var fjöldi manns handtekinn og pyntaður vegna pólitískra og þjóð- ernislegra skoðana sinna. Við fráfall Francos árið 1975 og til- komu lýðræðis á Spáni breyttist allt þetta og Baskar, sem eru tvær og hálfa milljón manns, fengu lang- þráða heimastjóm sinna mála. Þeir hafa sitt eigið þjóðþing og lögreglu- lið, innheimta sína skatta sjálfir og stjórna sínum mennta- og menning- armálum sjálfir. En það var ekki nóg fyrir ETA- samtökin, þau heimta algjört sjáif- stæði frá Spánverjum og halda áfram að berjast fyrir þvi. Enginn veit hvað samtökin eru stór en talið er að þjálfaðir hryðjuverkamenn þeirra séu ekki fleiri en þrjátíu og þeim fari fækkandi. Þolinmæði Aznars á þrotum Tilræðin í sumar náðu hámarki í kringum leiðtogafund Evrópusam- bandslandanna sem haldinn var í Sevilla i júní en fram að því höfðu yf- irvöld hert mjög fyrirbyggjandi að- gerðir eftir að um 200 kílógrömm af sprengiefni höfðu fundist í íbúð í Madrid, skömmu fyrir leiðtogafund Evrópu- og Suður-Ameríkuríkja sem haldinn var í borginni í maí sl. I kjölfarið fylgdu áframhaldandi aðgerðir og handtökur en ETA-sam- tökin láta gjarnan á sér kræla í kringum alþjóðlega fundi og stórráð- stefnur sem haldnar eru á Spáni. Eftir bilsprengjutilræðið í Santa Pola fór Jose Maria Aznar, forsætis- ráðherra Spánar, fram á það við leið- toga Batasunaflokksins, flokks að- skilnaðarsinna í Baskalandi, sem tal- inn er tengjast ETA sterkum bönd- um, að hann fordæmdi tilræðið, að öðrum kosti myndi þeir taka afleið- ingunum. Fram að því hafði flokkurinn aldrei fordæmt hryðjuverkaaðgerðir og á því varð heldur engin breyting þrátt fyrir kröfu forsætisráðherrans. Viðbrögð Aznars voru mjög hörð og má segja að hann hafi þar með sagt aðskilnaðarsinnum stríð á hendur. „Niðurtalningin er þegar hafin,“ sagði Aznar. Bann á Batasunaflokkinn í kjölfarið beitti Aznar sér fyrir því i þinginu að þeir stjórmálaflokk- ar í landinu sem styddu hryðju- verkasamtök og neituðu að fordæma hryðjuverk yrðu bannaðir með lög- um og var sú tillaga hans samþykkt með miklum meirihluta, 214:15, með stuðningi sósíalistaflokksins, sem í stjórnartíð sinni á níunda áratugn- um beitti sér fyrir stofnun GAL-sam- takanna sem eltu uppi liðsmenn ETA og drápu að minnsta kosti 27 þeirra. Aðeins flokkur baskneskra hófsamra þjóöernissinna, sem halda um stjórnartaumana á baskneska þinginu, greiddi atkvæði gegn bann- inu. Þar með var Batasuna-flokkurinn, sem hundsað hafði þingkosningarn- ar árið 2000 og sakaður er um að vera bakhjarl ETA-samtakanna, úti í kuldanum. Fyrir banninu þurfti þó samþykki hæstaréttar landsins sem síðan úrskurðaði flokkinn í þriggja ára bann sem þýðir að hann getur ekki boðið fram í næstu kosningum sem fram fara á næsta ári. En Aznar og félagar telja það ekki nóg og vilja banna flokkinn fyrir fullt og allt. Mikil spenna Batasunaflokkurinn hefur til þessa notið fylgis á milli 10 og 20% kjósenda heima í Baskahéruðunum og ræður nú meirihluta í 62 bæjar- stjórnum. Á baskneska þinginu á flokkurinn 7 af 75 fulltrúum og þeg- ar hann bauð síðast fram til spænska þingsins, árið 1997, fékk hann tvo fuiltrúa. Bannið olli að vonum miklum ótta og spennu heima fyrir í Baskahéruð- unum og víðar um Spán og kom til mikilla mótmæla í stærstu borgum. Nú spyrja þeir hófsamari sig þeirrar spurningar hvort stjórnvöldum hafi tekist að veikja nóg styrk ETA-sam- takanna til að koma í veg fyrir frek- ari hryðjuverk og hefndaraðgerðir með tilheyrandi blóðbaði. Viðbrögðin létu reyndar ekki á sér standa og fyrr í vikunni lést lögreglu- þjónn í sprengingu í Navarra-héraði þegar hann vann að því að rífa niður áróðursskilti sem hafði að geyma sprengju. Var hann fjórða fórnar- lamb ETA það sem af er árinu. Fyrr um daginn hafði bifreið sprungið í loft upp í borginni Bilbao og tveir grunaðir ETA-félagar með henni. Talið er að þeir hafi ætlað að koma sprengjunni fyrir í nágrenninu en hún sprungið óvænt. Þetta sannar að ETA-samtökin eru ekki dauð úr öll- um æðum og til alls líkleg. Bush hamast gegn írak George W. Bush Bandaríkjafor- seti hélt í vikunni áfram að reyna að sannfæra umheim- inn um nauðsyn þess að gripa til hemaðar- aðgerða gegn Saddam Hussein íraksforseta. Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, kynnti skýrslu sína um hemaðaruppbyggingu íraka, við misjafnar undirtektir heima fyrir. Ekki létu allir sannfærast um nauð- syn aðgerða við þann lestur. Banda- ríkjamenn og Bretar sögðu á flmmtudag að þeir hefðu komið sér saman um orðalag draga að nýrri harðorðri ályktun Öryggisráðsins um írak. Frakkar og Rússar eru hins vegar á því að fyrirliggjandi ályktanir Öryggisráðsins um íraks- málið dugi. Setið um Arafat ísraelski herinn hefur setið um höfuðstöðvar Yassers Arafats í borginni Ramallah á Vesturbakkan- um og lagt þær að mestu í rúst. Þjóðir heims hafa fordæmt aðgerð- irnar og bandarísk stjórnvöld hafa sagt að þær hjálpi ekki til við að binda enda á átök Palestínumanna og ísraela. Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels, lætur sér fátt um finnast um mótmæli heimsbyggðar- innar og hefur kallað umsátrið og aðgerðir gegn Palestínumönnum eins konar forvarnaraðgerðir. Ara- fat og félagar hans sögðust aldrei myndu gefast upp fyrir umsáturslið- inu. Naumt hjá Schröder Gerhard Schröder Þýska- landskanslari og rikisstjóm hans náðu naumlega endur- kjöri í kosningunum síðastliðinn sunnudag. Schröder getur þakkað sigurinn góðu gengi samstarfsmanna hans í ríkisstjóminni, græn- ingjaflokks utanríkisráðherrans Joschka Fischers. Keppinautur Schröders um kanslaraembættið, Edmund Stoiber, frambjóðandi kristilegu flokkanna, lýsti sig hins vegar siðferðilegan sigurvegara kosninganna þar sem kristilegir bættu við sig töluverðu fylgi. Sam- skipti Þýskalands og Bandaríkjanna hafa versnað mjög í kjölfar kosning- anna, enda vann Schröder atkvæði út á eindregna andstöðu sína við fyrirhugaðar stríðsaðgerðir Banda- ríkjamanna í írak. Ráðamenn í Washington kunnu honum litlar þakkir fyrir andstöðuna. Fjöldamorö í hofi Indverskir ráðamenn sögðu í vik- unni að morðárás tveggja múslíma á hindúahof í indverska ríkinu Gujarat bæri þess öll merki að vera runnin undan rifjum Pakistana. Indverskir hermenn felldu árásar- mennina tvo eftir sjö klukkustunda umsátur um hofið. Árásarmennirn- ir höfðu þá drepið tuttugu og níu manns og sært fjölda annarra. ísidór gerði usla Fellibylurinn ísidór geði mikinn usla á vestanverðri Kúbu og á Yucatanskaga í Mexíkó í viku- byrjun. Nokkrir létu lifið af hans völdum í Mexíkó og eignatjón var talsvert. ísidór fór síðan til Bandaríkjanna og kom á land í Louisiana þar sem hann olli úrhellisrigningu. Uppreisn í Afríkuríki Bardagar hafa geisað á Fílabeins- ströndinni í Afríku alla vikuna og hafa uppreisnarmenn innan hersins náð næststærstu borg landsins á sitt vald. Frakkar sendu hermenn til Fílabeinsstrandarinnar til að vemda vestræna borgara og til að koma þeim undan. Frakkarnir björguðu meðal annars á annað hundrað Bandaríkjamönnum sem höfðust við í trúboðsskóla. Banda- rískir hermenn voru sendir til ná- grannaríkisins Ghana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.