Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Helqarblacf JO"V 29 því mér fannst vera kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Mér fannst ég vera staðnaður hjá Stoke. Ég þurfti að beita brögðum til að komast í burtu frá Stoke og þáverandi knattspyrnustjóri liðsins Gary Megson var ekki sáttur við að ég skyldi fara. Ég veit ekki hvort við skildum í illu en það kom vissulega á mig þegar ég frétti að hann ætti að taka við West Bromwich Albion seinna um veturinn. Mér þótti mjög sárt að yfirgefa Stoke því að mér þykir mjög vænt um félagið en ég varð hugsa um sjálfan mig og knatt- spyrnuferiiinn minn. Þetta tímabil var alveg ótrúlegt því að ég var með sömu þrjá mennina hjá tveimur ólíkum félögum. Maðurinn sem keypti mig til West Bromwich Albion, Brian Little, var áður stjóri hjá Stoke. Hann var rekinn og aðstoðarmaður hans, sem var einnig aðstoðarmaður hans hjá Stoke tók við og síðan kom Gary Megson fljótlega eftir það. Það er ekki hægt að segja að ég hafi byrjað vel hjá Megson því að ég sleit krossbönd í hné í fyrsta leikn- um vorið 2000 undir hans stjórn og var lengi frá. Ég hef verið heppinn með meiðsli á ferlinum og þetta eru einu alvarlegu meiðslin sem ég hef lent í. Ég gekk í gegnum þessa hefðbundnu sex mánaða uppbyggingu en ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt fyrr en ég kom til baka eftir meiðslin. Þá var ég að komast í í ágætisform en var látinn æfa með unglingaliðinu í þrjá mánuði og fékk ekki að koma nálægt aðalliðinu. Megson segir að hann hafi verið að koma mér í form en ég hef hann grunaðan um að hafa verið að launa | mér lambið gráa frá því að ég fór frá Stoke í hans óþökk. Það var mjög erfiður tími og ég held að það hafi ekki verið fyrr en það var sett pressa á Megson frá stjórnarmönnum að nota mig sem hann tók mig inn aftur. Ég spilaði bara örfáa leiki þetta tímabil þannig að það má segja að það hafi farið í uppbyggingu. Ég notaði síðan sumarið 2001 mjög vel, æfði heima ís- landi allt sumarfríið og kom út í mjög góðu formi. Ég bjóst kannski ekki við að spila mikið þetta tímabil því ég vissi ekki hvar ég stóð. Ég fékk hins vegar I tækifæri strax og hef haldið sæti mínu í liðinu til [ þessa dags með örfáum undantekningum. í dag er samband okkar Megsons mjög gott. Ég vinn mína vinnu á vellinum og annað skiptir ekki máli. Megson er mjög harður og lætur menn miskunnar- laust heyra það ef honum mislíkar eitthvað. Ég er sammála mörgu sem hann segir og er að gera en hann leggur mikla áherslu á að menn séu i góðu formi. Hann hefur náð að byggja- upp sterka liðsheild hjá West Bromwich þar sem menn eru tilbúnir til að vinna hver fyrir annan. Það eru heiðarlegir strákar í liðinu með stórt hjarta og það er einn af okkar styrk- leikum. Það er engin spurning um að við ætlum okk- ur að halda sætinu í deildinni þrátt fyrir að allir hafi spáð okkur falli fyrir tímabilið. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í fyrir tímabilið. Flestir leikmannanna í liðinu hafa aldrei áður spilað í úr- valsdeildinni og því renndum við blint í sjóinn. Ég held hins vegar að ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Það er búið að ganga mjög vel hingað til og ég vona að það verði framhald á þvi. Henrv sá erfiðasti Hver er besti leikmaðurinn sem þú hefur spilað á móti á þessu tímabili? Það er engin spurning að það er Thierry Henry hjá Arsenal. Það var alveg hrikalegt að eiga við hann. í leiknum gegn Arsenal eyddi hann nánast öllum tím- anum á kantinum mín megin og ég var að hugsa um að fara að banka í öxlina á honum og spyrja hann hvort að hann vildi ekki fara að kíkja á hinn kantinn því að ég ætti að vera fljótari en miðvörðurinn vinstra megin. Hann er ekkert eðlilega góður. Hann er svo ofboðslega fljótur á fyrstu fimm metrunum að það er varla hægt að ná honum eftir þá. Ef að ég á að bera hann saman við til dæmis Michael Owen sem ég spilaði gegn um síðustu helgi þá er Owen slakur við hliðina á Henry. Van Nistelrooy er allt öðru vísi leik- maður. Hann er eins og gammur og maður þarf alltaf að vera á tánum i kringum hann því annars er hann búinn að refsa manni. En Henry er bestur, á því er enginn vafl. Ertu sáttur við frammistöðuna á þessu tímabili? Ég er mjög sáttur við frammistöðu mína á tímabil- inu. Ég er reyndar búinn að vera svolítið óheppinn að því leyti að ég spilaði fyrstu þrjá leikina, gegn Manchester United, Arsenal og Leeds, sem við töpuð- um. Ég var reyndar ánægður með frammistöðu mína í þeim leikjum og ég veit að Megson var það líka. Síð- an meiðist ég fyrir leikinn gegn Fulham sem liðið vinnur, 1-0, og þar sem Megson breytir aldrei sigur- liði þurfti ég síðan að sitja á bekknum í leiknum á eft- ir gegn West Ham. Þá kom ég inn á sem varamaður og einnig í sigurleiknum gegn Southampton. Síðan Ivar ég í byrjunarliðinu gegn Liverpool um síðustu helgi og komst ágætlega frá þeim leik. Ég held að ég geti sagt að þetta sé búið að ganga framar vonum hjá mér persónulega. Ef við víkjum aðeins að landsliðinu. Er alltaf jafn gaman að spila með landsliðinu? Maður fær alltaf gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Það getur hins vegar verið mjög erfitt. Ég ætla ekki að Ijúga að fólki og segja að þetta sé alltaf dans á rósum. Það getur verið mjög erfitt að fara í öll þessi ferðalög, spila alla þessa leiki og blanda þessu við tímabilið hérna úti. Það er samt sem áður alltaf heiður að vera valinn í landsliðið og plúsarnir eru miklu fleiri en mínusarnir. Tíminn eftir Danaleikimi var hræðilegur Hefur einhvern tíma hvarflað að þér að hætta að spila með landsliðinu? Ég get ekki neitað því að sú hugsun hefur hvarflað að manni. Það var maður sem sagði við mig um dag- inn að ég væri einn óheppnasti landsliðmaður íslands frá upphafi en ég sagði við hann á móti að ég væri ekki sammála því þar sem ég hefði tekið þátt mörgum frábærum leikjum með liðinu og ég tel mig ekki óheppinn en auðvitað koma tímabil þar sem hlutirn- ir ganga ekki allir upp. Tímabilið eftir leikinn gegn Dönum í fyrra var gríðarlega erfitt. Það þarf ekkert að fara í neinar grafgötur með það að ég spilaði mjög illa í þeim leik, gaf annað markið þegar ég ætlaði að fara að sóla manninn eins og einhver hálfviti. Það var mjög erfitt að bregðast þjóðinni og kannski sérstak- lega fjölskyldunni sem var að horfa á þennan leik. Það hafa komið aðrar stundir sem voru einnig erfið- ar og maður var nálægt þvi að hætta öllu saman en síðan koma leikir eins og gegn Frökkum heima og Úkraínu úti þar sem ég náði að skora og þá einhvern veginn gleymast allar leiðinlegu stundirnar. Hvað með riðilinn í undankeppni EM. Eigum við möguleika á að lenda i einu af tveimur efstu sætun- um í honum? Við eigum að eiga góða möguleika á því að lenda í einu af tveimur efstu sætunum. Ég held að það sé eng- in spurning. Þetta verður hins vegar alveg gríðarlega erfitt og því fyrr sem fólk, við landsliðsmennirnir og þeir sem í kringum okkur eru, gerir sér grein fyrir því þeim mun betra. Mér fannst tilfinningin heima fyrir Ungverjaleikinn vera sú að þetta væri bara formsatriði. Það er rangur hugnunarháttur sem við höfum alls ekki efni á. Við eigum möguleika á öðru sætinu ef allt gengur upp og við erum heppnir. Það eru tveir skoskir landsliðsmenn með mér hjá West Bromwich og það sem að þeir eru búnir að ganga í gegnum eftir jafnteflið við Færeyjar er alveg hræði- legt. Þeir eru búnir að vera aðhlátursefni um allt Eng- land og þetta er það versta sem gat komiö fyrir okk- ur því að þeir verða dýrvitlausir á móti okkur. Þeir munu varla eiga afturkvæmt til Skotlands ef þeir tapa fyrir okkur í kjölfar jafnteflisins gegn Færeyingum. Leikurinn við Skota verður gífurlega erfiður en jafn- framt mjög skemmtilegur. Þaö verður örugglega frá- bær stemmning því ég veit að Skotarnir verða fjöl- mennir á Laugardalsvelli. Ég hlakka mikið til að spila þennan leik og ég veit að það sama gildir um hina landsliðsmennina. Ungverjaleilíurinn var ániinning Nú hefur komið fram mikil gagnrýni á vináttu- landsleiki og sagt að þeir séu óþarfir þar sem þeir gera ekkert nema að auka leikjaálagið á menn. Ertu sammála þessu? Nei, ég er ekki sammála þessu. Ég held til dæmis að Ungverjaleikurinn hafi verið alveg frábær fyrir okk- ur. Það að tapa þeim leik var mjög gott fyrir okkur og það virkar sem áminning fyrir leikina tvo sem fram undan eru. Menn sáu þá að það er ekki hægt að labba í gegnum eitt einasta lið. Við þurfum að hafa fyrir öllu okkar og leggja okkur 100% fram ef við ætlum að bera eitthvað úr býtum, sama hver andstæðingurinn er. Varðandi vináttulandsleikina er líka mjög mikil- vægt fyrir liðið að koma saman og æfa því að það gef- ast fá tækifæri til þess. Hver er munurinn á landsliðinu undir stjórn Atla Eðvaldssonar og þegar Guðjón Þórðarson stýrði lið- inu? Atli kom inn með nánast nýtt leikkerfi. Hann spil- ar með fjóra menn í vörninni í stað fimm manna vamarinnar sem Guðjón var með. Atli leggur meira upp úr sóknarleik gegn stærri þjóðum heldur en Guð- jón gerði. Hjá Guðjóni var aðaláherslan lögð á fasta vöm og síðan var beitt skyndisóknum. Ég held að þróunin hjá Atla sé rétt. Við erum að þroskast sem lið, leikmennirnir eru að verða betri og þá er hægt að gera meiri kröfur um sóknarknattspyrnu. Hjá Guð- jóni vorum við kannski í vörn í 85 mínútur og feng- um síðan eitt til tvö færi. Það má hins vegar ekki gleyma sér í sóknarleiknum og íslenska landsliðið verður aldrei það gott að það geti spilað sóknarleik á kostnað varnarinnar. Hún veröur alltaf að vera núm- er eitt. Hvernig metur þú stöðu þína í landsliðinu? Ég veit það eiginlega ekki. Ég var reyndar mjög ánægður með að Atli skyldi láta mig spila miðvörð gegn Ungverjum og Andorra. Það er í fyrsta skipti sem hann lætur mig spila þá stöðu en hann hefur lát- ið mig spila hægri bakvörð hingað til. Ég hef sagt við Atla að ef hann vill að ég spili í marki þá mun ég gera mitt besta í þeirra stöðu en ég veit aö langbesta stað- an mín er sem miðvörður og þar á ég að spila að mínu mati. Mér fannst þetta ganga ágætlega gegn Ungverj- um þrátt fyrir leiðinlegan endi með tveimur mörkum en það er langt frá því að ég líti á mig sem einhvern fastamann í liðinu. Ég vona að ég verði í liðinu næst og þá er það undir mér komið að standa mig eins og maður og halda sætinu í leiknum á eftir. Ætluni að flytja heim Ef við víkjum aðeins að fjölskyldunni. Nú hafið þið búið úti í átta ár og strákarnir eru báðir fæddir í Englandi. Eruð þið orðnir Englendingar? Strákamir eru báðir í skóla, tala góða ensku og hafa aðlagast mjög vel. Eldri sonurinn, Siguröur, er sennilega farinn að tala betri ensku en ég en auðvit- að erum við íslendingar. Við ætlum að flytja heim til Akureyrar þegar ferlinum lýkur hér og höfum keypt hús þar. Við vorum að hugsa um að flytja heim í sum- ar en tilhugsunin um að spila í úrvalsdeildinni gerði það að verkum að ég skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við West Bromwich Albion. Okkur líður vel hérna, við höfum búið á sömu slóðum öll átta árin og erum því orðin hagvön en heimili okkar í framtíðinni verður á íslandi. Ertu sáttur ef þú lítur yfir knattspyrnuferilinn eft- ir að þú komst út til Englands og telur þú að þú haf- ir haldið rétt á þeim spilum sem þér voru gefin i upp- hafi? Ég held að ef ég lít til baka að þá geti ég verið nokk- uð sáttur. Ég er enginn hæfileikamaður og hef þurft að hafa mikið fyrir öllu í knattspyrnunni. Ég hef lagt mikla vinnu á mig allan minn feril og ég held að ég sé lifandi dæmi þess að það er hægt að komast nokk- uð langt með dugnaði, aga og samviskusemi þótt hæfileikarnir séu ekki miklir. -ósk Lárus Orri í fótbolta við yngri son sinn Aron, sem er fjögurra ára, fyrir utan heimili þeirra. Eldri sonur Lárus- ar, Sigurður, sem er sjö ára, fylgist með ásamt labradorhundunum Brúnó og Pongó. DV-mynd Óskar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.