Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 36
40 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 HelQorblaö I>V í heimi brúðunnar Bernd Ogrodnik er Þjóðverji sem bgr á íslandi en ferðast um allan heiminn til að halda brúðuleiksýninqar fgrir fullorðna. Hann vill kenna íslendingum að meta slíkar sgninqar en er einnig á kafi ígerð kvikmgndar í fullri lengd þarsem brúður leika öll hlutverkin. Bernd siníöar allnr sínar brúður sjálfur og liér er hann á vinnustofu sinni, umkringdur smíðisgripum sínum. Haun deilir húsnæði með hestunum sínum en viiinustofan er innréttuð í öðrum endanum á hesthúsinu. DV-mynd E.Ól. Sumt er eiginlega ekki til á Islandi. Þegar venju- legur íslendingur heyrir talað um brúðuleikhús þá fer hann að hugsa um Lilla og Brúðubílinn og sýn- ingar á barnaleikritum. Það er nefnilega engin hefð fyrir brúðuleik fyrir fullorðna á íslandi og brúðu- sýningar fyrir fullorðna eru svo fátíöar aö það er hægt að telja þær á fingrum annarrar handar. Á þessu eru þó örfáar undantekningar og ein þeirra verður i Salnum í Kópavogi á sunnudags- kvöld kl. 20. Þá verður flutt þar sýningin Næturljóð leikbrúðunnar eða Puppet Serendade eins og sýn- ingin heitir á ensku. Þar flytja Bernd Ogrodnik og leikbrúður hans ljóðrænan óð til lífsins, kryddaðan töfrandi tónum, snjöllum húmor og heiðarleika eða þannig er það að minnsta kosti orðað í kynningu Salarins. Bernd mætir til sýningarinnar með stóra kistu og í henni leynast brúðurnar, trjábútar og silkislæður sem allt lifnar í höndum brúðumeistar- ans. Bemd semur sýninguna, smíðar brúðurnar, saumar búningana, semur tónlistina og leikur hana sjálfur á hljóðfæri, bæði píanó, gítara og flautu. Þar fyrir utan stjórnar hann brúðunum. Bara tvær hendur Eftir að hafa heyrt þessa lýsingu kom það mér eiginlega á óvart þegar Bemd reyndist aðeins vera með tvær hendur eins og hver annar maður. Hann býr á mótum borgar og sveitar þar sem heitir Dimmuhvarf við Elliðavatn og hefur komið sér þægilega fyrir með vinnustofu sína í hálfu hesthúsi. Þar er hann umkringdur af brúðum á ýmsum smíðastigum og aragrúa verkfæra. Bernd hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana en hann er fæddur í Þýskalandi og sýningin í Saln- um er reyndar í tilefni þýskra daga á íslandi og haldin í samvinnu við þýska sendiráðið. Bemd er samt eiginlega heimsborgari því hann hefur árum saman dvalið og starfað í Ameríku ásamt því að ferðast um allan heiminn til þess að sýna brúðuleikhús fyrir fullorðna. Hann er nú sest- ur að á íslandi en fyrsta verkefni hans hérlendis á sviði brúðugerðar var að búa til og stjórna Pappírs- Pésa í samnefndri kvikmynd. Bemd útskýrir fyrir blaðamanni að það hafi ver- ið ný reynsla fyrir hann að koma til íslands og halda brúðusýningar fyrir börn. „Ég hafði eingöngu haldið sýningar fyrir full- orðna áður og var vanur áhorfendum sem eru aldir upp við ríka hefð á þessu sviði. í Japan og Kóreu er brúðuleikhús gríðarleg formfast og rík hefð. Mér hefur hins vegar fundist óskaplega skemmtilegt og gefandi að skemmta börnum hér á íslandi og hef bæði haldið fjölda sýninga í Reykjavík og farið í skóla úti á landi. Það er mikil og gefandi reynsla sem ég mun hér eftir halda og vil ekki fara á mis viö.“ Ákvað ferilinn fimm ára I samræðum okkar kemur í ljós að Bernd er ekki sérmenntaður á sviði brúðugerðar og segist ekki vera mikill skólamaður þótt eftirsótt sé að fá hann til halda námskeiö og vinnubúðir fyrir aðra brúðu- gerðarmenn. „Ég ákvað eiginlega þegar ég var fimm ára gam- all að verða brúðuleikari. Ég held aö það hafi verið brúðuþættir í sjónvarpinu heima sem ég hreifst af.“ Bemd lagði stund á smíðar og fleira sem tengist brúðugerðinni en hann smiðar og sker út allar sín- ar brúður sjálfur. Hann leikur á hljóðfæri af ýmsum gerðum og hefur lagt stund á bardagalistir af ýmsu tagi um árabil. Hann fékkst við myndskreytingar lengi og myndskreytti margar barnabækur meðal annars. Allt tengist þetta saman í brúðugerðinni og kemur að góðu haldi. Einstakt verkefni Bernd hefur síðan hann settist að á íslandi notaö það fyrir nokkurs konar heimavöll en lagst í víking úti um allan heim til að halda sýningar því hann hefur um langa hríð verið bókaður marga mánuði fram í tímann. En nú hefur hann hreinsað dagbók- ina sína töluvert langt fram í tímann því hann er kominn á kaf í risavaxið verkefni í Danmörku sem tengist gerð kvikmyndar sem mun heita Strings. „Þetta er mjög sérstæð mynd og um margt ein- stakt verkefni í sinni röð,“ segir Bernd. „Þetta er kvikmynd í fullri lengd þar sem leik- brúður, nánar tiltekið strengjabrúður, fara með öll hlutverk. Myndin er unnin í Danmörku en styrkt af Nordisk Film. Ég kom ekki strax inn í verkefnið en var fenginn eftir að aðstandendur myndarinnar fréttu af sýningu minni í Danmörku. Ég mun smíða brúðurnar, stýra einhverjum þeirra og þjálfa stjórnendur hinna brúðanna. Þetta er kvikmynd með bardagasenum og mjög flókinni „aksjón" þar sem notast er við brúður sem eru töluvert stærri en venjulegt er en samt stjórnað með strengjum." Það kemur í ljós að við undirbúninginn hefur þurft að leysa ótal tæknileg vandamál og sumt af þvi viðurkennir Bernd að sé ef til vill í fyrsta sinn í heiminum sem tilteknar lausnir eru notaðar. Það hlýtur að þurfa talsvert hugvit og sköpun til þess að koma með nýjungar inn í leikhúsform sem telur ald- ur sinn í tugum alda. Framlenging orkunnar Þegar brúður sjást í kvikmyndum fyrir fullorðna eru þær ekki alltaf í flokki góðra persóna. Skemmst er að minnast röð hryllingsmynda um brúðuna Corky sem var andsetin af djöflinum og kostaði ýmsa meðleikara sína lífið. Við munum öll eftir Konna sem sat á lærinu á Baldri Georgssyni og virt- ist vera lifandi. Þegar maður horfir í kringum sig á vinnustofu Bernds er auðvelt að trúa því að tré og glerkúlur í augna stað geti öðlast líf þá og þegar. Hvað er svona heillandi við þetta að stjórna nokkrum spýtum i spotta og fá okkur hin til að sýn- ast þær lifandi? „Það er einhver orka þarna að verki,“ segir Bernd. „Það er erfitt að útskýra það án þess að fara mjög djúpt í hlutina en í ákveðnum athöfnum og ritúali er fólgin sjálfstæð orka sem við skynjum án þess að skilja nákvæmlega hvernig. Zen fjallar einmitt um þetta hvernig tedrykkja getur búið yfir orku og hvernig sverðið er aðeins framlenging orku stríðs- mannsins. Mér finnst að mörgu leyti það sama gilda um brúðurnar. Þær eru framlenging orku og ein- beitingar listamannsins og þess vegna sýnast okkur þær vera lifandi." -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.