Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 28
28 H&lqarblacf 1>"V" LAUGARDAGUR 28. SEPTEM BER 2002 Lárus Orri sést hér í baráttu við Daniel Invincibile, leikmann Swindon í ensku 1. dcildinni á síðasta keppnistímabili. DV-mynd Mike Simnionds Hæfileikar ekki allt Knattspyrnumaðurinn Lárus Orri Siqurðsson, sem leikur nú með enska úruals- deildarliðinu West Bromu/ich Albion, hefur farið löngu leiðina að toppnum íensku knattspyrnunni. Hann spilaði íátta ár íi. og 2. deildinni með Stoke og West Bromu/ich Albion og segist sjálfur hafa i/erið búinn að sætta sig i/ið að spila aldrei íefstu deild íEnglandi þegar draumurinn rættist ímaíog West Bromu/ich tryggði sér, flestum að ói/örum, sæti íúri/alsdeildinni. Óskar Hrafn Þorvaldsson settist niður með Lárusi Orra á heimili hans íEnglandi og ræddi við hann um knatt- spyrnuferilinn, upphaf, Enqland og landsliðið. Hvenær byrjaöir þú að spila fótbolta? Þetta hefur sennilega byrjað á Akranesi þegar pabbi (Sigurður Lárusson) var að spila þar. Ég er bor- inn og barnfæddur Akureyringur en við fluttum á Skagann þegar ég var fimm ára. Allir strákarnir á Akranesi voru í fótbolta daginn út og daginn inn og ég fylgdi með. Það fyndna við þetta er kannski að það að spila fótbolta var alls ekki það skemmtilegasta sem ég gerði. Ég var hundlélegur og ég þvældist með upp á félagsskapinn. Síðan var pabbi fyrirliði Akraness á þessum tíma og það var gert ráð fyrir því að maður yrði knattspyrnumaður. Hvaða þýðingu hafði pabbi þinn fyrir ferilinn? Pabbi hafði gífurleg áhrif á feril minn. Ég man að þegar ég var að byrja að æfa með yngri landsliðunum í æfingabúðum fyrir sunnan, þá var mér hent upp í rúm klukkan tíu á kvöldin, af því að Akraborgin fór snemma morguninn eftir, þegar maður hefði kannski frekar viljað vera að labba um bæinn og eltast við stelpurnar. Karlinn var harður og lagði mikla áherslu á að ég legði mig fram á öllum æfingum og ég væri ef- laust ekki í þessum sporum í dag ef ég heföi ekki fengið þennan aga snemma. Hann var síðan þjálfari minn í fjögur ár áður en ég fór út til Stoke og ég tel að ein af ástæðunum fyrir því að ég fékk samning hjá Stoke hafi verið sú að ég var i gríðarlega góðu formi. Þaö er náttúrlega bara karlinum að þakka því að hann var með mjög góð undirbúningstímabil. Hvernig kom það til að þú fórst til Stoke? Það var nú eiginlega bara tilviljun. Pabbi var rek- inn frá Þór þegar tvær umferðir voru eftir af keppn- istímabilinu 1994. Ég var mjög ósáttur við það og hætti að spila með liðinu. Það voru tveir u-21 árs landsleikir fram undan það haust og ég varð einhvern veginn að halda mér í formi fyrir þá. Pabbi hafði þá samband við Þorvald Örlygsson, sem er frændi minn og var þá að spila með Stoke, og hann bjargaði þvi fyrir mig að ég gat æft með liðinu þar til landsleikirn- ir væru afstaðnir. Þetta var alls ekki hugsað þannig að ég væri að reyna fá samning. Ég ætlaði bara að reyna að halda mér í formi en Lou Macari, knatt- spyrnustjóra Stoke, leist vel á mig og kallaði mig aft- ur út seinna um veturinn eftir landsleikina og bauð mér samning í framhaldinu. Ég var eiginlega réttur maður á réttum stað, á réttum tíma. Hvernig voru fyrstu árin hjá Stoke? Fyrsta árið var mjög skemmtilegt. Það var reyndar mikið sjokk fyrir mig að koma út. Leikmennirnir voru miklu betri en ég átti að venjast frá Islandi og hraðinn á æfingum var alveg geigvænlegur. Það eru mörg atriði sem maður rekur sig á að maður þarf að bæta þegar svona skref upp á við er tekið og ég tala nú ekki um í ensku 1. deildinni. Ég er ekki stærsti miðvörðurinn i boltanum og margir af þeim fram- herjum sem leika í 1. deildinni eru gífurlega öflugir í loftinu. Ég lenti í vandræðum með skallaeinvígin til að byrja með en lagði mikla áherslu á að bæta mig í því atriði og geri reyndar enn. Þegar leikmenn eru ekki hærri en ég er þá þarf tímasetningin að vera í lagi. Það var líka öðruvísi að læra tungumálið því aö það var þó nokkuð frábrugðið enskunni sem ég lærði í skólanum heima. Mér gekk vel með liðinu í 1. deild- inni og var meðal annars valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum félagsins. Annað árið, tímabilið 1995-1996, var líka mjög skemmtilegt. Þá enduðum við i fjórða sæti í deildinni og komumst í umspil um sæti í úrvalsdeildinni undir stjórn Lou Macari. Viö spiluðum við Leicester í umspilinu en töpuðum heima eftir að hafa gert jafntefli við þá á útivelli. Það var mjög svekkjandi því að við vorum með miktu betra lið en þeir. Fallárið var erfíður tínii Síðan fellur þú með Stoke tímabilið 1997-1998. Hvað gerðist? Þetta var fyrsta tímabilið okkar á hinum glæsilega Brittania-leikvangi. Það var nýr knattspymustjóri tekinn við, Chip Bates sem hafði verið aðstoðarmað- ur Lou Macari og það gekk nokkuð vel til að byrja með. Við vorum í einu af sex efstu sætunum í nóvem- ber en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá fór- um við að tapa leikjum og ég held að við höfum ekki unnið leik aftur fyrr en í febrúar. Þá vorum við komnir mjög neðarlega í deildinni og töpuðum 7-0 heima fyrir Birmingham. Bates var ekki rekinn eftir þann leik heldur spiluðum við enn einn leikinn og unnum loks. Þá var Bates rekinn og Chris Kamara tók við. Hann stjórnaði liðinu i 16 leiki þar sem við unnum aðeins einn og hann var rekinn í kjölfarið. Þá tók annar karl við sem ég man bara ekki hvað heitir en hann var aðstoðarmaður Chip Bates. Hann var með okkur síðustu fjóra leikina en í raun og veru var þetta timabil hreinasti hryllingur. Chip Bates var með sína menn, Chris Kamara var með sína menn og karlinn sem ég man ekki hvað heitir var með sína menn. Það voru allir að breyta öllu og andinn í liðinu var ömurlegur. Ég man að ég var fyrirliði á þessum tíma og það voru alls konar gamlar hetjur fengnar til liðsins eins og Neville Southall sem var gjörsamlega gagnslaus á þessum tíma og Paul Stewart sem lék með Tottenham og Liverpool áður fyrr. Þetta voru karlar sem hugsuðu ekki um neitt annað en sjálfan sig og ég man eftir því að einu sinni þegar ég mætti á æfingu þá voru þeir búnir að kalla saman fund. Þar ætluðu þeir að fá alla leikmennina til að samþykkja að þjálfarinn yrði rekinn og aö þeir tækju við. Ég sem fyrirliði, aðeins 23 ára gamall, þurfti að vinna í þess- um málum á móti þessum gömlu hetjum. Það var endalaust vesen og lélegur andi, olnbogaskot á æfing- um og eintóm leiðindi þannig þetta stefndi bara í eina átt. Þetta var mjög erfiður tími, sá erflðasti á ferlin- um og ég lærði mikið á honum. Ég tók fótboltann kannski einum of nærri mér á þessum tíma og mér sem fyrirliða fannst að ég bæri ábyrgð á öllu því sem viðkom liðinu. Ég lærði eftir þennan tima aö skilja vandamálin í boltanum eftir á æfingasvæðinu þegar ég fer heim og setja fjölskylduhattinn á, ef það má orða það svo. Þetta var orðið svo slæmt að ég var hættur að sofa fyrir áhyggjum. Síðan varstu seldur til West Bromwich Albion. Var það að þinni eigin ósk? Ég spilaði eitt ár með Stoke í 2. deildinni en þann vetur var ég strax ákveðinn í því að fara frá félaginu. Ég átti eftir eitt ár af samningnum sumarið 1999 og ég hafði hafnað tveimur eða þremur tilboðum frá þeim það sumar. Ég gerði þeim það ljóst mjög snemma aö ef að þeir ætluðu sér að fá einhvern pening fyrir mig þá yrðu þeir að selja mig þá því að ég ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning. Ég vildi komast í burtu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.