Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Helgarblað DV fengnar fóstrur sem Annabella rak með jöfnu millibili. Komið var á refsi- og verðlaunakerfi í námi. Þegar Ada stóð sig vel fékk hún miða sem hún gat síðan skipt á fyrir upplýsandi bækur um grasafræði eða landafræði. Ef hún stóð sig illa voru miðar teknir frá henni. Stundum var því hótað að taka alla miða frá henni en hún var þrjósk og lét þá eins og sér stæði á sama. Þá var hún lokuð inni í her- bergi og látin liggja grafkyrr á trébekk þar til hún hlýddi. Annabella var á stöðugum ferðalögum milli landshluta og lagði svo fyrir að þegar hún væri fjarverandi yrði Ada látin kyssa mynd af henni á hverjum degi. Dag einn þegar mæðgurnar voru á göngu sagði Ada allt í einu: „Mamma af hverju eiga aðrar litlar stúlkur pabba en ég engan.“ Móður hennar varð ævareið og harðbannaði henni að tala nokkru sinni aftur um þetta. Ada sagði seinna að hún hefði orðið mjög hrædd vegna við- bragða móður sína og óttast hana upp frá þessu. 14 ára gömul lamaðist Ada og komst nálægt því að verða blind. Engin líkamleg ástæða var sýnileg fyrir veikindunum en talið er að þau hafi stafað af taugaáfalli sem hafi komið út líkamlega. Hún giftist nítján ára gömul Willi- am King, aðalsmanni sem var ellefu árum eldri en hún. Þau eignuðust þrjú börn, þar á meðal dreng sem hún lét skíra Byron. Hún var ekki góð eiginkona og ekki umhyggjusöm móðir. Hún viðurkenndi að hún liti á börn sín sem þreytandi skyldu sem hún yrði að sinna. „Ég vorkenni þeim,“ sagði hún. Taugabiluð vísindakona Ada starfaði með áhrifamestu vísindamönn- um sins tíma, þar á meðal Charles Baggage sem fann upp fyrstu vélrænu tölvuna en það var Ada sem forritaði hana. Hún skrifaði grein um forritunarmál á sérlega skýran og skiljanlegan hátt. Það er vegna þessa sem for- ritunarmálið í tölvu bandaríska varnarmála- ráðuneytisins er nefnt eftir henni. Ada erfði sveiflukennda skapgerð föður síns. Hún fékk tíð þunglyndisköst og íhugaði að minnsta kosti einu sinni að fyrirfara sér. Hún var eins og faðir hennar forfallinn fjár- hættuspilari. Hún þóttist, í krafti stærðfræði- kunnáttu sinnar, hafa fundið upp fullkomið kerfi til að veðja á hesta í veðhlaupum en ekki tókst betur til en svo að hún varð að veðsetja fjölskylduskartgripina. Hún greindist með magakrabbamein sem varð til þess að hún fór að taka ópíum og varð forfallinn eiturlyfjasjúklingur. Á dánarbeði viðurkenndi hún fyrir eiginmanni sínum að hafa verið honum ótrú. Hann brást við með því að æpa að henni að hann gæti aðeins von- að að Guð myndi sýna sál hennar miskunn og þaut síðan á dyr. Annabella, móðir Ödu, kom þá inn í herbergið og sat við sjúkrabeð dóttur sinnar og gekk hart að henni að játa allar syndir sínar áður en hún dæi og skipaði henni að biðja stöðugt bænir til að bæta fyrir syndirnar. Ada var 36 ára gömul þegar hún lést en fað- ir hennar hafði látist á sama aldri. Að eigin ósk var hún grafin við hlið hans. Ljóö vikunnar Til skýsins - eftir Jón Thoroddsen Sortnar þú, ský! suðrinu í og síga brúnir lœtur, eitthvað að þér eins og að mér amar, ég sé þú grœtur. Vlrðlst þó grelð llggja þín lelð um IJósar hlminbrautir; en niðri hér œ mœta mér myrkur og vegarþrautlr. Hraðfara ský! flýt þér og flý frá þessum brautum harma, Jörðu því hver of nœrri er oft hlýtur vœta hvarma. Eftirminnileg sumarlesning Þórunn Sveinbjarnardóttlr segir frá bókunum sem hún las í sumar. „Ég held ég eigi engar uppáhaldsbækur, þótt ótrúlegt megi virðast. Auðvitað verka bækur misjafnlega á mann. Stundum finnst mér ég skuldbundin þeim, verði að klára þótt þær séu flatar og fyrirsjáanlegar. Þær sem hafa lifað lengst með mér gætu ef til vill kallast uppá- haldsbækurnar minar. Ég er samt ekki viss. Bækur eru eins og fólk; skemmtilegar, áhuga- verðar, leiðinlegar, eftirminni- legar, þreytandi og stundum allt þetta. En hvað um það, á þessu sumri hef ég lesið marg- ar fínar skruddur. (Er þó enn þá á bls. 108 í Höfundi íslands frá því um síðustu jól). Eftirminnilegasta bók sum- arsins er God of Small Things eftir Arundhati Roy. Ég hlakka til að lesa hana aftur. White Teeth eftir Zadie Smith er svo fyndin að ég hélt varla jafnvægi við lesturinn! Stórkostleg lýs- ing á lífi fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda á Bret- landseyjum. Siðfræði handa Amador eftir spænska heim- spekinginn Fernando Savater er erfitt að lýsa. Hún hitti mig beint í hjarta- stað. Eiginlega þyrfti að gera hana að skyldu- lesningu hér á landi. Hún er nefnilega mann- bætandi. Insjallah eftir Jóhönnu Kristjónsdótt- ur var skemmtileg og fræðandi. Jóhanna er öðrum fremur ærleg og tilgerðarlaus í sínum skrifum. Frábær blaðamaður og penni. Líf- læknirinn eftir Per Olov Enquist í þýðingu Höllu Kjartansdóttur er magnað sannsögulegt drama um þýska lækninn og upplýsingarmann- inn Struensee og afdrif hans við dönsku hirð- ina á efri hluta 18. aldar. Hvað var eiginlega um að vera á íslandi á Struensee-timabilinu? Líklega fátt nema harðindi og hungur. Um þessar mundir les ég tvær bækur. Önnur heitir We Wish to Inform You that Tomor- row We Will Be Killed with Our Families - Stories from Rwanda eftir Philip Gourevitch, banda- riskan blaðamann, sem fór til Rúanda eftir helförina 1994 og segir i bókinni sögur fólks sem komst af og fólks sem murkaði lífið úr samlöndum sinum. Bók sem snertir mig djúpt og ekki spillir að blaðamennskan er í heimsklassa. Ég vann með flóttamönnum frá Rúanda í Tansaníu árið 1995 og velti því enn þá fyrir mér hversu margir í þeim hópi hafi tekið þátt í þjóðarmorðinu ári áður. Við þeirri spurningu fæ ég aldrei svar en lestur bókarinnar er líklega hluti af úrvinnsl- unni.“ Ada Byron var dóttir Byrons lávarðar og erfði skapgerðarbresti hans. Móðir hennar ól hana upp í trú á vísindi og skynsemishyggju en það nægði ekki til að forða Ödu frá óhamingju. Dóttir Byrons Ada er heiti á œðra forritunarmáli sem var þróað að frumkvæði banda- ríska varnarmálaráðuneytisins og kom fyrst fram árið 1981. Mestu stríðsvél heims er stjómað með þessu forritunarmáli. Heitið Ada er í höfuðið á Ödu King Lovelace en hún var dóttir Byrons lávarðar, eins frægasta Ijóðskálds Breta. Móðir ödu var Annabella Millbanke, jarð- bundin, skynsöm og húmorslaus kona. Hún var að öllu leyti algjör andstæða eigin- manns síns, Byrons lávarðar, sem hefur sennilega verið manísk depressívur, allavega hafði hann öll einkenni sjúkdómsins. Lífsstíll hans var á þann veg að ekki þótti líklegt að hann yrði lang- lífur því hann var drykkfelldur og tók inn eiturlyf. Hann hótaði margsinnis að fyr- irfara sér og eigin- kona hans og vin- ir óttuðust að hann gerði alvöru úr því. Annabella og Byron voru gift í eitt ár sem var þeim báðum hrein martröð. Hann sagði að hún gæti fengið að gera það sem hún vildi í hjónabandi þeirra. Hún gat ekki tekið undir slikar hugmyndir því hún taldi hjónaband byggj- ast á gagnkvæm- um skuldbinding- um. Skapgerðar- brestir Byrons urðu æ greinilegri með hverri vik- unni og Annabella gat ekki brugðist við. Hann átti til að reiðast ógur- lega, var þung- lyndur og drakk ótæpilega. Anna- bella varð sann- færð um að hann væri geðveikur. Hann gaf í skyn við eiginkonu sína að hann væri faðir að dóttur hálfsystur sinnar og sagði henni af ástarsamböndum sínum við karl- menn. í desember 1815 fæddist þeim dóttirin Ada og í janúar á næsta ári skildu hjónin. Byron sá þær mæðgur aldrei aftur. Hann yf- irgaf England, bjó í Sviss og Ítalíu og lést á Grikklandi þegar Ada var níu ára gömul. Það eina sem dóttir hans átti til minningar um hann var ljóð sem hann hafði ort um hana og hringur sem hann sendi móður hennar og bað um að yrði gefinn Ödu. „Skynsamlegt" uppeldi Ada var landsfræg strax sem smábarn og þegar Annabella fór með hana út þusti fólk að til að horfa á dóttur Byrons. Annabella óttaðist mjög að dóttirin myndi erfa skap- gerðarbresti föðurins og rómantíska sýn hans á lífið. Hún ákvað því að ala hana upp í trú á skynsemi og rökhyggju og bæla ímyndunarafl hennar. Til þessa verks voru Glæstar vonir Great Expectations eftir Charles Dickens Ein af bestu skáldsögum þessa mikla rit- höfundar. Bók sem er afburða vel skrifuð, dramatisk og spennandi. 1 henni er að finna sterkan siðaboðskap sem kemst til skila án þess að höfundur sé sípredikandi. Enginn skáldsagna- höfundur hefur skapað jafnmargar eftirminnilegar persónm- og Dic- kens og hér er nóg af þeim. Kímnin er líka á sínum stað. Bók sem mun ætíð verða lesin. Manngildi skyldi metið meira en auður og völd, gœska og réttlœliskennd meira en tign og frœgð. Ólafur Jóhann Sigurðsson Bókalistinn Allar bækur 1. Lilo og Stitch verða vinir. Litlu Disn- ey-bækurnar 2. Lífið í jafnvægi - kilja. Oprah Win- frey 3.177 leiðir til að koma konu í 7. him- in. PP-forlaq 4. Láttu Ijós þitt skína. Victoria Moran 5. 206 leiðir til að tendra karlmann. PP-forlaq 6. Með lífið í lúkunum. Bókaútgáfan Hólar 7. Feqraðu líf þitt. Victoria Moran 8. Líf með Jesú. Jan Carlquist, Henrik Ivarsson 9. Dönsk íslensk—íslensk dönsk orða- bók, qul. Orðabókaútqáfan 10. Ríki pabbi, fátæki pabbi. Robert T. Kiyosaki oq Sharon L. Lechter Skáldverk 1. Mýrin - kilja. Arnaldur Indriðason 2. Grafarþögn - kilja. Arnaldur Ind- riðason 3. Hann var kallaður þetta. Dave Pelz- er 4. Alkemistinn - kilja. Paulo Coelho 5. Korku saqa. Vilborq Daviðsdóttir 6. Ýmislegt um risafurur og tímann. Jón Kalman Stefánsson 7. Dauðarósir- kilja. Arnaldur Indriða- son 8. íslandsklukkan - kilja. Halldór Lax- ness 9. Brosmildi maðurinn - kilja. Henning Mankell___________________________ 10. Ást á rauðu Ijósi. Jóhanna Krist- jónsdóttir Bamabækur 1. Lilo og Stitch verða vinir. Litlu Disn- ey-bækurnar 2. Geitunqurinn 1. Árni oq Halldór 3. Arnaldur refur. Georgie Adams og Selina Younq 4. Sex ævintýri. Áslauq Jónsdóttir 5. Þrautabók Gralla Gorms. Bergljót Arnalds 6. Geitunqurinn 2. Árni oq Halldór 7. Lilo fær gæludýr. Litlu Disney-bæk- urnar 8. Geitunqurinn 3. Árni oq Halldór 9. Bókin mín um dýrin. Setberq 10. Lúri Dúri og skúffudýrið. Guðbjörg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.