Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Page 46
46 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Sport DV Með Hou er YOU'LL NEVERWALK ALONE LIVERPOOL Það er ekki auðvelt að vera stuðningsmaður Liverpool þessa dagana. Hvorki gengur né rekur hjá þessu sigursælasta félagi enskrar knattspyrnu fyrr og síðar en það situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sextán umferðir og er löngu úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn - þeir eru sextán stigum á eftir toppliði Arsenal. Þessi árangur er í engum takti við þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Stefnan var tekin á toppinn enda sagði Gerard Houllier að hann ætlaði sér að gera Liverpool að meisturum á fimm árum. Sú áætlun hefur engan veginn gengið upp og í stað þess að færast nær bestu liðunum virðist félagið færast fjær og fjær með hverju árinu sem líður. Það er knattspymustjórinn sem er ábyrgur fyrir gengi síns liðs og því heyrast æ háværari raddir innan herbúða Liverpool sem segja að tími sé kominn á að reka stjóra félagsins, en slíkt hefur ekki gerst hjá Rauða hernum síðan 1956. Gerard Houllier kom til félagsins sumarið 1998. Hann stýrði liðinu til að byrja með ásamt Roy Evans en það samstarf gekk ekki upp og því var Evans látinn víkja í nóvember sama ár. Endurreisn Liverpool undir stjórn franska kennarans hófst samstundis. Hann byrjaði á því að losa sig við leikmenn sem honum fannst ekki passa inn í hópinn hjá sér. Skipti engu máli hvað þeir hétu. Ef Houllier fannst þeir ekki hafa rétta karakterinn og hugarfarið þá voru þeir farnir. Það kom best í ljós þegar hann losaði sig við Robbie Fowler sem af mörgum stuðningsmönnum félagsins var kallaður „Guð“. Sú ákvörðun var hugsanlega ein af hans bestu því Fowler var á þeim tíma farinn að stunda gjálífið meira en góðu hófi gegndi og það hefur lftið breyst. Um daginn var hann myndaður með bjór og sígarettu á skemmtistað tveimur dögum fyrir leik. Frammistaða hans innan vallar endurspeglar þetta líferni. Léleg leikmannakaup Frá því Houliier skrifaði undir samning við Liverpool hafa 39 leikmenn gengið í raðir félagsins en 44 hafa farið frá félaginu. Marga þessara 44 leikmanna keypti Houllier sjálfur. Ein helsta ástæða þessa slaka gengis er að Houllier hefur verið lygilega slakur á leikmannamarkaðnum. Hann hefur eytt stórfé í ijölmarga miðlungsleikmenn og enn meiri „Houllier hefur mistekist hrapallega og fram hjá því er ekki hægt að líta. Stuðningsmönnum félagsins er nóg boðið og þeir vilja nýjan mann í stjórastólinn. Það er þeirra ósk til Éálasveinsins í ár." Henry Birgir Gunnarsson henry@dv.is peningur fór í að kaupa hreinlega lélega leikmenn. Meðal hans „bestu kaupa" má nefna menn eins og Vegard Heggem, Frode Kipp Jean-Michel Ferri, Rigobert Song, Titi Camara, Erik Meijer, Bernard Diomede, Nick Barmby, Igor Biscan, Bruno Cheyrou, Alou Diarra, Patrice Luzi og Salif Diao. Mörgum stuðnings-manna Liverpool verður hreinlega óglatt þegar þeir heyra nöfn þessara manna. Svo má ekki gleyma að hann eyddi 11 milljónum punda í Emile Heskey, sem hrein-lega hefur farið aftur frá því hann gekk til liðs við félagið, og 10 rnillur fóru í El-ITadj Diouf, sem reyndar er aðeins að braggast. Þetta ekki glæsilegur listi en hann ber vott um það hversu gott „nef“ Houllier hefur fyrir sterkum leikmönnum. Ágæt byrjun Endurreisnin gekk ágætlega í byrjun og þegar Liverpool tók þrjár dollur 1999 voru flestir sannfærðir um að Houllier væri á réttri leið. Hann var með góða varnarmenn í Sami Hyypia og Stephane Henchoz. Dietmar Hamann kom síðar með jafnvægið á miðjuna. L Í “ Sóknarleikurinn var reyndar ekki burðugur en Owen skilaði sínu og menn voru sannfærðir um að hann myndi slípast til. Grunnurinn að meistaraliði byrjaði á aftasta manni, og 1999 var Liverpool með eina bestu vörn í Evrópu, og í kjölfarið kærni sóknarleikurinn. Enn er auglýst eftir sóknarleiknum en hann hefur undanfarin ár verið svo hugmyndasnauður og leiðinlegur að hörðustu stuðningsmenn félagsins hafa oft ekki nennt að horfa á liðið spila. Það er þeim hreinlega ofviða. í baráttu við Bolton Staðreyndirnar ljúga ekki. Þegar jólatörnin hefst er Liverpool stigi fyrir ofan Bolton og á eftir Fulham, Southampton, Charlton og Birmingham á töflunni. Ekki amalegur félagsskapur það. Liðið hefur þar að auki nú þegar tapað fjórum leikjum á heimavelli. Samkvæmt áætlun Houlliers átti liðið að vera fullmótað í ár og að berjast um meistaratitilinn. Honum hefur mistekist hrapallega og fram hjá því er ekki hægt að lfta. Stuðningsmönnum félagsins er nóg boðið og þeir vilja nýjan mann í stjórastólinn. Það er þeirra ósk til jólasveinsins í ár. Houllier er kominn á leiðarenda. Liverpool er aftur á móti félag sem ekki er þekkt fyrir að reka knattspyrnustjórana sína. Það gerðist síðast árið 1956 og það var Don Welsh sem þá fékk sparkið. Hann fékk fimm ár með liðið, rétt eins og Houllier ,og nú er tími á að Houllier fari sömu leið og Welsh á sínum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.