Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAl 1979. Það er yfirleitt mikið að gera á Póststofunni. ORLOFSPENING- ARGREIDDIR MEÐLAUNUM — þá tapast aldrei nein króna Helgi Jóhannesson skrifar: Að undanförnu hafa að nokkru verið birtar þær réttindabætur til handa verkafólki úr hinum svo- nefnda félagsmálapakka sem ríkis- stjórnin lofaði í des. sl. Um þetta er ekki nema allt gott aö segja. Um eina réttindabótina, sem for- ystumenn launþega og þá sjálfsagt launþegar líka eru. mjög ánægðir með, ætla ég hér að segja nokkur orð: Þessi réttindabót er breyting á or- lofslögunum og er aðallega fólgin i því að nú skal Póstgíróstofan greiða viðkomandi fólki orlof fyrir þá at- vinnurekendur sem trassað hafa eða gleymt að greiða það orlof sem þeim bar. Nú veit Póstgíróstofan auðvitað ekkert úm það hverjir það eru fyrr en þá að launþegar kæra til þeirra og þá skal Póstgíróstofan fara af stað og rukka og taka þessa góðu menn kverkataki. Hve mikið á ég inni? Nú held ég að fjöldi fólks, sem rétt á á orlofsfé, hafi ekki hugmynd um hve mikið orlofsfé það á að eiga hjá Póstgíróstofunni, sérstaklega á þetta við um fólk sem unnið hefur á mörg- um stöðum áárinu. Mig langar að spyrja forystumenn launþega, sem um þessi orlofsmál eiga að fjalla og þá launamenn sem eiga rétt á orlofsgreiðslum, hvort. ekki sé kominn tími til þess að breyta orlofslögunum þannig að launþegar fái þessa orlofspeninga alltaf greidda með launum sínum. Þá tapast aldrei nein króna og viðkomandi launa- maður gæti þá fengið fulla vexti af orlofsfé sínu með því að halda því saman út árið og notað þá alla í einu lagi, t.d. þegar hann fer í sumarfrí. (Ég er nú ekki viss um að allir þeir sem nú eru að taka út sína orlofspen- inga séu að fara í sumarfrí). Raddir lesenda Er nokkur ástæða til þess að opin- ber stofnun sé að reyna að basla við og vesenast í því lengur, sem hún ræður ekki við, að vera fjárhaldsaðili fjölda fólks? Er ekki hægt að lagfæra þarna eða leggja niður stórt skrifstofubákn? Sjónvarp: Meira af hestum Hestakona hringdi: Ég er mjög óánægð með að ekki skuli hafa verið sýnt í sjónvarpinu frá góðhestakeppni sem haldin var í Reykjavík á sunnudaginn. Mitt fólk er mikið áhugafólk um hesta- mennsku og saknaði þess mjög. Mér finnst mætti vera minni fótbolti og meira af svona efni í íþróttum sjón- varpsins. BEZTI MÓT- LEIKURINN GEGN HÆKKANDI BENSÍNVERÐI HABERG h£ J>íCg ileg»r sumarskór Póstsendum Opiö í kvöld tilkl 7 hádegis á laugardag. Hinir láta ferma sig — en vil ég það? Unglingur á Akranesi skrifar: Ég hef verið að lesa nýútkomið skólablað grunnskóladeUda Fjöl- brautaskólans á Akranesi, en það kom mér svo sannarlega á óvart. í blaðinu, sem heitir: ,,Blað hins kúgaða minnihluta í skólanum”, er viðtal viö sr. Björn Jónsson sóknar- prest. í þessu viðtali lýsir sr. Björn þvi yfir að hann teldi að lækka bæri fermingaraldurinn um 1—2 ár. Þetta finsnt mér alveg hreint furðulegt. Ég hélt að hver heilvita maður vissi að 13—14 ára krakkar eru ekki nógu þroskuð til þess að taka sjálfstæða ákvörðun um ferm- inguna, hvað þá 10—11 ára krakkar. Min skoðun er sú að það ætti frek- ar að hækka fermingaraldurinn um 2—3 ár. Þá færu menn kannski að láta ferma sig upp á trúna á guð en ekki af því að allir aðrir láta ferma sig. Það er kominn tími til að foreldr- ar hætti að planleggja einu ári fyrir fermingu hvaða herbergi skuli mála og hvaða fólki eigi að bjóða í veizl- una og hvað . . .? kannski án þess að spyrja sjálft barnið hvort það ætli að láta ferma sig. Já, það er svo sannar- lega tími til kominn að hrista upp í þessu öllu saman. En svo ég víki nú að öðru efni blaðsins þá má nefna mjög gott við- tal við Sveinbjörn Beinteinsson alls- herjargoða Ásatrúarsafnaðarins og að lokum vil ég þakka þeim sem sömdu stælinguna á Fermingar- barnablaðinu sem er mjög smellin og skemmtileg. Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Fermingaralhöfn i Bústaöakirkju. DB-mynd R.Th.Sig. Þannig má spara — ríkisútvarpið „að fara á hausinn?” Ó.K.T. skrifar: Ástkæra útvarpsráð. Vegna hót- ana frá ykkur um að skera niður út- varpsefnið í framtíðinni og þá helzt ,það efni sem þið vitið að meginþorri landsmanna hlustar á, eins og t.d. þáttinn í vikulokin og fleiri góða þætti, vil ég benda á miklu betri sparnaðarleið. Útvarpið á að segja algerlega skilið viö Sinfóníuhljómsveit íslands og spara þannig stórfé. Einnig mætti til tilbreytingar fara eftir óskum hlust- enda og spila alls ekki þunga tónlist, nema þá kannski u.þ.b. 3% af út- sendjngartímanum, enda 97% af fólkinu sem borgar og á Ríkisút- varpið sem vill alls ekki hlusta á þessi óhljóð. Segið upp helmingnum af starfsliðinu og ráðið sjö plötusnúða i staðinn, einn fyrir hvern dag vik- unnar. Sleppið öllum óþarfaþáttum, eins og t.d. bókmenntaþáttum, kirkjutónlist, gestum í útvarpssal, úr tónlistarlífinu, óperettutónlist o.fl., því það fólk sem sér um og kemur fram í þessum þáttum virðist fá óhemju miklar greiðslur fyrir eftir því sem einn þátttakandi tjáði mér. í staðinn væri hægt að láta þessa plötusnúða leika létt dægurlög af plötum. Það fer hrollur um mann þegar maður hugsar til þess að í stað- inn fyrir þáttinn í vikulokin verði flutt efni svipað því sem flutt var laugardaginn 21. apríl sl. Ef bein út- sending er svona dýr, eins og for- maður útvarpsráðs sagði í útvarpinu um daginn, af hverju í ósköpunum fengu morgunhanarnir i Morgun- póstinum úthlutað svona löngum tíma í vetur, þrátt fyrir sæmilegan þátt. Eitt hrós að lokum til aðstandenda útvarpsins. Þaö er fyrir ráðningu hins stórFma útvarpsþular, Róberts T. Arnasonar. Hús Rikisútv^rpsins vlð Skúlagötu. DB-mynd Sv.Þ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.