Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAl 1979. 7 DB-mynd Ragnar Th Trúflsmyndin með saxófóninn góða. Kópavogsbúar bjóða vorið velkomið: Skólanemar skemmta sjálf um sér og öðrum Skólanemendur i Kópavogi halda núna upp á vorkomuna með mikilli hátíð í íþróttahúsi Kársnesskóla. Há- tíðina nefna þeir Vor i bæ og á henni koma fram kórar, dansflokkar, hljóð- færaleikarar og hvers kyns listamenn aðrir í skólum Kópavogs og skemmta. Tvær skemmtanir eru á dag, klukkan 2 og 4. Nemendur hafa skemmt hver öðrum undanfarna daga en á laugardag og sunnudag verður skemmtunin opin fyrir aðra bæjarbúa. Tilgangurinn með Vori í bæ er að gefa nemendum kost á að flytja skemmtiatriði hver fyrir annan, skemmtiatriði sem áður hafa verið æfð i hinum einstöku skólum. Þeir fáeinnig fyrirtaks tækifæri til að hittast og kynnast bæði innbyrðis og öðrum Kópavogsbúum. Ragnar ljósmyndari leit inn á fyrsta dag hátíðarinnar og festi þessi atriði á filmu. Mesta kátínu barnanna vakti einleikur á strengjalausan gítar. Öllu alvarlegri og fágaðri var leikur tveggja ungra Kópavogsbúa á gítara með strengjum en trúðsmynd nokkur kom brosum aftur fram á varir með gífur- lega góðum saxófónleik. DS. Ritstjóri Stúdentablaðsins: Hvetur til andófs gegn hjónabandinu — giftingarhringurinn „innsiglisvottorð niður- lægingarinnar” „Innsiglisvottorð niðurlægingar- innar, giftingarhringurinn, ber vitni djúpstæðum skilningi á fyrirbærun- um trúlofun og hjónaband. Hringur sem ei verður rofinn. Og saman mynda tveir hringar einn vítahring — keðjan ’á milli er óáþreifanleg, en samt öllum ljós. Ekki verður hjá því komizt að dást að hugviti upphafs- manns vítahringanna — hversu tær er ekki symbólíkkin í djöflaskap sín- um.” Þannig farast Tómasi Einars- syni orð í leiðara nýútkomins Stú- dentablaðs. Siðan segir hann: „Eitt þeirra fyrir-. bæra sem blómstrar hvað skærast í íslenzkri samfélagsflóru um þessar mundir er skilnaðurinn. Gengi þess fyrirbæris samkvæmt opinberri skýrslugerð er slíkt að hjónabandið er farið að gera íslenzku krónunni skömm tjl, svo hrikalegt er gengissig hinnar eilífu ástar.” í lok leiðarans segir síðan: „Frjáls- ar ástir, þar sem samband einstakl- inga er ekki hnýtt öðru en tilfinninga- böndum, verða ekki að veruleika í samfélagi prívatþénustunnar. Engu að síður ber brýna nauðsyn til að rífa niður og hæða hugmyndir burgeis- / ' / 'sd „Lofum þvl hundrað hjónaböndum að slitna og hundrað sambýlisformum að spretta,” segir ritstjóri Stúdentablaösins. anna um líkkistulifnað hjónabands- ins og efla það andóf sem fram hefur komið á síðari árum gegn honum. Bylting hverdagsins er mikilvægari yfirborðsþrasi pólitíkusa, sem fyrir löngu eru gengnir í Heiðnaberg borg- arlegs velsæmis. Götin á klæðum giftingarathafnar- innar verða stærri og stærri og vín brúðarskálarinnar æ fúlla. Götin verða ei rimpuð saman né vínið bragðbætt. Lofum því hundrað hjónaböndum að slitna og hundrað sambýlisformum að spretta.” -GAJ- Jóhannes Nordal á ársf undi Seðlabankans: Skuldum erlendis 35 pró- sent af ársf ramleiðslunni Erlendar skuldir okkar sem hlutfall af framleiðslu þjóðarinnar, „skulda- byrðin”, hefur verið um 35 prósetn af árlegri þjóðarframleiðslu og lítið breytzt síðustu fjögur árin. Svipuðu máli gegnir um árlega greiðslubyrði af þessum erlendu lánum, sem hefur verið á bilinu 13—14 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarinnar undan- farin fjögur ár. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Jóhannesar Nor- dals seðlabankastjóra á ársfundi bankans í gær. Þjóðarframleiðslan óx á síðasta ári um 4,1 prósent, sem var minna en árið áður. Tekjur þjóðarinnar jukust svipað. Kjör i viðskiptum við útlönd voru svo til óbreytt frá fyrra ári. Þá var viðskiptajöfnuður gagnvart útlöndum hagstæður um 1,5% en árið áður hafði verið halli, sem nam 2,6 prósentum af framleiðslu þjóðar- innar. Gjaldeyrisstaða bankanna batnaði um 11 milljarða miðað við gengi í árslok 1978. Þrátt fyrir þenn- an mikla bata vantar enn mikið upp á, að unnizt hafi upp sú mikla rýrnun gjaldeyrisstöðunnar, sem átti sér stað á árunum 1974 og 1975, sagði Jóhannes Nordal. Hann sagði, að slíkar stærðir gætu út af fyrir sig bent til, að síðasta ár hefði verið „kyrrlátt ár, árferði hag- stætt, framleiðslustarfsemi nálægt meðallagi og óvenjulega gott jafn- vægi milli þjóðarútgjalda og ráðstöf- unarfjár þjóðarbúsins og þar af leið- andi viðskiptajöfnuðinum við út- lönd”. En þróun verðlags og launa, óstöðvandi víxlgangur, hefði sett mestan svip á atburðarásina. Verðbólguhraðinn var kominn yfir 52% í ágúst síðastliðnum. Jóhannes ræddi nokkuð vandann af skulda- söfnun ríkisins í Seðlabanka og svig- rúm Seðlabankans til aðgerða i pen- ingamálum. Hann taldi margt í ný- settum efnahagslögum vera til bóta. „Þegar íhuguð er reynsla íslendinga i þessum efnum undanfarin ár, er vandséð önnur leið, sem vænlegri sé til árangurs en að setja með sem ákveðnustum hætti arleg markmið fyrir hreyfingu helztu stærða, sem ákvarðandi eru fyrir þróun verðlags og peningalegrar eftirspurnar, og miða síðan allar ákvarðanir í stjórn efnahagsmála við þau,” sagði Jóhannes Nordal um ákvæði efna- hagsfrumvarpsins. -HH. Eskifjörður: Fjölmenni við útför Stefáns Guðmundssonar 1 gær kl. 14 fór fram áEskifirði jarð- siðasta mánaðar. Geysilegt fjölmenni Eiga margir Eskfirðingar nú um sárt Sr. Davíð Baldursson, sóknarprestur arför Stefáns Viðars Guðmundssonar var við útförina og náði fólksfjöldinn að binda, þar sem átta menn hafa látizt á Eskifirði, jarðsöng. Veður var stillt, stýrimanns á Hrönn, sem fórst hinn 30. langt út fyrir kirkjutröppur. hér á tæpum hálfum mánuði. sólskin og snjóbráð. -Regína. Yfirlýsing Dagblaðinu hefur borizt yfirlýsing vegna Tjaldanessmálsins og fer hún hér á eftir: í tilefni af árás Dagblaðsins þann 7. þ.m. á forstöðumann Tjaldanes- heimilisins vill foreldra- og styrktar- félag heimilisins taka fram eftirfar- andi: Árás þessi er algjörlega úr lausu lofti gripin og óskiljanleg. Vitnað er til 3ja ára gamals atburðar, sem á sínum tíma var blásinn upp tii þess að líoma höggi á forstöðumanninn. Málið var þá athugað, bæði af stjóm heimilisins og heilbrigðisyfirvöldum, og reyndist markleysa ein. Þetta vita þeir aðilar, sem nú eru að vekja upp þennan draug. Má segja að hér sé um undarlega „Réttar- vernd” að ræða. Foreldrar og að- standendur vistmanna í Tjaldanesi vita að þeim líður þar vel og treysta forstöðumanninum og öðru starfs- fólki til allra góðra verka á heimilinu, en frábiðja sér um leið afskipta af þvi tagi sem hér um ræðir og eingöngu eru til þess ætluð að rýra álit á for- stöðumanninum og stofnuninni í heild. Þessum aðilum væri sæmra að hlúa að þessu heimili heldur en leggja stein í götu þess. Stjórn Foreldra- og Styrktar- félags Tjaldanesheimilisins. Er úthaldið búið hjá tónlistarunnendum? Tónleíkar Sinfóníuhljómsveitar (slands í Háskólabiói 10. mal. Stjórnarvdi: Páll Pampichler Pálsson. Einleikari: EHing Blöndal Bengtsson. Efnisskrá: Oberon forieikur eftir Cari Maria von Wober; Sellókonsert eftir Witoid Luto- slawski; Rokokotílbrigflt fyrir selló og hljóm- sveit opus 33 eftir Peter ilitsch Tschaikovsky og Sinfónia nr. 7 eftir Gunnar Bucht. Forleikurinn er það eina sem nú orðið er almennt leikið af Oberon. Mér finnst Oberon samt hreint ekki ómerkilegri en margar af þeim óperum sem fastan sess eiga á verk- efnaskrám ýmissa óperuhúsa. Mörgum finnst Weber ómerkilegur fyrir það hversu alþýðlegur hann er. Víst er það, að hann sendi aldrei frá sér verk sem hann var ekki vissum að allur þorri alþýðumanna fengi notið. Það legg ég honum fremur til lofs en lasts. Oberon forleikurinn var hér hafður fyrir upphitunarstykki og hljómsveitin skilaði honum prýði- lega. Linka Sellósnillinginn Erling Blöndal Bengtsson teljum við ætíð fyrst og fremst íslending. Af steigurlæti hefur honum verið reist stytta framan við Háskólabíó. Hann gerir sér einnig far um að rækja skyldu við móðurþjóð sína og leikur oftar hér á landi, en aðrir menn af hans gæðaflokki. Það er því ekki vansalaust að „tónlistar- unnendur” skuli ekki einu sinni fylla Háskólabíó þegar hann leikur hér með hljómsveitinni. Fuglabjargs konsert Lutoslawski konsertinn lék hann einstaklega skemmtilega. Eftir einleiksbyrjún sellósins, sem áður en lýkur er farin að minna óþægilega á vatn sem lekur í dropatali, upphefst kliður hljómsveitarinnar, svo að minnir á fuglabjarg. Upp úr öllum kliðnum og þvarginu fær svo ein- leikssellóið að svífa, líkt og Jónatan Livingstone Máfur. Eftir hlé lék Erling Blöndal Bengtsson svo Rokokotilbrigðin. Gjörólíkt verk, sem hann lék af fádæma öryggi og fágun. Það eina sem ég er ekki alveg dús við er fágunin. Sú skoðun hefur einhvern veginn fest í kolli mér, að rússneskur rokoko sé ekki alveg eins finlegur og vestar í álfunni. Þvi álít ég að alveg sé óhætt sé að gefa til- finningunum lausan tauminn við leik Rokokotilbrigðanna og hef reyndar meiri ánægju af að hlýða á þau leikin þannig. Óvirðing Áður en leikur sinfóníu Gunnars Bucht hófst fóru töluvert margir tónleikagestir á braut. Líklega hafa þeir óttast að þurfa að sitja undir ein- hverju þungmeltu nútímatorfi og því talið hyggilegast að forða sér. Ég flokka þessa framkomu undir óvirð- ingu við hljómsveitina. Þeim var i lófa lagið að pípa allt saman niður að flutningi loknum, hefði þeim þótt ástæða til. Það var raunar mátulegt á þá sem hlupu í brott, að missa af þessu ágæta verki. Ég skil vel val Páls á þessu verki. Honum fórst lika vel að laða fram massífan hljóm blásar- anna og tókst að dylja veikleika fámennra strengja, sem annars skil- uðu sínu hlutverki með prýði. Páll geldur þess kannski að vera hljóm- sveitarmönnum of nákunnugur. Hann leggur sig hins vegar fram við að gera mikið fyrir sína félaga með góðri slagtækni og góðum innkomu- gjöfum. Sinfónía Gunnars Bucht getur tæpast talist frumlegt verk, en hún er afar þægileg áheyrnar. Sumum þykir hún ugglaust gamal- dags. \ J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.