Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979. 13 Kópavogur: Yfirvaldið vill losna við unglingana á Hallærisplanið — segir stjórnarmaöur í Gerplu í Kópavogi „Neitun bæjarfógetans í Kópavogi kom okkur á óvart,” sagði Þórunn ísfeld, stjórnarmaður 1 íþróttafélag- inu Gerplu Kópavogi, en fógeti leyfði ekki diskótek í Kópavoginum eins og DBgreindi frá. „Gerpla hefur einu sinni áður haldið slikt diskótek og þá urðu engin ólæti. Hins vegar hafa orðið ólæti eftir diskótek sem íþróttafélag Kópa- vogs og Blakdeild Breiðabliks hafa haldið. Við héldum diskótek 21. apjcil ogþá fór ekkert úrskeiðis. ... - Fógeti telur ábyrgðarmenn ..hald- litla. Ég skal ekki segja-^tm-áðra, en okkar ábyrgðarmennhafa staðið sig í sínu starfi. Það er mín reynsla að þau börn, sem hafa verið með ólæti eftir þessar skemmtanir séu ekki i íþróttafélögun- um. Ég tel hins vegar að fógeti og lögreglan vilji losna við þessa ungl- inga á Hallærisplanið til þess að hafa ekki áhyggjur af þeim. Ég sótti skriflega um leyfi fyrir diskótekinu eftir hádegi á föstudag,. en það átti að halda á laugardag. Ég var síðan látin bíða í hálftíma hjá fógeta og fékk munnlega neitun.” - JH Útvarpið hættir að senda sjómönnum morse-fréttir: SJÓMENN REIÐIR ÚT í ÚTVARPH) Borgum fullt afnotagjald en missum af fréttunum, segja skipverjará Selfossi Áhöfn ms. Selfoss, alls 30 manns, hefur sent Dagblaðinu bréf, þar sem greint er frá þjónustu við íslenzk skip, sem nú hefur verið felld niður, far- mönnum til ama. Undanfarin fjölmörg ár hefur Reykjavíkur-radíó sent út daglega á morsi stutt ágrip innlendra frétta frá fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þessir fréttapistlar hafa verið litlir að vöxtum, eða rúmlega hálf vélrituð síða, og myndu ekki þykja merkilegt fréttablað ef því væri dreift meðal fólksí landi. En þeir sem dveljast víðs fjarri heim- ilum sínum og heimalandi mestan hluta ársins fagna hverjum möguleika til þess að fá fréttir að heiman. Þessar morse- fréttir hafa því gegnt m'ikilvægu hlut- verki, enda oft einu íslenzku fréttirnar sem fólkið á farskipunum fær svo vik- um skiptir. En um síðustu mánaðamót hætti Reykjavíkur radíó þessum útsending- um. Þessu mótmæla skipverjarnir á ms. Selfossi harðlega og vonast til þess að þær ríkisstofnanir sem hlut eiga að máli sjái að sér. Skipverjarnir benda á að þeir eru islenzkir ríkisborgarar, sem greiða sína skatta og skyldur, þar með talið fullt afnotagjald af útvarpi og sjónvarpi. „Ástæðan fyrir því að þessi þjónusta var lögð niður,” sagði Stefán Arndal, stöðvarstjóri í Gufunesi, ,,er sú að Ríkisútvarpið, sem staðið hefur fyrir þessari þjónustu og borið kostnað af henni, hefur fellt hana niður af fjár- hagsástæðum.” „Við ráðum þessu ekki,” sagði Stefán. ,,Þetta er aðeins þjónusta, sem Landssíminn hefur tekið að sér fyrir ákveðið gjald. í athugun er að breyta þessu fyrirkomulagi. j Kostnaður fyrir árið 1979 var áætl- aður 4 milljónir króna. Sent hefur verið út fjórum sinnum á sólarhring á fjórum tiðnum. Ég lagði til að þessum útsendingum yrði fækkað um helming, þ.e. að sent yrði út tvisvar á sólarhring á þremur tíðnum, til þess að gera þetta viðráðan- legra fyrir útvarpið. Ég held að það ætti að nægja fyrir skipin. Ég hef þá trú,” sagði Stefán, „að þessi þjónusta verði tekin upp á Prinsessan hálftíma styttri: Kostnað- ur enn ekki Ijós Aðstandendur söngleiksins Prinsess- unnar á bauninni, sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu, komu saman í gærdag og samþykktu að stytta sýninguna. Verður hún nú tveir og hálfur klukku- tími í stað þriggja áður. Aðallega voru teknar út endurtekningar. Sýningin hefur hlotið slæma dóma gagnrýnenda og þá bæði fyrir lengd og það hversu miklu er eytt í það að gera verk sem ekkert er glæsilegt á sviði. ívar H. Jónsson skrifstofustjóri Þjóð- leikhússins var í gær spurður að því hvað prinsessan kostaði. „Það er alls ekki ljóst ennþá. Allir reikningar eru ekki komnir inn ennþá og þó að við höfum okkar kostnaðaráætlun er hún ekki þannig að hægt sé að birta hana í blöðunum,” sagði hann. - DS Egill Ólafsson á æfingu fyrir „Prins- essuna” — nú á að skera sýninguna niður. DB-mynd Bj.Bj. Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk „Vísum ekki gestum út á gaddinn í júlf’ Alþýðuleikhúsið — sunnandeild — hefur ákveðið að binda enda á það ófremdarástand að leikhúsgestum sé vísað út á gaddinn í júlimánuði og hefur þvi ákveðið að sýna nýtt leikrit, Blómarósir, eftir Ólaf Hauk Símonar- son út júlímánuö. Síðari hluta ágúst verður farið með verkið í leikför um landið. Æfingar á Blómarósum standa nú yfir og verður frumsýningin á næst- unni, að því er segir í fréttatilkynningu frá Alþýðuleikhúsinu. Blómarósir er ádeilinn gamanleikur og fjallar um líf nokkurra iðnverka- kvenna, persónuleg afdrif þeirra og samskipti við vinnukaupendur. Leikstjóri Blómarósa er Þórhildur Þorleifsdóttir og tónlist eftir Ólaf Hauk. -ÓV Gatnagerðargjöld lækka á Bakkanum Eins og kunnugt er af fréttum varð mikil óánægja meðal Eyrbekkinga í vetur út af gatnagerðargjöldum sem lögð voru á hluta þorpsbúa vegna malbikunar á hluta aðalgötunnar. Hreppsnefndin hefur í vor fjallað um málið og samþykkti nú nýlega að lækka gjaldstuðla reglugerðar um gatnagesCargjö'd um 33%. Eru gjaldéndúr^ auðvitað ánægðir með þessa breytmgu, en gera sér um leið grein fyrir fTvi að fé til varanlegrar gatnagerðar á Eyrarbakka minnkar allverulega og um leið lengist 1 það að allar götur þorpsins verði slitlags- bundnar. - GAJ / MKH, Eyrarbakka Smurbrauðstofan BJORNINN NjáEsgötu 49 — Simi 15105

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.