Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979. 70 þúsund króna vinningurinn til Akraness: „Maður getur leyft sérýmislegt þegar maður dettur f lukkupottinn” Keypt inn með ungum Akraneshjónum „Ég kaupi eftir hendinni eins og það er kallað, í það minnsta núna, þar sem ég hef ekki aðstöðu til þess að geyma miklar birgðir af mat. Þar að auki er vinnustaður minn skammt frá búðinni þar sem ég verzla, þannig að ég þarf ekki að far'a langar leiðir til þess að komast í búð,” sagði Guðrún Guðmundsdóttir, sem fékk mánaðarúttektina fyrir marzmánuð. Upphæðin sem Guðrún má verzla fyrir er um 70 þúsund kr. Það er meðaltalskostnaður þeirra þriggja manna fjölskyldna sem þátt tóku í könnun Dagblaðsins og Vikunnar á kostnaði við heimilishaldið. — Guðrún vinnur fyrir hádegið á leik- vellinum á Akranesi, en eftir hádegið ,,Þið voruð heppin að koma einmitt i dag,” sagði Guðrún þegar Dagblaðs- menn komu i heimsókn. „Það er saumaklúbbur i kvöld og ég er búin að baka heilmikið.” — Það var orð að sönnu. Við fengum að smakka á tveimur tertum og döðlubrauði (með borgfirzku smjöri). Fengum meira að segja uppskriftirnar, sem við birtum siðar. DB-myndir Bjarnleifur Bjarnleifs- son. Tramparar herra Fústsendum Skóhúðin Suðurveri Stigahiíð 45-47 - Sími83225. LJOSMYNDIR: BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Hefur alltaf haldifl bókhald ,,Ég er alveg á því að það sé lauk- rétt að halda heimilisbókhald,” sagði Guðrún. „Það má vera að útkoman verði svipuð peningalega, en samt tel ég að maður reyni frekar að bruðla ekki með peningana ef maður skrifar öll útgjöldin niður. Annars fmnst mér alveg óskaplega erfitt að fylgjast með því hvað hlutirnir kosta, — það eru alltaf þessar eilífu verðbreyting- ar.” Ungu hjónunum kom saman um að gott væri að búa á Akranesi. Þar sinnir hún húsmóðurstörfum cjg gætir 14 mánaða gamallar -dðttur sinnar, Gyðu. Eiginmaður Guðrúnar er Einar Jónsson bæjargjaldkeri á Akranesi. — Ungu hjónin búa i hluta af einbýlishúsi sem þau eru að byggja, að Reynigrund. Blm. og ljósm. Neytendasíðunnar ræddu við ungu hjónin á heimili þeirra og eftir skemmtilegar viðræður og mjög góðan viðurgjörning var haldið til að 4 Ekki má vanta blessað kaffið. Það fer þó að mestu leyti i „gesti”, þvi ungu hjónin drekka te að jafnaði. verzla. Kusu þau að verzla í Verzlun- inni Einar Ólafsson á Skagabraut en þar hafa þau jafnan verið viðskipta- vinir. 4 Mjög góður kjötiðnaðarmaður er starfandi í verzluninni og luku ungu hjónin lofsorði á áleggsframleiðslu verzlunarinnar. Auðvitað varð eitt úrbeinað lambalæri að fylgja með i innkaupunum. I L J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.