Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 24
28 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979. UPPSIGLINGU Læknir Tjaldanesheimilisins: Flestir vistmenn fá aðeins vítamín — foreldrafélagið lýsir yf ir fullum stuöningi við forstöðumanninn Erlendu vinsældalistarnir: NÝ TOPPLÖGí Efstu sæti erlendu vinsældalist- anna fimm eru lítið breytt frá því i. síðustu viku, en vænta má einhverra Þessi skallakarl heitir Mike Batt og hefur unnið sér það til frægðar að hafa samið lagið Bright Eyes, sem verið hefur á toppi enska vinsældalistans siðustu vikurnar. — Ekki er skalli Batts með öllu náttúr- legur. Eitthvert síðdegið, þegar hann vissi ekkert livað hann átti að taka sér fyrir hendur, ákvað hann að raka af sér allt hárið. — Mig hefur lengi langað að vita hvernig ég liti út með skalla, segir Mike Batt, svo að ég lét verða af þessu vopnaður skærum, rak- vél og spegli. Hins vegar er ég hræddur um, eftir að hafa séð sjálfan mig hárlausan, að ég kærði mig ekkí um að leggja það fyrir mig að vera sköllótt- ur. breytinga innan tíðar. I Englandi til dæmis er sænska hljómsveitin ABBA á hraðri uppleið, fer úr þrítug- asta sæti í níunda með lagið Does Your Mother Know. Burtséð frá því að þetta er dæmigert ABBA-lag þá er það einmitt einnig dæmigert topplag á vinsældalistum. Því má ætla að veldi Art Garfunkels á toppi enska listans sé nú ógnað. Lagið sem fer með hvað mestum krafti upp bandaríska vinsældalist- ann núna er Hot Stuff með diskó- söngkonunni Donnu Summer. Það er nú í sjöunda sæti og hækkar sig um níu sæti frá því í fyrri viku. — Donna er Bandaríkjamönnum mjög hjartkær um þessar mundir burtséð frá því að diskótónlistin er aðal- músíkin vestan hafs um þessar mundir. Það er því ekki út í bláinn að Spá því, að Donna Summer komist í efsta sætið von bráðar. í Hollandi er bandaríska hljóm- sveitin Cheap Trick i efsta sætinu með lag, sem nefnist I Want You To DIRE STRATIS — enska hljómsveitin sem sló fyrst í gegn í Bandarikjunum með laginu Sultans Of Swing er nú í efsta sæti vinsældalistans í Hong Kong. Innan skamms er væntanleg frá hljómsveitinni breiðskífa, sem vafalaust inni- heldur margt forvitnilegt. Want Me. Hljómsveit þessi er lítt þekkt hérlendis en hefur á undan- förnum árum verið í stöðugum upp- gangi í heimalandi sínu. Hún er sögð leika hressilegt rokk og hefur verið likt við hljómsveitina Cars, sem gerði garðinn frægan fyrir nokkru. Kínverjar eru nýbúnir að uppgötva lagið In The Navy, sem geysist nú upp Hong Kong-listann. Af því lagi er það að frétta að bandaríski sjóher- inn íhugaði að nota þetta vinsæla lag hljómsveitarinnar Village People sem áróðurslag til að plata menn til að ganga i sjóherinn. Fyrir nokkru var tilkynnt að fallið hefði verið frá því. Sérstaklega var tekið fram að lagið þætti ekki ónothæft vegna kynvillu liðsmanna Village People, heldur vegna þess að lagið hefði takmarkað áróðursgildi þegar frá væri talið viðlagið. „Stærstur hluti vistmanna hefur aldrei fengið nein lyf nema vítamín,” segir m.a. í yfirlýsingu Þrastar Lax- dal, læknis Tjaldanesheimilisins, en ásakanir hafa komið fram um óeðlj-- legar lyfjagjafir þar. Á fundi með stjórn heimilisins, stjórn félags foreldra vistmanna, lækni heimilisins, héraðslækni Mos- fellssveitar og landlækni, auk for- stöðumanns heimilisins og starfs- manna í gærkvöldi, kom fram fullur stuðningur þessara aðila við for- stöðumann Tjaldanesheimilisins. Fyrir um það bil tveim árum kærði kona ein forstöðumanninn fyrir að hafa slegið einn vistmanna skömmu eftir að hann hafði komið úr höfuð- uppskurði. Á fundi með stjórnum félags for- eldra og Tjaldaness í gær kom fram að konan sem kærði var þá í stjórn foreldrafélagsins og tengd viðkom- andi vistmanni. Var hún þá hin eina innan stjórnarinnar, sem ekki vildi að fullu sætta sig við afgreiðslu þá er málið hlaut af landlækni og heil- brigðisráðuneyti. Vildu stjórnarmenn foreldrafélags- ins og Tjaldanesheimilisins halda því fram að réttmæti ákæranna á hendur forstöðumanninum sæist bezt á þvi að viðkomandi kona hefði eindregið verið þess mjög hvetjandi að viðkom- andi vistmaður væri áfram að Tjaldanesi. Var hann það lengi eftir að hinn kærði atburður átti sér stað. Kona þessi er nú í stjóm Réttar- verndar. Á fundinum í gærkvöldi kom fram mikil gagnrýni á talsmenn samtak- anna Réttarvernd, sem hafa í blaða- viðtölum talið mjög brýnt að kæru- mál þessi væru könnuð hið skjótasta. Að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis taldi formaður Réttarverndar sig í gærdag ekki geta komið til fundar vegna Tjaldanesmálsins fyrr en að hálfum mánuði liðnum. Einnig taldi landlæknir mun tregara að afla gagna frá Réttarvernd en fram hefði komið opinberlega. Ásakanir sem fyrir liggja bréflegar frá starfsstúlkum taldi forstöðu- maður Tjaldaness, að væru af reiði vegna uppsagnar einnar starfsstúlk- unnar á sínum tíma. Sú uppsögn hefði raunar verið dregin til baka. „Við hörmum hvernig farið hefur verið með þetta mál og að aðeins ein hlið þess var könnuð í byrjun,” sagði Salóme Þorkelsdóttir, formaður stjórnar Tjaldanesheimilisins. Undir það tóku þeir Hilmar Sigurðsson, stjórnarformaður foreldrafélagsins, þegar hinir kærðu atburðir eiga að hafa átt sér stað, og Páll Marteinsson núverandi formaður. Öll töldu þau raunar mjög óeðli- legt að mál sem þetta væru rædd svo mjög á opinberum vettvangi en í þessu tilviki hefði, að þeirra mati, verið vegið svo svivirðilega að for- stöðumanni Tjaldaness og lækni, að ekki væri hægt að láta kyrrt Hggja. Ákærur á hendur forstöðumanni töldu allir viðstaddir fullljóst að væru fjarstæða og efnislega ekki svaraverðar. í yfirlýsingu læknis heimilisins, Þrastar Laxdals, kemur fram að hann telur upplýsingar fyrrverandi starfsfólks bera vott um augljósa vanþekkingu og villandi vitnisburð. Vistmenn að Tjaldanesi séu mis- munandi heilaskaðaðir. Nokkrir þeirra séu einnig haldnir flogaveiki og þurfi á stöðugri og margvíslegri lyfjameðferð að halda. Sumir þeirra hafi svarað mjög illa flogaveikimeð- ferð eins og títt sé með heilaskað- aða. Hafi þvi ósjaldan orðið að prófa sig áfram með lyfjameðferð í mis- munahdi skömmtum í von um beztan árangur. í lok yfirlýsingar sinnar segir Þröstur Laxdai að honum vitanlega hafi lyfjagjafir og lyfjabreytingar á Tjaldanesi aðeins farið fram í fullu samráði við lækni. Ásökunum um „lyf á línuna” og , .óhugnanlegar til- raunir” vísar hann til föðurhúsanna. Þröstur hefur verið læknir Tjaldanes- heimilis í sjö ár. - ÓG {Ásakanir á hendur forstöðumanni eru efnislega ekki svaraverðar, segir stjðrn félags foreldra vistmanna að Tjaldanesi. Á myndinni eru frá vinstri: Birgir Finns- son forstöðumaður, Hilmar Sigurðsson, fyrrverandi formaður félags foreldra og núverandi stjórnarmaður sama félags, Friðfinnur Ólafsson I stjórn Tjaldanes- heimilisins, Friðrik Sveinsson héraðslæknir f Mosfeilssveit og Ólafur Ólafsson landlæknir. DB-mynd Hörður. ENGLAND 1. (DBRIGHT EYES 2. (3) POP MUZIK 3. (8) HOORAY HOORAY IT'S A HOLI-HOLIDAY Boney M 4. (7) GOODNIGHT TONIGHT Wings 5. (2) SOME GIRLS 6. (6) THE LOGICAL SONG 7. (5) SHAKE YOUR BODY IDOWN TO THE GROUND) . Jacksons 8. (13) KNOCK ON WOOD 9. (30) DOES YOUR MOTHER KNOW 10. (4) COOL FOR CATS BANDARÍKIN 1.(1) REUNlTED 2. (4) IN THE NAVY 3. (2) HEART OF GLASS 4. (3) MUSIC BOX DANCER 5. (S)KNOCK ON WOOD 6. (11) SHAKE YOUR BODY 7. (16) HOT STUFF 8. (8) STUMBLIN' IN Suzi Quatro b Chris Norman 9. (9) TAKE ME HOME 10. (14) GOODNIGHT TONIGHT HOLLAND 1. (2) 1WANT YOU TO WANT ME CheapTrick 2. (3) CASANOVA 3. (1) HOORAY HOORAY 4. (4) SOME GIRLS \ 5. (8) ONE WAY TICKET 6. (7) HALLELU JAH 7. (9) STIRITUP 8. (6) SAVE ME 9. (5) IN THE NAVY 10.(11)1 WILLSURVIVE HONG KONG 1.(1) SULTANS OF SWING 2. (2) DOG AND BUTTERFLY 3. (7) BLOW AWAY 4. (10) 1WILL SURVIVE 5. (9) CRAZY LOVAE 6. (20) IN THE NAVY 7. (5) EVERY TIME ITHINKOFYOU The Babys 8. (6) MUSIC BOX DANCER Frank Mills 9. (4) HEART OF GLASS Blondie 10. (8) CAN YOU READ MY MIND Maureen McGovern VESTUR—ÞÝZKALAND 1.(1) HEART OF GLASS 2. (4) CHIQUITITA ABBA 3.(6) TRAGEDY 4. (3) 1 WAS MADE FOR DANCING 5. (2) Y.M.C.A 6. (S)SANDY 7. (10) IN THE NAVY 8. (8) BABY IT'S YOU 9. (7) WE'LL HAVE A PARTY TONITE NITE. 10. (9) DA YA THINK l'M SEXY

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.