Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 2
skó'r — skór — skór — skór — skór — skór — skór — skór — skór 2 V „Það var loðnan sem hætti að láta veiða sig,” segir bréfritari. DB-mynd Hörður. Loðnuveiðarnar við Jan Mayen: Norðmenn hættu ekki veiðunum Sjómaður hringdi: Nú þegar öll blöð eru full af frétt- um af Jan Mayen-málinu langar mig að benda á eitt atriði sem ég hef ekki séð að hafi neins staðar komið fram. Þó að Norðmenn hafi þótzt hætta loðnuveiðum við Jan Mayen í fyrra þegar þeir voru búnir að veiða 125 þúsund tonn þá er það alls ekki rétt. Norðmenn hættu ekki veiðunum af neinni göfugmennsku heldur var það loðnan sem hætti að láta veiða sig. Þetta hefur ekki komið fram. Það var einfaldlega engin loðna eftir þarna. Þetta sannreyndu íslenzkir sjómenn sem fóru á þetta svæði. \ skór — skór — skór — skór — skór — skór — s Italskir spariskór Litir: Svart og hllað leðurfóöraðir leðursóli Opið í kvöld tilkl 7. Laugardag til kl. 12. Póstsendum Sólveig Laugavegi 69, sími16850. SkóverzJunin Alma Aðalstræú'9, sími 19494. o>fs — jg>fs — jo>fs — jgy/s — jgy/s — jgy/s — V DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980. Tregða til að afhenda verkamannaíbúðir? íbúðareigandi við Hringbraut skrif- ar: í sambandi við lánveitingar hús- næðismálastjórnar viljum við eig- endur íbúða í elztu verkamannabú- stöðum við Hringbraut í Reykjavik gera sérstaka athugasemd. Veitt er lán til kaupa á nýjum verkamannabú- staðaíbúðum sem eru afhentar til fullrar eignar þegar lánin hafa verið greidd upp, en þó ekki fyrr en eftir 20 ár frá afhendingartíma íbúðanna. Nú hefur komið i ljós tregða til að afhenda sumar slíkar íbúðir og eru þær háðar lágu matsverði þótt lánin hafi verið greidd upp. Eignast því kaupendurnir ekki slíkar íbúðir. Er því ekki ráðlegt að kaupa slikar íbúðir, hvorki sem nýjar eða gamlar. Vara ber fólk við að kaupa íbúðir sem það raunverulega eignast ekki. Nú er t.d. sótt um lán til að kaupa þannig gamla íbúðsem er metin e.t.v. 60% undir markaðsverði, en kaup- andinn eignast heldur ekki þannig íbúð og er því hæpið að veita lán út á slík kaup, að okkar mati. Hins vegar er hér spurning um möguleika seljenda sem fær e.t.v. aðeins 40% af andvirði íbúðar sinnar er hann selur. Hann þarf e.t.v. að selja vegna breytinga á fjölskyldu og ibúðin hentar ekki eða þá að selt er vegna búsetu annars staðar. Áminning: „llla gert að varpa upp ranghugmyndum” Herra ritstjóri. í blaði yðar í dag er myndarleg frá- sögn í tilefni af 30 ár afmæli Þjóð- leikhússins. Þar er margt ranghermt einsog vera ber í blaðagrein. Ég hirði ekki að leiðrétta neitt afþvi. Vilþó taka fram að leikrit það sem húsið er að fara að sýna var ég ekki nein tvö ár að grafa upp á Landsbókasafni, heldur er það verk sem ég samdi að gamni minu upp úr handriti Sigurðar málara sem varðveitt er í Þjóðminja- safninu. Það hefur aldrei týnst þó segja megi að það hafi gleymst um sinn (röska öld). En þetta eru smámunir og tittlinga- skítur sem varla tekur þvt að leið- rétta. Hitt er öllu alvarlegra þegar blaðið heldur því fram að „Matthías Jochumsson hafi stælt Smalastúlk- una þegar hann skrifaði Skugga- Svein”. Þetta er heimskuleg full- yrðing, hvaðan sem hún er komin, og meiren vafasöm samanburðarbók- menntasaga. Þau sex ár sem ég hef varið frium stundum minum í að skoða plögg Sigurðar á Þjóðminja- safni hefi ég ekkert fundið sem bendir til þess að handrit Smalastúlk- jnnar eftii Sigurð sé eldra en frá 1872. Þ.e.a.s. áratug yngra en Skugga-Sveinn. Vilji menn leiða getum að hug- myndaskyldleika þessara tveggja verka verða þeir að fara varlegar en þetta. Það er illa gert að varpa upp ranghugmyndum, byggðum á skiln- ingsleysi og fávisku um svonalagaða hluti. Leikhúsið og dagblöðin ættu raunar að láta bókmenntafræðina um þetta verkefni. Það hygg ég að yrði affarasælast. Með bestu kveðju, Þorgeir Þorgeirsson. (Athugasemd blaðamanns) Á ferð minni um Þjóðleikhúsið i síðustu viku sem grein mín er byggð á, rabbaði ég við blaðafulltrúa Þjóð- leikhússins, Arna Ibsen. Það sem kemur fram í greininni og það sem þér minnizt á er byggt ásamtalinu við1 blaðafulltrúann. Hvort það sé rétt eða rangt treysti ég mér ekki til að segja um, en leyfi mér að vísa á Árna Ibsen. Elín Albertsdóttir. Hvað dvelur útimarkaðinn? Borgari hringdi: Ég vil láta I Ijós þá ósk mína að úti- markaðurinn verði starfræktur á Lækjartorgi í sumar. Það eykur mjög þennan skemmtilega bæjarbrag sem menn eru að sækjast eftir. Mér finnst eins og þá fyrst færist smálifsmark i miðbæinn okkar. , Krá útimarkaðinum. DB-mynd Höröur. Bliss-táknmálið: STARFSEMIN ER FLUTT í grein um Bliss-táknmálið i Dag- blaðinu þriðjudaginn 8. april sl. er þess getið að Anna Hermannsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir starfi við Raddir lesenda Halldór Kristjánsson skrifar: Enda þótt ég reyni að leiðbeina fá- fróðum um eitthvað er ekki rétt að kalla allt sem ég segi frá ,,mínar hugmyndir”. Þó ég til dæmis geti þess að þegar Danir reikna út hve marga þingmenn hvert kjördæmi skuli hafa taka þeir víðáttu kjör- skóla fyrir fjölfötluð börn, Sel- tjarnarnesi. Sú starfsemi hefur flutzt annað og hið rétta er að þær Anna og Ingibjörg starfa við Athugunar- og dæmisins með í dæmið sem einn gjörandann þá er ekki rétt að kalla það mína hugmynd. Slíkt finnst mér bera vott um lélega eftirtekt, slappan skilning eða óvand- aða umsögn, en þetta hvert um sig fer mönnum heldur illa, jafnvel þó ekki séu hæstaréttarlögmenn. greiningarstöðina í Kjarvalshúsi, 'Sæbraut 1, Seltjarnarnesi. Er hér- með beðizt velvirðingar á þessum mistökum. (juöný Ella Siguröardóttir. LÉLEG EFTIRTEKT — orðsending til Harðar Ólafssonar hrl. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.