Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980. 7 Erlendar fréttir Afganistan: Grannríkjunum gefið undirfót Stjórnin í Afganistan reynir nú að fá viðurkenningu grannríkjanna írans og Pakistans. Sovézka fréttastofan Tass segir i fréttum frá Kabul að stjórnar- flokkurinn í Afganistan hafi lýst yfir vilja til að koma sambúðinni við grannríkin í betra horf. íran og Pakistan álíta stjórnina sem komið var á laggir í kjölfar innrásar Sovét- ríkjanna í Afganistan ólöglega. Portisch-Spassky: Jafntefli Ungverski stórmeistarinn Lajos Portisch og Boris Spassky fyrrum heimsmeistari í skák gerðu jafntefli í 7. einvígisskák sinni eftir 20 leiki. Þá er staðan i einvígi þeirra sú að Portisch hefur 4 vinninga, Spassky 3. Sá, sem hlýtur 5.5 vinninga í einvíginu ber sigur úr býtum. 8. skákin verður tefld í kvöld. Túnis: 13 hengdir Þrettán dauðadæmir menn í Túnis voru hengdir í borginni Gafsa. Þeim var gefið að sök að hafa tekið þátt i skæruliðaárás í janúar. Vinstri leiðtogar í Frakklandi og víðar höfðu beðið Habib Bourgiba forseta að þyrma lífi mannanna. Salisbury: Götuballítil- efni sjátfstæðis íbúar í Salisbury, höfuðborg hins nýja ríkis Zimbabwe — áður Ródesía, dönsuðu á götum úti og glöddust ákaf- lega í nótt þegar landið varð formlega sjálfstætt. Charles Bretaprins afhenti Robert Mubabe völd við flóðlýsta athöfn á gríðarstórum íþrótta- leikvangi. Síðan var brezki fáninn dreginn niður í siðasta sinn og nýr fjór- lita fáni Zimbabwe dreginn að húni við mikinn fögnuð yfir 20.000 manna, sem viðstaddir voru er 21 fallbyssuskoti var hleypt af í tilefni atburðarins. Hann táknar það að endi er bundinn á margra ára blóðuga baráttu þeldökka meirihlutans, fyrir þvi að ráða sjálfur ráðum sínum í eigin landi. Robert Mugabe: Fyrsti forsætis- ráðherra Zimbabwe. Starfsmenn Efnahagsbandalagsins sakaðir um fyllirí og siðleysi: „DAUDADRUKKNIR HQLU DAGANA” og „hegða sér ósiðlega ef svo ber undir” L’Union Syndicale, samtök launa- fólks í Brussel, hafa mótmælt fram- burði í skýrslu um agavandamál starfsmanna framkvæmdanefndar Efnahagsbandalagsins í höfuð- stöðvum bandalagsins. Skýrslan er skrifuð af Sir Roy Denman, brezkum aðaldeildarforstjóra hjá Efnahags- bandalaginu. Hann segir í tilskrifinu að starfsmenn „geti leyft sér að vera dauðadrukknir heilu dagana” og „hegða sér óðsiðlega ef svo ber undir.” Reiði starfsmannanna var enn meiri þegar fullvíst þótti að á- sakanirnar ættu upphaf sitt að rekja til eins framkvæmdanefndar- mannsins. Sir Roy vann skýrsluna á grundvelli athugana á því hvernig bæta mætti vinnuafköst innan veggja Aðalstöðvar Efnahagsbandalagins I Brussel: Þar „djúsa” menn rneira en goou meðalhófi gegnir. aðalstöðva EBE. Fimm manna vinnuhópur undir forsæti Hollendingsins Dirk Spierenburgs fékk það verkefni að kanna vinnu- aðstöðuna og afköstin hjá starfs- mönnum. L’Union Syndicale nefnir Sir Roy hvergi á nafn í yfirlýsingu sinni Þar er sagt að ásakanir hans séu „ófor- skammaðar.” Samtökin hvetja Roy Jenkins, formann nefndarinnar, til að neita að taka innihaldið í skýrslunni til greina. Brezka blaðið The Guardian fjallaði um málið fyrir skömmu og segir að ekki sé ástæða til að ætla að drykkjuskapur og siðleysi sé meira meðal starfsmanna EBE en starfs- manna í öðrum stórum fyrirtækjum og stofnunum. „Hræðist ekki efnahags- og hernaðarógnanir Bandarikjanna. Allt sem Carter gerir er í eigin þágu. Hann vill endurkosningu svo hann geti haldið áfram glæpaverkum sínum næstu 4 árin,” sagði Khomeini trúar- leiðtogi írans í sjónvarpsávarpi í gær. Carter tilkynnir enn nýjar refsiaðgerðir gegn íran: Imfhibmgur og ferðafóg bönnud „Næstu skrefin gætu orðið upptæk af stjórninni í Washington, við 103 ríki sem aðild eiga að alþjóð- hernaðaraðgerðir ef efnahagsþvinganir og pólitískar refsiaðgerðir duga ekki til að frelsa gíslana í Teheran,” sagði Carter Bandaríkjaforseti á blaða- mannafundi í Hvíta húsinu í gær. Forsetinn tilkynnti enn frekari aðgerðir af hálfu stjórnar sinnar gegn íran. Allur vöruinnflutningur frá íran til Bandarikjanna er stöðvaður. Sömu- leiðis gengur þegar í gildi bann á ferða- lögum til frans og bann við viðskipta- samningum bandarískra aðila við írani. Vopn sem íran átti i pöntun í Bandaríkjunum, og sem voru áður gerð verða afhent Bandaríkjaher eða seld til annarra landa. Þá hefur forsetinn farið þess á leit við þingið að leyfi fáist til að taka af 8 biiljón dollara írönskum inneignum í bandarískum bönkum til að greiða kröfur sem fyrirtæki og einstakiingar telja sig eiga heimtingu á vegna byltingarinnar í íran og afleiðinga hennar. Bandaríkjastjórn hafði áður „fryst” innstæðurnar. Carter beindi því til fréttastofnana og blaðamanna i landinu að þeir takmörk- uðu sem mest starfsemi sína í íran. Hann sagðist ef til vill fara fram á það legum sjónvarpssendingum um gervi- hnetti (Intelsat) aðsjónvarpssamband Irans við umheiminn yrði rofið. Carter tilkynnti ekki bann á útflutn- ingi á matvörum og lyfjum til írans eins og búizt hafði verið við, en sagði að til greina kæmi að gera slíkt ef það væri talið nauðsynlegt. Ronald Reagan, sem keppir að útnefningu fyrir repúblikana til forsetakjörs í Bandarjikjunum, sagðist i gær styðja siðustu aðgerðir Carters, en „þær hefði átt að framkvæma fyrir fimm mánuðum’.. Ný sending KSS SKÓRNIR MJUKSKINN 0G SKINNFÓÐRAÐIR | MEÐ FÍNLEGUM HRÁGÚMMÍSÓLUM KVENSTÆRÐIR TEG. 3663 NATUR0G SVARTIR TEG.3669 NATUR 0G BRICK VERÐ KR. 19.840. Póstsendum samdœgurs OÓMUS MEDICA EGILSGÖTU 3, SÍMI 18519. BARÓNSSTlG 18. FASTEIGNAVAL Garðastrætí 45 Símar22911 - 19255 Vesturbær 5—6 herb. Vönduð hæö við Meistaravelli. Tvöfaldur bilskúr með meiru. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Mosfel/ssvert — einbýli. Vorum að fá til sölu nýtt einbýlishús um 127 ferm í Helgafellslandi. Allt á ieinni hæð, bilskúr. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. SeHJarnarnes, Miðbraut, Um 140 ferm., neðri hæð i tvibýlishúsi. Hóiahverfi 3ja herb., Um 87 ferm., björt og skemmtileg ibúð i háhýsi, sérlega mikil sameign. I.aus 1/7 nk. Ath. Fjöidi glæsilegra eigna einungis í makaskiptum, flestar hvergi annars staðar á söluskrá. JÓNARASON LÖGMAÐUR Málf/utningsskrrfstofa og fasteignasala SÖLUSTJÓRI: MARGRÉT JÓNSDÓTTIR. KVÖLDStMI 45809. . Y BOKSALAR BARWBÓhAMhW 1Z-26.APRÍL 3& BÓKSALAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.