Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar Óskar eftir að ráða eftirtalda starfsmenn: Pípulagningamann til starfa á Akranesi. Pípulagningamann til starfa í Borgarnesi. Eftir- litsmann til starfa í Borgarnesi. Skrifstofumann til starfa á Akranesi. Umsóknarfrestur er til 26. þ.m. Uppl. veita Guðmundur Vésteinsson, Furugrund 24 Akranesi, símar 93-1680 og 93- 2022 og Húnbogi Þorsteinsson Borgarnesi, símar 93-7207 og 93-7224. Umsóknir sendist til sömu aðila. FISKMATSMAÐUR ÓSKAST Óskum að ráða fiskmatsmann nú þegar til starfa í fiskiðju vorri. Gott kaup fyrir duglegan mann. FISKO H/F SMIÐJUVEGI56 SÍMI77100 OG 35127. Margbrotin tæki halda síðasta lífsneistanum íTftó: LÍFFÆRASAFN í MANNS STAÐ Hversu lengi tekst júgóslavneskunt læknum að halda lífi í Tító forseta? Læknar i Evrópu velta talsvert fyrir sér þessari spurningu. Þeir benda á að ólíklegt sé að forsetinn sé á lifi nema rétt að nafninu til. Marg- brotnar vélar og tæki, sem tengd eru líkamanum, halda í honum síðustu lífsneistunum. Hjarta Títós er bilað, taugakerfið sömuleiðis og hann þjáist auk þess af sykursýki. Heilsunrti hrakaði ört eftir að annar fótur forsetans var tekinn af. .lúgóslavneskir læknar segja aldrei opinberlega hvort sjúklingurinn sé með meðvitund. Margt bendir til að svo sé ekki. Franski prófessorinn I eon Schwartzenberg skrifaði 't París-Match fyrir skömmu grein og réðst að yfirvöldum í Júgóslaviu fyrir ,,þær aðferðir sem notaðar eru til að lengja líf Titós marskálks.” Hann segir að ekki sé hægt að líta á Tító sem lifandi mannveru, heldur TUó á sjúkrabeði. F.in af síðustu mvndunum sem teknar voru af forsetanum. ,,samansafn starfandi liffæra.” halda lífi í manni sem liður kvalir og „Nauðsynlegt er, að berjast gegn á sér ekki viðreisnar von er ódrengi- slíkum leik með mannslíf. Það að legt,” segir franski prófessorinn. MURARAR Vantar sveina í vinnu til að múra 11 íbúðir. Frítt fæði, húsnæði, ferðir, góðar innborganir. Upplýs- ingar gefnar í síma 92-3966 milli kl. 10'og 12 virka daga. Laugardaga og sur.nudaga í síma 92-3403. SKRIFSTOFUSTARF KEFLAVÍK Laust er starf við afleysingar á skrifstofu embættisins frá og með 15. maí 1980. Laun skv. launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 1. maí nk. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík, Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nýr blll. VW Transporter árg. ’80. Ekinn 1400 km, útvarp or segulband. Kjörinn sendibill ársins I Ameriku. Einstakt tækifæri fyrir fyrirtxki. G.M.C. Surburban árg. ’74. Vél og sjálfskipting nýupptekin svo og drif. Sæti fyrir 11 manns. 8 cyl, 350 cub, vökvastýri og bremsur. Góð dekk. Skipti möguleg. Peugeot 504 árg. ’77 á sérstaklega lágu verdi, aðeins kr. 4,5 m. Tveir dekkjagangar, útvarp. Fallcgur, vel með farinn bill. Skipti. Ford Maveric árg. ’74. Nettur, spar- neytinn, 6 cyl., ameriskur bill. Vökva- stýri., sjálfskiptur i gólfi. Grænn. Skipti á ódýrari. BJLAKAUP SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 | Aftaka Kúrda í íran United Press Internatinal hlaut eftirsóttustu blaðamannaverðlaun Bandaríkjanna I ár, Pulitzer-verðlaunin, fyrir beztu fréttamynd ársins. Myndin sýnir iranska stjórnarhermenn taka af lifi kúrdiska uppreisnarmenn i Sananda. Nafn Ijósmyndar- ans hefur ekki verið gefið upp opinberlega af öryggisástæðum. í faðm alþjóðlegs f jármagns: Kína í Alþjóða gjaldeyrissjódinn Kínverska alþýðulýðveldið hlaut í gær aðild að Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum og um leið ákváðu forráða- menn sjóðsins að visa Formósu á dyr. C. Fred Bergsten i utanríkisdeild bandaríska fjármálaráðuneytisins sagði að Kína hefði lengi óskað eftir aðild að Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Bcrgsten sagði ennfremur að Kína myndi að öllum líkindum fá aðild að Alþjóðabankanum, stofnun sem tengd er Alþjóða gjaldeyrissjóðnum traustum böndum. Roberl McNamara forseti Alþjóðabankans er á förum til Kina að ræða við þarlenda fjármálaspekinga. Hópur sérfræðinga Alþjóða gjald- eyrissjóðsins var i Peking i marz sl. i- tengslum við umsókn Kína um aðild. Ákvörðun sjóðsstjórnar var tekin á grundvelli skýrslu sem hópurinn gaf Hua Kuofeng formaöur: Allar dyr opnar fyrir erlendu fjármagni lil láns eöa fjárfestingar I Kina. um ferðina. Nafnlaus embættismaður sjóðsins sagði að einhver vandamál kynnu að skapast i kjölfar aðildar Kína: ,,Þetta er fjandi stórt ríki með milljarð íbúa. Aðild Kina getur þýtt meiri háltar breytingar á uppbyggingu bæði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans.” Þátttaka Kina i þessum aðalstofn- unum alþjóðlegs fjármagns opnar dyr fyrir milljarða lánveitingum þeirra til Kínverja. Alþjóðabankinn lánaði t.d. Indlandi samtals 1.5 milljón dollara 1979. Bankinn lánar þróunarlöndum Ijármagn til áveituframkvæmda, vega og uppbygginga í orkumálum. Enga vexti þarf að greiða af þessum lánum til fátækustu rikjanna. Sagt er að Kina komi til með að eiga rétt á „fátækralánum” Alþjóðabankans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.