Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1980. r DB á ne ytendamarkaði Ódrykkjarhæf mjólk seld fyrir páska Margrél SigurOardótlir hringdi og sagðist hafa keypl mjólk miðviku- daginn 2. april. Á umbúðirnar var stimplað að síðasti söludagur væri 9. apríl. Þessi mjólk reyndist alveg ágæt. Margrét sagðist siðan hafa keypt mjólk aftur laugardaginn fyrir páska, 5. apríl. Hún var lika stimpluð 9. april en nú var svo komið að hún var alveg ódrykkjarhæf. ,,Ég opnaði hverja hyrnuna á fætur annarri og alls staðar var sama sagan , mjólkin var ódrykkjarhæf. Þessi mjólk var begar orðin ódrykkjarhæf á laugar- daginn og þó voru tveir helgidagar framundan. Við neytendur eigum ekki að láta bjóða okkur þetta,” sagði Margrét. Hún sagðist einnig hafa keypt undanrennu og hefði hún verið óæt og öll i kekkjum. „Kvartað er yfir dræmri sölu á landbúnaðarvörum, en með svona vinnubrögðum finnst mér að fram- leiðendur vinni þarna á móti sjálfum sér. Mig langar til þess að fá þeirri spurningu svarað hvort þetta telst neyzluhæf vara ,” sagði Margrét. Nýmlólk Þetta er að vfsu gömul mynd af mjólkurdagsetningu en leyfilegt er að dagsetja mjólkina þrem virkum dögum eftir að henni er tappað á. Mjólk getur þvi verið allt að fimm daga gömul, þegar við kaupum hana, en hún á að vera neyzluhæf a.m.k. tveimur dögum fram yfir siðasta söludag. Undanþáguheimild í reglugerð að „hlaupa yfir helfpdagana” Mjólkin dagsettþrem virkum dögum eftir gerilsneyðingardag ogseldá ábytgð Samsölunnar Skyrkakan var mjög góð á bragðið. Það má skreyta hana ofan á með Mónusúkkulaðidropum eða súkkulaði, en það hleypir kostnaðinum talsvert fram. DB-mynd Bjarnleifur. Skyrkaka úr upp- skriftasamkeppninni Hringdi í ofboði frá Danmörku og bað systurina „Samkvæmt heimild i reglugerð má dagsetja mjólkina þremur virkum dögum eftir gerilsneyðingardag en gefin er undanþága urn helgar eða helgidaga eins og nú um páskana,” sagði Oddur Helgason sölustjóri Mjólkursamsölunnar er við spurðum hann um dagsetningu á páska- mjólkinni sem getið er um í grein annars staðar hér á síðunni. „Þegar svona stendur á höfuni við undanþágu til þess að „hlaupa” yl'ir helgidagana og dagsetja mjólkina með síðasta söludegi þriðja virka dag eftir gerilsneyðingardag. Þetta er gert „á okkar ábyrgð” og því aðeins vegna þess að við erum þess fullvissir að mjólkin helzt neyzluhæf ekki aðeins til siðasla söludags hcldur á hún cinnig að vera það i það minnsta tvo daga þar frant- yfir. Með þessari undanþáguheintild cr verið að gefa Samsölunni tækifæri til þess að dreifa mjólkinni og neytendum tækifæri til þess að kaupa hana á meðan verzlanir eru almennt opnar og þar að auki verða neytendur að fá tækifæri til þess að nota mjólk- ina i það minnsta tveimur dögum eftir siðasta söludag. í þessu ákveðna tilfelli sem þið eruð að spyrja um að neytandi hafi keypt mjólkina daginn fyrir skirdag og að hún hafi verið orðin súr á laugardag verðum við að álykta að þar hafi vcrið um sérstakt tilfelli að ræða. Alls fóru frá okkur um 200 þúsund lítrar af mjólk og voru þeir allir seldir miðvikudag fyrir skírdag. Mér finnst líklegt að ef mjólkin hefði almennt verið skemmd og súr hefðu fleiri látið ykkur heyra í sér en þessi eina kona,” sagði Oddur. ,,Við viljum gjarnan beina þeint eindregnu tilmælum til neytenda að halda el'tir sýnishorni af skemmdri vöru til þess að við getum fengið það til rannsóknar. Það er almenn og viðlekin regla i viðskiptum að fólk skili aftur gallaðri vöru, bæði til þess að fá hana bætta og einnig til þess að viðkomandi framleiðandi geti áttað sig á göllunum og bætt úr þeim,” sagði Oddur. Auðvitað getur verið tafsamt að koma skemmdri mjólkurframleiðslu til skila til Samsölunnar en Oddur bentiáað fyrirtækið sækti gallaðar mjólkurvörur. Fólk þarf ekki annað en að hringja í Mjólkursamsöluna og tilkvnna um vöruna. Hvað varðaði kekki i undanrennu sagði hann að slíkt væri óhugsandi. Þegar kekkir myndast i mjólkurmat er það vegna þess að fitan fer í kekki, en i undanrennu er engin fita. Mikil- vægt hefði verið fyrir Samsöluna að fá þessa „kekkjuðu” undanrennu sem bréfritari talar um til rann- sóknar. Varðandi galla í kókómjólk, sem eitthvað vill enn bera á, sagði Oddur að Mjólkursamsalan hefði fengiðsér- fræðinga frá Iðnþróunarstofnun til þess að fylgjast með framleiðslunni til að freista þess að komast að raun um af hverju þessir gallar stöfuðu. Væri helzt hallazt að þvi að nolað hefði verið gallað kókó og hefur nú verið skipt um kókótegund. Sýnis- horn voru rannsökuð i tveimur fullkomnum rannsóknarstofum ytra en niðurstöður þeirra rannsókna liggjaekki fyrir. -A.Bj. að baka fyrir sig kökuna í dag birtum við uppskrift að skyr- köku. Hún var ein af þeim tuttugu og fimm kökum sem vaidar voru úr mörg hundruð uppskriftum sem bárust í uppskriftasamkeppni DB og Landssambands bakarameistara. Dálítið skemmtileg saga er á bak við skyrkökuna. Höfundur hennar er Bára Eliasdóttir búsett á Dalvik. Þegar búið var eftir mikla vinnu og heilabrol að velja uppskriftirnar i undanúrslitin var hafizt handa um að hringja i höfunda þeirra víðs vegar um landið. Hvernig sem reynt var að ná i Báru svaraði hún ekki simanum, var greinilega aldrei heima. Nöfn þessara tuttugu og fimm voru birt á Neytendasiðunni. Daginn fyrir lokasprettinn hringdi kona til umsjónarmanns Neytendasíðunnar og kvaðst vera systir Báru, búsett í Hafnarfirði. Sagði hún að Bára væri á ferðalagi í Danmörku en hefði hringt til sín þá um morguninn. Hafði hún séð nokkurra daga gamalt DB í kóngsins Kaupmannahöfn og rak þá augun i nafnið sitt meðal hinna útvöldu „bakarameistara”. Nú voru góð ráð dýr, því daginn eftir átti að mæta til leiks með bakaðar kökurnar! Hringdi Bára því i ofboði i systur sína og bað hana um að baka fyrir sig kökuna og koma henni á framfæri. — Og það tókst, en þvi miður komst þessi ágæta skyrkaka ekki lengra en í lokasprettinn. En hérna er uppskriftin: i 125 gr hveiti 125 gr skyr 125grsykur 125 grsmjörl. 1 egg I tsk lyftiduft 1 tsk vanilludropar Smjörl., sykur og egg þeytt vel saman, skyrið látið út í og síðan hveiti og lyftiduftið. Bakast i tveimur tertuformum (22 cm i þvermál) i ca 1 /2 klst. við 190°C hita. Þegar botnarnir eru orðnir kaldir' eru þeir lagðir saman með kremi. Krem: 300 gr skyr 2 dl sykur 3 matarlimsblöð 1 tsk vanilludr. 1/2 dl kakó 2 tsk neskaffi I tsk bananaessens I dl vatn Ef skyrið er þykkt þarf aðeins meira vatn. Byrjað er á að hræra saman skyri og sykri, matarlímið brætt og látið út í vatnið (heitt) með neskaffinu og vanilludropunum. Kakóið látið út i skyrskálina og blandan með matarlíminu sömu- leiðis (aðeins látið rjúka fyrst). Kreminu er smurt á milli botnanna og ofan á. Eins má skreyta kökuna með Mónudropum eða súkkulaði, en þá verður kakan dýrari. Þegar uppskriftin var send inn í nóvember var hráefniskostnaður rétt um 600 kr. -A.Bj. GARÐSHORN Hvemig líta trénút eftir 30 ár? Þegar að því kemur að velja tré i lóðina eftir að undirbúningsvinnunni er lokið verður að gera sér í hugar- lund hvernig trén og lóðin muni lita út eftir 20—30 ár. Gróðursetning verður að vera með tilliti til þess. Fyrst og fremst verður að koma upp skjóli til þess að garðurinn verði þægilegur íverustaður. Garðurinn þarf einnig helzt að vera afdrep þar sem hægt er að dvelja án þess að blasa við allra augum. í skjólbelti þarf að velja tegundir sem eru vindþolnar, t.d. ýmsar víði- tegundir eða íslenzkt birki. Ekki er ráðlegt að planta mjög háum trjám á móti suðri til að fá ekki of mikinn skugga í garðinn. Eins eétti að gæta þess að trén skyggi ekki á útsýni úr gluggum hússins. Hins vegar gæti' verið hentugt að gróðursetja tré þannig að þau byrgi sýn úr gluggum nálægra húsa, þar sem þvi verður viðkomið. Umfram allt, gróðursetjið ekki of þétt. Þar sem tré eru mörg og stór verður of mikill skuggi og blóm og gras þrífst ekki. Blómin verða renglu- leg og grasið ein mosaþemba. Ef menn ala upp tré sín sjálfir er hentugt að planta þétt í fyrstu en þá verður líka að grisja og dreifa plönt- unum á réttum tíma til þess að trén verði ekki spíruleg. Tré sem oft hafa verið umplöntuð mynda þéttan rótar- kökk og þola mun betur flutning en tré sem staðið hafa lengi á sama stað og myndað langar og gisnar rætur. H.L. Hægt er að ala upp trjáplönturnar sjálfur. Á myndinni heldur Hermann Lundholm á afklippum af alaskaösp. Þær eru um 15—20 cm langar og þeim á að stinga beint niður i moldina á ein- hvern skjólgóðan stað, þar sem plönturnar verða ekki fýrir of miklu hnjaski. Þegar þær hafa rótað sig má flytja þær til eftir vild. DB-myndir Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.