Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. 2 /" 11 —............. .... Krísuvíkurskótinn enn ónotaður: Fangelsisvandann mætti leysa þar þar sem þeir eiga afplánun dómsins alltaf yfir höfði sér. Hér er því um augljóst réttlætismál að ræða. Tilefni þessara vangaveltna minna eru sjónvarpsfréttir af skólahúsnæði- i Krísuvík. í það er búið að verja 5— 600 milljónum og það liggur undir skemmdum meðan beðið er á- kvörðunar um hvað gera skuli við það. Áhugamaður um fangelsismál hringdi: Öllum er Ijóst að fangelsi vantar á íslandi. Það er alltaf yfirfullt í öllum fangelsum landsins og oft langir biðlistar þar fyrir utan. Allir hljóta líka að sjá hvílikt óréttlæti það leiðir af sér að ekki sé til nægt fangelsispláss á landinu. Það leiðir oft til þess, að menn verða að bíða, jafnvel mánuðum saman, eftir að geta afplánað dóm sinn. Á þeim tíma getur margt breytzt hjá mönnum. Þeir geta hafa eignazt fjölskyldu og vilja byrja nýtt og betra lif. Þá er þeim gert það ókleift Krisuvíkurskóli. Þar sem alveg hefur verið horfið frá skólahaldi á þessum stað teldi ég alveg tilvalið að breyta þessu húsnæði í fangelsi og ekki þyrfti miklu að breyta til að það gæti gegnt þvi hlutverki. Þetta hús gæti þannig komið í veg fyrir að nota þyrfti þá teikningu að fangelsi sem búin er að liggja á teikniborði í 10—20 ár. Meðþessumóti yrði tvennt gerl i einu; að bjarga miklum verðmætum frá skemmdum og að leysa stórt og mikið þjóðfélagsvandamái. Cripið simann geridgóð kaup Smyrlll. Koma eitur- lyfjasmyglarar hingaðmeð Smyrli? 4337—5512 á Egilsslöðum skrifar: ,,Táp og fjör og frískir menn finnasl hér á landi enn.” Það sannaðist enn einu sinni hér á dögunum þegar nokkrir lögreglu- þjónar i höfuðborginni eltu lítinn og áreiðanlega alsaklausan hund um borgina þvera og endilanga. Að vísu náðu þeir hundinum nteð hjálp barna en hvað um það. Hundurinn var sendur inn í eilífðina. Finnst ykkur þetta ekki frækilegt af- rek? Ætli lögreglu og öðrum sem þjóna málum hennar væri ekki nær að líta betur eftir tvifætta skaðvaldinum, sem flæðir yfir landið í þúsundatali (t.d. á hverjum laugardegi undanfarin ár með Smyrli). Ég er anzi hrædd um að það sé ekki skoðað vel niður í hornin á öllum pokadruslunum, sem þeir eru með og margir eru hissa á hve fljótt öll þessi farartreki og fólk fer i gegnum þennan svokallaða toll og þá er tekið til við að „tæta” bæði yfir vegi og vegleysur, jafnt gróið land og ógróið (og þar erum við líka sek). í þessum hópi er áreiðanlega margur einstaklingur sem 99.99% likur eru á að dreifi eiturlyfjum og hlýtur því að gera þjóðinni meiri skaða en lilill hundur sem 0.01% likur eru á að sé' meðhundaæði. Hví ekki að snúa sér að þessum málum eitthvert árið sem ekki er búið að ráðstafa? Það mætti nefna ár lands og þjóðar eða eilthvað i þá áttina. Kreditkortin í gang 1. júní Gunnar B. Bæringsson fram- kvæmdastjóri skrifar: Svar Kreditkorts hf. til 1798-6857: Vegna fyrirspurnar yðar um hvenær einstaklingar geti byrjað að nota kreditkort hérlendis skal það upplýst að fyrstu kortin verða gefin út í lok næsta mánaðar og er áætlað að fyrsti úttektardagur verði 1. júni næstkomandi. Við getum tekið undir það að mikið af þeim neikvæðu skrifum sem átt hafa sér stað um kreditkort slafa af þekkingarleysi. Þar hefur m.a. verið rætt um hættu á því að kreditkorti sé stolið og það misnotað, að almenningur muni steypa sér í miklar skuldir með notkun kreditkorta og svo framvegis. Samkvæmt reynslu EUROCARD er þetta alrangt. Sannleikurinn er sá að kreditkort hafa gefið mjög góða raun, bæði fyrir einslaklinga og fyrir- tæki, enda eru þau mjög þægilegt og öruggt greiðslukerfi. Korthafi sem verður fyrir þvi að korti hans séstolið ber ekki ábyrgð á misnotkun sem á sér stað með kortinu. Ábyrgðin hvílir öll á kreditkortafélaginu, eða þvi tryggingafélagi sem það hefur endur- tryggt sig hjá. Hins vegar er slik misnotkun mjög sjaldgæf þar sem rithandarsýnishorn korthafa er skrifað á kortið sjálft, og til viðbótar er öllum aðildarfyrirtækjum án tafar gert viðvart ef korti hefur verið stolið oghætta er á misnotkun. Það að almenningur geti steypt sér Gagnrýni Eyjótfs Melsted: Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.1Ó í kvöld Hver er „tantan”? Þráinn Bertelsson hringdi og kvaðst vilja gera fyrirspurn til Eyjólfs Melsted tónlistargagnrýnanda vegna gagnrýni hans í DB síðastliðinn mánudag. Gagnrýnin var um tónleika Guðnýjar Guðmundsdóttur og Philips Jenkins þar sem Beethoven- sónata nr. 2 var á efnisskránni. ,,I þessari gagnrýni segir Eyjólfur Melsted ákaflega merkilegan og for- vitnilegan hlut: „Litleysið gerði það að verkum, að mér fannst leikurinn einna likast afslappaðri sunnudags- síðdegisspilamennsku heima hjá töntu gömlu.” Maður er orðinn vanur alls konar fullyrðingum i gagnrýni en nú langar mig til að vita hver þessi gamla tanta Eyjólfs er og hvers konar tónleikar hafi verið þar þvi fólk er á einu máli um að þessir tónleikar Guðnýjar og Philips Jenkins hafi verið með merkilegri tónleikum, er hafa verið á boðstólum í vetur," sagði Þráinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.