Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. I 7 Portisch-Spassky: 2 skákir í viðbót Stórmeistararnir Portisch og Spassky verða að tefla tvær einvígisskákir i við- bót i Mexíkó til að fá úr skorið hvor skuli halda áfram í keppninni um heimsmeistaratignina í skák. Portisch bauð jafntefli í 18. leik í síðustu skák- inni þar sem hann sá sér ekki vinnings- leik á borði þegar Spassky beitti fyrir sig indverskri vörn. Ef leikar standa jafnir eftir næstu tvær skákir mun Portisch samt vera útnefndur sigur- vegari í einvíginu þar sem hann vann fyrstu skákina og hafði þá svart. 1. maíkaffi Sva/anna Hið árlega Svölukaffi verður lagað í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 1. maí ogdrukkið frá kl. 14.00. Krásum hlaðið borð — glœsilegt skyndihappdrœtti og tízkusýning sem Svöl- urnar annast sjálfar kl. 14.30 og 15.30. Við vinnum að velferð þeirra sem minna mega sín í þjóðfélag- inu. Komið og drekkið Svölukaffi og styrkið okkur með því til að styrkja aðra. Svölukaffi svíkur engan. Svö/urnar, fé/ag fyrrverandi og ... núverandi f/ugfreyja Flugherinn ílran sér skrattann íhverju horni: Öskrandi herþotur æddu yfir Teheran — þóttust hafa séð óþekkt f lygildi á lofti og fylltu borgarbúa skelf ingu Teheranbúar fylltust skelfingu þegar að minnsta kosti fjórar f-4 Phantom herþotur úr flugher írans æddu lágt yfir borgina í gær með til- heyrandi hávaða og látum. Fólk þusti út úr húsum sínum og hélt að þot- urnar tilheyrðu erlendum óvinaher sem ráizt hefði inn i íran. Talsmenn flughersins gáfu út yftrlýsingu og sögðu að ekkert væri að óttast. Flug- vélarnar hafi aðeins verið í eftirlits- flugi og ekki orðið varar við neitt óvenjulegt. Sagt var að þotumar hafi verið sendar á loft eftir að íranir þóttust verða varir við „óþekkt flygildi” yfir Amajor-herstöðinni í Norðvestur-Teheran. Vaxandi tauga- veiklunar gætir í iranska flughernum eftir innrás Bandarikjanna í lok síð- ustu viku þegar misheppnuð tilraun var gerð til að frelsa gíslana i sendi- ráðinu í Teheran. Flugvélar banda- riska flughersins komust langt inn í íran án þess að flugherinn yröi þeirra var. Þá hittust íranskar og bandarísk- ar orrustuþotur í lofti utan við strendur Oman í gær. íranir sögðu að skotið hafi verið á írönsku þoturnar en þær hrakið bandarisku þoturnar á braut. Þessu var hafnað sem rugli í Washington. Frá Kúrdahéruðunum í íran berast fréttir um að vopnahlé hafi tekið gildi. Þar hafa bardagai geisað í mörgum bæjum og borgum i tvær vikur og á annað þúsund manns fallið samkvæmt fréttum fráKúrdist- an. Carter um líksýninguna íTeheran: „Viöbjóður” Carter forseti Bandaríkjanna sagði á fréttamannafundi í Hvíta húsinu i nótt að hann hygðist ekki biðja þjóð sína afsökunar á að hafa efnt til misheppn- aðs herleiðangurs inn í íran. Hann fordæmdi írani fyrir að sýna lík banda- risku hermannanna sem féllu í innrás- inni á föstudaginn opinberlega á götu í Teheran og sagði það „viðbjóð sem hryðjuverkamenn og nokkrir opinberir fulltrúar írans bera ábyrgð á.” Hann sagði írani hafa orðið sér til skammar með líksýningunni. Vorið er komið i Osló. Miðbænnn lifnar eins og vera ber. Veitingamenn tögnuðu fyrsta raunverulega vordeginum með þvi að setja borð og stóla út á gangstétt á Karli Jóhann, aðalgötunni i borginni. Og þar sátu broshýrir Norsarar og teyguðu öl til að veita dálitilli sólarbirtu inn I sálarhróið Ifka. Þeir settu það ekki fyrir sig þó að ölið hafi hækkað á dögunum. Nú þurfa þeir ölþyrstu að borga 17 krónur (1.530 isl. kr.) fyrir hálfs Ifters krús af öli. ERUM FLUTT/R! Bjóðum áfram í miklu úrvali gardínubrautir fyrir einfaldar og tvö- faldar gardínur. Kappar i 8 mismunandi litum og viðartegundum. Einnig útskornir trékappar i barokk-stíl. Ömmu-stengur. Sjáum um mælingar og uppsetningar að ósk yðar. Góð aðkeyrsla. Næg bila- stæði. f? Gardínubrautirhf Skemmuvegi 10. S. 77900 Kópavogi Kínverjar finna nýjar olíulindir 6 nýjar og gjöfular olíulindir hafa fundizt við stærsta olíuvinnslusvæði Kína i Daqing i norðausturhluta landsins. Við það eykst þekkt fram- leiðslugeta olíusvæðisins um rúmlega 13% að sögn fréttastofunnar Nýja Kína i morgun. Nýju lindirnar eru taldar munu gefa af sér þrjár mUlj- ónir tonna af oliu árlega. Byrjað var að vinna við .olíuframleiðslu á Daqing-svæðinu árið 1959 og frá þvi árið 1976 eru árlega framleidd þar 50 milljón tonn af olíu. Það er um helm- ingur aUrar olíuframleiðslu í Kína. Þá berast fréttir um að frönsku fyrirtækin ELF og TOTAL muni vera nálægt því að semja við Kínverja um réttindi til að kanna og bora eftir olíu á landgrunni Kina. Ef af samn- ingi verður er það sá fyrsti sinnar tegundar við Kína. Japanska olíu- félagið JNOC er sömuleiðis á biðils- buxum í Peking og sækist eftir rétt- indum fil olíuborana í sjó á kinverska landgrunninu. Sagt er að fyrirtækið hafi þegar kannað væntanlegt borunarsvæði. Sasaki iðnaðar- og viðskiptaráðherra Japans sagði i Pek- ing i gær að Japan hefði ennfremur gert samning um samvinnu ríkjanna við olíuvinnslu á landi Kína. Búizt er við að Kína auglýsi eftir tUboðum i olíuvinnslu á sjó við strendur lands- ins nú í vor. ATLI RUNAR HALLDORSSON Holland: Beatrix verður drottning Beatrix krónprinsessa i Hollandi sezt í dag í drottningarsætið. Júlíana Hollandsdrottning móðir hennar afsalar sér völdum eftir 31 árs stjórn. Prinsessan, sem er 42 ára gömul, mun verða krýnd í dag við hátíölega athöfn. Miklar öryggisráðstafanir verða gerðar í tengslum við athöfnina af ótta við að hermdarverkamenn geri einhvern óskunda af sér. Erlendar fréttir REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.