Dagblaðið - 30.04.1980, Side 17

Dagblaðið - 30.04.1980, Side 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. — Helmingur allra f ramleiddra mynda í Japan er klámmyndir Síðari hluta aprílmánaðar verður frumsýnd hér í Tokyo myndin Kage- musha eða Skuggahermaðurinn, sem Akura Kurosawa leikstýrir. Margir bíða með óþreyju eftir frumsýningar- deginum því flestir telja að Kurosawa sé með kvikmyndalegt listaverk í höndunum, eins og svo oft áður. Þetta er dýrasta myndin sem fram- leidd hefur verið í Japan og búist er við að hún verði einnig sú fyrsta sem muni skila umtalsverðum tekjum utan Japan. En það er ekki hægt að segja að kvikmyndaiðnaðurinn hér sé eins gróskumikill og Kagemusha bendir til. Á undanförnum árum hefur veldi japanskra kvikmyndaframleiðenda hnignað ört og allt bendir til að sú þróun muni halda áfram. Árið 1979 voru framleiddar 326 japanskar myndir og sl. ár voru þaer álíka margar, eða 331. Þar af framleiddu stóru kvikmyndafyrirtaekin SHO- CHIKU, TOHO og TOHEI einn þriðja hluta myndanna. Þess má geta að árið 1958 náði framleiðslan há- punkti en þá voru framleiddar 516. myndir. Stór vandamál Kvikmyndaiðnaðurinn í Japan á við tvö stór vandamál að glima. í fyrsta lagi fjármögnun. Peninga- stofnanir og einkaaðilar eru orðnir ófáanlegir til að leggja fram fé nema tryggt sé að þeir fái það vel ávaxtað til baka. Þetta hefur orsakað flóð klámmynda, sem hefur verið talin arðbær og örugg fjárfesting. Síðast- liðið ár var ástandið svo svart að helmingur allra framleiddra jap- anskra kvikmynda var klámmyndir. Japönsk yfirvöld veita styrki til kvik- myndagerðarmanna en þeir eru smánarlega lágir og háðir mörgum annmörkum. Til dæmis fær enginn styrk fyrr en myndin er fullgerð og framleiðendur mega ekki sýna neinn pólitískan lit eða nota í myndum sínum hluti sem gætu talist auglýsing fyrir utanaðkomandi aðila. Kvik- myndagerðarmenn kvarta undan stjórnmálaleiðtogum sem þeir segja að hafi ekki séð kvikmyndir um ára- raðir. Þeir líti á kvikmyndaiðnaðinn eingöngu út frá peningalegu sjónar- miði en gleymi eða loki augunum fyrir þjóðfélags- og menningarlegu þáttunum. 30 milljón sjónvarpstæki Annað mesta vandamálið er sjón- Auglýsingaspjald fyrir teiknimyndina Galaxy Express 999. Hér sést Kurosawa útskýra eitt atriðið i nýjustu mynd sinni, Kagemusha. varpið. Hér eru skráð um 30 milljón sjónvarpstæki og vegna þess hvernig tækin eru skráð er þetta væglega áætluð tala. Kvikmyndir eru vinsælt sjónvarpsefni og birtast oft á skján- um aðeins 6 mánuðum eftir að hafa verið settar í almenna dreifingu í kvikmyndahúsin. Eins hafa stóru kvikmyndafyrirtækin farið i æ rikari mæli út í framleiðslu sjónvarpskvik- mynda, sem eru miklu öruggari við- skipti. Síðastliðið ár hefur þessi framleiðsla aukist gífurlega á kostn- að kvikmyndagerðar fyrir almenna dreifingu. Æ færri Japanir fara á bíó ár hvert. í fyrra féll aðsóknin um eina milljón og munar nú um minna. Þetta hefur svo orsakað hærra miða- verð og kostar nú um 2200 ísl. kr. á nýjar myndir. Hætt er við að hér sé kominn vítahringur sem erfitt reynist að rjúfa. Eins fer kvikmyndahúsum fækkandi þótt þau séu enn talin um 2400. Teiknimynd um ísland Eins og áður sagði er helmingur allra framleiddra mynda hér í Japan klámmyndir. En hvað eru þá hin 50 prósentin. Teiknimyndir eru gífur- lega vinsælar og eftir teiknimyndina Space Ship Yamamoto, sem náði mikilli útbreiðslu fyrir nokkrum ár- um (var m.a. sýnd á íslandi), jókst fjöldi þeirra gífurlega. Ein þeirra, Eldfuglinn, 'er meira að segja látin gerast að hluta til á íslandi þótt aug- sýnilegt sé að höfundurinn hefur lítið vitað meira um landið en nafnið eitt. Fram hafa komið teiknimyndasyrpur með sömu sö^uhetjunni, sem hafa náð miklum vinsældum meðal yngri kynslóðarinnar. Og; að síðustu eru það ýmsar gerðir kvikmynda eins og gamanmyndir, Samurai myndir og væmnar ástarmyndir. Hvað er til bóta? En hvað á kvikmyndaiðnaðurinn að gera til að halda sér á floti? Æ fleiri fyrirtæki reyna að gera kvik- myndir sem selja mætti utan Japans eða framleiða myndir í samvinnu við erlenda aðila. Til dæmis keypti Twenty Century Fox sýningarréttinn á Kagemusha utan Japans, þó aðal- lega vegna tilmæla þeirra Francis Ford Coppola og George Lucas sem eru einlægir aðdáendur Kurosawa. Núna eru í undirbúningi 2 stórmyndir fyrir alþjóðlegan markað. Sú fyrri fjallar um striðið milli Japana og Rússa 1904 sem Toshio Matsuda leik- stýrir. Hot úlx fjallar aftur á móti um Jim Thomson, eða silkikónginn eins og hann var kallaður. Thomson týndist í frumskógum Malaysíu fyrir 13 árum. En þurfa Japanir að örvænta? Þeir eiga marga unga og efnilega kvik- myndagerðarmenn en ef tilraunir þeirra til að gera þjóðlegar og list- rænar myndir eru kæfðar í fæðingu þá er hætta á að þeir missi áhugann. Kazuhiko Hasegawa, sem er talinn BaMurHjaltason skrífarfráTokyo ejnn efnilegasti leikstjórinn af yngri kyrislóðinni, er ómyrkur i máli. „Þeir eru of hræddir til að fjárfesta í nýjum hugmyndum.” Hasegawa hefur á prjónunum gerð myndar um Rauðu herdeildina en Finnur allar dyr lok- aðar. ,,Ég stefni að því að eignast keðju kvikmyndahúsa. Eina von mín er sú að áhorfendum muni líka myndir mínar og ég geti útvegað fjár- magn frá einkaaðilum.” Þetta eru stór orð og ef fleiri en Hasegawa neita að gefast upp og hugsa stórt, þá er enn von til að kvikmyndaiðnaður- inn rétti við á næstu árum. NÝTT HAPPDRÆTTI/ÁR UNGIR /EfTl ALDNIR ERU mEÐ íslensk skemmtisnekkja meö öllum búnaöi til úthafssiglinga, aö verömæti um 18,2 milljónir. Dregin út í ágúst. 100 bílavinningar á 2 og 3 milljónir hver, þar af tveir valdir bílar: Ford Mustang í maí. Peugeot 305 í október. Auk þess glæsilegur sumarbústaöur, 10 íbúöavinningar á 10 milljónir og 35 milljónir, 300 utanferöir á 500 þúsund og ótal húsbúnaöarvinn- ingar. Sala á lausum miöum og endurnýjun ársmiöa og flokksmiöa stendur yfir~ Dregiö í 1. flokki 6. maí. Þetta atriði er úr nýrri klámmynd sem verður frumsýnd fljótlega en í raun gæti það verið úr hvaða klámmynd sem er. ÍTIIÐI ER mÖGULEIKI Dúum ÖLDRUÐUm ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD e Kvikmyndaiönaður Jap- ans stendur höfíum fæti Kvik myndir

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.