Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 28
Hæstiréttur: V2 árs fangelsi fyrir að bana manni sínum — og gert að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað í gær var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli ákæruvaldsins gegn Jennýju K. Grettisdóttur. Dómsorð kveður á um að Jenný skuli hljóta fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að verða manni sinum, Arelíusi Viggós- syni, 23 ára gömlum, að bana í ibúð þeirra að Skólavöröustig 21A í Reykjavík, 19. febrúar 1978. Auk fangelsisdómsins var Jennýju gert að greiða allan kostnað af áfrýj- un sakarinnar, þar með talin sak- sóknarlaun í rikissjóð, 350 þús. kr., og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Árna Grétars 'Finnssonar hrl., 350 þúsund krónur. Gæzluvarðhaldsvist kemur til frá- 'dráttar fangelsisdóminum. Fjórir dómendur Hæstaréttar kváðu upp dóminn. Magnús Þ. Torfason, fimmti dómarinn, skilaði ts jratkvæði á þá leið að hann fallist á atkvæði meiri hluta dómenda að tíðru leyti en því, að hann taldi að ákveða bæri refsingu ákærðu 6 ára fangelsi. Málsatvik voru þau að kl. 1.30 að- faranótt 19. febrúar 1978 var hringt frá Skólavörðustígnum og beðið um sjúkrabil. Er komið var á staðinn kom í ljós að þar var ungur maður með hnífstungu í brjósti. Var hann þegar fluttur í gjörgæzludeild Borgarspítalans, þar sem hann lézt ..tveimur stundum síðar. Eiginkona hans var flutt til yfir- heyrslu þar sem hún játaði að hafa veitt hinum látna hnífstunguna. Skýrði hún svo frá að þau hefðu hitzt á dansleik þá um kvöldið og farið síðan heim þar sem þau bjuggu áður •saman, til að ræða sín mál. Kom til -deilu á milli þeirra og lyktaði henni þannig að konan greip hníf og lagði til mannsins. Hringdi hún síðan í sjúkrabil er henni varð ljóst hversu alvarleg stungan var. Konan var þá um nóttina úr- skurðuð til að sæta gæzluvarðhaldi í allt að 60 daga og jafnframt gert að gangast undir geðrannsókn. - ASt. Flensborgarar dimmittera í dag — sletta cerlega úr klaufunum heima hjá einum á Álftanesinu í morgun, kiæddir að hœtti forfeðra áður en alvara próflestursins tekur við. Þeir voru samankomnir okkar, víkinganna. DB-mynd: Bjarnleifur. Slitnar upp úr meirihlutasamstarfi íEyjum? „Það mætti athuga það” „Það mætti alveg athuga það,” sagði Þorbjörn Pálsson, formaður Alþýðuflokksfélags Vestmannaeyja, er DB spurði hann i morgun hvort Alþýðuflokkurinn mundi ganga út úr meirihiutasamstarfi vinstri flokkanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja ef bæj- arstjórnin féllist ekki á niðurstöður tómstundaráðs varðandi ráöningu i embætti æskulýðsfulltrúa Vest- mannaeyja. Alþýðuflokksfélagið í Vestmanna- eyjum hélt í gærkvöldi fund þar sem rætt var meðal annars um meirihluta- samstarfið í bæjarstjóm. Þorbjörn sagði að það væri hefð að farið væri eftir vUja tómstunda- ráðs í þessum efnum og mundu Alþýðufiokksmenn leggja allt kapp á aðsvoyrðienn. -GAJ Samtök grásleppuhrognaf ramleiöenda: Spöruðu þriðjung af tunnuverðinu — með beinum innflutningi ístað kaupa af Sfldarútvegs- nefnd, stærsta tunnuinnflytjandanum Samtökum grásleppuhrognafram- leiðenda tókst að fá innfluttar trétunnur á þriðjungi lægra verði en þeim buðust hjá Sildarútvegsnefnd nú í vor. Er þá tekið tillit til kostn- aðar við flutning tunnanna á notkunarstað. Að sögn Guðmundar Lýðssonar, framkvæmdastjóra Samtakanna, keyptu þau 6800 tunnur frá Noregi og reyndist verð þeirra vera 8.900 krónur fyrir stykkið og var þeim skipað upp á átta stöðum á landinu. Á sama tíma buðust grásleppu- hrognaframleiðendum tunnur frá Síldarútvegsnefnd fyrir 9.900 krónur af lager. Átti þá eftir að greiða flutningskostnað á framleiðslustað. Hann var 3300 krónur frá Reykjavik til Húsavikur en á Norðausturlandi eru mestu grásleppuveiðar hér á landi. Síldarútvegsnefnd er stærsti inn- flytjandi trétunna fyrir sild og grá- sleppuhrogn. Árlega hefur verið saltað í um það bil fimmtán þús. tunnur af grásleppuhrognum hér á landi. Guðmundur Lýðsson fram- kvæmdastjóri sagði í viðtali við DB að í sjálfu sér teldi hann ekki æskilegt að margir önnuðust innflutning á tunnum. Þar sem Síldarútvegsnefnd hefði hinsvegar ekki treyst sér til að bjóða grásleppumönnum þær á lægra verði vegna geymslukostnaðar ýmiss konar, gengisjöfnunar og vaxta, sem ekki hefði fengizt sundur- liðað, hefði verið gripið til þess að flytja tunnurnar beint inn. -ÓG. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. Hellissandur: Drengur varð und- ir sand- barði og lézt — félaga hans bjargað Tveir drengir, 10 og II ára gamlir, urðu undir sandbarði á Hellissandi í gærkvöldi og beið annar drengurinn bana. Drengirnir höfðu verið að leika sér við vegamótin við gömlu höfnina í Krossavík við Hellissand, sem nú er hætt aðnota. Þegar drengirnir komu ekki heim fór faðir annars drengsins að svipast um eftir drengjunum og fór strax út í Krossavlk. Hann fann þar son sinn í sandbarðinu og náði að grafa hann út. Hinn drengurinn var látinn, en hann var 11 áragamall. Drengirnir höfðu grafið holu í sand- barðið og var hún um 1,5 metri að dýpt og voru inni í holunni er barðið féll niður og lokaði útgönguleiðinni. Barð- ið er úr finum skeljasandi. í fyrstu gátu drengirnir talað saman, en síðan dró af eldri drengnum og var hann látinn er að var komið. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. JH / HJ, Hellissandi. Skákmótið í New York: Dzindchiashvili - Jón L. 0,5-0,5 Jón L. Árnason gerði jafntefli við hinn kunna ísraelska stórmeistara Dzindchiashvili i 3. umferð skákmóts- ins í New York. ,,Hann tefldi uppskiptaafbrigði á móti slavneskri vörn, sem yfirleitt leiðir til jafnteflis. Þetta varð því frekar stutt skák og Dzindchiashvili virtist ekki nenna þessu,” sagði Jón L. Árnason er DB ræddi við hann í New York í gærkvöldi. Bandaríski stórmeistarinn Alburt er nú efstur á mótinu með 2,5 vinninga. Hann sigraði stórmeistarann Lein i gær. Jón L. hefur hlotið 1 vinning. -GAJ. Smáauglýsinga móttaka DB Smáauglýsingar Dagblaðsins: Opið í dag, miðvikudag 30, apríl, til klukkan 22 fyrir auglýsingar í næsta blað, sem kemur á föstudaginn. Lokað á morg- un, 1. mai. LUKKUDAGAR: 30. APRÍL: 10641 Hljómplötur frá Fálkanum aó eig- in vali fyrir kr. 10 þúsund. Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.