Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. Hljómsveitin Chaplin sem starfaði i fyrrasumar er nú nýfarin af stað aftur ásamt þremur nýjum meðlim- um. Hljómsveitin mun leika vítt og breitt um landið og koma meðal ann- ars til Reykjavíkur í næsta mánuði. Hljómsveitina skipa Halldór Hauks- son trymbill, Ævar Rafnsson bassi, Gunnar Ringsted gítar, Kári Waage söngur. Þessir fjórir eru allir úr Borg- arfirðinum og eru gamlir meðlimir. Nýir eru Kristján Óskarsson hljóm- borðsleikari, Magnús Baldursson saxófónn og flautuleikur og Eva Al- bertsdóttir söngkona. Þau þrjú koma úr Reykjavik. Eva Albertsdóttir FÓLK — ásamt þremur nýjum meðlimum Hayek í Þing- vallakirkju Fáar heimsóknir útlendinga hingað til lands hafa vakið jafnmiklar umræður og koma hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Friedrichs Hayeks á dögunum. Ekki hefur verið. deilt um manninn, sem allir munu vera sammála um að sé hinn mætasti, heldur þeim mun meira uim kenn- ingar hans. Hayek kom hingað á vegum Félags frjálshyggjumanna. Buðu frjáls- hyggjumenn Hayek að skoða landið og fóru m.a. til Þingvalla og á Vest- firði, þar sem hagfræðingurinn, skoðaði fiskvinnsluhús og fleira. Myndin var tekin í Þingvallakirkju, þar sem séra Eiríkur Eiriksson þjóð- garðsvörður leiddi Hayek um og sýndi honum það markverðasta. Hljómsveitin Chaplin fer aftur á stað Maria Hansen tekur við árnaðaróskum samstarfsmanna sinna á Vífils- staðaspitala. DB-mynd- Hörður. Vífilsstaðir: Muría kvödd eftir nœr 40 ára starf Það var stór hópur samstarfs- manna Mariu Hansen hjúkrunarfor- stjóra á Vífilsstaðaspítala, sem kom saman sl. föstudag til að þakka henni farsælt starf og árna henni heiila á komandi árum. Hún lætur nú af störfum eftir hartnær 40 ára starf við spítalann. María Hansen kom hingað til lands árið 1944 frá Færeyjum að Ioknu hjúkrunarnámi þar. María hefur verið farsæl i starfi og virt bæði af samstarfsfólki og sjúklingum og kom það bezt i Ijós í hófinu þar sem ótal margir færðu henni kveðjur og gjafir. M.a. færði Hjúkrunarfélag Ís- lands henni forkunnarfagran kerta- stjaka og samstarfsmenn hennar á Vífilsstaðaspítala ruggustól og skáp. -JSB. Brimkló í Þórscafé á fimmtudagskvöldum — rétt eins og í þá gömlu, góðu daga: MEIRILIFANDI MÚSÍK ÍBÆINNl „Hugmyndin er sú að reyna að efla músíklifið i Reykjavík, enda hefur verið alvarlegur skortur á lifandi músík í höfuðborginni um langt skeið núna,” sagði Björgvin Halldórsson söngvari Brimklóar um leik hljóm- sveitarinnar í Þórscafé á fimmtudags- kvöldum út maímánuð. ,,Við höfum mest verið að spila úti á landi síðan breytingarnar voru gerðar á hljómsveitinni fyrir hálfum öðrum mánuði,” sagði Björgvin, ,,en nú viljum við spila lika í borginni, enda erum við öll búsett hér. Draumurinn er að búa til stemmn- ingu eins og var hér ,,í gamla daga”, þegar maður gat farið í Glaumbæ og fleiri staði og heyrt hljómsveitir vanda sig.” Björgvin sagði að vel hefði tekizt til þegar hljómsveitin spilaði fyrst í Þórscafé sl. fimmtudagskvöld. ,,Þá voru þarna á fimmta hundrað manns og þetta tókst ágætlega, enda er góður hljómburður í húsinu. Við reynum að brydda upp á einhverjum nýjungum á meðan við verðum þarna. Við höfum byrjað á nokkrum instrumental-lögum áður en við Ragnheiður komum fram og syngj- um með hljómsveitinni og sitthvað fleira er í deiglunni.” Hin nýja Brimkló — þ.e. með þremur nýjum liðsmönnum, Kristni Svavarssyni, Ragnhildi Gísladóttur og Magnúsi Kjartanssyni — hefur- vakið talsverða athygli og hafa fróðir menn haft á orði að betri hljómsveit hafi ekki starfað hér í langa tið. Landsmenn allir ættu í sumar að fá tækifæri til að njóta Brimklóar i eigin persónu, því í lok júli leggur sveitin land undir fót í hálfan annan mánuð og spilar á öllum helztu stöðum. Með í þeirri för verða dár- arnir Halli & Laddi. Áður er útlit fyrir að Brimkló taki sér eins konar frí i sólinni á lbiza, þar sem væntan- lega verður einnig leikið fyrir ferða- menn. -ÓV „Efíum Hfandi músik i Reykjavik", er kjörorð nýju Brimklóar i Þórscafó á fimmtudagskvökfum. Þar tók Ijós- myndari DB þessa mynd af fimm af sjö liðsmönnum sveitarinnar. Fremstur er Haraldur Þorsteinsson en aðrir eru (frá vinstrii: Magnús Kjartansson, Kristinn Svavarsson, Björgvin Halldórsson og Arnar Sigurbjörnsson. Á myndina vantarþau Ragnhildi Gisladóttur og Ragnar Sigurjónsson. DB-mynd Bjarnleifur. hefur lengi verið með Brunaliðinu en tekur nú til starfa með Chaplin. Hljómsveitin mun vera með rokktón- list og ýmiss konar danstónlist á pró- grammi sínu. Hins vegar mun ekki nein plötuútgáfa vera fyrirhuguð, að sögn meðlima. - EI.A Eva Albertsdóttir söngkona hefur nú genglð tH Hðs við hfjómsveltina ChapHn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.