Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. 3 TónleikarRebroffs: „Skyggöi illi- lega á gteð/na" —að miðamir vom ónúmeraðir \ Aili Rúnar Halldórsson skrifar: Ég þakka kærlega fyrir ágæla skemmlun á hljómleikum Ivans Rebroffs i Há- skólabíói á laugardagskvöldið. Það er lofsvert framlak að fá þennan sér- stæða og skemmtilega listamann til landsins. Enda kom á daginn að hann á sér formælendur ekki fáa hér á landi. Alls staðar er fullt hús þar sem Rebroff er mættur. En það skyggði illilega á gleðina hjá mér og örugg- lega ótal mörgum öðrum hvernig staðið var að miðasölu á tónleika kappans. Að kaupa miða fyrir kr. 8.500 (sem mér finnst i sjálfu sér sanngjarnt verð), ónúmeraðan i sæti, og þurfa síðan að hanga timunum saman og troðast i biðröð til að komasl i sæti er ekki bara óþægilegt og leiðinlegt, það er hrein Raddir lesenda og klár ósvífni að bjóða gestum a tónleikunum upp á slíkt. Það er skrattakornið ekki stórkostlegt fyrir- tæki að setja númer á aðgöngumiðana, eða hvað? Ég skil bara ekkert i að aðstandendum tónleikanna skuli hafa dottið í hug að selja miðana ónúmeraða þegar fyrir- fram var augljóst að færri myndu fá miða en vildu. Ef eins verður staðið að miðasölu á tónleika hjá næslu „stórstjörnu” sem flækist upp á skerið til okkar, þá ætla ég ekki að borga fyrir að slást urn niitt sæti i salnum. «c ,,Ef eins verður staðið að miðasölu á lónleika hjá næslu „stórstjörnu" sem flækist upp á skerið lil nkkar þá ætla ég ekki að borga fyrir að slásl um mill sæli í salnum,” skrifar Alli Rúnar Halldórsson. Áf hverju voru miðamir ekki númeraðir? 7?--—-----^ Spurning dagsins Í---------> Hvaða sælgæti f innst þór bezt? Árni Kristjánsson, 12 ára: Treets- súkkulaðikúlur. Sigmar Rafnsson, 13 ára: Mér finnst útlenzkt gotterí miklu betra en íslenzkt. Lakkrisinn finnst mér mjöggóður. Slegizt um beztu sætin á tónleikum Ivans Rebroffs Nöldrari að norðan skrifar: Ég má til með að tjá mig hér á þessum vettvangi um tónleika sem ég lagði leið mina á sl. föstudag. Hér var um að ræða hið ágæta framtak skólastjóra Söngskólans í Reykjavik að gel'a okkur íslendingum kost á að hlýða á og sjá hinn stórkostlega Ivan Rebroff. Ivan stóð sig, eins og ég í miklar skuldir með kreditkortunum er einnig misskilningur. Viðkomandi þarf að semja um vissa úttektar- heimild fyrirfram, sem síðan er gerð upp mánaðarlega. Sé ekki staðið í skilum með greiðslur að loknum út- tektarmánuðinum er kortið tekið af korthafanum. Fjöldi fyrirtækja, eða á annað hundrað, hefur nú þegar ákveðið að vcita þessa þjónustu. Á næstu dögum mun hefjast kynning á vegum Kreditkorts hf. á þessum fyrir- tækjum og mun upplýsinga- bæklingur um notkun kreditkortanna verða sendur inn á mörg heimili í Reykjavík. Aðcins munu þó unt 2000 kort verða gel'in út í fyrstu. náttúrlega mátti vita, vel og var hann fullkomlega þess virði að greiða kr. 8500 fyrir aðgangsmiðann. Hitt þótti mér verra hvernig að tónleikum þessum var slaðið að öðru leyti. Þegar ég kom í Háskólabiói kl. 22.55, þ.e. 20 mín. áður en söngleikarnir áttu að hefjast, var anddyri hússins þegar orðið troðfullt. Fólk mátti siðan standa upp á endann i anddyrinu þar til kl. 23.15 og upphófs þá eitt hið æðislegasta göngurall sem haldið hefur verið hérlendis. Kepptist hver við annan um að fá sem bezta sætið. Sáust jafnvel virðulegar frúr dangla hvor í aðra er þær töldu hina hafa beitt óheiðarlegum aðferðum við að tryggja sér sæti. Var hin mesta upplifun að sjásam- borgarana hegða sér cins og skynlausar skepnur við að tryggja sjálfum sér bezta sætið. Á allt þetta horfðu forráðamenn söngleikanna að þvi er virtist með velþóknun. Siðan hófst söngurinn og var enginn svikinn af honum en þó settu strik í reikninginn og spilltu svolitið fyrir hin hörmulegu mistök i skipulagi þessa menningarviðburðar. Hvernig var hægt að koma í veg fyrir leiðindi af þessu tagi? Var ástæða til að láta fólk standa eins og hálfvita upp á endann og siðan láta hálf-drepa sig við að reyna að nýta sér aðgangsmiða sinn og troða sig undir við inngöngu i húsið? Ég tel að hjá þessu hefði mátt komast með þvi t.d. að númera aðgöngumiðana: gefa fólki kost á að kaupa sig á ákveðna staði í húsinu eins og gerist þegar niaður fer í leikhús eða að skoða kvikntynd. Þá hel'ði jafnvel komið til greina að gcfa fólki kost á því að borga meiri pen- inga fyrir það að vera á bezta stað en hafa aðgöngumiða þeirra sem sátu á aftasta bekk ódýrari. Þá hefði kannski maðurinn með hækjuna, sem var á tónleikunum sl. föstudag, ekki þurft að kúldrast á versta stað í húsinu en hann hefur sennilega ekki haft neinn til að Iroðast fyrir sig. Kannski hefur á- stæðan fyrir því, að ekki var hægt að selja númeraða miða verið sú að ekki gal'st timi til að úbúa svoleiðis miða, ég veit það ekki, allavega var hægt að selja söngskrá með litlu innihaldi fyrir dýran pening, svo að tími hefur verið til að prenta hana. /2 Góðreynslaaf kreditkortum 1798—6857 skrifar: Með þessu bréfi mínu vil ég vekja athygli á þeirri starCsemi sem er að byrja hér á landi, en það er fyrir- lækið Kredidkort. Ég hef verið búsettur í Bandarikjunum í fimm ár og hef notað kredidkort þar mjög mikið við góða reynslu. Ég tel þetta kerfi vera mjög gott og hagkvæmt bæði fyrir kaupmanninn og almenning, enda er þetta kerfi þekkl út um allan heim. En spurningar minar eru: Hvenær er fyrirhugað að þetta fyrirtæki hefji starfsemi? Hvað mög þjónustufyrir- tæki og verzlanir koma til með að veita slíka þjónustu? Hverjir fá að nota slik kort? Ég hef tekið eftir því að miklar umræður hafa spunnizt um þetta nýja fyrirtæki og blaðagreinar ekki ætið verið jákvæðar i pess garð, en ég tel að þeir sem liala skrifað um þessi mál hafi ekki kynnt sér þau nógu vel og frekar skrifað Viö teljum að notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. V0LV0245GL árg. 1979, beinskiptur, m/vökvastýri, ekinn 15 þús. Verð 9.4 millj. VOLVO244 GL árg. 1979, sjálfskiptur, m/vökvastýri, ekinn 25 þús. Verð 8.5 millj. V0LV0244DL árg. 1978, beinskiptur, m/vökvastýri, ekinn 13 þús. Verð 7.0 millj. V0LV0245 DL árg. 1977, sjálfskiptur, ekinn 30 þús. Verð 7.0 millj. V0LV0244DL árg. 1977, sjálfskiptur, ekinn 56 þús. Verðó.l millj. \/0LV0244DL árg. 1975, sjálfskiptur, ekinn 81 þús. Verð 5.0 millj. VOLV0144DL árg. 1974, beinski'ptur, ekinn 75 þús. Verð4.0 millj. VOLVO M VELTIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. Reynir Jónsson, 13 óra: Mér finnst Tvix-súkkulaðið bezt. Það er alveg nýtt. Póll Öskar Jóhannsson, 12 óra: Hubba-bubba tyggjó og Treets- súkkulaði. Anton Jónmundsson, II óra: Tyggjóið Hubba-bubba finnst mér bezt. I.ogi Helgason, 12 óra: Hubba-bubba tyggjó og Barsix-súkkulaði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.