Dagblaðið - 30.04.1980, Síða 27

Dagblaðið - 30.04.1980, Síða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRIL 1980. « Utvarp 27 8) Sjónvarp STOFNFUNDUR VERKALÝÐSFÉLAGSINS —útvarp annað kvöld kl. 21,15:. Komminn vill stofna verkalýðsfélag _£sraðurinn Amaldur, ungur kommúnisti, er kominn ,,að sunnan” til að vekja verkalýðinn á Óseyri við Axlarfjörð. Þar hefur Bogesen kaupmaður ráðið lögum og lofum og hann er að sjálf- sögðu lítið hrifinn af þessari „send- ingu”. Fundur er boðaður til að stofna verkalýðsfélag og greinilegt þegar í upphafi að nú á að láta sverfa til stáls. Þetta er í stórum dráttum sögu- þráður leikritsins annað kvöld. Það eru þættir úr þriðju bók Sölku Völku eftir Halldór Laxness, undir nafninu Stofnfundur verkalýðsfélagsins. Þor- steinn ö. Stephensen bjó þættina til flutnings í útvarpi og er jafnframt sögumaður og Ieikstjóri. Með helztu hlutverk fara Guðrún Þ. Stephensen, Gisli Halldórsson, Gísli Alfreðsson, Lárus Pálsson, Valur Gislason og Valdemar Helgason. Flutningur verksins tekur klukkustund. Það var áður flutt í útvarpi 1966 og 1972. Halldór Laxness fæddist í Reykjavík árið 1902. Hann tók gagnfræðapróf 1918, var einn vetur i menntaskóla en stundaði síðan nám erlendis. Fyrsta bók hans, Barn náttúrunnar, kom út 1919 en síðan hefur hann sent frá sér fjölda skáldsagna, ritgerða, ferðabóka, leikrita og endurminninga. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumái og sumar þeirra kvikmyndaðar, þ.á m. Salka Valka. Sú saga kom út á árunum 1931—32 og var undanfari skáldsagna- bálkanna miklu um Ólaf Kárason Ijós- víking og Jón Hreggviðsson á Rein. Leikrit Laxness hafa bæði verið sýnd hér á sviði (í Þjóðleikhúsinu og Iðnó) og í sjónvarpi. Útvarpið hefur flutt mörg þeirra, ýmist í heild eða kafla úr þeim, auk þess sem leikgerðir hafa verið unnar upp úr nokkrum þeirra. Halldór Laxness er sennilega víðförl- astur íslenzkra höfunda og hefur dvalið langdvölum erlendis, bæði við nám og störf. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1955. Halldór Laxness rithöfundur, höfundur Sölku Völku sem útvarpsleikrit kvöldsins er unnið úr. Kvöldf réttir á stuttbylgju Stuttbylgjusendingum útvarpsins út hádegisfréttir á stuttbylgju verða hér fréttir og útsendingu lýkur klukkan verður breytt frá og með eftir sendar eingöngu út kvöldfréttir. átta. Sent er út á 11855 kilóriðum í morgundeginum. j stað þess að senda Byrjað er að senda út hálftíma fyrir slefnu á Norður-Evrópu. Vonandi sat enginn lítill Hitler við það umræðuborð Sjónvarpskassinn einn varð fyrir valinu hjá mér i gær til ríkisfjöl- .miðlahlustunar. Og svo sannarlega sveik hann ekki í gærkvöldi — ekki fyrirminnsmekk. Þetta hófst með þeim gleðifréttum að stigin væru fyrstu sporin í þá átt að draga svo úr offramleiöslu land- búnaðarvara að tíunda hver króna af heildarverðmæd landbúnaðarvara framleiddra á Islandi veröi einhvern tíma í framtíðinni nóg til að greiða niður úr sameiginlegum sjóði lands- manna það gómsæta lambakjöt og þær dýrindis mjólkurafurðir sem út- lendingar ýmsir hafa til þessa gætt sér á fyrir brot eitt af framleiðsluverði varanna — allt á kostnað íslenzkra skattgreiöenda. Og meira að segja fylgdu fögur loforð nýskipaðs bún- aðarmálastjóra um að gott samstarf muni nú takast meö landbúnaðinum og neytendum á íslandi. Betra seint en aldrei. Ekki brást söguþátturinn um mót- endur 20. aldarinnar. Ferill Hitlers á stjömuhimni þjóðarleiðtoga stendur nú orðiö ekki nema helmingi þjóðar- innar Ijóslifandi í hugskotum. Hinum þjóðarhelmingnum er hollt að læra um manninn sem táldró vitra og virta þjóð. „Að hugsa sér að það skuli skyni bornar vemr stjórna þessum aðgerðum,” heyrði ég sagt úr einum hægindastólnum í stofunni heima. Mættum við sem lengst komast hjá aö upplifa slika atburði nema á myndskermi eða tjaldi. Munaöarlaus þýzkur drengur með aleiguna á baki batt enda á Hitlers- þáttinn. Land hans reis úr rústum og örbirgð til vegs og auðlegðar. ör- skömmu síðar voru íslenzkir alþýðu- leiðtogar og fulltrúar vinnuveitenda famir að bitast um hver kjör ísl. þjóðinni verða búin á næstunni. Þar fuku ýmsar glósur en góöur stjórn- andi forðaöi hnútukasti. Vonandi sat enginn litill Hitler við það umræðu- borð. Og þó erfitt sé i ári þarf kann- ski ekki að segja 17 sinnum aö engin Iausn sé til á málum, eins og Þor- steinn Pálsson gerði, og greip síðan fram í fyrir hverjum hinna óþægilega oft. Rúsinan í pylsuendanum var svo vel leikin og spennandi smásaga í seríunni Óvænt endalok. Kannski geta Guðmundur jaki og Co annars vegar og blankir atvinnurekendur hins vegar leyst mál sín með álika veðmáli. Einn Zippo- eöa NATO kveikjari geta miklu ráðið um „óvænt endalok”. - A.St. Sannkölluð verkalýðsdagskrá I útvarpinu á morgun verður sannkölluð verkalýðsdagskrá í tilefni 1. mai, hátíðisdags verkalýðsins. Rétt fyrir hálfþrjú verður byrjað að útvarpa frá Lækjartorgi, þar sem haldinn veröur stærsti útifundur bæjarins. Eru það fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Reykjavik, BSRB og Iðnnemasamband Islands sem standa að fundinum. Marxistar munu hins vegar standa fyrir öðrum fundi, jafnvel tveim, sem ekki verður út- varpað beint frá. Eftir fréttir sér Hallgrimur Thor- steinsson fréttamaður um þátt sem hann nefnir Fræðslu- og félagsmála- starf verkalýðshreyfingarinnar. Hann heimsækir i þeim þælti meðal annars Félagsmálaskóla alþýðu i Ölfusborgum. Að Ioknum þætti Hallgrims kemur Lúðrasveit verkalýðsins í heimsókn i útvarpssal og leikur dúndrandi verkalýðsmúsik undir stjóm Ellerts Karlssonar. í kjölfarið fylgir leikritið Stofn- fundur verkalýðsfélagsins, eins og sjá má af kynningu hér efst á siðunni. Dagskránni lýkur svo með spjalli Eggerts Jónssonar borgarhag- fræðings við Eðvarð Sigurðsson for- mann verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar og danslögum. -DS. Öðrum þessara sveina veitti sannarlega ekki af að megra sig, með garnastvtt- ingu ef ekki öðru. MJÓR ER MIKILS VÍSIR —útvarp í kvöld kl. 20,45: Gamastytting og nálarstungur „Þessi þáttur fjallar fyrst og fremst um garnastyttingu,” sagði Kristján Guðlaugsson kennari um þáttinn Mjór 'er mikils visir sem hann sér um í útvarpinu i kvöld. Er þetta einn þáttur af nokkrum um megrun og megrunaraðferðir. ,,Ég tala við Gauta Arnþórsson yfirlækni á Akureyri sem hefur j>ert talsvert af þessum aðgerðum. Hann skýrir út eðli aðgerðarinnar og áhrif hennar frá ýmsum hliðum. Þessi aðgerð er talsvert umdeild og spurði ég hann út i það. Hann útskýrir málið frá sinu sjónarmiði, telur gagnrýnina aðallega verða byggða á vanþekkingu og eins hinu, að fólk telji offitu oft: tiðum ekki vera sjúkdóm. Sjálfur telur Gauti hana mjög alvarlegan sjúkdóm með alls konar erfiðleikum fyrir fólk, bæði likamlega og and- ,lega. Því sé garnastyttingin oft aðkallandi aðgerð þegar fólk sé búið að reyna allt annað en gangi ekkert að megra sig. í þættinum ræði ég einnig við japanska stúlku, Myako Þórðarson. Mér lék forvitni á því að vita hvort offita væri orðið vandamál i hinu tæknivædda Japan, rétt eins og viðar i hinum vestræna heimi. Hún fræddi mig á þvi að svo væri, þrált fyrir það að hjá öðrum þjóðum Asiu væri vandamálið fremur á hinn veginn, skortur á fitu fremur en of- fila Japanir hafa notað nálar- stunguaðferð eitthvað við að megra sig og fræðir Myako okkur á árangri þeirrar aðferðar,” sagði Kristján. —DS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.