Dagblaðið - 30.04.1980, Síða 8

Dagblaðið - 30.04.1980, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. 1. MAÍ-KAFFI Við höfum 1. maí-kaffi að Hótel Heklu v/Rauðarárstíg (salur í kjallara) kl. 16—18 þann 1. maí. Þar gefst gott tækifæri til að rabba saman um baráttu dagsins, kröfur og kjör, og hvaða pólitik þarf að standa að baki þeirri baráttu. Þar verður söngur, ávörp og kaffi. Sjáumst að Hótel Heklu Eik (m-l) og KFÍ/ML Varahlutir Útvegum með stuttum fyrirvara varahluti í allar tegundir bandarískra bifreiða og vinnuvéla. Revnið viðskiptin. Sími 85583. Klukkufeii sf« Pósihólf 4393 - 124 Reykjovik Húsnæði til sölu 1.—11. hæð Skúlatúni 6. Til greina kemur að selja húseignina í einingum. Uppl. í síma 30303 allan daginn. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur í maímánuði 1980. Föstudagur 2. mal R-25001 til R-25500 Mánudagur 5. mai R-25501 til R-26000 Þriðjudagur 6. mai R-26001 til R-26500 Miðvikudagur 7. maí R-26501 til R-27000 Fimmtudagur 8. mai R-27001 til R-27500 Föstudagur 9. mai R-27501 til R-28000 Mánudagur 12. mal R-28001 til R-28500 Þriðjudagur 13. mai R-28501 til R-29000 Miövikudagur 14. mai R-29001 til R-29500 Föstudagur 16. mai R-29501 til R-30000 Mánudagur 19. mai R-30001 til R-30500 Þriðjudagur 20. mai R-30501 til R-31000 Miðvikudagur 21. mai R-31001 til R-31500 Fimmtudagur 22. mai R-31501 til R-32000 Föstudagur 23. mai R-32001 til R-32500 Þriðjudagur 27. mai R-32501 til R-33000 Miðvikudagur 28. mai R-33001 til R-33500 Fimmtudagur 29. mai R-33501 til R-34000 Föstudagur 30. mai R-34001 til R-34500 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverj- um tíma. Á leigubifreiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bók- stafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bif- reiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórinn í Reykjavfk. 28. april 1980 Sigurjón Sigurðsson. Útlenda sælgætið ógnar íslenzkri f ramleiðslu: „GEFUMST EKKI UPP FYRR EN í FULLA HNEFANA” —segir Hallgrímur Bjömsson hjá Nda og Síríus hf. „Við munum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana og munum reyna að halda því starfsfólki sem við höfum,” sagði Hallgrímur Björnsson, frkvstj. Nóa og Síríus. Við komum þar við í gær og ræddum við starfsfólk. Eins og DB sagði frá í gær, er þeg- ar farið að segja upp starfsfólki í kex- og sælgætisverksmiðjum vegna þes að innflutningur á kexi og sælgæti var gefinn frjáls 1. apríl. Einnig voru tollar afnumdir. Nú streyma inn í Bragi Guðmundsson vann I Freyju I 20 ár og núna 1 ár hjá Nóa og Sirlusi. Hann var bjartsýnn eins og flest það fólk sem við ræddum við hjá fyrirtxkinu. Vonaði það bezta, að ekkert yrði úr uppsögnum. -DB-myndir Bjarnleifur. Hallgrímur Björnsson sagði að inn- flutta sælgætið yrði selt á sérstöku kynningarverði og ógnar það að sjálf- fiögðu islenzku framleiðslunni. landið fleiri hundruð tonn af útlendu sælgæti. Hallgrímur sagði að vissulega yrði hörð samkeppni hjá íslenzkum framleiðendum við innflutningsaðila. Þótt íslenzkir framleiðendur hefðu haft 10 ára aðlögunartíma að EFTA þá gæfi það augaleið að enginn vandi væri fyrir sælgætis- framleiðendur úti i heimi að metta jafnlítinn markað og hér væri. Þar væri mikið meiri vélvæðing en hér. Þar að auki væru þeir með virðis- aukaskatt, en við hér á íslandi með söluskatt, sem legðist á marga þætti sem snerta sælgætisframleiðslu. T.d. legðist hann á þjónustu, orku og umbúðir. Þar að auki væru sum hrá- efnin tolluð, eins og t.d. rúsinur. Ofan á allt kæmi svo verðbólgan. Einnig kæmi svo inn í spilið að innflytjendur seldu á sérstöku kynningarverði og þá aðeins til að byrja með. Nýlega var haldinn fundur í Félagi íslenzkra iðnrekenda. Mun félagið reyna að fá bætta aðstöðu sælgætis- og kexverksmiðja. Það starfsfólk i verksmiðjunni sem DB ræddi við var yfirleitt nokkuð bjartsýnt áTramtíðina. Vildi meina að þegar nýjabrumið færi af útlenda sælgætinu yrði aftur keypt hið islenzka. „Það er lika miklu betra,” sagði einn starfsmaður í samtali við DB. -EVI. „HEFUR ALVARLEG AHRIF A AFKOMU VERKAFÓLKS” —segir Bjami Jakobsson f ormaður Iðju „Þessi verulegi samdráttur hjá sælgætis- og kexverksmiðjunum hér vegna frjáls innflutnings hefur að sjálfsögðu alvarleg áhrif á afkomu hjá verkafólki. Kexverksmiðjan Frón hefur þegar dregið smátt og smátt úr framleiðslunni og kexverksmiðjan Holt hefur dregið saman seglin um helming,” sagði Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks. Hann bætti því við, að hann hefði haft tal af nokkrum framleiðendum kex og sælgætis. Margir ætluðu að flýta sumarleyfum og sjá svo til um framvindu mála. Þeir hefðu einnig sagt sér að kaupmenn gætu ekki greitt fyrir íslenzka sælgætið. Þar að auki væru allar hillur fullar af út- lendu sælgæti og hið íslenzka kæmist ekkifyrir. -EVI. Einar Garibaldason verkstjóri og Alexandur Chelbat (arabiskur að uppruna) ræddu um islenzka sælgætið. Þeir voru sammála um að nýjabrumið fxri af útlenda sxlgætinu og menn færu þá aftur að kaupa það fslenzka. Það væri líka miklu bragðbetra. Þorskveiðibann norðan og austan — fráogmeð6. maí Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að banna þorskveiðar í net frá og með hádegi 6. mai næstkomandi. Bannið gildir til og með 21. maí næst- komandi. Bannið gildir fyrir Vest- fjöröum, Norðurlandi og Austurlandi. Áður höfðu veiðar í þorskanet verið bannaðar sunnanlands og vestan frá og með 30. apríl til 21. maí næstkomandi. Ennfremur hefur skipum, sem stunduðu loðnuveiðar á síðastliðinni loðnuvertíð verið bannð að stunda veiðar í þorskanet frá og með hádegi 6. maí. Það bann gildir til 16. ágúst næst- komandi. -ÓG.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.