Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. LeikSist Leikhús fyrír böm — til hvers? Fyrir hvem? verða ekki einasta óeðlilegt, heldur einnig óþolandi og skaðlegt bæði lcikhúsinu og skólanum. Það eru, eins og gefur að skilja, engar patentlausnir til á þeim vanda- málum sem á er drepið hér að ofan. En það sakaði ekki ef vart yrði meiri vilja til úrbóta en nú er, og þá ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Það gæti til dæmis orðið ein leið til lausnar á þvi ófremdarástandi sem nú ríkir að leikhúsin mótuðu sér mark- vissa stefnu i þvi starfi sinu er lýtur að börnum. Viða erlendis hefur það til dæmis verið reynt með góðum ár- angri, að helga nokkrar uppsetningar ákveðnu þema, og koma með þær til áhorfenda hverja á fætur annarri. Sagt f rá eigin reynslu Þannig verður leikhúsið fastur liður í skóialifinu, en alltaf á nýjan hátt ef vel tekst til. Það hefur enn- fremur verið reynt að láta börnin taka þátt í leikhúsatburðinum og þau hvött til að segja frá eigin reynslu í tengslum við það sem fjallað er um í verkinu. Þannig hefur leikhúsið ágæta möguleika á að koma þessum yngstu áhorfendum sinum til nokk- urs þroska. Skólinn gæti svo kom.ð til móts við leikhúsið með þvi að fjalla um sýningarnar og efni þeirra áður en þær eiga sér stað og á eftir þeim. Allt sem gert er til úrbóta á núver- andi ástandi kostar auðvitað sitt. Á það má hins vegar benda, að iðulega má finna fjarska ódýrar leiðir til að koma upp ágætum leiksýningum, ekki sist ætluðum börnum, án þess þær þurfi að verða rýrari að gæðum. Það hefur að undanförnu borið heldur lítið á því, að leikhúsin legðu kapp á að bjóða börnum upp á list sína. Undantekningarnar eru reyndar nokkrar: Þjóðleikhúsið sýnir Óvita Guðrúnar Helgadóttur, Leikbrúðu- land hóf nýverið sýningar á Sálinni hans Jóns míns að Kjarvalsstöðum, og að lokum nefni ég framtak sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum: Litla Leikfélagið i Garðinum hefur sýnt Spegilmanninn eftir Brian Way á Suðurnesjum og nokkrum skólum á Rey kj avík ursvæðin u. Ennfremur hefur umræða um leik- hús fyrir börn verið með fátækleg- asta mótinu að undanförnu. Þó var fyrir skömmu samþykkt ályktun á síðasta leiklistarþingi þar sem sagði, ef mig misminnir ekki, að tímabært væri að hefja rekstur sérstaks leik- húss fyrir börn. En að því er best verður séð, hefur lítið miðað í átt að því marki, að minnsta kosti enn sem komið er. Þörfin er til staðar Nokkrar tilraunir sem gerðar hafa verið benda ótvírætt til þess að full þörf sé á leikhúsi fyrir böm, hvort sem það leikhús sýnir fyrir börn ein- vörðungu eða ekki. Það hefur nokkr- um sinnum gerst að skrifuð hafa verið leikverk ætluð til flutnings í skólum og Alþýðuleikhúsið helgaði til skamms tima mikinn hluta starf- semi sinnar börnum. Aðsókn og undirtektir sýndu svo ekki varð um villst að þörfin er til staðar; börn sækja í leikhús. Það er reyndar ekki vitað, hvort sú ásókn stafar af þeirra eigin frumkvæði, foreldranna eða annarra, og það er ef til vill dálitið bagalegt. Ef framboð á leiklist fyrir böm er á annað borð til staðar, hlýtur það að há leikhúsinu að þekkja ekki áhorfendur sína, einkum ef leikhúsið hefur gert það upp við sig hvers vegna það starfar fyrir börn og I hvaöa tilgangi. í þessu sambandi er kannski mest um vert að tína tvennt til í umræð- una. Annars vegar er spurningin: um leikhús fyrir böm er að ræða — skólans, dagheimilisins eöa leikvall- arins. Það er ekki ætlun mín að mæla með neinum þessara valkosta á ann- ars kostnaö. Rök fyrir staðarvali em án efa af margvíslegu tagi og kemur þá ekki síst til álita hvers konar verk á í hlut hverju sinni. Og það leiöir hug- ann að seinni spumingunni: Hvað á að leika? Og hér erom við að mínu viti farin að nálgast kjarna vanda- málsins. Sú staðreynd blasir við að framboð á leiklist ætlaðri börnum er ekki einungis fátæklegt — vel að merkja: að magni — heldur einnig býsna tilviljanakennt. Leikhúsin hafa gjarnan farið aðrar leiðir en þeirra er vandi að áhorfend- um sinum og leitað þá uppi, til dæmis í skólum, einkum á höfuðborgar- svæðinu, og iðulega sóst í því skyni eftir samstarfi við viðkomandi skóla- stofnanir. Tilgangur samstarfsins hefur mér fundist óljós. Það virðist ekki vera sem svo, að skólarnir og leikhúsin hafi verið að móta sér neina menningarpólitík (ef svo má að orði komast) gagnvart börnunum, hvorki af því taginu að börnum væri nauðsyn eða þörf á að læra á leik- húsið, né heldur að um væri að ræða neina uppeldislega viðleitni þessara aðila i því skyni að hafa áhrif á áhorfandann. Tortryggni Fremur hefur verið um það að ræða, að leikhúsin hafa séð sér greiða leið að áhorfandanum, sem er nú einu sinni hluti af leikhúsinu. En það er hæpið, að það markmið: að sækja til áhorfenda sinna, sé nóg eitt og sér. Þar verður annað og meira að koma til. Að hluta til skrifast einnig ábyrgð þessa á skólana. Þær stofnanir hafa ekki leitað til leikhúsa og falast eftir efni, eins og ætti þó að geta verið bæði sjálfsagt og eðlilegt. Það hefur aukinheldur ekki á skort, að skóla- stofnanirnar hafi sýnt leikhúsinu töluverða tortryggni. Það kostar oft of mikið þref að koma með sýningu inn fyrir veggi skólans. Þegar til lengdar lætur hlýtur slíkt ástand að Jakob S. Jónsson Brúðuleikhúsið kemur til barnanna. Hvar á að leika? Hins vegar: Hvað? Svörin við hvorugri þessara spuminga eru sjálfsögð, og ef marka má þá um- ræðu sem átt hefur sér stað hjá leik- húsfólki frændþjóða okkar á Norðurlöndum, snerta þau vanda alls nútimaleikhúss. Hvað á að leika? Um fyrri spurninguna er það að segja að valið stendur kannski einkum milli leikhússbyggingarinnar og þess umhverfis sem stendur áhorf- andanum næst, til dæmis — þegar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.