Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. II Vigreifar indverskar konur tóku.dómi hæstaréttar i nauðgunarmáli ungrar fátækrar stúlku úr neðri lögum þjóðfélagsins ekki með þögninni. Þær hafa efnt til mótmælaaðgerða og stofnað til ráðstefna um réttindamál kvenna i landinu. Nauðgunarmál á Indlandi, sem var allt að því gleymt og grafið, hefur að undanförnu verið mjög í sviðsljósinu og hleypt illu blóði í samtök og hópa sem berjast fyrir réttindum kvenna. Það sem varð til þess að vekja athygli á málinu var ákvörðun hæstaréttar um að ógilda fyrri dóm yfir tveimur lögreglumönnum. Þeir höfðu áður verið dæmdir fyrir að að nauðga 16 ára gamalli fátækri lágstéttastúlku, Mathuru að nafni. Forsendur hæsta- réttar voru þær að engar sannanir lægju fyrir um að stúlkan hefði veitt lögreglumönnunum viðnám. Áður hafði komið fram og verið staðfest að lögreglumennirnir voru drukknir þegar þeir frömdu verknaðinn og atburðurinn átti sér stað á lögreglustöð á vinnutíma. Rétturinn visaði á bug röksemdum um að aðgerðir lögreglu- mannanna á lögreglustöðinni væru þvingandi og byggði niðurstöður sínar meðal annars á upplýsingum um að stúlkan hefði áður ekki verið hrein mey. Það voru réttsýnir lögfræðingar sem drógu málið fram i dagsljósið að eigin frumkvæði. 1 kjölfar þess hófust blaðaskrif og mótmælaað- gerðir i mörgum borgum þar sem krafizt var meiri réttinda konum til handa. Ráðstefnur um nauðganir og lagalega hlið málsins voru haldnar. Kröfur voru settar fram um að hæsti- réttur ógilti úrskurð sinn í máli Mathuru og breytti jafnframt við- horfi sinu almennt til kynferðis- afbrota. Á meðan dómskerfið á Indlahdi hugsar ráð sitt og kannar hvort form- legar ástæður fyrir þvi að taka málið enn til skoðunar séu nægar halda dagblöðin stöðugt áfram að draga fram í dagsljósið ný og ný mál sem varða kynferðisafbrot. Lesendabréf og ábendingar til blaðanna frá lesendum eru full af dæmum um al- varleg afbrot sem valdastéttin vill að þögnin geymi. Á þennan hátt hefur komizt upp um mörg fieiri kynferðis- afbrot þar sem í hlut eiga m.a. lög- reglumenn og ýmsir valdamenn. Kröfugöngur og ráðstefnur um nauðgun eru skipulagðar um allt landið. Sumar hreyfingar kvenna takmarka umræðuna við almennt og niðurlægjandi viðhorf til kvenna sem til dæmis klúrt orðbragð við konur og káf i þéttskipuðum strætisvögnum eru merki um. Hvort tveggja flokk- ast undir afbrot og er æ algengara i Nýju Delhi. Aðallega eru það skóla- strákar sem brjóta af sér á þennan hátt. Sumar baráttukonur segja að nauðganir í sveitunum og margs konar áreitni við konur beri vott um ótta karla við uppreisn þeirra undir- okuðu, hvort sem um er að ræða stéttir eða konur. Fyrir átta árum var Mathuru-málið bara rétt eitt dæmið um nauðgun i afskekktu fjallaþorpi. Það vakti ekki sérstaka athygli. Það gerðist heldur ekkert þegar hæstiréttur dæmdi lögreglumennina saklausa fyrir tveimur árum og „lauk þannig mál- inu” frá sínum bæjardyrum séð. Á Indlandi tekur langan tima að fá dómsniðurstöður útgefnar á prenti. Það var ekki fyrr en seint á liðnu ári sem Lotika Sarkar lagaprófessor við háskólann í Nýju Delhi rakst á málið þegar hún fór í gegnum dómasafnið. ,,Ég var furðu lostin,” sagði prófessor Sarkar. Hún er fyrsta konan sem fékk prófessorsembætti í lagadeild háskólans. Hún sagði að hæstiréttur hefði í fyrsta lagi hafnað öllum röksemdum um að kynferðis- leg áleitni lögreglumanna í lögreglu- stöð væri í sjálfu sér þvingunarað- gerð. í öðru lagi virtist svo sem rétturinn hefði ekkert tillit tekið til þess mikilvæga atriðis að stúlkan kærði atburðinn og gekkst undir læknisrannsókn. „Við vitum að jafnvel á Vestur- löndum hirða fórnarlömb nauðgunar oft ekki um að kæra afbrotamann- inn. Hér er félagsleg einangrun mun algengari og aðeins fáar nauðgunar- kærur koma fram. í þessu tilfelli kærði hins vegar fátæka stúlkan,” segir Lotika Sarkar. Prófessorinn segir ennfremur að viðhorf margra Indverja til nauðgana einkennist af hleypidómum. Hún bendir á að flest fórnarlömbin eru úr röðum fátækasta fólksins, jafnframt að nauðgun sé hegning sem valda- menn og lögregla noti. Prófessor Sarkar vakti athygli þriggja annarra lögfræðinga á máli Mathuru. Tveir af þeim voru karl- menn. Lögfræðingarnir ræddu málið fram og aftur. 1 september skrifuðu þeir opið bréf til forseta hæstaréttar, Y. V. Chandrachud, báðu um að málið yrði tekið upp og dómurinn endurskoðaður. „Mái eins og þetta kæfir alla löngun manna til þess að vernda mannréttindi milljóna Mathura í sveitum Indlands,” sögðu lögfræðingarnir í opna bréfinu sínu. „Fyrst fengum við litil andsvör við bréfinu,” sagði Sarkar, ,,og alls engin viðbrögð i Delhi.” En síðar tóku hreyfingar kvenna I Kaikutta, Bombay, Ahmadabad og Poona þráðinn upp og gerðu stórmál úr öllu saman. Margir talsmenn kvenna- hreyfinganna segja að skilningur al- mennings fyrir vandamálinu hafi aukizt eftir að það komst í hámæli. Hins vegar hefur hæstiréttur enga til- burði sýnt I þá átt að endurskoða úrskurð sinn. Einn dómarinn sakaði kvennahreyfinguna um að ætla að þrýsta á réttinn að taka ákvörðun sem væri óvenjuleg miðað við lög og hefðir. einu verða að hætta að vinna vegna heilsubrests á hinum ýmsu aldurs- skeiðum. Fólk sem máske hefur haft sæmilegar tekjur verður að leita á náðir santfélagsins. Fæstir hugsa ég að geri það með glöðu geði og sporin í þá átt eru mörgum þungbær. Oft tekur langan tíma að ná þeim styrkjum að hægt sé að skrimta af, þar sem engar eignir hafa verið fyrir hendi: Ef fólk er i leiguhúsnæði sem það verður að greiða háu verði. Ógreidd opinber gjöld, sem illu heilli eru greidd af tekjum eftir á, á haki sér. Til hverra á það að leita, oft illa statt andlega og likamlega? Alll of illa til að eltast við opinbera aðila lil aðfágreitt úr sinum rnálum. Ég býst reyndar við að á félagsmála- stofnunum sé hægt að fá einhverja aðstoð. En ég er ekki viss um að þar sé nægilega vel og skipulega að þess- ari hjálp staðið. Allt of oft hefi ég vitað þessu fólki visað frá einum lil annars. Það þarf að koma aftur og aftur. Það eru margir ekki i þann stakk búnir að þeir eigi varasjóð að hlaupa í meðan þeir biða og jafna sig eftir tekjumissinn. Oft er þetta erfiðasti timinn i lifi þessa fólks. Það þyrfti að vera sérstakur fulltrúi í félagsmálastofnunum, sem tæki þessi mál að sér, kynnti sér aðstæður þess og flýtti allri aðstoð eins og mögulegt væri. Ég álít að stuðningur við þetta fólk þurfi að vera hvað mestur fyrsta árið, meðan það er að sætta sig-við það sem skeð hefur i lífi þess,^að er eðlilegt að þetta fólk sé-ófrolinmótt en það verður að létta því sporin mcðin það er-að laga sig að nýjum aðstæðum. Eflaust þarf það oft að breyta mikið sínum lifsvenjum í þessu mikla neyslu- og dýrtíðarþjóð- félagi. Sjálfsagt verður um langt skeið, og ef til vill alla tið, þörf fyrir alls konar liknar- og styrktarfélög, það er á svo margan hátt hægt að aðstoða þá sem eiga í erfiðri lífsbaráttu. En hvenær kemur þá að þeirri fjárhags- legu lausn, sem framtíðin ber vonandi i skauti sér? Það er að lífeyrisþegar fái þær greiðslur, þá hlutdeild i þjóðartekjunum, að ekki þurfi að vera að úthluta þeim hlunnindum eftir einhverjum reglugerðum, en að þeir geti sjálfir valið hvaða fjölmiðaþjónustu þeir kjósi og hvort þeir vilji hafa sima. Að þeir geti haldið áfram að lifa frjálsir í velferðarþjóðfélagi, eftir þvi sem mannlegur máttur getur stutt þá til. Guömundur Þórðarson, fyrrum póslmaður. Þess vegna Rauð verka- lyðseining 1. maí Frá því 1972 hefur Rauð verkalýðs- eining 1. mai verið vettvangur þeirra sem vilja halda á lofti róttækum kröfum verkalýðsstéttarinnar, þeirra sem visa á bug samráðsmakkinu og pólitískri spilamennsku með hag launamanna, þeirra sem vilja byggja upp eigin styrk verkalýðssamtakanna og gera þau að því vægðarlausa stéttarlega afli sem auðherrarnir fái ekki staðið gegn, og tekur enga ábyrgð á vanda þeirra. Árið 1977 sameinaði Rauð verka- lýðseining þó aðgerðir sínar fundi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á Lækjartorgi. En þá blés verkalýðs- forystan líka til baráttu. Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur voru þá báðir í stjórnarandstöðu og voru því verkalýðssamtökunum ekki slík hindrun sem þeir síðan hafa verið. Undanhaldið f rá samningunum '77 Barátta verkafólks 1977 var sigur- sæl. Á bylgju þess sigms unnu þessir flokkar mikinn kosningasigur. Kosn- ingabarátta þeirra byggðist á því að þeir gætu verndað kjörin fyrir verka- lýðinn, bara þeir fengju nógu mörg atkvæði. Með öðrum hætti gætu verkalýðssamtökin ekki haldið sinum samningum í gildi. En hvað gerðist svo? í stað þess að segja: Við tökum ekki þátt í neinni stéttasamvinnustjórn, við tökum ekki þátt í neinni ríkisstjórn fyrr en hreinni verkalýðsstjórn, í stað þessa notuðu þeir þá stöðu sem verkafólk hafði skapað þeim til að hlaupa inn I stjórn með Framsókn og beittu sterkri stöðu sinni í verkalýðshreyf- ingunni þannig að hægt var að halda áframaðnartaísamningana frá ’77. Og hver var svo árangurinn? Fyrir atvinnurekendur var hann mikill. Laun eru nú 10—20% lægri en þau hefðu verið ef samningarnir frá '11 væru í gildi. í dúett með Vinnuveitenda- sambandinu Nú situr Alþýðubandalagið í stjórn með íhaldinu og syngur dúett með Vinnuveitendasambandinu um að al- mennar grunnkaupshækkanir komi ekki til greina. Alþýðuflokkurinn er að vísu fyrir utan stjórn en keppist þar nú líka við að sýna fram á hversu ábyrgur hann sé gagnvart hag at- vinnurekenda, lafhræddur við að at- vinnurekeodur séu að komast að þeirri niðurstöðu að Alþýðubanda- lagið sé miklu betra í að vinna fyrir þá skítverkin heldur en Alþýðuflokk- urinn. Verkalýðsleiðtogarnir æðstu vita ekkert I hvora löppina þeir eiga að stíga. Annars vegar togar Flokkurinn og svo vilja þeir sýna samábyrgð með sivælandi atvinnurekendum. Hins vegar eru þeir auðvitað hræddir um að undirstaða valda þeirra í verka- lýðshreyfingunni geti riðað til falls ef þeir sýna ekki lit. Þessi reipdráttur um sálir þeirra birtist svo í því að einn daginn sitja ^ „Verkalýösleidtogarnir æöstu vita ekkert í hvora löppina þeir eiga að stíga. Annars vegar togar Flokkurinn og svo vilja þeir sýna samábyrgö meö sívælandi atvinnurekendum. Hins vegar eru þeir auðvitað hræddir um aö undirstaða valda þeirra í verkalýöshreyfing- unni geti riðað til falls ef þeir sýna ekki lit.” Ragnar Stefánsson þeir kjaramálaráðstefnu ASÍ og fall- ast þar á að auk 5% kröfu um al- menna hækkun skuli verðbætur vera í fastri krónutölu á hluta launastig- ans, sem mundi hækka laun hinna lægst launuðu um 15% til viðbótar á einu ári. Hinn daginn gónir fram- kvæmdastjóri Verkamannasam- bandsins framan I sjónvarpsáhorf- endur og spyr eins og álfur: Vill fólk „peningalaunahækkun”? Hættum að bíða hvert eftir öðru Helst virðast leiðtogarnir geta fundið þá leið út úr ógöngunum að reyna að klekkja á öðrum hlutum hreyfingarinnar, reyna að styrkja völd sín með þvi að sýna fram á að þeir séu meiri bragðarefir en aðrir foringjar. Það má ráða af ummælum og athöfnum foringja BSRB og ASÍ að þeir séu að bíða hvor eftir öðrum til að geta fengið meira en hinn. Sumir hafa sagt þetta beint. Samn- ingar BSRB hafa nú verið lausir í hartnær ár og samningar ASÍ bráðum í hálft ár. Þeir sem skaðast af þessari bið eru launafólkið í landinu. 1. maí skulum við sýna að við viljum hætta þessum loddaraleik. Við skulum sýna með öflugri þátt- töku í Rauðri verkalýðseiningu að við viljum baráttu I stað þess að láta blekkja okkur lengur með stétta- samvinnustefnu og samráðsmakki. Við þurfum að leggja áherslu á kröfuna um að verðbætur verði jafn- ar I krónutölu upp úr og niður úr frá miölungslaunum, eins og kjaramála- ráðstefna ASÍ samþykkti og verka- fólk almennt vill leggja áherslu á, en hin háa forysta vill helst gleyma og mun sennilega gleyma 1. maí. Við skulum leggja áherslu á kröf- una um að Alþýðubandalagið fari út úr íhaldsstjórninni, flytji sig yfir og setjist okkar megin við samninga- borðið. Samstaða gegn heimsvaldastefnu En við munum einnig halda á loft kröfum um samstöðu með alþýðu annarra landa, skera upp herör gegn heimsvaldastefnu Bandarikjanna og fylgifiska þeirra og efla vitundina hérlendis bak við kröfuna um úrsögn úr Nato og brottför hersins. Heimsauðvaldið hefur verið á und- anhaldi gagnvart alþýðu heimsins og. misst marga gróðahítina I seinni tíð. Um þ?tta vitna m.a. þyltingarnar i Nicaragua og íran og byltingarbarátt- an í E1 Salvador. Bandaríkin vígbúast sem óðast til að snúa þessari þróun við. Allt frá því i Víetnamstyrjöldinni hafa þau átt óhægt um vik til beinnar hernaðaríhlutunar vegna andstöðu heima fyrir. Undanfarin ár hefur Bandaríkjastjórn þó verið að brýna vígtennumar I ákafa og búa sig til hernaðarinngripa þegar tækifæri gefst. 1. maí skulum við taka ræki- lega undir með þeim Bandarikja- mönnum og öðrum sem nú heyja harða baráttu gegn nýju hernaðar- brölti Bandaríkjanna. Gegn öllu afturhaldi Við skulum halda hátt á loft kröf- um róttækrar kvenfrelsishreyfingar, kröfum farandverkafólks, kröfum um jafnrétti til náms. Við skulum yfirleitt 1. maí skera upp herör gegn öllu ihaldi og aftur- haldi en líka gegn japli og jammi stéttasamvinnuþýðrar verkalýðsfor- ystu. Ragnar Stefánsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.