Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 6
 ■ =STIKLAD Á ST0RU Góður markaður í Arabalöndum en dýrt að komast inn á hann ,,Það er álíka hlægilegt að íslendingar selji appelsínu- djús til Arabalanda og að Danir geri það. En hver hlær, þegar hann fær að vita, að Danir seldu djús til Saudi-Arabíu fyrir 83 millj- ónir í fyrra?", spurði Úlfur Sigurmundsson, þegar rætt var við hann um hugsanleg útflutningstækifæri íslend- inga til Arabalanda í kjölfar matvælasýningar í Bahrain, sem íslenzk matvælafyrir- tæki tóku þátt í 11.-14. janúar sl. Þeirra á meðal var Sól hf., sem kynnti Tropi- cana- ávaxtasafa og í tilefni af umræðum um íslenzkan appelsínudjús sem útflutn- ings vöru á Arabíuskaga lét Úlfur þessi orð falla. Úlfur, sem var í hópi 15 forystumanna í íslenzkum útflutningi á þessari sýn- ingu, sagði að þarna suður frá væri markaður fyrir margs konar matvæli, mikill fyrir niðursuðuvörur, fyrir meðalalýsi og einnig fyrir kjöt, en það væri flókið mál og ekki aðgengilegt að koma kjöti á þennan mark- að. íslenzku fyrirtækin, sem þarna voru mest áberandi voru búvörudeild Sam- bandsins, Sölustofnun lagmetis, Lýsi hf. og Sól hf. Einnig var dótturfyrirtæki SH í Bandaríkjunum, Cold- water Seafood Corp. meðal sýnenda. Tvær flugfreyjur frá Flugleiðum unnu að al- mennri íslandskynningu á sýningunni, vöktu mikla at- hygli og stóðu sig mjög vel, að sögn Úlfs. Þessi alþjóðlega mat- vælasýning í Bahrain er haldin annað hvert ár og voru þátttakendur víðs veg- ar að. Gargolux annaðist flutning á íslenzku sýningunni til Dubai á Arabíuskaga. Þátt- taka í þessari sýningu er dýr og nefndi Úlfur sem dæmi að hótelherbergi kostaði 110 dollara fyrir manninn á sólarhring í Bahrain. „Markaður er þarna fyrir hendi," sagði Úlfur, ,,en það er dýrt að sækja inn á hann og framhaldið er undir því komið hvort menn treysta sértil þess." Janúartölublað tímarits- ins Arab Business Report, sem gefið er út á ensku og arabísku, er að verulegu leyti helgað Islandi og ísl- enzkum útflutningsvörum. Ritstjóri þess kom hingað til lands fyrir skömmu og afl- aði efnis. Minna byggt í Reykjavík í Reykjavík voru í smíðum 942 íbúðir um sl. áramót, þar af um 340 fokheldar eða meira. Á árinu 1981 var haf- in bygging á 631 nýrri íbúð. Sé litið fimm ár aftur í tím- ann til samanburðar, til árs- ins 1976, þá voru íbúðir í smíðum við lok þess árs 1509 talsins og 1250 í árslok 1977. í fyrra var lokið 334 færri íbúðum í Reykjavík en 1980, en hafin bygging á 152 fleiri íbúðum 1981 en 1980. Meðalstærð nýbyggðra íbúða er u. þ. b. 502 rúmm. eða 108 rúmm. stærri en 1980. Á árinu 1981 var lokið við íbúðarhús samtals að flatarmáli 37 þús. fermetrar, þjónustu, félagsheimili og elliheimili alls 1700 fermetr- ar, verzlunar- og skrifstofu- húsnæði samtals 3.300 fer- metrar, iðnaðar- og verzl- unarhús 16 þús. fermetrar en geymslur og hesthús 14.300 fermetrar. Hillur á frystikistum verzlana Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkurborgar hefur sent út bréf til matvöruverzlana, þar sem lagt er bann við því að viðkvæm matvæli, sem eiga að vera í kæligeymslu, séu höfð á hillum ofan á frystikistum verzlana eins og algengt hefur verið und- anfarið. Tilefnið er það, að starfs- menn heilbrigðiseftirlitsins hafa orðið þess varir í æ vaxandi mæli undanfarin 2-3 ár að margir kaupmenn í borginni hafa gripið til þess ráðs að setja bretti eða hillur ofan á frystikisturnar og geyma á þeim kælivörur eins og t. d. pizzur, en þær munu vera langalgengasta vörutegundin, sem um ræð- ir. Hitinn á hillunum er afar mismunandi, getur verið um frostmark en engu má muna að hann sé ekki kom- inn upp í 10 stiga hita og jafnvel hafa mælzt um 20 gráður á þessum hillum. Upphaflega hafði heilbrigð- iseftirlitið í hyggju að fara einhvern milliveg, láta það afskiptalaust ef varan væri þarna aðeins til skamms tíma, eins og t. d. í mestu önnum á föstudögum. At- 6

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.