Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Side 15

Frjáls verslun - 01.01.1982, Side 15
Úr vélasal hjá Iðunni. Aldrei hafa verið keyptar notaðar vélar. Hér er allt nýtt og starfar samkvæmt nýjustu tækni. Öll mynstur eru nú gerð í tölvubúnaði, sem tengdur er prjónavélunum. „Þessu verður að breyta. Álagningarreglur verða að virka hvetjandi fyrir sölu á innlendu vörunni. Síðustu árin hefur framleiðslumagnið hjá okkur verið mjög svipað milli ára og við sjáum ekki fram á að auka markaðshlutdeildina innan- lands. Aukningin verður að koma með útflutningi. Um 25% af framleiðslunni fer núna á erlendan markað og mun- ar mest um viðskipti við fyrirtæki í Danmörku og Svíþjóð. Einnig Frakkland og Bandaríkin. Vestan hafs er það Doretta Egilsson í Los Angeles, eiginkona Árna Egilssonar, hljóm- listarmanns, sem kaupir vöruna beint af okkur. Milli tveggja síðustu ára jókst útflutningurinn hjá okkur um 45% í heild, reiknað í dollurum". Þannig lýstu eigendur Prjónastofunnar Iðunnar, þau Njáll Þorsteinsson og Lovísa Marteinsdóttir aðstæðunum, sem fyrirtæki þeirra stendur frammi fyrir um þessar mundir. Síður en svo að nokkurs uppgjafartóns gætti. Þau lögðu þvert á móti áherzlu á að aldrei mætti slaka á og það væri dauðadómur yfir fyrirtæki í þessum rekstri ef menn ætluðu að fara að taka lífinu rólega. Mikilvægar tilviljanir „Annars var það mest fyrir tilviljun að við byrjuðum á út- flutningi. Það var fyrir sex árum að íslenzkur sýnandi, sem ætlaði að vera með á Scandinavian Fashion Week í Bella Center í Kaupmannahöfn, bauð okkur hluta af plássi sínu." En það var Marinó sonur þeirra hjóna, sem gerði fyrsta samninginn meðan faðir hans hafði brugðið sér frá sýning- arbásnum. Þar var á ferðinni norskur kaupandi, sem keypti barnapeysur frá Iðunni. Framan af var salan mest í þeim en lítil sem engin síðustu árin. Ástæðan fyrir þessari sölu á barnapeysunum mun sú, að Iðunn var á undan öðrum að bjóða peysur, sem myndir voru pressaðar á. Vöktu þær mikla athygli og seldust t. d. til Danmerkur í talsverðu magni. Og það eru fleiri tilviljanakennd atvik, sem leitt geta til umtalsverðra viðskipta. Þannig hefur franskur aðili samið við Iðunni um að prjóna dömupeysur úr efni, sem hann sendir hingað til úrvinnslu en fær fullunna vöru til baka, samkvæmt eigin hönnun. Flann sagðist leita til Iðunnar af því að hann hefði séð vörur frá verksmiðjunni á sýningu í Bretlandi fyrir þremur árum. Ómetanleg þjónusta Iðnrekstrarsjóðs Sýningarnar í Bella Center eru aðalkynningarvettvangur- inn, sem Iðunn notfærir sér til að komast í samband við erlenda kaupendur. Einnig tízkuvörukaupstefna í Stokk- hólmi, sem haldin er tvisvar á ári. Þau Njáll og Lovisa sögðu að viðskiptin við Bella Center væru þó mun greiðari og árangursríkari. Þá mætti í þessu sambandi heldur ekki gleyma hlut Iðnrekstrarsjóðs hér heima, en hann tekur þátt í kostnaði með íslenzku framleiðendunum. Þannig greiðir Iðnrekstrarsjóður helming af útlögðum sýningarkostnaði, helming ferðakostnaðar og helming dagpeninga fyrir einn fulltrúa fyrirtækisins vegna sýningarhaldsins. Sögðu þau að þessi þjónusta Iðnrekstrarsjóðs væri ómetanleg og veitt af sérstakri lipurð. Fyrir þremur árum byrjaði Iðunn að prjóna úr íslenzku garni. Úr því er framleidd vara, sem er miklu fínlegri og léttari en þær íslenzkar prjónavörur, sem mest hafa verið seldar á erlenda markaði síðustu árin. Hins vegar sést eng- inn munur á vélprjóni og því sem prjónað er í höndunum. Prjónuð sjöl frá Iðunni hafa vakið mikla athygli og í tízku- blöðum má víða sjá þau notuð sem fylgihluti með öðrum klæðnaði sem verið er að kynna. Nokkur munur er á að- stöðu Iðunnar og annarra íslenzkra útflytjenda, sem selja prjónavörur til Bandaríkjanna, að því leyti að fíngerða, vél- prjónaða varan, eins og t. d. sjölin flokkast undir „blúndur" í bandarískum tollskrám og því þarf að greiða af þeim 42% toll þegartolluraf handprjónuðum lopapeysumert. d.22%. Skoða nýja liti í útlöndum Velgengni prjónavörunnaráerlendu mörkuðunum erýmsu háð, ekki sízt lit. Hvítt, beige og blátt eru tízkulitirnir á þessu sviði r\ú sem stendur. Og það þarf hárréttan lit til að slá í gegn. Blái liturinn hjálðunni hefurhlotiðgóðarviðtökur, en 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.