Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.01.1982, Qupperneq 35
Vönduðustu húsgagnaauglýsingarnar á síðasta ári voru frá HP húsgögnum og TM húsgögnum og birtu báðir aðilar 8 síðna kynningarauglýsingar í Tízku- blaðinu Líf. Voru auglýsingarnar unnar af auglýsingadeild Frjáls framtaks. eru svo ólíkir þjóöfélagshópar, sem koma frá þessum stöðum. Þaö, sem er hins vegar meginlínan í okkar aug- lýsingum erlendis, er að auglýsa ísland og náttúru þess, frekar en kannski Flugleiðir sem slíkar, Sagði Sveínn Sæmundsson. Sveinn sagði, að í auglýsingum félags- ins væri lögð sérstaklega mikil áherzla á þá staðreynd, að ísland væri ekki mengað land, heldur væri náttúra landsins mjög óspillt. - Þá leggjum við áherzlu á, að farþegar sem hingað koma með okkur, geti dvalið hér án átroðnings, þegar það fer um landið. Gagnstætt því sem gerist erlendis víð- ast hvar, sagði Sveinn Sæmundsson ennfremur. - í gegnum árin höfum við í gegn- um markaðsrannsóknir komizt að þeirri niðurstöðu, að það er ekki hinn almenni ferðamaður, sem kemur til Is- lands til að dvelja í 2 - 3 vikur. Þetta er frekar fólk, sem er vel menntað og hugsandi og við þetta miðum við auð- vitað í okkarauglýsingum. Við auglýs- um því gjarnar í ýmsum sértímaritum, sem gefin eru út fyrirákveðna hópa, en ekki í dagblöðum og þess háttar í sama mæli. Á síðasta ári fengum við síðan byr undir báða vængi mð tilkomu nýs forseta, sem borið hefur hróður lands- ins víða. Þessar heimsóknir forsetans til Skandinavíu á síðasta ári komu okk- ur mikið til góða og við erum með sér- staka kynningarherferð í gangi til að fylgja því eftir, en þetta er unnið í góðri samvinnu við ferðamálaráð, sagði Sveinn Sæmundsson. Sveinn Sæmundsson sagði í sambandi við auglýsingar hér á heimamarkaði, að lögð væri sérstök áherzla á það, að eyþjóð þurfi að sjá sig um í heiminum. Því er ekki að neita, að við skoðun á auglýsingum Flugleiða, hvort heldur er hér heima eða erlendis, að þá kemur í Ijós, að þær eru sérstaklega vel úr garði gerðar. Vandaðar og grípa hug skoðandans. Þess má geta, að það er Auglýsingastofa Ólafs Stephensen, sem sér um gerð allra auglýsinga fyrir Flugleiðir. Þá vakti það athygli ásíðasta ári hversu mikinn kipp auglýsingarfél- agsins tóku og vildu margir meina, að aðalástæðan væri sú, að í vændum væri aukin samkeppni frá Arnarflugi, en um slíkt skal ekki fullyrt frekar hér. Umbúðir Osta og smjör- sölunnar hafa vakið at- hygli Nýjar auglýsingar og þá kannski alveg sérstaklega nýjar umbúðir utan um osta frá Osta og smjörsölunni hafa vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum og reyndar hefur fyrirtækið í gegnum tíðina verið með miklar og áberandi auglýsingar. FV innti Óskar H. Gunnarsson, framkvæmdastjóra Osta og smjörsölunnar eftir því, hvaða stefnu væri fylgt í auglýsingamálum fyrirtækisins. - Við höfum alla tíð haft það sem höfuðmarkmið í sam- bandi við umbúðir á okkar vörum, og þá kannski um leið auglýsingar, að gefa sem allra bestar upplýsingar á þeim, auk þess auðvitað að varðveita hráefnið. Því er hins vegar ekki að neita, að ásíðustu 20árum hefurorðið alger bylting í þessum málum og þá alveg sérstaklega með tilkomu aug- lýsingastofanna. í okkar tilfelli eigum við mjög gott samstarf við Auglýsinga- stofu Kristínar, sem hefur hannað okkar umbúðir og auglýsingar undan- farin ár, sagði Óskar H. Gunnarsson einnig. Umbúðir Osta- og smjörsölunnar þykja fallegar um leið og þær gefa góðar upplýsingar um vöruna. - Annars eru upplýsingar á um- búðum alltaf að verða meiri og ýtar- legri, sem gerir kröfu til þess, að menn séu vakandi, sagði Óskar. Nú virðist hafa orðið mikil breyting á umbúðunum, þegar þið komuð með smurostana á markað og þær umbúðir fengu sérstaka viðurkenningu í um- búðasamkeppni Félags íslenzkra iðn- rekenda. Hvað veldur þessu? - í sambandi við smurostana, þá erum við að markaðssetja alveg nýjan hlut, sem kallar á breytingar i útliti. Við höfum verið mjög heppnir með þessar um- búðir, sem henta vörunni mjög vel. I sambandi við verðlaunin, þá er það alveg rétt, en við höfum reyndarfengið viðurkenningar í þeim tveimur öðrum umbúðasamkeppnum, sem Félag ís- lenzkra iðnrekenda hefur haldið. Annars eru það tveir hlutir, sem þurfa að vera á hreinu í umbúðum. Þær verða að uppfylla þær kröfur, sem meðhöndlun vörunnar gerir til þeirra og þær verða að vera vel merktar og gefa glöggar upplýsingar um innihald. Þetta eru forsendurnar fyrir því, að hægt sé að selja vöruna, sagði Óskar ennfremur. Þá kom það fram hjá Óskari, að fyrir- tækið ynni auglýsingamál sín eftir á- ætlun, sem samin væri í samvinnu við Auglýsingastofu Kristínar á hverju hausti. Það væri ákveðið með góðum fyrirvara á hvað skyldi leggja áherzlu á komandi ári. Það er reyndar okkar skoðun, að auglýsingar eigi ekki að vera með of miklum texta, því fólk hreinlega les hann ekki. Textinn þarf nauðsynlega að vera bæði stuttorður og gagnorður. - Annars er megin málið í sambandi við auglýsingar, að það er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki, að auglýsa mun meira í dag, en þau hafa þurft í gegnum árin. Það er ekkert hægt að selja nema auglýsa það, því framboð er svo gífurlega mikið, sagði Óskar H. Gunnarsson að síðustu. Til hverra á að höfða og hvenær? Eimskiþafélag íslands hefur hin síðari ár lagt sífellt meiri áherzlu áauglýsing- ar í ýmsu formi og sagði Kjartan Jóns- son, forstöðumaður viðskiptaþjón- ustudeildar félagsins, að auglýsingar félagsins væru mjög margbreytilegar. - Það er mjög mismunandi til hverra við erum að höfða og auglýs- ingarnar verða því mismunandi eftir því, sagði Kjartan ennfremur. Auglýs- 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.