Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Page 33

Frjáls verslun - 01.01.1982, Page 33
>kynning Möguleikar auglýsenda einkum: Dagblöð, sjónvarp, útvarp og sérrit Það þarf meira en 19 kalda vetur til að leggja Volvo að velli VOLVO Erlendar auglysingar á islandi: Volvo er með vandaðar erlendar auglýsingar með miklum upplýsingum sem eiga ekki síður við hér á landi en annars staðar. Auglýsingarnar birtast í sérritunum og eru með vönduðustu auglýsingum á íslandi. Auglýsingar eru snar þáttur i lífi manna og fer stöðugt vaxandi. Það er nánast vonlaust fyrir fyrirtæki, að markaðssetja vörur, eða kynna starf- semi og þjónustu sína, nema í gegn- um auglýsingar. Forráðamenn fyrir- tækja greinir því ekki á um nauðsyn þess, að auglýsa, heldur frekar um hvernig auglýsa skal og hvernig aug- lýsingin skal vera uppbyggð. — Ein góð auglýsing, sem hittir í mark, er á við 100 venjulegar, sagði einn við- mælenda Frjálsrar verzlunar. Aug- lysingastofum hér á landi hefur mjög fjölgað hin síðari ár, en hins vegar er það staðreynd, að mjög mörg fyrir- tæki, bæði stór og smá sjá eftir sem áður um sínar auglýsingar. Auglýsingaformin eru einkum fjögur, þ. e. auglýsing í dagblöðum, auglýs- ingar í sjónvarpi, auglýsingar í út- varpi og loks auglýsingar í ýmsum sérritum. Hvert framangreindra aug- lýsingaforma hefur sína kosti og sína galla, og deilir auglýsendur því gjarn- an á um hver kosturinn sé vænleg- astur til árangurs. Enda kom það í Ijós, þegar Frjáls verzlun ræddi við forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja, sem leggja mikið upp úr auglýsingum til að kynna vöru sína og þjónustu, að skoðanirnar voru jafnmargar mönn- unum. Athyglisverðar niður- stöður í fjölmiðlakönnun Enda þótt meginniðurstöðurnar í fjöl- miðlakönnun Sambands íslenzkra auglýsingastofa á síðasta ári hafi fáum komið á óvart, kom þó einn athyglis- verður hlutur fram, en það er hinn mikli styrkur sérrita þeirra er Frjálst framtak gefur út. Tízkublaðið Líf er samkvæmt könnuninni mest lesna tímarit á íslandi í dag og auglýsingakostnaður á hvern lesandaermjög svipaðurog í Morgun- blaðinu, sem er langstærsta dagblað landsins. Þetta er athyglisvert fyrst og fremst vegna þess, að annað blaðið er eitt dýrasta og jafnframt eitt vandaðsta blað, sem gefið er út á Islandi, en hitt blaðið mjög ódýrt. Ódýra blaðið hefur sólarhrings líftíma dagblaðsins, en hitt langa líftíma tímaritsins. Eins og áður sagði, er ýmist hafður sá háttur á hjá fyrirtækjunum, að aug- lýsingastofur eru fengnar til að sjá um auglýsingar þeirra, eða þau sjá sjálf alfarið um þær. Við þetta má svo bæta, að mörg fyrirtæki hafa fengið hingað erlendar auglýsingar, sem inn á hefur verið settur islenzkur texti, eða þær jafnvel verið birtar textalausar sé um það að ræða og með erlenda textan- um. Eitt þeirra fyrirtækja, sem sér að mestu um sínar auglýsingar sjálft er Bílaborg h. f., sem hefur m. a. umboð fyrir Mazda-bíla, Hino-bíla, Komatshu— vinnuvélar, Bridgestone-hljóbarða og Yamaha utanborðsmótóra og mótor- hjól, og þarf því óhjákvæmilega að auglýsa mikið. - Okkur hefur reynzt mjög vel í gegnum tíðina, að sjá um okkar auglýsingar sjálfir og munum halda því áfram. Við höfum að vísu haft ákveðna samvinnu við Myndamót um gerð þeirra, en allar hugmyndir koma frá okkur sjálfum, eða frá hinum er- lendu viðskiptaaðilum okkar, sagð Þórir Jenssen, forstjóri Bílaborgar h f., í samtali við FV. Efnismiklar auglýsingar áhrifamestar í sambandi við auglýsingar fyrirtækis- ins, sagði Þórir að reynzla þeirra væri sú, að auglýsingar með ýtarlegum texta, þ. e. nákvæmum upplýsingum fyrir viðskiptavini fyrirtækisins, væru þær, sem beztum árangri hefðu náð. — Þá er okkar reynzla sú, að auglýsingar í dagblöðum séu áhrifa- mestar, sérstaklega í sambandi við bílasöluna. Við höfum því, að mestu beint okkar auglýsingum hin síðari ár inn í dagblöðin og svo í sjónvarpið, sagði Þórirennfremur. Aðspurður um stefnu og línu í aug- 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.