Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 43
Gamla húsið til vinstri og það nýja á miðri mynd, en til hægri sést gamla pakkhúsið, sem var byggt um aldamót og lengra til hægri er hús Meleyrar hf. og sláturhúsið á bak við það. ekki að eina samgöngutæki þess tíma á landi, hestinum. Það var svo árið 1913, þegar Sigurður var 29 ára gamall að hann stofnar verslun á Hvamms- tanga. ,,Það var hálfgerður kastar- holu búskapur, til að byrja með,“ sagði Karl Sigurgeirsson, núver- andi framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, þegar Frjáls verslun ræddi við hann nýlega. Þá voru fá hús á Hvammstanga, talið er að fyrstu hús hafi verið byggð þar um alda- mótin. Þó voru viðskipti hafin þar áður en Sigurður stofnaði sína verslun, því að Riis-verslun var þar á fyrstu árum aldarinnar og Kaup- félag V-Húnvetninga var stofnað þar árið 1909, uppúr Slátrunarfé- lagi Vestur-Húnavatnssýslu, sem var stofnað árið áður og hafði byggt þar slátrunarhús, 30x14 álnirað flatarmáli. Þrír framkvæmdastjórar Árið eftir að Sigurður stofnar verslun sína, kaupir hann eina steinhúsið á staðnum undir rekst- urinn og árið 1923 kaupir hann slátrunarhúsið af kaupfélaginu, sem þá var að flytja um set og byggja nýtt sláturhús. Síðan hefur verið slátrað á vegum verslunar- innar á hverju hausti og Karl telur það vera forsendu fyrir rekstri fyr- irtækis af þessu tagi, að það geti tekið á móti gjaldmiðli bænda, sem er búfjárafurðir. Árið 1958 er fyrirtækinu breytt í hlutafélag, þegar Sigurður gerir börn sín að meðeigendum. Um svipað leyti er ráðinn að því fram- kvæmdastjóri, Sigurður Tryggva- son, sem annast um reksturinn til ársins 1965, að Karl tekur við. Karl Sigurgeirsson er bónda- sonur frá Bjargi í Miðfirði, fæddur 12. des. 1943. Hann lauk lands- prófi frá Héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði. Síðan starf- aði hann tvo vetursem farkennari í sveitinni og aðra tvo við fyrirtækið. Á sumrin vann hann á búi foreldra sinna, hann hafði mestan hug áað verða bóndi. En svo kom ástin í spilið og gerði strik í reikninginn. Hann kvæntist Anne Mary Pálma- dóttur, sonardóttur Sigurðar Pálmasonar, og tekur svo við framkvæmdastjórn fyrirtækisins, þá tuttugu og eins árs gamall. Tvíþætt starf Rekstur Verslunar Sigurðar Pálmasonar h. f. er í stórum drátt- um tvíþættur. í fyrsta lagi er smá- söluverslunin, sem hefur verið rekin frá stofnun fyrirtækisins. Þar er verslað með flestar vörur sem þarf til heimilis og búrekstrar, en það vekur eftirtekt hvað bækur fá mikið og gott rúm í versluninni, enda segir Karl að svo hafi alla tíð verið, allt frá stofnun. í þeim hluta fyrirtækisins eru einnig rekin nokkur umboð, svo sem fyrir Olíu- verslun íslands, Álafoss og Bruna- bótafélag íslands. Umboðið fyrir Brunabótafélagið er reyndar rekið á nafni Karls, persónulega, og er þar farið að fordæmi Sigurðar Pálmasonar, sem hafði þetta um- boð alltaf á sínu nafni, en ekki fyrirtækisins. Hinn meginþáttur fyrirtækisins er rekstur sláturhúss og frystihúss. Á síðasta ári var slátrað þar um Þessi mynd, sem Baltazar teiknaði af Sigurði Pálmasyni, skreytir vegginn andspænis Karli, þegar hann situr við skrifborðið sitt. 43

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.