Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Side 10

Frjáls verslun - 01.01.1982, Side 10
Erfiðleikar steðja að Cargolux Miklir rekstrarörðugleikar steðja að Cargolux, vöru- flutningafélaginu í Luxem- borg, sem Flugleiðir eiga aðild að. Tapið á síðasta ári mun nema 7 milljónum doll- ara að því er heimildarmenn blaðsins segja, þar af er tap á rekstri dótturfyrirtækis félagsins í Urguay frá fyrra ári um 3 millj. dollara. Ástæðan fyrir þessum erfið- leikum Cargolux er harðn- andi samkeppni um minni flutninga vegna efnahagsá- standsins á Vesturlöndum. Áætlunarflugfélög, sem nota breiðþotur til farþega- flutninga á Austurlandaleið- um, hafa mikið rými til vöru- flutninga, en það er einmitt Austur-Asíuflugið, sem ver- ið hefur mikilvægasti þáttur í rekstri Cargolux. Félagið hóf fyrir nokkru starfsemi I Bandaríkjunum og flug vestur um haf en það mun ekki hafa gengið eins og menn höfðu gert sér vonir um fyrirfram. Félagið hefur nýlega keypt tvær Boeing 747 breiðþotur og hefur fjármagnskostnaður vegna þeirra kaupa verið félaginu mjög þungur baggi. Nokkur óvissa er ríkjandi um áfram- haldandi verkefni fyrir flug- menn félagsins, sem að stórum hluta eru íslending- ar. Hefur jafnvel komið til tals, að Flugleiðir fái ein- hverja þeirra lánaða til að fljúga sínum vélum í sumar, þegar annir verða mestar í sumaráætluninni. 140 ný bílastæði við Skúlagötu? Til greina hefur komið, að Reykjavíkurborg taki á leigu lóð Eimskipafélags (slands milli Frakkastígs og Vatns- stígs við Skúlagötu og noti sem almenn bílastæði. Eim- skipafélagið hefur auglýst þessa lóð til leigu og hafa fulltrúar borgarinnar átt viðræður við forráðamenn félagsins um nýtingu henn- ar undir bílastæði. Áætlað er, að þarna yrði rými fyrir liðlega 140 bíla og myndi verða um langtímastæði að ræða, sem sennilega yrðu til ókeypis afnota fyrst I stað en sennilegt að gjaldtaka yrði upp tekin er fram í sækir, ekki ósvipað því sem gerist á bílastæðunum á Tollstöðvarhúsinu. Danir í meðferð hjá SÁÁ? Starfsemi SÁÁ hér á landi og meðferð áfangisvanda- mála hjá samtökunum hefur vakið athygli víða um lönd. Samtök í Danmörku hafa mikinn áhuga á samstarfi við SÁÁ þar eð viðbrögð við áfangisvandanum þar í landi, sem er orðinn gífur- legur, þykja af gamla skól- anum og til lítils gagns. Hafa Danir spurzt fyrir um það, hvort Danir gætu átt þess kost að fá meðferð á stofnunum SÁÁ hér á landi. Óvíst er að svo geti orðið en aðstaða SAA til virkrar þjón- ustu við samfélagið mun breytast mjög til hins betra með tilkomu nýrrar stöðvar sem reisa á við Grafarvog. 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.