Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Page 45

Frjáls verslun - 01.01.1982, Page 45
10.500 fjár og hátt í 1000 stórgrip- um. Karl telur að þar hafi verið slátrað um 20% af því sem slátrað var á svæðinu af fé, en álítur að hlutdeildin í slátrun stórgripa hafi verið miklu stærri, eða nær helm- ingi. Hann segir einnig að veltan í versluninni haldist nokkuð í hend- urviðveltunaíinnleggi bænda. Og ennfremur segir Karl að hlutdeild fyrirtækisins í viðskiptum á staðn- um fari vaxandi, ár frá ári. Nýtt hús með hraði í maí á síðasta ári flutti verslunin í nýtt húsnæði. Það var um haustið 1979 að undirbúningur að bygg- ingunni hófst og var þá stofnað fé- Meleyri h. f. er rækjuverksmiðja og saltfiskverkun. Auk þess er fyrirtækið meðeigandi í útgerðar- félögum tveggja báta. Eyri h. f., sem gerir út Glað og Sif h. f., sem gerir Siglunesið út. Þar að auki á Meleyri h. f. hlutabréf í Steypu- þjónustunni h. f. og Mjöl h. f. Meleyri h. f. var stofnað árið 1973 um rækjuvinnslu þá sem hafði áður verið reynd á vegum V. S. P. um hríð og hóf starfsemi sína í sláturhúsi V. S. P. NÚ hefur fyrirtækið byggt yfir sig eigið hús og árið 1978 tók fyrir- tækið upp saltfiskverkun. lag um bygginguna. Að því stóðu auk Verslunar Sigurðar Pálma- sonar h. f., Saumastofan Drífa h. f. Sýslusjóður og Ræktunar- og búnaðarsamband V-Húnavatns- sýslu. í maí 1980 var gólfplatan steypt, húsið var fokhelt í nóv- ember og í desember var þar hald- inn jólamarkaður. Það var svo í apríl næsta ár, að verslunin flutti inn.einsogfyrr sagði. Húsið er 600 fermetrar að flatar- máli. Á fyrstu hæðinni er Verslun Sigurðar Pálmasonar h. f. til húsa með smásölu sína og skrifstofur. Sölubúðin er á um 250 fermetrum. Það eru æði mikil viðbrigði og Nú tekur fyrirtækið á móti afla af fimm bátum og samtals hafa um fimmtíu manns atvinnu sína við fyrirtækið beint eða I tengslum við það, þ. e. a. s. á bátunum og við vinnslu aflans. Á síðasta ári var tekið á móti um 700 tonnum af rækju, þaraf var um helmingur veiddur samkvæmt kvóta úr flóanum, en hinn hlutinn var af djúpmiðum. Framkvæmdastjóri Meleyrar h. f. er Hreinn Halldórsson, en hann er dóttursonur Sigurðar Pálma- sonar. stórbætt aðstaða, því að áður var athafnasvæðið á milli 60 og 70 fer- metrar. Hinn hluti hæðarinnar er notaður undir lager og skrifstofur. Á annarri hæð hússins er Saumastofan Drífa til húsa, en á efstu hæðinni verða skrifstofur Ræktunar- og búnaðarsambands- ins og bókasafn. Ný fyrirtæki og fjölgun íbúanna íbúar á Hvammstnga árið 1970 voru 361. Þá hafði fjölgunin verið mjög hægfara um langt skeið, árið 1940 voru þeirt. d. 314, hafði fjölg- að um 47 á 30 árum. Staðurinn var nær eingöngu þjónustumiðstöð við sveitir V-Húnavatnssýslu og atvinnumöguleikar miðuðust við það. Mannlífið var staðnað og unga fólkið fékk fá tækifæri og flutti burt. Við svo búið þótti mönnum ekki mega standa, og ár- ið 1970 reið Verslun Sigurðar Pálmasonar á vaðið með að auka fjölbreytni atvinnulífsins og hóf ræKjuvinnslu (tilraunaskyni í slát- urhúsinu. Byrjað var að kaupa rækju af einum bát og rækjan var handpilluð. Fljótlega varð Ijóst að þau vinnubrögð dugðu ekki í sam- keppninni. Þá var hlutafélagið Meleyri stofnað um þann rekstur. Það varárið 1973. Persónutengsl og viðskiptasambönd Sama ár stofnar Karl ásamt fjór- um mönnum öðrum Saumastof- una Drífu h. f., en V. S. P. er ekki aðili að því fyrirtæki. í kjölfar auk- innar atvinnu fer fólki á Hvamms- tanga að fjölga og þar með hefst mikil uppbygging íbúðarhúsa á staðnum. Næsta skrefið, er því að stuðla að þeirri uppbyggingu og V. S. P. tekur þátt í því með eignarað- ild að steypustöð með öðrum fyrir- tækjum og stofnunum á staðnum. Nýjasta átakið í framfaramálum staðarins, sem V. S. P. á þátt í, er stofnun mjölverksmiðju og upp- bygging hennar. Hún tekur vænt- anlega til starfa fyrri hluta þessa árs. Blaðamaður frá Frjálsri verslun var Útgerð lá með öllu niðri á Hvammstanga um nokkurra áratuga skeið, en nú eru fimm bátar gerðir út þaðan. Glaður HU-67 er einn þeirra, hann er gerður út af Eyri hf., sem Meleyri hf. á aðild að. Meleyri hf.: Veitir fimmtíu mönnum vinnu 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.