Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 11
Ragnar í ÍSAL. Ragnar formaður Verzlunar- ráðsins? Formannsskipti munu framundan hjá Verzlunar- ráði íslands. Samkvæmt lögum samtakanna mun Hjalti Geir Kristjánsson nú hafa lokið starfstímabili sínu í formannsembættinu. Það er talið nokkuð víst að eftirmaður Hjalta Geirs verði Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSALS. Kentucky Fried Chicken við Suðurlands braut? Forráðamenn kjúklinga- veitingastaðarins Kentucky Fried Chicken í Hafnarfirði vilja færa út kvíarnar. Þeir hafa sótt um lóð fyrir veit- ingastað í Reykjavík, þar sem afgreiða á fólk í bílum, ,,drive-in‘‘, sem svo er nefnt á ensku. Skipulagsyfirvöld borgarinnar munu hafa gert tillögu um staðsetningu hins nýja veitingastaðar austan við benzínsölu BP við Suðurlandsbraut, fyrir innan Glæsibæ, en íbúar í nærliggjandi húsum hafa mótmælt þessum áformum kröftuglega, þeir sem pata hafa fengið af þeim. Málið mun vera til endrskoðunar hjá borgaryfirvöldum. Lífshlaupið til Hafnarfjaðar? Listaverkið Lífshlaup Kjar- vals mun að öllum líkindum lenda suður í Hafnarfirði og f/erða þar til frambúðar. Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk sem keypti verk- ið af Guðmundi Axelssyni, ætlar að koma því fyrir í húsi sínu við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði en þar hefur hann í hyggju að koma upp listaverkasölu og sýningar- aðstöðu. Áður en Þorvaldur festi kaup á þessu um- rædda verki Kjarvals hafði komið til landsins danskur listaverkasérfræðingur til að leggja á ráðin um skurð á verkinu í smærri einingar, sem síðan hafði verið hug- myndin að ramma inn og selja sem sjálfstæð lista- verk. Félög verzlunarinnar selja fasteignir Senn líður að því að eig- endur Húss verzlunarinnar fari að flytja inn í nýja hús- næðið. Sumir eru búnir að selja fasteignir, þar sem við- komandi félög hafa haft að- milljónir. öllu hærra verð fékkst fyrir Þverá, hús Verzl- unarráðs íslands við Lauf- ásveginn. Kaupendur voru arkitektarnir Valdís Bjarna- dóttir og Gunnar Ragnars- Þverá við Laufásveg. setur, aðrar eru á söluskrá um þessar mundir. Félag ísl. stórkaupmanna seldi nýlega húseign sína í Tjarn- argötu og var kaupandinn Samband ísl. bankamanna, sem ætlar að hafa þar aðal- stöðvar sínar. Söluverð mun hafa verið um tvær son, sem ætla að búa og starfa á staðnum. Áður en þau keyptu höfðu ýmsir haft augastað á húsinu, m. a. Al- þýðubandalagið, sem hefur verið að leita að hentugu húsi fyrirflokksstarfsemina. Allaballarnir hafa nú auga- stað á Breiðfirðingabúð við Skólavörðustíginn. Þá er hæð Lífeyrissjóðs verzlun- armanna i Verzlunarbanka- húsinu við Grensásveg til sölu og eins húseign Verzl- unarmannafélags Reykja- víkur við Hagamel. Það er stórt og glæsilegt hús, sem talið er að muni seljast fyrir meira en fjórar milljónir. Margir eru volgir, þar á meðal Félagsstofnun stú- denta, sem hefur um skeið verið að leita að hentugu húsnæði fyrir stúdenta- ibúðir. Valgerður framkvæmda- stjóri Gylmis Valgerður Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Lýsi hf. hefur sagt upp hjá því fyrirtæki og mun innan skamms taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá auglýsingastofunni Gylmi. 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.