Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.03.1996, Qupperneq 46
ATVINNUORYGGI ÁHÆTTUSAMAR ATVINNUGREINAR Það er löngu liðin tíð að fólk búi við atvinnuöryggi í einhverju lífstíðarstarfi. Hins vegar er atvinnuöryggi mjög mismunandi eftir atvinnugreinum ngin ein atvinnugrein í Banda- ríkjunum er talin geta tryggt starfsöryggi í því umróti sem á sér nú stað í efnahagslífi þjóðarinnar. Samdráttur og rekstrarvandamál hrjáir þær ekki allar en uppsagnir virðast þó vera óumflýjanlegar í þeim öllum. Bankar hafa og eru að missa helstu viðskiptavini sína, eins og stóra lántakendur úr viðskiptalífi en margir þeirra afla sér fjár á fjármagns- mörkuðum eða fara til annarra lán- veitenda. Samruni banka hefur átt sér stað með ótrúlegum hraða og má þar nefna samruna Chase- og Manhattan Chemical Bank í New York og einnig samruna Wells Fargo og First Inter- state í Kalifomíu. Ráðgjafar í fjár- málaþjónustu hjá Deloitte & Touche áætla að 450.000 bankastörf muni verða lögð niður á næstu fimm til tíu árum. Berskjaldaðastir eru gjaldker- ar, almennir bankastarfsmenn og yfirmenn þeirra vegna þess að bankar loka vaxandi íjölda útibúa. Nokkuð ör- uggir mega teljast sölumenn afleiða því fyrirtæki munu enn þurfa að skapa mótvægi gegn íjármálalegum óstöð- ugleika. Atvinna mun aukast í styrkri at- vinnugrein fjölmiðlunar og skemmt- anaiðnaðar. Samrunar fyrirtækja eins og Disney og Capital Cities/ABC eða Westinghouse og CBS, auk áform- aðra kaupa Time Wamer á Turner Broadcasting, munu leiða til þess að sum störf verða lögð niður. í sérstök- um áhættuhópi eru þeir er vinna fyrir TEXTI: STEFÁN FRIÐGEIRSSON lítil miðlunarfyrirtæki sem eru að hasla sér völl í framtíðartækni, eins og í framleiðslu geisladiska („CD- ROM“). Fallvalt gengi verður hjá mörgum þessara fyrirtækja eða þá að þau hverifa af markaðnum. „Annað- hvort muntu falla í skuggann fyrir stórum samkeppnisaðila eða þú munt sameinast þremur öðrum litlum fyrir- tækjurn," segir Jill Krutick, sérfræð- ingur hjá Smith Bamey í skemmtana- iðnaðinum. Berskjaldaðastir eru stjómendur í sameinuðum fyrirtækj- um en nokkuð öruggir teljast lista- menn, skopmyndateiknarar, leik- stjórar og handritahöfundar, sérstak- lega þeir sem skrifað geta fyrir alþjóðlegan markað. Kaupmenn í smásölugeiranum opnuðu margar verslanir á níunda áratugnum en jafnvel innkaupaglöð- ustu viðskiptavinir dugðu ekki til að hægt væri að halda rekstri sumra þeirra gangandi. Afsláttarverslanir eins og Wal-Mart og Target hafa sett mikinn þrýsting á minni og veikari keppinauta og er það hluti þeirrar ástæðu að Caldor, Bradlees og Jam- esway meðal annarra þurftu að lýsa sig gjaldþrota á síðastliðnu ári. „Sér- vöruverslunarkeðjur em líklega veikastar fyrir núna vegna þess að stórverslanir og almennir kaupmenn hafa lækkað verð og eru að ná aftur til sín markaðshlutdeild," segir Daniel Barry, sérfræðingur hjá Merrill Lynch. Berskjaldaðastir í þessari at- vinnugrein eru lagerstjórar, sölu- menn og verslunarstjórar þar sem fjölda verslana er lokað við samein- ingu fyrirtækja. Nokkuð öruggir telj- ast þeir sem hanna smásöluauglýs- ingar fyrir vefsíður á Alnetinu (Int- ernetinu). Sviptingar í fjarskiptamarkaði koma til vegna reglugerðar um fjar- skipti, sem samþykkt var af banda- ríska þinginu nýlega, en hún leyfir samkeppni allra fyrirtækja sín á milli. Nokkuð öruggir um störf sín í þessari atvinnugrein mega teljast starfsmenn í vaxandi iðnaði þráðlausra fjarskipta. Afnám hafta í atvinnugrein opin- berrar þjónustu, eins og í orkuiðnaði, hefur valdið svipuðum sviptingum og í fjarskiptaiðnaði en að mestu hafa raf- orku- og gasfyrirtæki verið á einok- unarmarkaði undir eftirliti hins opin- bera. í fjörtíu fylkjum Bandaríkjanna eru hugmyndir um að losa um regl- urnar þannig að fyrirtæki eins og Con Edison í New York geti til dæmis selt rafmagn til viðskiptavina í Wisconsin gegn gjaldi til orkufyrirtækjanna sem ættu línurnar er flytja rafmagnið á milli. Breytingin mun valda samruna og endurskipulagningu á næstu árum sem mun leiða til niðurskurðar 160.000 starfa. Berskjaldaðastir í þessari atvinnugrein eru þeir er vinna skrifstofustörf, er skarast í samein- uðum fyrirtækjum, en nokkuð örugg- ir teljast markaðsstjórar þar sem fyrirtækin þurfa að leita á mið nýrra viðskiptavina. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.