Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Síða 18

Frjáls verslun - 01.10.1999, Síða 18
Guðjón Þórðarsson, framkvæmdastjóri knattspymuliðsins hjá Stoke Citv F.C. Hann er með mikla ffulrót í samningi sínum við fjárfestana ogfelst hún í bónusgreiðslum og kauprétti á hlutabréfum, „stock option". Enda er veðjað á að Guðjón tvö- til þre- faldi markaðsverð félagsins á næstu þremur til fímm árum, „búi til“ um 1 milljarð króna á næstu fímm árum. Guðjón er hér með stjómarformanni Stoke, Gunnari Þór Gíslasyni. Guðjóns bíður / Islensku fjárfestarnir leggja rúmar 900 milljónir króna í Stoke. Um helmingur þess er fyrir hlutaféð. Hér er ítarleg úttekt Frjálsrar verslunar á því hvort jjár- festingin borgi sig! uðjón Þórðarson, nýráðinn framkvæmdastjóri liðs knattspyrnufélagsins Stoke City Football Club Limited, verður í góðum málum íjárhagslega gangi félaginu vel á næstu árum. Guðjón er ekki aðeins búinn að koma sér í eftirsótt starf sem framkvæmdastjóri knattspyrnu- liðs í Englandi; hann er líka orðinn bissnessmaður - stjórn- andi fyrirtækis!! Það var hann sem átti viðskiptahugmyndina; að kaupa Stoke. Guðjón er með mikla gulrót í samningi sín- um við íslensku íjárfestana, sem keyptu félagið á dögunum, og felst hún bæði í kauprétti á hlutabréfum, svonefndri hluta- bréfavilnun, „stock option“, og bónusgreiðslum. Enda liggja hagsmunir Guðjóns og fjárfestanna saman. Fjárfestarnir, sem lagt hafa rúm- ar 900 milljónir króna til Stoke í formi hlutafjár og lána, hyggjast að minnsta kosti tvöfalda markaðsverð félagsins á næstu þremur árum og veðja þeir á Guðjón. Það er hans að „búa til“ 1 milljarð í auknu markaðsverðmæti á næstu fimm árum. Það gerir hann með því að stórbæta árangur liðsins án þess að bruðla í leikmannakaupum og koma því upp í 1. deild. Við það stóraukast tekjur félagsins af áhorfendum, sjónvarps- útsendingum og kaupum og sölu leikmanna. Ætla má að markaðsverðmæti Stoke tvöfaldist við það eitt að fara upp í 1. deild og skila hagnaði - og þrefaldist eftir tveggja til þriggja ára veru þar. Nægir þar að horfa á markaðsverð ýmissa ann- arra þekktra félaga í ensku 1. deildinni. Engin tvö félög eru þó eins. Áhættusöm fjárfesting Þrátt fýrir mikla bjartsýni eru ijárfestarnir sammála um að fjárfesting þeirra í Stoke sé nokkuð áhættusöm. Áhættan felst í því hve miklu FRÉTTASKÝRING: Jón G. Hauksson MYNDIR: Geír Úlaísson 18

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.