Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Síða 30

Frjáls verslun - 01.10.1999, Síða 30
Hörður Arnarson, forstjóri Marels. Haft hefitr verið á orði að hann sé maðurinn sem innleitt hafi myndgreiningu í matvælaiðnaðinn. FV-myndir: Geir Olafison. Hinn nýi forstjóri Marels Hörður Arnarson, hinn nýi forstjóri Marels, er37 ára doktor í rafmagnsverkfræði. Haft er á orbi að hann sé maðurinn sem innleiddi myndgreiningu í matvælaiðnaðinn. örður Arnarson, hinn nýi forstjóri Marels á, að baki langan feril hjá fyrirtækinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann er 37 ára rafmagnsverkfræðingur og hóf fyrst störf hjá Marel eftir að hann útskrifaðist sem verkfræðingur úr Háskóla Islands. Undanfarin ár hefur hann verið fram- kvæmdastjóri þróunar- og framleiðslusviðs - og leysti af sem forstjóri Marels í þrjá mánuði fyrr á þessu ári. Þegar síðan Geir A. Gunnlaugsson, fyrrverandi forstjóri, ákvað að draga sig í hlé var leitað til Harðar um að taka við stöðu hans. Sú ákvörðun var í tekin í mikilli sátt við aðra starfsmenn fyrir- tækisins. Marel er löngu þekkt sem eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins og fyrir að hafa náð góðum árangri á erlendum mörkuðum. Fyrirtækið er leiðandi á sínu sviði og telst eitt af fremrí hátæknifyrirtækjum heims í matvælaiðnaðinum. Uppruninn: Hörður Arnarson er fæddur í Reykjavík 24. nóv- ember 1962 og alinn upp á höf- uðborgarsvæðinu. Foreldrar: Örn Engilbertsson flugstjóri og kona hans, Sigríður Brynjólfsdóttir skrifstofumaður, bæði búsett í Reykjavík. Systkyni: Hörður er næstelstur þriggja bræðra. Eldri bróð- ir hans er Brynjar Örn, framkvæmdastjóri Flugkerfa, og sá yngri er Jón Haukur, háskólanemi í matvælafræði. Menntunin: Hörður á að baki víðtæka menntun. Hann tók stúdentspróf úr Menntaskólanum við Sund og lauk síðan BS prófi í rafmagnsverkfræði 1986 frá Háskóla íslands. Á náms- tímanum í Háskóla Islands hóf hann störf hjá Marel en loka- verkefni Harðar úr Háskólanum var unnið í tengslum við það fyrirtæki. Hörður lét ekki BS-prófið nægja heldur lauk dokt- orsprófi í rafmagnsverkfræði með myndgreiningu sem sér- svið frá DTH í Kaupmannahöfn 1990. Doktorsritgerð Harðar íjallaði um notkun myndgreiningar í matvælaiðn- aði. Námið var í nánum tengslum við störf Harðar hjá Marel, því hann var starfs- maður Marels á námstímanum í Kaupmannahöfn. Marel fékk styrk frá Norræna iðnþróunarsjóðnum og Hörður var á þeim styrk þau þrjú ár sem hann var við nám í DTH. Hann kom síðan með þekk- inguna til baka inn í Marel og nú er myndgreining orðinn stór hluti af starf- seminni. Vöruúrval Marels byggist í dag að umtalsverðu leyti á myndgreiningu. NÆRMYND: ísak Örn Sigurðsson 30

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.