Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Síða 31

Frjáls verslun - 01.10.1999, Síða 31
NÆRMYND Hörður var virkur í rannsóknum á námstímanum í Kaupmannahöfn, skrifaði töluvert af fræðigreinum á verkfræðisviðinu í blöð og alþjóðlegar bækur, og gerir reyndar enn. Hörður fékk Hvatningarverðlaun Rannsóknar- ráðs Islands árið 1992 en þau eru veitt vísindmönnum undir fertugu. Hörður var aðeins þrítugur þegar hann fékk þessi verðlaun og er sá yngsti sem þau hefur hlotið. Hann var einnig fyrsti mað- urinn innan fyrirtækis til þess að fá þessi hvatningarveðlaun. Verðlaunin fékk Hörður fyrir vísindastörf sín og eru þau meðal þeirra hæstu sem veitt eru. Upp- hæð verðlaunanna var um 1,8 milljónir króna. Hörður hefur sinnt ýmsum störfum utan Marels, meðal annars sat hann í út- hlutunarnefnd Tæknisjóðs Rannsóknarráðs Islands síðustu þijú árin og einnig vann hann ýmis störf fyrir Evrópubandalagið. Þar hefur hann unnið að vísindaráðgjöf og tekið út stór rannsóknarverkefni fyrir EB. Hörður situr einnig í stjórn Islenska hugbúnaðarsjóðsins. Fjölmörg áhugamál: Áhugamál Harðar eru mörg og ijöl- breytileg. Fjölskyldan og börnin eru náttúrlega númer eitt hjá honum, en hestamennskan er ríkur þáttur. Fjölskyldan á að sjálfsögðu hesta til að sinna því áhugamáli. Hörður er mik- ill áhugamaður um íþróttir og leggur mikla áherslu á að halda sér í góðu formi. Hann spilaði um nokkurra ára skeið í körfu- bolta með gullaldarliði Framara og einnig í Armanni. Hörður spilar ennþá reglulega körfubolta með gömlum félögum sín- um en stundar einnig ýmsar aðrar íþróttir s.s. skokk, líkams- rækt (spinning) og fjallahjólreiðar. Hann gætir þess að finna sér alltaf tima til þess stunda íþróttir enda gefur það honum aukinn kraft í vinnunni að vera í góðu líkamlegu formi. Hörður hefur verulega gaman af ströngum gönguferðum og fór einmitt í sumar í 7 daga gönguferð með fjölskyldunni um Lónsöræíi frá Snæfelli niður í Lón. Til viðbótar þessum áhugamálum Harðar má nefna að hann er mikill áhugamaður um léttvín og er í félagsskap sem hittist einu sinni í mánuði til þess að bragða á góðum léttvínum. Fjölskyldan: Eiginkona Harðar er Guðný Hallgrímsdóttir, fædd árið 1963. Guðný er nú við nám i Háskóla Islands. Hörð- ur og Guðný kynntust árið 1981 og gengu í hjónaband árið 1988. Börn þeirra eru þrjú, Hulda, 16 ára, Arna, 9 ára, og Kristján, 7 ára. Stíllinn: Hörður er sagður víðsýnn forstjóri og leggja áherslu á að starfsmenn hafi greiðan aðgang að sér. Að sögn vinnufélaga hans er Hörður keppnis- maður fram í fingurgóma og mjög metnaðargjarn. Hann er ákaflega stefnufastur og á auðvelt með að fá fólk til að samsinna sínum skoðun- um. Hann er mjög opinn og á auðvelt með að umgangast fólk. Hörður er mikið fyrir að hlusta á skoðanir ann- arra til þess að öðlast betri yfirsýn og sjá hvar vandamálin liggja. Hann leggur áherslu á að samskiptin við starfsmenn séu á jákvæðu nótun- um. Hörður þykir vera glöggur á vandamálin og fljótur að greina kjarnann frá hisminu. Hann hefur vanið sig á langan vinnudag; mæt- ir snemma til vinnu (um 7:30 á morgnana) og vinnudeginum lýk- ur oft ekki fyrr en um klukkan 19:00. Hörður gætir þess þó að brjóta langan vinnudag upp með likamsrækt af einhverju tagi flesta daga vikunnar. Vinirnir: Bestu vinir Harðar eru að sjálfsögðu fjölskyldan en þess utan á hann mjög stóran vinahóp. Hörður hefur að mestu samskipti við tvo vinahópa. Annar vinahópurinn bygg- ist á skólafélögum úr Menntaskólanum við Sund. Þar eru nánustu vinir hans Hannes Guðmundsson, verkfræðingur hjá Rafteikningu, og Helgi Geirharðsson, verkfræðingur og mik- ill hjólreiðakappi. Hinn vinahópurinn byggist á félögum Harð- ar úr háskólanum í Danmörku. Þar má nefna Magnús Krist- bergsson, verkfræðing hjá Silfurtúni, og Hermann Olafsson, verkfræðing hjá Tryggingastofnun. Hörður er einnig í hjólahópi sem í eru um 12 menn, allt harðir naglar úr viðskiptalífinu sem gæta þess að halda sér í góðu líkamlegu formi. Að sögn eins þeirra eru þó fáir í betra formi en Hörður sjálfur sem hefur griðarlegt úthald. Stefnan: Stefna Marels hefúr ekki tekið grundvallarbreyt- ingum með tilkomu Harðar þó að nýjar áherslur fylgi nýjum forstjóra. Stefna fyrirtækisins er að sjálfsögðu að vaxa og styrkjast, auka ljölbreytni í vöruúrvali og bæta við nýjum mörkuðum. Hörður leggur áherslu á að einn helsti styrkleiki fyrirtækisins sé samhent, hæfileikaríkt starfsfólk þess. Um 95% veltu Marels er á erlendum mörkuðum og þó að heima- markaðurinn verði alltaf mjög mikilvægur er ekki búist við miklum vexti þar. Hins vegar eru sóknartækifærin mörg á er- lendum mörkuðum að áliti Harðar, bæði innan fiskiðnaðarins og í kjúklinga- og kjötvinnslu. Hörður leggur áherslu á að ijölga vöruflokkum og vinna nýja markaði úti um allan heim en þar er verið að vinna að nýjum hugmyndum sem eiga að hjálpa til við markaðssókn Marels. [0 hópi Og sagður t O h ^t stundvislega Stíll Harðar Hörður er sagður víðsýnn forstjóri og leggja áherslu á að starfsmenn hafi greiðan aðgang að sér. Að sögn vinnufálaga hans er hann keppnismaður fram í fingurgóma og mjög metnaðargjarn. Hann er ákaflega stefnufastur og á auðvelt með að fá fólk til að samsinna sínum skoðunum. 31

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.